Morgunblaðið - 09.02.1983, Page 26

Morgunblaðið - 09.02.1983, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 Ný þingmál: Rannsóknir og þróunarstarfsemi — Frumvarp um breytingar á kosningalögum Stefnumörkun í rannsóknum og þróunarstarfsemi Fram hefur verið lögð á Alþingi tillaga til þingsályktunar um stefnu í rannsóknum og þróun- arstarfsemi í þágu atvinnuveg- anna. Tillagan er svohljóðandi: „Með hliðsjón af líklegum breyt- ingum á atvinnulífi landsmanna á næstu árum og nauðsyn þess að stuðla að farsælum efnahagsleg- um og félagslegum framförum, ál- yktar Alþingi að efla beri rann- sóknir og þróunarstarfsemi í þágu atvinnuveganna með eftirfarandi markmið að leiðarljósi: 1) Að auka þekkingu á náttúru landsins, einkum til að meta hvernig nýta megi auðlindir landsins til hagsbóta fyrir lands- menn og hvernig bezt verði brugð- izt við þeim sérstöku aðstæðum sem mótast af nátturuskilyrðum landsins og íslenzkum þjóðfé- lagsháttum. 2) Að þróa innlenda tækniþekk- ingu og aðhæfa erlenda tækni til að styrkja stöðu atvinnuvega landsmanna, m.a. í ljósi harðn- andi samkeppisskilyrða á alþjóða- vettvangi. 3) Að auka innlenda þekkingu á sem flestum sviðum vísinda og tækni með framtíðarþarfir þjóð- arinnar í huga. 4) Að suðla að bættum upplýs- ingum og ráðgjöf til einstaklinga, fyrirtækja, samtaka og stjórn- valda um mál er varða framfarir í atvinnuvegunum. í þessu skyni ályktar Alþingi að langtímaáætlun Rannsóknarráðs ríkisins um rannsóknir og þróun- arstarfsemi í þágu atvinnuveg- anna 1982—1987 skuli höfð til hliðsjónar við mótun langtíma- stefnu í þessu efni. Rannsóknarráði rikisins verði falið að móta tillögur er lúta að framkvæmd þessarar stefnu í samvinnu við ráðuneyti og stofn- anir og samtök atvinnuvega". Breytingar á kosningalögum Fram var lagt í gær stjórnar- frumvarp um breytingar á kosn- ingalögum. Þau fela m.a. í sér: 1) „Ekki þarf að leita heimildar utanríkisráðuneytis til að sendi- erindrekar geti annast utankjör- fundaratkvæðagreiðslu. Jafn- framt er lagt til að aðrir starfs- menn sendiráða, fastanefnda og sendiræðisskrifstofa geti annast atkvæðagreiðslu efir ákvörðun ráðuneytis. 2) Kjósendur, sem af trúarleg- um ástæðum geta ekki sótt kjör- fund á kjördegi (laugardögum) verði gert heimilt að greiða at- kvæði utan kjörfundar. 3) Ákvæði er í lögunum um „að einungis skuli nota stimpla við utankjörfundaratkvæðagreiðslu". Brú yfir Gilsfjörð Sigurlaug Bjarnadóttir (S) hef- ur flutt, ásamt fleiri þingmönnum Vestfirðinga og Vestlendinga, til- lögu til þingsályktunar, þess efnis, að Vegagerð ríkisins framkvæmi „rannsókn á hagkvæmni vegar og brúargerðar yfir Gilsfjörð". Gert verði ráð fyrir að þessu verkefni á vegaáætlun 1983. Brúargerð á Kúðafljóti Siggeir Björnsson (S), Egill Jónsson (S) og Helgi Seljan (Abl) flytja tillögu til þingsályktunar um „að fela ríkisstjórninni að hlutast til um að hraðað verði undirbúningi að brúargerð á Kúðafljóti þannig að framkvæmd- ir geti hafizt árið 1984“. Fyrirspurnir á Alþingi: n-fimoH|(r|- „Hvað er svo glatt...