Morgunblaðið - 09.02.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.02.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 Um „smyglvarning“ - eftir Kristin Snœland I frétt Morgunblaðsins þann 13. jan. sl. er fjallað um það sem kall- að er smyglvarningur svo og hvað af varningi þessum verður eftir að í hendur tollgæslu kemur. Af þessu tilefni vil ég benda á atriði sem ekki komu fram í frétt þessari en eru afar mikilvæg í þessu sambandi. Það sem um er að ræða í fréttinni er innflutningur sjómanna, ferðamanna á kjötvör- um. Yfirleitt mun innflutningur þeirra ólögmætur nema varan sé soðin, t.d. niðursoðin skinka, lifr- arkæfa og ámóta vörur. Þar við bætist að andvirði var- anna sem hver og einn kemur með í hvert skipti er takmarkaður við tiltekinn krónufjölda. Undanþegn- ir þessu eru engir Islendingar, en bandaríska varnarliðið á Kefla- víkurflugvelli flytur alla sína mat- vöru inn, þar með vitanlega talið alla kjötvöru, og þá að sjálfsögðu ósoðna. Auk þess er talið, að Banda- ríkjamenn búsettir utan vallar, kaupi þessa vöru inni á vellinum og flytji hana þar með út af vellin- um, til heimila sinna, víðsvegar á Reykjanessvæðinu. Þá gerist það einnig að erlendar kjörvörur eru á ferðinni í matvælageymslum far- skipanna, umhverfis landið og berast þaðan í gegnum eldhúsin, út á sorphauga hinna mörgu sjáv- arplássa kringum land. Þá má ennfremur bæta því við, að matarúrgangur frá varnarlið- inu er fluttur út af vellinum, að svínabúi á Vatnsleysuströnd. Þó sá úrgangur sé rækilega soðinn, Kristinn Snæland áður en hann er borinn svínunum, þá hefur líklega annað eins gerst í sögunni að farmur hafi að ein- hverju eða öllu leyti fallið af bíl- palli við útafakstur eða veltu. Tilgangurinn með banni við inn- flutningi á hráu kjötmeti, mun sá að koma í veg fyrir að búfjár- sjúkdómar berist til landsins. Sá gífurlegi innflutningur kjötmetis, sem felst í „frjálsum og löglegum" innflutningi varnarliðsins og far- skipanna, dreifingu þessarar vöru út af vellinum og tilheyrandi sorpi svo og dreifing sorps frá farskip- um á sorphauga vítt og breitt um landið, utan að það sé nú nefnt ef einn og einn sorppoki hrekkur fyrir borð á siglingu með strönd- inni og skolar síðan venjulega á land, allt þetta er svo víðtæk og umfangsmikil dreifing erlendrar kjötvöru (meira að segja hrárrar því allir vita að góður kokkur snyrtir gjarnan kjötið fyrir steik- ingu og það sem hann sker burtu fer ekki soðið í land), að þó að allir íslenskir farmenn flyttu inn alla kjötvöru sem fjölskyldur þeirra neyta, þá yrði það magn ekki nema smá brot á móti þeim kjöt- innflutningi sem farskipin og varnarliðið stunda „löglega". Eg get ekki stillt mig um, í framhaldi af þessu, að geta þess að í samtali við einn af yfirmönn- um tollgæslunnar, afsakaði við- komandi maður þennan innflutn- ing varnarliðsins og farskipanna með því að það sem á sorphaugana færi væri þó soðið. Maðurinn hef- ur líklega talið að farmenn ætu allt hrátt. Annar varð hissa, er honum var bent á að kjúklingar bera ekki gin- og klaufaveiki. Hann hefur líklega haldið að þeir væru klaufdýr. Það héldu reyndar norskir starfsbræður þeirra á tímabili, rétt um það leyti sem gin- og klaufaveikin kom upp hið fyrra sinn í Danmörku. Mál þetta er vissulega ekki