Morgunblaðið - 09.02.1983, Page 23

Morgunblaðið - 09.02.1983, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 23 Fjórir þeirra háttsettu ísraelsku embættismanna, sem voru í þungamiðju atburðarásarinnar í haust. Efst t.v. Ariel Sharon, til hægri Yitzhak Shamir. Neðst t.v. Amin Drory, hershöfðingi — sá eini þessara fjórmenninga sem var sýknaður. — Neðst til hægri er Raphael Eytan, yfirmaður herráðsins. Mossad-leyniþjónustunnar, hvers nafn hefur ekki verið gefið upp, bæru allir hluta ábyrgðarinnar, en ekki var mælst til að þeir segðu af sér. Áhugaleysi Begins Ennfremur sögðu fulltrúar nefndarinnar, að þeir væru engan veginn sáttir við þann framburð Begins, að hann hefði aldrei getað ímyndað sér að hætta væri á fjöldamorðum í flóttamannabúð- unum þótt hermönnum Falangista væri hleypt þar inn. Sagði í skýrslunni, að Begin hefði skellt skollaeyrum við fyrstu fregnum af atburðunum og ekki veitt þeim tilhlýðilega athygli. „Tveimur dögum eftir að forsæt- isráðherrann vissi af Falangistun- um í flóttamannabúðunum sýndi hann aðgerðum þeirra nákvæm- lega engan áhuga," segir m.a. í skýrslunni. Sagði rannsóknarnefndin, að sá möguleiki að til fjöldamorða kæmi í búðunum hefði átt að vera fyrir- sjáanlegur. Nefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu, að framkoma Begins á þessu augnabliki væri honum mikill álitshnekkir. Skýrsla nefndarinnar staðfestir þann framburð Begins, að hann hafi ekki frétt af innrásinni fyrr en hún hafði verið gerð. Réttlætir nefndin þá afstöðu Begins að afla sér ekki nákvæmra upplýsinga um framgang mála í flóttamannabúð- unum á þeim forsendum, að hon- um beri skylda til að treysta sam- ráðherrum sínum og aðstoðar- mönnum, auk þess sem hann hafi haft í nógu öðru að snúast á þess- um tíma. Hins vegar segir, að meiri áhugi Begin á málinu hefði leitt til þess, að Sharon og Eytan hefðu orðið að gera einhverjar fyrirbyggjandi ráðstafanir. Japanir undirrita hafréttarsáttmálann Tókíó, 8. febrúar. AF. JAPANIR slitu samfylgdinni við Bandarfkjamenn og urðu 119. þjóðin til að undirrita hafréttarsaáttmálann á Jamaica í dag. Fram að þessu hafa Japanir verið í hópi 24 þjóða, sem ekki vildu viðurkenna sáttinálann. Auk Banda- ríkjamanna hafa bandamenn þeirra í V-Evrópu ekki viljað viðurkenna sátt- málann þegar aðrar þjóðir heims undirrituðu hann í Montego Bay í desember. Að sögn talsmanns japanska utanríkisráðuneytisins var megin- skýring þess, að Japanir skrifuðu ekki undir sáttmálann í desember sú, að nýrri ríkisstjórn Japana, sem tók við völdum í nóvember, vannst ekki nægur tími til að kynna sér innihald sáttamálans áður en hann var undirritaður í desember. Talsmaðurinn sagði ennfremur, að Japanir hefðu smávægilegar athugasemdir fram að færa við gerð sáttmálans, en væru í öllum meginatriðum sammála innialdi hans. Samkvæmt saítmálanum er öllum strandríkjum heims gefinn óskoraður yfirráðaréttur yfir 12 mílna lögsögu, og að auki 20 mílna efnahagslögsögu. Þá hafa öll strandríki