Morgunblaðið - 09.02.1983, Page 46

Morgunblaðið - 09.02.1983, Page 46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 46 • Julio Inglesias, heimsfrægur söngvari, hefur ad undanförnu veriö á söngleikaferðalagi í Englandi. Þegar hann söng í Manchester brá hann sér á æfingu hjá Man. Utd. Þaó vita nefnilega ekki allir aö Inglesias lék áður sem markvörður hjá Real Madrid. Á myndinni má sjá hvar hann sýnir Garry Bailey hvernig hann getur handleikið knöttinn. Paul Breitner, 30 ára gamall fyrírliði hefur mörg járn í eldin- um. Á síðasta ári kom út bök frá honum upp á 250 bls. og ber hún nafnið „Kopfball". Þó svo að Breitner teljist höfundur bókar- innar deilist verkið niður á marg- ar hendur. Franz Beckenbauer segir frá fysta degi sínum hjá New York Cosmos, fram- kvæmdastjóri Bayern MUnchen, Uli Hoensess lýsir því hvernig honum tókst að brenna af í síö- asta skotinu í vítaspyrnukeppni á milli Vestur-Þýskalands og Tékkóslóvakíu í Evrópukeppninni 1976, sem kostaði það að Þjóð- verjar misstu af titlinum. Sjálfur skrifar Breitner um dvöl sína hjá Real Madrid og Bayern MUnchen, ásamt framlagi hins umdeilda þjálfara Max Merkels til fótbolt- ans. Talaö er um fótbolta vítt og breytt um heiminn og sagt frá frægum viðburöum. Þar koma margir menn við sögu; ráöherr- ann Josef Ertl; forseti sambands- þingsins, Richard StUcklen; skemmtikrafturinn Udo JUrgens, ásamt rithöfundunum Walter Jens og Max von der GrUn. Fyrir HM-leikinn á móti Austur- ríki voru allir leikmenn Vestur- Þýskalands settir í stranga lækn- isskoðun. Prófessor Paul Now- acki athugaði leikmenn og sagöi að Paul Breitner væri stálhraust- ur. „Samanborið viö keppnina 1974 hefur Breitner misst 3 kg og vegur nú 74 kg. Hann hefur lungu á við hest og blóörásin er eins fullkomin og frekast verður.“ „Ég vil vita allt um minn eigin líkama," segir Breitner, „og þess vegna fer ég árlega í mjög stranga læknisskoöun. Um helg- ar, þegar leik er lokið, lifi ég mjög hátt, borða góðan mat, drekk bjór og rauövín, en frá og með mánu- degi fasta ég í fimm daga. Til- hugsunin við yfirvigt fær mig til að svitna.“ — O — Eín af heimsins bestu hand- boltakonum í dag er hin ung- verska Amalie Sterbinzsky sem hefur 234 landsleiki að baki fyrir land sitt. Amalie, sem spilar með annarrar deildar liðinu Helsingor í Danmörku hyggst hætta að spila meö landsliðinu eftir næstu heimsmeistarakeppni kvennal- andsliða sem haldin verður í Ungverjalandi, en Amalie er orðin 31 árs gömul. Helsingormenn vonast því til aö hún veröi lengur í Danmörku og kenni dönskum stöllum sínum handboltalistina. Stjörnugjöfin ÍR: Kolbeinn Kristinsson Pétur Guömundsson Hreinn Þorkelsson FRAM: Ómar Þráinsson Þorvaldur Geirsson Guðsteinn Ingimarsson Viðar Þorkelsson Ivan Ledl, sem oft hefur verið kallaður daufdumbur tennis- íþróttarinnar, lét heldur betur í sér heyra fyrr á árinu er hann setti út á þá menn er stjórna Grand-Prix-keppnunum. Ledl lét þaö í Ijós að stjórnendurnir væru algerlega óhæfir í starfi sínu, þar sem þeir gerðu allt of vel við Björn Borg eftir að hann tók sér frí á síðasta ári. „Það stenst ekki að tennísleikari sem á að teljast mennskur maður geti leyft sér aö taka sér frí og slappa af.“ Tékk- neski tennisleikarinn sem vann „The Masters" kom fram meö mótmæli er hann frétti aö Björn Borg þyrfti aö spila í minnst 10 Grand-Prix-keppnum á ári til að geta tekið þátt í stórkeppnunum án undankeppna. Borg sjálfur tók hins vegar synjuninni meö rósemd. „Ég tek þátt í undankeppnunum til Wimbledon-leikanna og reyni þar með að komast í leikinn sjálfur.