Morgunblaðið - 09.02.1983, Síða 27

Morgunblaðið - 09.02.1983, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 27 (Morgunbladid/HBj.) Sigurgeir Erlendsson og Ólafur Helgason í nýstofnaðri sportvöruverlun sinni í Borgarnesi, Borgarsport sf. Borgarnes: íþróttamenn stofna sportvöruverslun Borgarnesi, 5. frbrúar 1983. Bláfjallalyfta valin úr tilboðum 12 aðila Samband íslenskra sveitarfélaga: Ekki þörf á breytingum á fyrirkomu- lagi bruna- trygginga Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hélt mánaðar- legan fund sinn í gær, þar sem meöal annars voru rædd frumvörp Guðmundar G. Þórarinssonar, sem meðal annars innihalda það sam- kvæmt greinargerðum þeirra, að afnema „öll ákvæði er lúta að einkarétti Brunabótafélags íslands á brunatryggingum húsa“. „Fasteignamat ríkisins annist brunabótamat húseigna", og að „skyldutrygging húseigna sé færð úr lögum um Brunabótafé- lag íslands". Niðurstaða fundarins varð sú að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga mælti ekki með samþykkt þessara frumvarpa og breytingu á núgildandi fyrirkomulagi, sem hún taldi að hefði gefist vel. HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna, stendur fyrir opnu húsi í Valhöll, Háaleitisbraut 1, næstkomandi föstudagskvöld og verður húsið opnað klukkan 20.00. Veitingar verða á boðstólum um kvöldið. í samtali við Morgunblaðið sagði Árni Sigfússon formaður Heimdallar, að á opna húsinu yrði meginefnið kvikmyndasýning, en „AF EIGIN reynslu okkar sem- virkir íþróttamenn þekkjum við það að þessar vörur hefur vant- að hér í Borgarnesi og að allt hefur þurft að sækja til Reykja- víkur,“ sögðu þeir Sigurgeir Erlendsson og Ólafur Helgason í samtali við Mbl. Þeir félagar réðust í það fyrir jólin að setja Heimdalli hefur nýlega borist kvikmyndin „The broken pro- mise“, sem fjallar um Samstöðu í Póllandi í sögulegu samhengi. Sagði Árni að í myndinni væru leidd rök að því að sagan endur- tæki sig í sífellu og er í myndinni rakin saga Póllands til þessa dags, með tilliti til Samstöðu og baráttu hennar. Sýning myndarinnar hefst klukkan 20.30. á stofn sportvöruverslun í Borg- arnesi undir nafninu Borgar- sport sf. Sigurgeir og Ólafur keyptu húsnæði fyrir verslunina í „Hér í höllinni" svonefndu að Borg- arbraut 3 í miðbæ Borgarness, þar sem Bókhaldsþjónustan var áður til húsa. Að sögn eigenda versiar Borgarsport með allra handa sportvörur og hefur um- boð fyrir öll þekktustu vöru- merkin í þeirri grein. Flestar sérverslanir hafa átt heldur erfitt uppdráttar í Borgarnesi, hér í nálægðinni við verslunar- veldi kaupfélagsins, en að und- anförnu hafa þrjár nýjar versl- anir séð dagsins ljós og Sigur- geir og Ólafur láta svartsýnina lönd og leið: „Við erum bjartsýn- ir og vonum að þessu framtaki okkar verði vel tekið og fólk kunni að meta þetta hjá okkur, við værum heldur ekki að fara út í þetta nema hafa trú á þessu.“ HBj. TILBOÐ bárust frá 12 framleiöendum í ýmsum löndum í stólalyftu, sem áformað er að koma upp í Bláfjöllum næsta sumar. Voru tilboðin mjög mis- munandi, afkastageta frá 1000 upp í 1800 manns á klukkustund og tækni- búnaður og frágangur ólíkur. Stjórn Bláfjallafólkvangs mælti einróma með stólalyftu frá Dobblemeyer, ekki þó þeirri ódýrustu frá þeim, og var það samþykkt í stjórn Innkaupastofnunar og í borgarráði í gær með 3 atkvæðum, Markúsar Antonssonar, Magnúsar R. Sveinssonar og Sigurgeirs Pétursson- ar, gegn atkvæðum Albeits Guðmunds- sonar og Guðrúnar Jónsdóttur sem gerði þá grein