gamanmál. Að því hlýtur að koma að eitthvað verði komið til móts við óskir sjó- manna í þessum efnum, sem eru þær að eitthvað verði rj'mkað til um innflutning þeirra. I því sam- bandi má enn minna á, að þeir fá þó með góðu samþykki (eða illu) hluta launa sinna í erlendum gjaldeyri. Reglurnar í kringum notkun gjaldeyrisins eru síðan þannig að sé farið strangt eftir núgildandi . reglum, þá er þessi gjaldeyrishluti nær engin fríðindi, eins og hann var þó upphaflega hugsaður. Til þess að lagfæra þessi mál þarf lagabreytingu en jafnvel aðeins með reglugerðar- breytingu mætti bæta þau veru- lega. Sjómenn ættu að athuga að Pétri Sigurðssyni alþingismanni er best treystandi til þess að hreyfa þessu máli á Alþingi og sjálfstæðismaður sem fjármála- ráðherra yrði væntanlega hlynnt- ari sjónarmiðum sjómanna í þess- um efnum en núverandi fjármála- ráðherra, alþýðubandalagsmaður- inn Ragnar Arnalds. Stykkishólmur: Hinn báturinn er Hafnarey SU 210, og er hann 88 lestir og með Cumming vél 620 hestafla. Ölafur Sighvatsson verður skipstjóri á honum en eigendur Sigurjón Helgason og Rækjunes hf. Báðir eru þessir bátar smíðaðir úr stáli. Andey 1971 í Stálvík og Hafnarey 1961.' Sigurjón tjáði mér einnig að 31 Sjómenn vita hver er yfirstjórn- andi tollgæslunnar, það er sami maður. Þegar sjómenn búa nú við aukakjaraskerðingu af völdum tollgæslunnar, skulu þeir minnast flokksins sem krafðist „samning- ana í gildi". Við getum ekki refsað embættismönnum, svo sem toll- stjóra, tollgæslustjóra, fulltrúa hans eða varðstjórum, en við get- um refsað pólitískum yfirmönnum þeirra, eins og Ragnari Arnalds, með því að kjósa hvorki flokk hans né hann sjálfan. Það svíður undan atkvæðunum^ sem tapast, látum Alþýðubanda- lagið tapa atkvæðum í komandi kosningum. hann væri að selja tvo báta sem undanfarið hafa verið á skelfisk- veiðum. Með komu þessara báta hafa 4 nýir bátar verið keyptir til Stykk- ishóms frá áramótum. Einn bátur hefir verið seldur til Breiðdalsvík- ur, Þórsnes S.H. 108, eign sam- nefnds hlutafélags, hann er smiðaður úr eik árið 1960. fríturiuri Tveir bátar keyptir frá Breiðdalsvík og einn seldur þangað Stykkishólmi, 7. fvbrúar. í GÆR komu til Stykkishólms tveir bátar sem hingað hafa verið keyptir frá Breiðdalsvík. Annan bátinn keypti Sigurjón Helgason útgerðarmaður, er það Andey S.U. 150, sem er 123 tonn að stærð með Caterpillar vél 565 og er hann einnig með tveim Ijósavélum og getur önnur þeirra einnig drifið spilið. Sigurjón verður sjálfur skipstjóri á þeim bát. Hann sagði mér að báturinn gæti verið til allra veiða, hyggur bæði á að nota hann á rækju og net, eftir því hvað hagkvæmara er á hverjum tíma. Glugginn þinn Sumar húsfreyjur hafa lag á því, að láta glugga húss síns brosa til vegfarenda bæði dag og nótt í skammdeginu, þótt aldrei verði það eftirtektarverðara en um jólaleytið, einmitt þegar myrkrið er svartast. En þar er fleira en ljós í mörg- um litum, bæði utan og innan gluggans. Þar eru listræn, stundum handgerð og heimaofin gluggatjöld. Þar eru líka blóm í öllu sínu litskrúði. En fyrst og síðast eru það lamparnir, sem fara svo vel á kvöldin og minna bæði á kvöld- og morgunroða. Fátt eða ekkert skreytir borg- ina fremur slíkum gluggum, sem eiga svo sannarlega skilið nafnið ljóri. En