“ Formenn stjórnmálaflokka og þingflokka hafa haldið fjölda funda um kjördæmamálið ásamt ráðgjöfum. Hér sjást formenn þingflokka Alþýðubandalags og Sjáifstæðisflokks, Ólafur Ragnar Grímsson og Ólafur G. Einarsson, stinga saman nefj- um. Tvær ríkisstofhanir takast á um öryggismál sjómanna Efasemdir um arðsemi sjóefnavinnslunnar Kaupkvaðir lífeyrissjóða á ríkisskuldabréfum Efasemdir um arðsemi sjóefnavinnslu Hjörleifur Guttormsson, iðnað- arráðherra, sagði að því stefnt hjá Sjóefnavinnslunni hf. á Reykja- nesi, að saltframleiðsla nái 10 tonnum á dag um mitt þetta ár og 25 tonnum á dag í lok þess, sem svari 8000 tonna framleiðslu á ári. Ráðherrann sagði að nýleg auglýs- ingaherferð í hlutafjársöfnun hefði náð til hlutafjárloforða: frá sveitarfélögum 1 m.kr, félögum 105 þúsund og einstaklingum 170 þúsund. Samtals yrði heildar- kostnaður (framkvæmda og fjár- magnskostnaður) til loka nóvem- ber 1983 rúmlega 54 m.kr. Fjár- magnsþörf 1983 er áætluð um 70 m.kr. Ráðherrann taldi söluhorfur viðunandi. Karl Steinar Guðnason (S), sem spurt hafði um mál sjóefnavinnsl- unnar, taldi svör ráðherrans í bjartsýnna lagi. Hann lét í ljós efasemdir um að arðsemisútreikn- ingar væru byggðir á traustum grunni. Stóra spurningin væri sú, hvort framleiðslan yrði innan marka samkeppnishæfs söluverðs. Flutningskostnaður frá Spáni til Þórshafnar væri ekki meiri en frá Suðurnesjum. Karl Steinar kvað og lítinn áhuga hafa komið fram hjá fjármagnsaðilum á hluta- bréfakaupum. Ráðherra sagði nýiðnað ávallt háðan óvissu og áhættu. Ekki væri almennur áhugi á því að leggja fjármagn í atvinnurekstur „á þessum árurn", eins og hann komst að orði, þessvegna hefði ríkið hlaupið undir bagga sem fjármögnunaraðili. Rétt væri að vona hið bezta um framhaldið. Veðurstofan, Landssíminn og öryggismál sjómanna Sverrir Hermannsson (S) mælti fyrir spurningum Tryggva Gunn- arssonar, varaþingmanns Sjálf- stæðisflokks, er hann lagði fyrir Steingrím Hermannsson, síma- málaráðherra, fyrr á þinginu. Tryggvi spurðist fyrir um hvers- vegna Landssíminn hefði hætt að lesa veðurfréttir á metrabylgjum, sem væri mikið öryggismál fyrir sjómenn á minni fiskiskipum. Sverrir sagði óverjandi að verð- stríð milli tveggja ríkisstofnana, Veðurstofu sem kaupanda þjón- ustu og Landssíma sem seljanda, setti nauðsynlegri öryggisþjón- ustu við fiskimenn stólinn fyrir dyrnar, en báðar þessar stofnanir væru sama eiganda, ríkisins. Steingrímur Hermannsson, ráð- herra, sagði m.a. að Landssíminn væri hlutastofnun á fjárlögum, en slíkum stofnunum væri gert að rísa undir rekstrargjöldum af eig- in tekjum, og fast eftir gegnið af fjármálaráðherrum. Veðurstofan hefði þó 50% afslátt af gjald- skrám Landssíma. Engu að síður ættu öryggismál að hafa forgang og myndi hann beita sér fyrir því, að þetta mál yrði sérstaklega tekið til nýrrar skoðunar. Kaupkvaðir lífeyrissjóóa Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, gat þess í svari við fyrir- spurn frá Helga Seljan (Abl.), að