einkarétt á rannsókn- um með tilliti til vinnslu auðæfa á hafsbotni, allt að 350 mílur frá strandlengjunni. Veður víða um heim Akureyri 10 skýjaö Amsterdam 2 snjór Aþena 18 heiöskirt Chicago +5 skýjaö Dublin 6 rigning Feneyjar 4 skýjaö Frankfurt 2 snjór Færeyjar 5 súld Gent 4 skýjað Helsinki +11 heiðskírt Hong Kong 14 rigning Jerúsalem 12 heiöskírt Jóhannesarborg 28 heiöskirt Kaupmannahöfn 0 snjór Kairó 19 heiðskírt Las Palmas 19 léttskýjaö Lissabon 13 skýjað London 4 skýjaö Los Angeles 15 rigning Madrid 9 heíðskírt Mallorca 11 hálfskýjað Malaga 13 léttskýjaö Mexíkóborg 24 heiöskírt Miami 24 heiðskírt Moskva -10 skýjaö Nýja Delhí 20 skýjaö New York 1 rigning Ósló -11 heiöskírt Paris 4 skýjað Peking 4 heiðskírt Perth 23 skýjaö Reykjavik 5 súld Rio de Janeiro 33 skýjaö Rómaborg 12 rigning San Francisco 14 rigning Stokkhólmur -3 heiðskírt Sydney 29 skýjaö Tel Aviv 16 heiöskírt Tókýó 10 heiöskírt Vancouver 9 skýjaö Vínarborg 3 snjókoma Walesa sem vitni í undirróðursmáli Varsjá, 8. fobrúar. AF. TILKYNNT var í Varsjá í dag að Lech Walesa hefði verið kallaður sem vitni í máli fimm andófsmanna sem eru ákærðir fyrir undirróður. Walesa fékk tilkynninguna um að mæta sem vitni í gær, en ekki var nánar kveðið á um hvaða mál væri verið að rann- saka. Jerzy Urban, talsmaður stjórnvalda, sagði á fundi með fréttamönnum í dag, að um væri að ræða mál Jacek Kuron, Adams Michnik og annarra meðlima í varnar- nefnd verkamanna (Kor), en þeir voru handteknir í des- ember 1981 þegar herlög voru sett á og þeir ákærðir fyrir að hafa reynt að kollvarpa hinu sósíalistíska þjóðskipulagi í landinu. Talsmaður sagði að lögregl- an hefði lokið rannsókn sinni á málinu og væri það nú í höndum saksóknara. Verði þeir fundnir sekir um undir- róður er ekki óhugsandi að refsing þeirra verði dauða- dómur. Walesa mun halda til Var- sjár á miðvikudagskvöld til að geta verið mættur við réttar- höldin að morgni. Þriöja atlagan að Haughey á einu ári mistókst einnig: Haughey lýst sem Houdini stjórnmálanna Dyflinni, X. febrúar. AF. CHARLES Haughey, leiðtogi Fianna Fail-flokksins, og fyrrum forsætisráð- herra á írlandi stóð af sér áhlaupið, sem gert var að formannsstóli hans á flokksfundi í gærkvöld í kjölfar hlerunarhneykslisins svonefnda, sem upp komst fyrir nokkru. Að því er heimildarmenn innan forystu flokksins herma, felldu þingmenn flokksins í neðri deild írska þingins með 40 atkvæðum gegn 33 að krefjast tafarlausrar afsagnar hans eins og lagt hafði verið til. Fianna Fail-flokkurinn á 74 þingmenn í neðri deild þings- ins, en alls sitja þar 166 þingmenn. Einn þingmanna flokksins var fjarverandi við atkvæðagreiðsl- una. Atlagan að Haughey í gær var sú þriðja, sem gerð er að honum á aðeins einu ári. Úrslit atkvæða- greiðslunnar í gærkvöld komu andstæðingum hans og stjórn- málaskýrendum mjög á óvart, en staðfestu enn frekar þá skoðun manna, að Haughey sé eins konar Houdini stjórnmálanna á írlandi. Hann bjargi sér alltaf úr klípunni á einhvern