það er fagurt fornyrði um ljósgjafa, ljósauga. Og það leiðir hugann að því, að það er fleira en hús, sem hafa glugga, ljóra eða lampa, lindir ljóss í ætt við sjálfa almóður lífs á jörð, hina hljóðu, hlýju og björtu himinsól. Um þá lampa var sagt, að ef gleymist að tendra þá: „Ef Ijósið í þér er myrkur, hve mikið verður þá myrkrið." Og sé aðeins lengra litið, er auðvelt að finna, að það eru ein- mitt slík lífsins ljós í vitund íbúa hússins eða húsanna, sem eiga að tendra ljósin fögru við braut- ir vegfarenda í skammdegis- myrkrum og stormum vetrarins. Ljós og ljómi augna þinna, bros og birta vara þinna eru og geta verið vitar lífs á leiðum, sem gegna því hlutverki að gera heim okkar manna að ríki friðar og fegurðar, ríki Guðs á jörðu. Hvernig gætum við þeirra glugga? Sjálfra uppsprettulinda lífsins ljósa? Ljósa, sem gefa hverri ásjónu mesta fegurð um leið og umhverfinu ljúfast yndi. Gætum við þess, að tendra þar ljós gleði og þakklætis, um- hyggju þeirrar og ástúðar, sem einmitt skapa gluggana, sem hér var í upphafi minnzt. Sá eða sú, sem gleymir sínum sálarljóra, gengur um grettinn og súr á svip, með sífellt nöldur hins neikvæða, vanþakklæti og vonzku á vörum, hefur áreiðan- lega gleymt að kveikja í glugg- anum sínum. Þar eru engin blóm, sem brosa, engin ljós, sem skína út á götuna og skapa Sólheima í borginni, engin gluggatjöld, sem sanna sólarsýn, listskyggni og handbragð snillingsins, sem ís- lenzk þjóð er svo auðug af í öllu sínu skammdegismyrkri um aldaraðir. Því verður sem sagt ekki neit- að, að til eru ljóssálir og skugga- sálir. I nánd ljóssálar líður öll- um vel, eða minnsta kosti betur, ef hún nálgast. Meira að segja særðir og þjáðir, sjúkir, sorgmæddir og örmagna finna þar eitthvað til huggunar, örygg- is, verndar og styrks, stundum án orða. Þar birtist sú uppörvun og vongleði, sem veitir fróun, hvíld og frið, og sannar, að þar eru á ferð vinir hans, sem sagði: „Komið til mín.“ Það er einmitt kraftur hans, Meistarans mikla frá litla fyrir- litna fjallaþorpinu í Israel, sem fylgir þessum ljósberum, fólk- inu, sem á fallegu gluggana í fegurstu merkingu. Og hann átti og á ekkert hrós æðra um sína fylgjendur en orðin: Þið eruð ljós heimsins. Þannig lýsi ljós yðar mönnunum, að þeir sjá góðverk yðar og vegsami Drottinn, kraft kærleikans. Engar myrkursálir eru nei- kvæðari en vopnaframleiðendur og valdhafar á vegum ótta og grimmdar. Þar er hin neikvæða lífsstefna eða öllu heldur helför á hæsta stigi. Ekki getur æðra hlutverk i heiini nú en það, að milljónirnar sameinist um að tendra sín sál- arljós til að víkja slíkum skugg- um af vegi og veita vor og yndi um vetrar miðja nótt. Þannig þurfa einstaklingarnir, þú og ég, já miiljónirnar, þjóðir heims í austri og vestri að kveikja ljós í sínum gluggum, sem gefa hverri götu meiri birtu við geisla hækkandi sólar og komandi vors, skapi þar sól- heima, ljósheima og glaðheima við brautir mannkynsins. „1 vt'roldinni t*r diniml vUI vurðum því aA lýsa, hvorl í sínu horni. í mínu, |>u i þinu. I»á mun fara vel.“ íslendingar, þessir ljóssins vinir, sem þrá vorið svo heitt í skuggum og slysum elds og ísa, storms og myrkurs, mega aldrei gleyma sínu æðsta hlutverki. En það hlutverk er að varðveita, vernda og efla ljósin í sínum glugga, undir merkjum söngsins. „Verði ljós, er lýsi öllum þjóð- um.