“ Stjórnendur skýröu strax frá því að beðið yröi meö aö varpa hlut- kesti þangað til undankeppnin væri yfirstaöin — til að forðast einvígi á milli Borgs og John McEnroes í fyrstu umferö. — O — Enska sígarettufyrirtækið John Player hefur ákveöiö aö fram- lengja auglýsingasamning sinn við enska badmintonsambandið út þetta tímabil. Samningur þessi gefur sambandinu 2,5 milljónir króna í hagnað. „Viö erum mjög þakklátir John Player fyrir þenn- an stuðning," segir Nick Budib- ent, formaöur sambandsins. „Þetta þýðir að „All England" mun veröa stærsta keppnln í heimi.“ — O — Ungversk handboltastjarna, Peter Kovacs, sem er tæplega þrítugur að aldri, vonast til aö fá leyfi bráðlega til að spila í Vest- ur-Evrópu, og spila þar einkum peningasjónarmið inní. „Þess vegna vil ég einmitt komast til Vestur-Þýskalands," segir Peter. „Ég gæti vel hugsað mér aö fara til Danmerkur, en ég held að þar séu ekki nægir peningar í boöi.“ Peter Kovacs var annar hæsti í markaskorun á síðasta HM-móti í Vestur-Þýskalandi (næstur á eftir Vasile Stinga frá Rúmeníu). Þeg- ar Ungverjaland gerði jafntefli viö Dani, 19—19, skoraöi Peter 10 mörk og var aöalstjarna liösins, sem oftar. í félagsliði sínu, Honved Budapest, var þaö eink- um hann sem kom liðinu áfram til lokakeppninnar er þeir mættu Helsinger í Evrópukeppninni. Þá skoraði Peter 18 mörk í tveimur leikjum. — O — Bandaríski golfleikarinn Arnold Palmer, sem á fyrirtæki er leggur golfvelli, hefur í hyggju aö búa til 18 holu völl í Kanton-héraði í Kína. ★ ★★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Fyrrum landsliðsþjálfari Tékka líklega með Víkingi: „Allt klárt okkar á milli“ — segir Jón Valdimarsson, form. handknattleiksdeildar Víkingar hafa að undanförnu verið að leita að nýjum þjálfara fyrir handknattleikslið sitt, en Bogdan hefur nú starfaö hjá fé- laginu í fimm ár og mun hætta í vor. Undanfarið hafa staðið yfir viðræöur milli Víkings og Rudolf Havlek, fyrrum þjálfara tékkn- eska landsliösins, og eru allar lík- ur á því að hann komi til starfa hjá félaginu næsta haust, og við hann verður þá gerður tveggja ára samningur. „Viö höfum verið í sambandi viö hann undanfariö, og allt er klárt okkar á rnilli," sagöi Jón Valdi- marsson, formaður handknatt- leiksdeildar Víkings, í gær. Ekki er búiö aö ganga frá „ríkisstjórnar- legum leyfum" eins og Jón orðaöi þaö, en lang mestar líkur eru á því aö hann komi. „Það veröur þá eitthvaö utanaökomandi sem veld- ur því að svo verði ekki," sagöi Jón. Eins og áður sagöi var Havlek landsliösþjálfari Tékka og stjórn- aöi hann liöinu í fimm ár. Hann var frábær handknattleiksmaöur á sín- um tíma og gekk ágætlega meö landsliöiö er hann þjálfaði þaö. Hér er því örugglega hæfileikamik- ill maður á ferö. — SH. • Bogdan hefur stjórnað Vík- ingsliðinu í fimm ár og náö frá- bærum árangri í starfi sínu hér á landi. Hann lætur af störfum hjá félaginu í vor. Ardiles fótbrotinn — frá æfingu í fimm til sjö vikur Argentínski landsliðsmaðurinn Osvaldo Ardiles hjá Tottenham fótbrotnaöi leiknum gegn Manch- ester City á laugardaginn og verður frá æfingum í fimm til sjö vikur. Ekki kom í Ijós í fyrr en á mánu- daginn hvernig komiö var, en þá fór hann til sérfræöings. Komst hann aö þvi aö svokallað dálkbein fyrir neöan hnóö haföi brotnaö. Ardiles hefur einungis leikið fjóra leiki með Tottenham síöan hann kom frá Frakklandi. David Cross, sá sem taklaöi Ardiles í leiknum á laugardaginn sagöi í samtali viö AP: „Ég verð aö viöur- kenna að ég er frekar lélegur takl- ari. Ég hitti hann rétt fyrir ofan legghlífina, en ég hélt ekki aö þetta væri svona slæmt. Ég geröi þetta aö sjálfsögöu ekki meö