Morgunblaðið - 09.02.1983, Side 12

Morgunblaðið - 09.02.1983, Side 12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 12 Morgunblaðid/Magnús Jónsson. Hjaltalínshús í Stykkishólmi stendur í Ijósum logum síðastlidið fóstudagskvöld. Eldsvoðinn í Hjaltalínshúsi í Stykkishólmi: Kraftaverki næst að ekki varð meira tjón Stykkishólmi, 7. febrúar. l»Af) var rétt um kl. 9 fostudags- köldiA 4. þ.m. að BrunaliöiA í Stykk- ishólmi var kallaö út. Kallkerfiö er nú komiö í þaö horf að ekki þarf að setja brunalúöur í gang heldur er hringt í nr. og þá vara allir bruna- liðsmenn. I»eir fóru allir strax á vettvang og voru komnir með bíl og áhöld aö vörmu spori. Norðan hvassviöri var og því erfitt um vik. Er þeir komu á staðinn tjáði brunaliðsstjórinn, Högni Bær- ingsson, mér að eldur hefði verið það magnaður, að ekki hefði verið vit í öðru en búa sig í að verja næsta hús sem var Clausenshús, íbúðarhús Sigurðar Ágústssonar fv. alþm., og var frú Ingibjörg Helgadóttir kona Sigurðar búandi þar. Náðu þeir strax með leiðsl- urnar niður í sjó sem er skammt frá og byrjuðu að dæla á Claus- enshús og brunann um leið. Bálið var svo stórkostlegt á tímabili að það má heita að það hafi gengið kraftaverki næst að bjarga næsta húsi og næstu húsum. En það tókst. Húsið Hjaltalínshús sem brann var eitt af elstu húsum í bænum og var umræða um að friða það og gera upp, en ekkert varð úr enda Krunarústirnar, eitt elzta húsið Morgunblaóió Árni Helga.son. í Stykkishólmi heyrir nú sögunni til. að mörgu leyti illa farið. Þetta var um langt skeið eitthvert mesta at- hafnasvæðið f Stykkishólmi með- an Sæmundur kaupm. Halldórs- son rak hér mikla verslun og þil- skipaútgerð. Þar var einnig heim- ili hans sem var lengi rómað fyrir smekk og ágæti og höfðingsskap. Eftir að Sæmundur hætti verslun, var áfram verslun í húsinu, og eins hafa margir búið þar og voru 3 íbúðir í húsinu á tímabili. Húsið var nú seinustu árin lítið notað, helst að geymdar voru þar ýmsar vörur. Ýmislegt brann þar inni svo sem timbur o.fl. Að mörgu leyti er eftirsjá í þessu húsi sem skilur margar minningar eftir. Það stóð á góðum stað neðan við Bókhlöðuhöfðann þar sem útsýni er mikið um Breiðafjörð. Og þeir ferðamenn sem koma hingað fara oft fyrst fram á Höfðann til að sjá sig um. Nú þegar maður horfir á rúst- irnar og höfðann í baksýn verður fegurra að líta til hans. Má því segja að fátt sé svo með öllu illt að ekki fylgi því nokkuð gott. En hitt efa ég ekki að margir sakna Hjalta- línshúss. Þá vil ég ekki láta þess ógetið hversu frú Ingibjörg stóð sig vel á meðan á brunanum stóð, þar sem hún gat átt von á að sjá heimili sitt í rúst ef illa hefði til tekist. Æðruleysi og hugrekki hennar vil ég sérstaklega róma. FrétUriUri. Hafskip gefur HÍ 250 bækur HAFSKIP hf. hefur gefið við- skiptadeild Háskóla íslands all- stórt upplag af bókinni „Stunda- glasið“, eftir Edwin C. Bliss, en á frummálinu nefnist bókin „Gett- ing Things Done“. Færir Hafskip háskólanum að gjöf upplag er nemur að minnsta kosti fjölda kandídata frá viðskiptadeildinni í þrjú ár, eða um 250 manns. Bókina Stundaglasið gaf Haf- skip hf. út á síðasta ári í samvinnu við Karnabæ, en bókin hefur selst í feikilegu upplagi á ensku, að því er segir í frétt frá Hafskip er Morgunblaðinu hefur borist. Á ís- lensku er bókin ekki til sölu, en Hafskip hefur meðal annars dreift henni til hluthafa, viðskipta- manna og fleiri sem gjöf frá félag- inu. Nemendur viðskiptadeildar háskólans munu fá bókina gefna, og hugsanlegt er að við hana verði stuðst í kennslu, en efni hennar er fyrst og fremst leiðbeiningar