“ Þannig verðum við, þessi litla þjóð friðarins, að vegljósi í vetr- armyrkrum og stormum haturs og heiftar á okkar annars fögru jörð. Og sé þessa gætt af hverjum einstaklingi, þótt við séum fá og smá, þá er hin aldaforna speki enn í fullu gildi: „Funi kveikist af funa ljós af ljósi." Eitt lítið ljós í fjósi, dngði tiL þess að unnt var að þýða biblí- una á íslenzku. Nú ættu þau ljós, sem af því ljósi kveiktust að geta lýst öllum þjóðum, ef gluggans er vel gætt. Stundum er ljóssins, ljóss ís- lenzkrar þjóðarsálar í salar- kynnum þeirra, sem mesta ábyrgð bera og björtustu ljósin eiga að tendra og varðveita, ekki nógu vel gætt. Gildir það bæði um íslenzka kirkju og íslenzka stjórnun. Stundum finnst okkur ekki nógu bjart yfir þeim stöðvum, þar sem allir fylgjast með glugg- um daglega í fréttum og fjöl- miðlum og eiga miðstöð sína í Alþingishúsinu við Austurvöll. Samt hafa verið tendruð þar hin skærustu ljós, sem lýst gætu öllum þjóðum. Og langur vegur og breitt bil er frá birtu og stjórnspeki íslenzkra stjórn- málamanna og birtu, sem þeir kveikja, til valdhafa og laga- smiða, sem teija æðst og fyrst að framleiða aleyðingarvopn og eyða nágrönnum og alheimslífi eftir geðþótta, kenna börnum sínum að drepa og le.vfa hundrað þúsund hungurmorð á kostnað einnar kjarnasprengju í smíðum. Samt erum við ekki alltaf til fyrirmyndar í öllu karpi Alþing- ishússins, svo helzt mætti halda að þar væru þykk tjöld fyrir glugga breidd, svo að litla birtu beri þaðan, meðan allt þjarkið stendur yfir, þótt allir vilji gera sitt bezta. En einmitt nú á dimmustu dögum vetrarins í þorrabyrjun ljómaði svo skært ljós út um gluggann okkar allra í Alþingishúsinu, að birtu bar um allt tsland og raunar gæti það orðið um allan heim. Það var af orðum og ásjónum allra þar, þegar örlaganornir vetrarins breiddu blæju sorgar yfir Patreksfjörð. Þá var sem allir sameinuðust í samúð og birtu kærleikans og frá Austurvelli ljómaði ljós sam- úðar, bræðralags og fórnarlund- ar. Enginn dauðanum ver, þar gildir vonarljósið eitt. En við, sem eftir lifum hverju sinni vit- um það hlutverk æðst: „Að alla þa. scm ovmdir þjá t*r yndi aA hug)»a i»u lýsa þi'im, sem Ijósið þrá on lifa í skuni»a." Og hvílík gleði á guðsvegum í sorginni, að finna hve björt ljós má kveikja og hafa verið kveikt með hjartslætti einstaklings og lagaboðum lítillar, frjálsrar þjóðar undir merki friðarins, þegar þetta ljós hennar er borið saman við það myrkur kúgunar, heimsku og grimmdar styrjald- arþjóða, sem eyða daglega ótal mannslífum í beztu gróður- og gullríkjum heims og senda börn sín til manndrápa í fjarlæg lönd og álfur. Heil! þér ísland, landið mitt, já, okkar allra, ef þú gætir gluggans þíns, að hann megi bera birtu friðar, frelsis og elsku um alla jörð. En þar verðum við öll að vera samtaka eins og Alþingismenn- irnir okkar með forseta þings og þjóðar, ekki einungis með fögur orð heldur í verki og sannleika. Göngum fram undir merkjum árs og friðar og látum gluggann okkar fara að dæmi hinna góðu húsfreyja, sem skapa sína sól- heima á brautum nágranna í borg og sveit, um höf og lönd. Reykjavík, 25. janúar 1983 Arelíus Níelsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.