fvrir mótatkvæði sínu að hún væri alfariö á móti lyftukaupum. Stefán Kristjánsson, íþrótta- fulltrúi, sagði að áformað væri að reisa lyftuna í Suðurgili, sem er nokkru sunnar en núverandi aðal- skíðasvæði Bláfjalla. Getur lyftan flutt a.m.k. 1200 manns á klst., og er lyftan af svipaðri gerð og frá sama fyrirtæki sem stólalyftan sem nú er í Bláfjöllum. Sagði Stefán að mikið vandaverk hefði verið að velja úr lyftunum, enda tilboðin varla sambærileg, og að ákaflega vel hefði verið að því staðið. Verkfræðingarnir Stefán HÓPUR 37 kvenna sendi í haust frá sér ávarp um frið til stjórna kvenfé- laga og kvennasamtaka um land allt, ásamt bréfi þar sem leitað var liðsinn- is félaganna við starf á þeim grund- velli, sem í ávarpinu fólst. í hópnum voru konur úr ýmsum kvennasamtök- um, stjórnmálaflokkunum fjórum og fleiri aðilar. Óskað var eftir því að félögin héldu fundi um friðarmál og ræddu hvernig konur gætu beitt samtakamætti sínum til þess að vinna að þessu brýnasta hagsmunamáli mannkynsins. í»á var skýrt frá því að ef undirtektir yrðu góðar væri fyrir- hugað að boða til ráðstefnu um málið. Hafa borist allmörg svör og eru undir- tektir undantekningarlaust jákvæðar. Má nefna að bréf hafa borist frá Hermannsson og Stefán Örn Stef- ánsson unnu að samanburði á bún- aði, frágangi og fylgihlutum. Þá skipaði stjórn Bláfjallafólkvangs úr sínum hópi sérstaklega þrjá full- trúa, þá Guðmund Björnsson, verk- fræðing, Ólaf Nilsson, endurskoð- anda, og Kristmund Halldórsson, deildarstjóra, sem fóru sérstaklega ofan í umsagnirnar með verkfræð- ingunum. Voru þeir og allir stjórn- armenn að lokum á einu máli um að þetta væri hagkvæmasti og besti kosturinn. Háskóla- tónleikar Síðdegistónleikar í Norræna húsinu hefjast aftur með nýju misseri í dag, miðvikudag 9. febrúar, kl. 12.30. I»á flytur gítarleikarinn Joseph Fung verk eftir Leo Brouwer (f. 1939), Hans Werner Henze (f. 1926) og Benjamin Britten (1913—1976). Háskólatónleikar eru öllum opnir og hefjast kl. 12.30 á miðvikudögum, eins og áður sagði. Sambandi eyfirskra kvenna, frá formannafundi Sambands skag- firskra kvenna og bréf frá friðar- hópi á Egilsstöðum, sem öll lýsa fuilum stuðningi. Einnig langt ljóð frá Jónbjörgu Eyjólfsdóttur á Eið- um um þetta efni. En friðarhópur- inn hvetur nú þau kvenfélög og kvennasamtök, sem enn hafa ekki svarað til að senda línu sem fyrst. Er fyrirhugað að boða til ráðstefnu um friðarmál með fulltrúum sem flestra félagasamtaka og áhuga- mönnum um frið. Þar verður vænt- anlega tekin ákvörðun um stofnun friðarhreyfingar íslenzkra kvenna og verkefni slíkrar hreyfingar. Stefnt er að því að halda ráðstefn- una i mars. Opið hús í Valhöll á föstudagskvöld: Kvikmynd um Samstöðu Góðar undirtektir kvenfélaga við friðarstarf kvenna Leikstjórinn Connie Field: „Langar til að sjá ís- lenskar kvikmyndir" Líf og störf Rósu rafvirkja (The Life and Times of Rosie the Rivet- er) var ein af heimildarkvikmynd- unum á Kvikmyndahátfð Listahátíð- ar 1983. Myndin er „sérstæð amer- ísk heimildarmynd um ameríska kvenfólkið sem fór út af heimilun- um í seinni heimsstyrjöldinni og tók að sér karlmannsstörfin á vinnu- markaðinum meðan eiginmennirnir börðust í fremstu víglínu, til þcss eins að vera hrakið úr þessum störf- um að stríðinu loknu og lokað inni á heimilunum til að gæta bús og barna" eins og segir í dagskrá Kvikmyndahátíðar. Þar segir einnig að í bland við gamlar fréttamyndir, dægurlög og ljósmyndir, sé í myndinni flétt- að saman viðtölum við konur sem upplifðu þessa atburði. Þær lýsa því hvernig þær voru undirborg- aðar, kúgaðar og misvirtar. Sú sem gerði myndina heitir Connie Field, og var hún gestur Listahátíðar á Kvikmyndahátíð- inni. