Morgunblaðið - 09.02.1983, Síða 36

Morgunblaðið - 09.02.1983, Síða 36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 36 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn: Um 1,3% hagvöxtur í iðnríkjum heimsins Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spá- ir því, að hagvöxtur verði um 1,3% í iðnríkjum heimsins á þessu ári, nema til komi verulegur efna- Verdbólgan undir 4% mark- ið í Vestur- Þýzkalandi VERÐBÓLGA komst undir 4% markið í Vestur-I>ýzkalandi í janúar sl. í fyrsta sinn síðan í júní 1979, samkvæmt upplýsingum vestur- þýzku hagstofunnar, en verðbólga jókst um 0,2% milli mánaðanna des- ember og janúar. Milli ára hefur verðbólga því aukizt um 3,9% í Vestur-Þýzka- landi, eða frá janúar til janúar. í júní 1979 var verðbólga þar í landi um 3,6%, samkvæmt upplýsingum vestur-þýzku hagstofunnar. Verðbólgan var um 5,3% á síð- asta ári í Vestur-Þýzkalandi. í nóvember sl. hækkaði framfærslu- kostnaður um 4,7% og 4,6% í des- ember. hagsbati í Bandarfkjunum og öðr- um lykillöndum. Hagvöxtur dróst hins vegar saman um 0,3% á síðasta ári í iðnríkjum heimsins. Þá er því spáð, að heildarþjóð- arframleiðsla iðnríkjanna aukist í námunda við 0,8% á þessu ári, en hún dróst saman um 0,7% sam- kvæmt bráðabirgðatölum fyrir síðasta ár. Á árinu 1984 er því síðan spáð, að þjóðarframleiðslan aukist um 2,2%. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn spáir því, að þjóðarframleiðsla í Bandaríkjunum muni aukast í námunda við 1,6% á þessu ári, en stjórnvöld spáðu því hins vegar á dögunum, að aukningin yrði í námunda við 1,4%. f Kanada er því spáð, að aukn- ing þjóðarframleiðslu verði um 0,9%, í kjölfar um 4,9% samdrátt- ar á síðasta ári. Um Japan segir Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, að þar verði væntanlega um 3% aukning þjóðarframleiðslu á þessu ári. f Frakklandi verði aukningin um 0,4%, í Vestur-Þýzkalandi verði um 0,3% samdráttur. Þá verði um 0,9% samdráttur á Ítalíu. Töggur hefur hafið innflutning á Áker- man-vinnuvélum TtklGUR hf. hefur nú tekið að sér umboð fyrir sænska vinnuvélafyrir- tækið Akerman, sem hefur sérhæft sig í framleiðslu á gröfum til að vinna við erfiðar aðstæður á norð- lægum slóðum, að sögn Ágústar Ragnarssonar. „Ákerman-gröfurnar eru af ýmsum stærðum og gerðum, á hjólum eða beltum frá 14 tonnum upp í um 57 tonn. Þær eru ýmist knúnar Volvo Penta, eða Scania turbo dísilvélum með beinni inn- spýtingu. Vélarnar eru tiltölulega aflmiklar og hæggengar, þannig að þær vinna sjaldnast undir fullu álagi. Meðalálag við vinnu er reyndar um 50%, sem hefur í för með sér minna slit og betri end- ingu og auðvitað minni olíueyðslu en ella. Reynt hefur verið að staðla sem mest af hlutum í vélunum, þannig að t.d. gírkassar, vökvamótórar, stjórnklefinn, bremsur, snún- ingshús, stimplar og legur eru eins í öllum gerðum vélanna. Þetta auðveldar varahlutaþjónustu og gerir hana jafnframt ódýrari," sagði Ágúst Ragnarsson ennfrem- ur. Vélarnar eru sérstaklega hann- aðar fyrir aðstæður á norðlægum slóðum eins og áður sagði, og gat Ágúst þess, að þriðja hver vél, sem seld væri í Skandinavíu kæmi frá Ákerman. Frá síðasta hluthafafundi Hafskipa. Fundinn sátu 90 af 485 hluthöfum í skipafélaginu. Reglulegir hluthafafundir Hafskips: Hluthafar eru nú 485 talsins — 300 starfs- menn og 7 skip í ferðum HLUTHAFAR í skipafélaginu Haf- skip eru nú 485 talsins, að því er Páll Bragi Kristjónsson fjármála- stjóri félagsins sagði í samtali við Morgunblaðið fyrir skömmu. Sala hlutabréfa er stöðugt í gangi, og er minnsta bréf nú að verðgildi eitt þúsund krónur. Alls starfa hjá Haf- skip um 300 manns um þessar mundir að sögn Páls Braga, og eru t>á