vilja, ég var að reyna aö ná boltanum," sagöi Cross. „Vonandi halda meiöslin honum ekki allt of lengi frá æfingum. Viö lítum á þaö sem stuttan tíma veröi þaö aðeins i fimm til sjö vikur," sagöi Keith Burkinshaw stjóri Spurs. Ægir sigraði í 11. skipti f röð: Góöur árangur Guðrúnar Femu á unglingameistaramótinu Unglingameistaramót Reykja- víkur í sundi var nýlega haldið. Ægir sigraði á mótinu og kemur þaö ekki verulega á óvart þar sem þetta er 11. skiptiö í röð sem félagið ber sigur úr býtum á mót- inu. Ægir hlaut 154 stig, Ármann 58 og KR rak lestina með 30 stig. Guörún Fema Ágústsdóttir náöi mjög góðum árangri á mótinu og haföi mikla yfirburöi. Hún setti nýtt stúlknamet í 200 m fjórsundi, synti á 2:33,74 mín. og einnig sigraði hún í 100 m skriösundi og 100 m flugsundi. Úrslit á mótinu uröu annars þessi: 100 M FLUGSUND STÚLKNA: Guörún Fema Ágústsdóttir, Ægi 1:12,32 Þorgeröur Diöriksdóttir, Ármann 1:21,80 Lovísa Jónsdóttir, Ármann 1:28,40 100 M FLUGSUND PILTA: Guómundur Gunnarsson, Ægi 1:09,06 Þórir M. Sigurósson, Ægi 1:09,96 Ólafur Einarsson, Ægi 1:11,54 Ingi Pór Einarsson, KR 1:13,83 Tómas Þráinsson, Ægi 1:20,87 Kristjén Birgisson, Ægi 1:21,41 Siguróur A. Jónsson, KR 1:23,11 1:23,11 Finnbjörn Finnbjörnsson, Ægi 1:23,96 Ari Hauksson, Ægi 1:30,84 100 M BRINGUSUND TELPNA: Kristín Zoega, Ármann 1:33,68 Jórunn Valgarósdóttir, KR 1:35,53 Þórný Jóhannesdóttir, Ægi 1:38,60 Auður Árnadóttir, Ægi 1:41,37 Halldóra Jónsdóttir, Ármann 1:42,90 Bryndís Ernstdóttir, Ægi 1:44,52 lóunn Jónsdóttir, Ægi 1:44,88 Jóhanna Einarsdóttir, Ármann 1:50,36 100 M SKRIÐSUND DRENGJA: Finnbjörn Finnbjörnsson, Ægi 1:07,41 Bjarki Bjarnason, Ægi 1:08,78 Kristmundur Hjaltason, Ægi 1:14,94 Páll Magnússon, Ægi 1:16,80 Ingi Þór Ágústsson, Ármann 1:31,40 Ólafur Ö. Jónsson, Ármann 1:36,46 Gunnar Pétursson, Ármann 1:42,91 • Guðrún Fema Ágústsdóttir náði góðum árangri á unglinga- meistaramóti Reykjavíkur. 200 M FJÓRSUND STÚLKNA: Guörún F. Ágúttsd. Ægi.atúlknam. 2:33,74 Þorgeröur Diðriksdóttir. Ármann 2:56,55 Lovísa Jónsdóttir, Ármann 3:04,12 Jóna G. Guómundsdóttir, Ármann 3:08,22 Berglind Daníelsdóttir, Ármann 3:12,68 Kristín Guómundsdóttir, KR 3:14,87 200 M FJORSUND PILTA: Ólafur Einarsson, Ægi 2:32,95 Guómundur Gunnarsson, Ægi 2:33,02 Þórir M. Sigurósson, Ægi 2:40,45 Tómas Þráinsson, Ægi 2:50,31 Ingi Þór Einarsson, KR 2:52,48 Ari Hauksson, Ægi 2:59,62 100 M BAKSUND TELPNA: Auóur Árnadóttir, Ægi 1:27,59 Kristín Zoéga, Ármann 1:37,27 Berglind Rafnsdóttir, Ægi 1:46,58 Eygló Traustadóttir, Ármann 1:49,10 100 M BAKSUND DRENGJA: Kristmundur Hjaltason, Ægi 1:27,13 Bjarki Bjarnason, Ægi 1:39,35 Ingi Þór Ágústsson, Ármann 1:57,82 100 M SKRIÐSUND STÚLKNA: Guórún Fema Ágústsdóttir, Ægi 1:04,40 Þorgeróur Dióriksdóttir, Ármann 1:06,28 Lovísa Jónsdóttir, Ármann 1:13,03 Sif H. Bachman, KR 1:13,78 Jóna G. Guómundsdóttir, Ármann 1:14,10 Berglind Daníelsdóttir, Ármann 1:15,69 Auóur Árnadóttir, Ægi 1:16,03 Sigríóur A. Eggertsdóttir, KR 1:18,12 Guóbjörg Gissurardóttir, Ægi 1:22,31 Bryndís Ernstdóttir, Ægi 1:26,28 100 M BRINGUSUND PILTA: Guómundur Gunnarsson, Ægi 1:20,73 Þórir M. Sigurösson, Ægi 1:25,02 Siguróur A. Jónsson, KR 1:28,62 Ari Hauksson, Ægi 1:28,68 Gunngeir Frióriksson, KR 1:29,00 Bjarki Bjarnason, Ægi 1:39,30 Kristmundur Hjaltason, Ægi 1:40,00 Páll Magnússon, Ægi 1:42,74 Ólafur O. Jónsson, Ármann 1:55,11 4x100 M FJÓRSUND STÚLKNA: A-sveit Ægis 5:38,72 Sveit KR 6:17,07 Sveit Ármanns ógilt B-sveit Ægis ógilt 4x100 M FJÓRSUND PILTA: A-sveit Ægis 4:57,69 B-sveit Ægis (án stiga) 5:40,92

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.