til fólks varðandi tímaskipulagningu. Forráðamenn Hafskips afhenda viðskiptadeild háskólans bókagjöfina. Talið frá vinstri: Dr. Þórir Einarsson, Björgólfur Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Hafskips, dr. Þráinn Eggertsson, prófessor, deildarforseti, Páll Bragi Kristjánsson, fjármálastjóri Hafskips, og dr. Brynjólfur Sigurðsson, lektor. spurt ogsvarað Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS SKATTAMÁL HÉR FARA á eftir spurningar, sem lesendur Morgunblaösins hafa beint til þáttarins Spurt og svarað um skattamál, og svörin við þeim. Þjónusta þessi er í því fólgin, aö lesendur geta hringt í síma Morgunblaösins, I0I00, klukkan 10 til 12 virka daga nema laugardaga og boriö upp spurningar sínar um skattamál. Mbl. leitar síöan svara hjá ríkisskatLstjóra og birtast þau í þessum þætti að nokkrum dögum liönum. Sölulaun dragast frá söluverði ef um skattskyldan sölu- hagnað er að ræða „Linda Oskarsdóttir, Hörgatúni 9, Garðabæ, spyr: 1. Eru sölulaun vegna sölu á fasteignum og eins innheimtu- kostnaður af skuldabréfi frádráttabær til skatts? Ef svo er, hvar á maður að telja fram? 2. Fullorðin kona, rúmlega átt- ræð, sem er meira og minna á spítala og hefur einungis elli- lífeyri og tekjutryggingu sér til framfæris, á hún að telja fram til skatts? Ef svo er, hver á þá að \ gera það, ef hún er ófær um það sjálf? Svar: 1. Sölulaun dragast frá söluverði hinnar seldu eignar og koma þannig til frádráttar ef um skattskyldan söluhagnað er að ræða. M.ö.o., sölulaun má ekki draga frá öðrum skattskyldum tekjum framteljandans. Inn- heimtukostnaður af skuldabréfi er ekki frádráttarbær. 2. Já. Ef framtalsskyldur maður er ófær um að gera framtal sitt sökum hrumleika, sjúkdóms eða annarra hliðstæðra ástæðna, skal skattstjóri eða umboðsmað- ur hans veita honum aðstoð til þess, en framteljandi skal láta í té allar nauðsynlegar upplýs- ingar og gögn. Fjalakötturinn lagður niður AKVEÐIÐ hefur veriö aö leggja Kjalaköltinn, kvikmyndaklúbb fram- halds.skólanna, niöur í núverandi mynd vegna rjárhagserfiöleika hans. Að sögn Gunnars Jóhanns Birgis- sonar, formanns Stúdentaráðs Há- skóla íslands, er þarna um að ræða uppsafnaðar skuldir frá þessu og síðasta ári, sem nema um 300 þús- und krónum. Verið er að gera Tónleikar í MR NÆST KOMANDI fimmtu- dagskvöld 10. febrúar verða haldnir tónleikar í Menntaskólan- um í Reykjavík, segir í fréttatil- kynningu, sem Mbl. hefur borizt. Þar kemur fram hljómsveitin Mezzoforte og hefja þeir félagar leik sinn kl. 21.00. klúbbinn upp og eru nú gögn hans hjá endurskoðanda. Reynt verður að selja Fjalaköttin, þ.e.a.s. nafnið, kvikmyndablaðið sem fylgir kettin- um og kvikmyndasýningarvél í eigu kattarins, sem er stutt síðan var keypt og með þeim hætti reynt að ná upp í skuldir. Menntaskólinn við Sund er þegar búinn að segja sig úr kettinum og gerði Gunnar ráð fyrir að hin fé- lögin sem að honum standa rayndu fylgja í kjölfarið, en klúbburinn var í eigu MR, MH, MS, MK, Félags- stofnunnar stúdenta og Stúdenta- ráðs. Að sögn Gunnars kemur í ljós á næstu dögum hvað verður, hvort kvikmyndaáhugamenn innan há- skólans taka rekstur F'jalakattarins að sér eða hvort hann verður ein- faldlega seldur. Nýlega heimsóttu félagar í Kiwanisklúbbnum „Heklu", Hrafnistu í Reykjavík og færðu heimilinu að gjöf fullkomið sjúkrabað af ARJÖ-gerð. Baðið er ætlað til nota á hjúkrunardcildum Hrafnistu og er þegar komin reynsla á það og líkar vel. Myndin er tekin af stjórn og styrktarnefnd Kiwanisklúbbsins „Heklu“ við afhendinguna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.