undraverðan hátt. Fljótlega eftir að úrslit at- kvæðagreiðslunnar voru kunngerð gekk Haughey vígreifur út fyrir dyr þinghússins til 200 dyggra stuðningsmanna sinna, fagnaði úrslitunum og tók undir með þeim í laginu „He’s got the whole world in his hands". Bertie Ahern, einn helsti leið- toga flokksins, sagði í gær, að hann fagnaði því, að stríðsástand- inu innan flokksins væri nú lokið. Undangengin vika hefði verið martröð líkust fyrir flokkinn. Stjórnmálaskýrendur telja á hinn bóginn, að áframhaldandi óeining muni ríkja innan flokksins þrátt fyrir þessi úrslit atkvæðagreiðsl- unnar. Sjóræningjar enn að verki Osló, 8. febrúar, frá fréttaritara Mhl. Jan Krik Lauré. ÁHÖFN norsks olíuskips varð fyrir nokkrum dögum fyrir árás sjóræningja um borð í skipi sínu þar sem það lá fyrir utan Lagos í Nígeríu. Enginn slasaðist í árásinni, en nú vill áhöfnin, sem er 24 menn, yfirgefa skipið þar sem það ligg- ur í Lomo í Togo. Útgerðarfyr- irtækið skipar svo fyrir að áhöfnin verði að koma skipinu til baka til Nígeríu, en hún neit- ar af þeim sökum að hún var rænd öllum sínum eignum. Skip frá fjölda annarra landa urðu einnig fyrir árás sjóræn- ingja á síðasta ári. Malaysía: Eiturlyfjalöggjöfin enn hert til muna Kuala Lumpur, 8. febrúar. AP. STJÓRNVÖLD í Malaysíu hafa nú í bígerð að herða enn frekar eiturlyfja- löggjöf í landinu, en mörgum hefur þótt nóg um núverandi löggjöf sem hefur sent 23 menn í gálgann. Yfirmenn stjórnarinnar sögðu nýverið að ný lög væru í vændum sem kvæðu á um dauðarefsingu fyrir hvern þann sem tekinn er með meira en 25 grömm af heróíni eða morfíni á sér, en samkvænrt gömlu löggjöfinni voru menn dæmdir til dauða fyrir að bera á sér 100 grömm af sömu eiturlyfj- um. Frá því núverandi löggjöf var sett árið 1975, hafa 36 manns hlot- ið dauðadóma og 23 hafa verið hengdir. Einnig hafa 192 verið dæmdir í lífstíðarfangelsi sakir eiturlyfjanotkunar og sölu, þ.á m. 24 útlendingar. Lífstíðarfangelsi í Malaysíu er að jafnaði stytt niður í tuttugu ár vegna góðrar hegðunar innan veggja fangelsisins. Yfirmenn stjórnarinnar álíta að í Malaysíu séu um 350.000 eitur- lyfjaneytendur, en alls eru íbúar landsins um 14 milljónir. Fangelsi landsins eru yfirfull og um helmingur fanga situr inni vegna eiturlyfjamisferla. Sendimaður Kínverja í Genf: Varar við flutningi SS-20 flauga til Asíu 8. febrúar. AF. KÍNVERJAR vöruðu í dag við því að samningur milli Bandaríkjamanna og Sovétmanna um meðaldrægar eldflaugar mætti ekki leiða til þess að Sovétmenn flvttu SS-20 flaugar sínar til Asíu. „Niðurstaða samningaviðræðn- anna má ekki á nokkurn hátt skaða hagsmuni annarra ríkja,“ sagði Li Luye, aðalsamningamað- ur Kínverja, á fundi með afvopn- unarnefnd 40 ríkja í dag. Án þess að nefna SS-flaugarnar heint á nafn sagði Li Lu.ve að hvert það samkomulag sem ekki fæli í sér eyðileggingu á flaugun- um heldur flutning „komi til með að verða nýr þáttur sem ógnaði heimsfriðnum."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.