á skorti 44,5 m.kr. að átta tilteknir lífeyrissjóðir hefðu keypt ríkis- skuldabréf, skv. lánsfjáráætlun liðins árs. Munaði þar mest um Vilmundur Gylfason: „Eitt sam- særisverk- ið til“ Viimundur Gylfason (BJ) kvaddi sér hljóðs um þingsköp, er þingfundi var frestað í neðri deild Alþingis í fyrradag vegna þing- flokkafunda um kjördæmamálið. Gagnrýndi hann fjórflokkana, sem hann kallaði svo, fyrir lokaða leynistarfsemi er hann taldi viö haföa í kjördæmamálinu. Líkti hann þingflokkum, sem nú ræddu kjördæmamálið, við ránfugla, sem væru að skipta væntanlegum feng í kosningum. Krafðist hann þess að Bandalag jafnaðarmanna fengi í hendur þau gögn sem sérfræðingar á vegum þingsins hefðu unnið í málinu, sem hann kallaði „eitt samsærisverkið til“. Svavar Gestsson, félagsmála- ráðherra, taldi Vilmund slá um sig með stóryrðum, sem ekki styddust við staðreyndir. Gögn þetta mál varðandi væru í hönd- um þingmanna, og nú síðast í dag hefði verið dreift til þing- manna síðustu útfærslu á hugsanlegri breytingu, ásamt fylgigögnum. Hér er ekki verið að skipta neinum ránsfeng, sagði Svavar. Þvert á móti er verið að styrkja lýðréttindin í landinu. Sighvatur Björgvinsson, for- maður þingflokks Alþýðuflokks- ins, tók í svipaðan streng. Hann minnti hinsvegar á, að Vilmund- ur Gylfason sæti í ýmsum þing- nefndum, kjörinn þangað af fyrri félögum sínum, þingmönn- um Alþýðuflokks. Við hæfi væri að Vilundur kunngerði þeim þau gögn sem kæmu fram í þeim málum er þessar nefndir hefðu til umfjöllunar. lífeyrissjóði tengda VR og SÍS en fleiri sjóðir væru inni í þeirri mynd. Hér þyrfti því að herða á framkvæmdinni. Karvel Pálmason (A) rifjaði upp fyrri orð fjármála- ráðherra, meðan hann var í stjórnarandstöðu, þess efnis, að of langt væri gengið á ráðstöfunar- rétt eigenda þessa fjármagns, launþegasamtaka í landinu, en nú blési hann úr annarri áttinni hjá þessum eina og sama stjórnmála- manni. I>ingsályktun um votheysverkun lítt sinnt af stjórnvöldum Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) og Egill Jónsson (S) gagn- rýndu ríkisstjórnina fyrir að hafa lítt eða ekki sinnt þingsáiyktun frá í apríl 1982, þess efnis, að greiða götu votheysverkunar með kynningu og fjármagnsfyrir- greiðslu. Þorvaldur sagði fóðuröfl- un mikilvægasta vandamál ís- lenzks landbúnaðar en veðurfars- legar staðreyndir leiddu hugann að votheysverkun, sem hér hefði gefið góða raun, hvar sem reynd hefði verið. Hann sagði milli 80—90% heyforða í Noregi aflað með þessari verkunaraðferð. Egill taldi stjórnvöld lítt eða ekki hafa sinnt um þann þingvilja, sem fram hafi komið í fyrrgreindi þings- ályktun, sem væri næstum það eina sem Alþingi hefði samþykkt um landbúnaðarmál á þessu kjörtímabili. Pálmi Jónsson, landbúnaðar- ráðherra. taldi hinsvegar Búnað- arfélag Islands hafa sinnt kynn- ingarstarfi og Stofnlánadeild landbúnaðarins gert þurrheys- mannvirkjum jafnt undir höfði og þurrheyshlöðum. Málið væri auk þess í nefnd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.