meðtaldar áhafnir skipa og starfsmanna erlendis. í flota félags- ins nú eru sjö skip. „Auk lögboðinna aðalfunda ár- lega sem við höldum eins og önnur hlutafélög, höfum við undanfarin ár efnt til sérstakra funda með hluthöfum," sagði Páll Bragi. „Þetta hefur verið gert snemma vetrar í fjögur ár samfleytt, og hefur að okkar mati gefist mjög vel. Nú nokkru fyrir áramót héld- um við til dæmis fund á Hótel Sögu, á laugardagssíðdegi, og sóttu fundinn um 90 hluthafa, þrátt fyrir slæma færð og leiðin- legt veður. Þetta finnst okkur gott merki um hinn mikla áhuga sem hluthafar sýna félaginu, sem er því tvímælalaust mikill styrkur. Á þessum fundum fara fram opinská skoðanaskipti milli stjórnarmanna, framkvæmda- stjóra og hluthafa, hugmyndum er varpað fram, tekið við gagnrýni, spurningum svarað og svo fram- vegis. Þetta er þegar orðinn fastur liður í starfsemi okkar, og öruggt að þessu verður haldið áfram." Frumvarp á Alþingi: Áhættufé í atvinnurekstri jafnrétthátt öðru spari- fé í skattalegu tilliti „STAÐA íslenzkra atvinnufyrir- tækja er nú með þeim hætti, að brýna nauðsyn ber til að draga úr erlendri skuldasöfnun, efla innlend- an sparnað og opna láns- og áhættu- fé greiðari leið að arðsömum atvinnurekstri í landinu,“ segir m.a. í greinargerð með frumvarpi til laga um breytingu á lögum um tekju- og eignaskatt, sem alþingismennirnir Friðrik Sophusson, Jón Baldvin Hannibalsson, Matthías Á. Mathie- sen og Halldór Blöndal hafa lagt fram. „Slíkt er nauðsynlegt, ef takast á að byggja upp atvinnulífið og veita komandi kynslóð ný atvinnu- tækifæri. Til að ná þessu mark- miði er óhjákvæmilegt að breyta lögum um tekju- og eignaskatt eins og þetta frumvarp miðar að. Með þessu frumvarpi er stefnt að því að: 1. Treysta undirstöður atvinnu í landinu með því að auka sam- keppnishæfni atvinnulífsins, auðvelda stofnun nýrra fyrir- tækja og opna innlendu láns- og áhættufé greiðari leið til að örva fjárfestingu í atvinnulíf- inu og skapa þannig ný at- vinnutækifæri í landinu. 2. Efla innlendan sparnað og draga úr erlendri skuldasöfnun með því að gera áhættufé í at- vinnurekstri jafn rétthátt öðru sparifé í skattalegu tilliti. 3. Skapa verulegan hvata fyrir allt launafólk til að leggja nokkurt fé í atvinnurekstur og gefa því þannig tækifæri til að hafa frekari áhrif á starfs- umhverfi sitt og atvinnu," segir í greinargerðinni. í hnotskurn leggur frumvarpið til að eftirtaldar breytingar verði gerðar á núgildandi lögum um tekjuskatt og eignaskatt: 1. Réttur til útgáfu jöfnunar- hlutabréfa miðist við árlega stöðu og breytingar á hreinni eign félags. 2. Almenn þátttaka í atvinnu- rekstri er örvuð með því að veita takmarkaðan frádrátt frá tekjum vegna hlutabréfakaupa. 3. Sérstakur frádráttur verði heimilaður frá tekjum vegna stofnkostnaðar og rannsókna- og þróunarstarfsemi. 4. Arður verði að fullu frádrátt- arbær hjá greiðanda eins og vextir, en skattfrjáls hjá við- takanda eins og vaxtatekjur af öðru sparifé. 5. Sérstakt framlag verði heimil- að í fjárfestingarsjóð til að örva fjárfestingu í atvinnu- rekstri og þar með ný atvinnu- tækifæri. 6. Eignarhluti í atvinnurekstri (hlutafé, stofnfé o.s.frv.) í eigu einstaklinga svo og skulda- bréfalán verði undanþegin eignarskatti eins og annað sparifé. 7. Með sérstakri heimild verði hvatt til þess, að fyrirtæki auki eigi fé sitt á árinu 1983. „Allar þessar breytingar mynda heild. Þær hafa það markmið að efla atvinnureksturinn í landinu og fjölga atvinnutækifærum á komandi árum og vera þannig vörn gegn atvinnuleysi. Á fáu er nú brýnni þörf í efnahagsmálum," segir að lokum í greinargerð frumvarpsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.