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Field að máli skömmu áður en hún fór aftur til Bandaríkj- anna. Ilún var þá nýkomin af mynd Helmu Sanders-Brahms, Þýskaland, náföla móðir (Deutschland Bleiche Mutter). Hún var stórhrifin af myndinni. Annars hafði hún lítið séð af myndum hátíðarinnar vegna tímaskorts og sá mikið eftir því, því henni leist mjög vel á dag- skrána og hefði viljað sjá eitthvað fleira af myndunum á henni. Connie Field var spurð að því af hverju hún hafi ráðist í að gera mynd um konur í stríðsiðnaði. „Mig langaði til að gera þessa mynd um líf og störf Rósu raf- virkja,“ sagði Field, „vegna þess að saga hennar hefur aldrei verið sögð sannleikanum samkvæmt. Saga hennar er hulin þáttur mannkynssögunnar, en mér finnst hún eiga erindi til nútíma- fólks. Þetta er mín fyrsta kvik- mynd og hún er heimildarmynd, en ég mun í framtíðinni koma til með að byggja myndir mínar á skáldskap." Connie sagði ennfremur að til- gangur myndarinnar væri meðal annars að vekja athygli á vinnu- brögðum fjölmiðlanna í heims- styrjöldinni síðari, tengsl áróðurs og veruleika og goðsaganna, sem mynduðust I kringum konur í stríðsiðnaði. Næsta verkefni hennar verður heimildarmynd um unga stúlku, sem flytur til Detroit og segir frá lífsbaráttu hennar í hringiðu stórborgarinnar. Þá hefur hún ákveðið að gera enn aðra heimild- armynd: í þetta sinnið um Grikk- land og tengsl þess við Bandarík- in. Connie vinnur sjálfstætt, það er, hún vill ekki binda trúss sitt við stóru kvikmyndafyrirtækin í Hollywood. „Það er vissulega mjög strembið," segir hún, „því það er óskaplega erfitt að útvega peninga til kvikmyndagerðar. Stóru kvikmyndafyrirtækin, sem fjármagna myndirnar í Holly- wood, ráða öllu um gerð mynd- anna þar og það er einmitt þess vegna sem svo margir, og ég er ein af þeim, vilja heldur vinna sjálf- stætt. Ég vil ráða gerð minna kvikmynda sjálf, hafa lokaorðið, sem mér finnst mjög mikilvægt. Það eru margar ágætar kvik- myndir gerðar í Hollywood en ég tel mig ekki eiga heima þar.“ Connie bætti því við að henni þættu myndir utan Bandaríkj- anna yfirleitt betri og athyglis- verðari. „Þær eru annars eðlis, hægari yfirleitt, og ekki kannski gerðar til þess eins að græða á þeim peninga, en flestar kvik- myndir í Bandaríkjunum eru gerðar til þess eins,“ sagði Connie. Connie sagðist hafa heyrt um ágæti íslensku kvikmyndanna, sem gerðar hafa verið á undan- förnum árum, en hún hefði ekki séð neina sjálf. „Ég hef aðeins verið hér í tvo daga og hef ekki haft tækifæri til að sjá þær, en mig langar mjög til þess.“ Hún minntist á mynd Kristínar Jóhannesdóttur „Á hjara verald- ar“ og gladdist yfir þvi að kven- fólk gerði einnig kvikmyndir hér á landi. Hún sagði að í sínu heima- landi væru frekar fáar konur sem gerðu kvikmyndir, í raun væri hægt að telja þær á fingrum ann- arrar handar og margar þeirra gerðu einvörðungu heimildar- kvikmyndir; byrjuðu að minnsta kosti feril sinn á þeim. „Já, ég er bjartsýn á framtíðina og ég er alveg ákveðin í að halda áfram á sömu braut. Ég hef und- anfarið unnið með rithöfundi og í sameiningu ætlum við að semja handrit að stórri mynd. Það verð- ur frekar fjárfrekt fyrirtæki," sagði Connie Field leikstjóri að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.