Morgunblaðið - 09.02.1983, Síða 33

Morgunblaðið - 09.02.1983, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 33 skatturinn hefur farið síhækkandi — um leið og tollar lækkuðu — auk þess sem ýmsir nýir skattar hafa verið lagðir á, t.d. vörugjöld. Hækkun söluskatts hefur íþyngt innlendri framleiðslu, sem verður að bera söluskatt af ýmsum að- föngum, sem erlendir keppi- nautar, er búa við virðisaukaskatt, greiða ekki. Iðnrekendur hafa fyrir löngu lagt til að hér á landi verði tekinn upp virðisaukaskatt- ur en án árangurs. í staðinn hefur verið lagt á jöfnunargjald og verstu agnúarnir sniðnir af núver- andi kerfi með endurgreiðslu upp- safnaðs söluskatts til útflytjenda. Þetta getur þó aldrei komið í stað virðisaukaskattsins. Verðstödvun Verðlagsmálin hafa einkennst af tíu ára svonefndri verðstöðvun. f reynd hefur þetta þýtt verðlags- eftirlit á innlendri framleiðslu, á meðan erlendir framleiðendur hafa verið frjálsir að sinni verð- lagningu hérlendis. Annað slagið hefur verið slakað nokkuð á verðlagshömlunum en eftirlitið jafnan hert á ný. Langt er síðan, að iðnrekendur lögðu til að verðlag á iðnaðarvörum yrði gefið frjálst í öllum greinum, þar sem næg samkeppni er á innlend- um markaði. Það er hins vegar fyrst nú um þessar mundir, sem örlítið hefur miðað í þá átt. íslenskir iðnrekendur studdu aðildina að EFTA á sínum tíma. Það er ótvírætt að EFTA-aðildin og samningurinn við Efnahags- bandalagið hefur verið til hags- bóta fyrir íslenskan þjóðarbúskap. Iðnaðurinn hefur einnig um margt haft gott af þeim breytingum, sem þessu hafa fylgt. Því miður hefur stefnuleysi í efnahagsmálum síð- asta áratuginn gert aðlögunina mun erfiðari en vænta mátti. EFTA-aðildinni var ekki fylgt eft- ir á þann hátt, sem búast mátti við. Heilsteypt efnahagsstefna nauðsynleg Allt ástand efnahagsmála hér á landi gerir það nú brýnna en nokkru sinni fyrr að hér komist á heilsteypt efnahagsstefna, sem ryðji burt síðustu þröskuldunum í aðlögunarmálunum jafnframt því sem frelsi atvinnulífsins verði aukið með samræmdum aðgerðum á öllum sviðum efnahagslífsins. Óðaverðbólga Stærstu vandamálin í dag eru óðaverðbólga og mikill halli í utanríkisviðskiptum. Ef þessi halli verður ekki minnkaður veru- lega á næstu misserum verður er- lend skuldabyrði þjóðarinnar óbærileg. En hallanum verður ekki eytt nema með auknum út- flutningi og minni innflutningi. Því miður eru aðstæður í sjávar- útvegi þannig í dag, að ekki er út- lit fyrir að hann geti lagt meira af mörkum í þessum efnum á næst- unni, þótt vonandi rætist úr síðar. Öll útflutningsframleiðsla á í vök að verjast um þessar mundir vegna stöðnunar og samdráttar í heimsbúskapnum. Það veltur því á miklu að þjóðin beini útgjöldum sínum í auknu mæli að innlendri framleiðslu. 35—40 þúsund ný störf Þetta tengist einnig spurning- unni um það, hvernig eigi að tryggja vaxandi fólksfjölda næga atvinnu á næstu árum og áratug- um. Á síðustu 20 árum hefur vinn- andi fólki fjölgað um 33 þúsund. Síðustu spár benda til þess að fram til aldamóta muni þurfa 35—40 þúsund ný störf hér á landi til að tryggja fulla atvinnu. Það er gjarnan talað um, að iðnaðurinn þurfi að sjá verulegum hluta þessa fólks fyrir starfi. Nú er það reynd- ar svo að á síðustu 20 árum hefur meirihluti mannaflaaukningar- innar verið í þjónustugreinum, ekki síst hjá hinu opinbera. Þetta hefur getað gengið, þegar á allt tímabilið er litið, vegna þess að framleiðsluatvinnuvegirnir hafa nokkurn veginn haldið í við þjóð- arútgjöldin. Veigamikið hlutverk iðnaðarins Allt efnahagsástand í heiminum er nú ótryggara en um langt skeið. Það er því ekki vfst að framhaldið geti orðið með sama hætti og verið hefur, nema sérstaklega verði að gert. Næg atvinna og batnandi lífskjör í framtíðinni verða ekki tryggð nema burðarásar hagvaxt- ar verði áfram í atvinnugreinum, sem annað hvort skapa eða spara gjaldeyri, svo að unnt verði að mæta vaxandi þjóðarútgjöldum án þess að leiði til áframhaldandi viðskiptahalla. Að öðrum kosti verður hér ekki næg atvinna fyrir alla og lífskjör munu versna. Eins og nú horfir verður iðnaðurinn að gegna veigamiklu hlutverki í hag- vexti á næstu árum og áratugum. Þetta er engin krafa iðnaðarins, þetta er ekkert sérhagsmunamál hans. Þetta er einfaldlega eina leiðin út úr þeim ógöngum, sem við erum í í dag. Til þess að þetta megi verða, þarf margt að koma til, bæði veru- legt átak í fyrirtækjunum sjálfum og opinberar aðgerðir. Ein er þó nauðsynleg forsenda þess, að árangur náist. Hún er sú að takist að hemja verðbólguna. Núverandi óðaverðbóla liggur eins og mara á allri atvinnustarfsemi og dregur allan þrótt úr viðleitni manna að leggja á nýjar brautir, að taka áhættu. Beðið eftir stefnufestu í efnahagsmálum Atvinnulífið bíður þess eins að hér komist á að nýju stefnufesta í stjórn efnahagsmála sem leggi grunn að nýrri atvinnuuppbygg- ingu. Það er hlutverk stjórnmála- flokkanna að veita forystu í þeim efnum. Atvinnulífið bíður hennar. Sú bið má ekki vera löng. íslenskt atvinnulíf hefur á að skipa góðum og velmenntuðum starfsmönnum. Skólakerfið okkar er fullt af ungu fólki sem er að tileinka sér nýjustu tækni og nýj- ar hugmyndir. Hugkvæmni og at- gervi mun því ekki skorta á kom- andi áratugum. Á næstu tveim áratugum er at- vinna þúsunda ungra manna og kvenna hér á landi undir því kom- in að athafnir fylgi fögrum orðum og grundvöllur verði lagður að nýrri sókn í atvinnumálum. Grettir Eggertsson forstjóri - Á þessum tímamótum þegar Grettir Eggertsson fyllir áttunda tug æviára sinna vildi ég mega votta honum virðingu mína og þakkir með nokkrum orðum. Grettir Eggertsson er fæddur í Winnipeg í Kanada hinn 9. febrú- ar 1903. Hann er sonur Árna Egg- ertssonar fasteignasala, er átti manna mest hlut að þátttöku Vestur-íslendinga í stofnun Eim- skipafélagsins fyrir hartnær sjö áratugum, og konu hans, Oddnýj- ar J. Jakobsdóttur. Grettir lauk prófi í rafmagnsverkfræði frá Manitoba-háskóla árið 1925 með góðri einkunn og lagði upp frá því stund á verkfræðistörf víða í Bandaríkjunum, Kanada og hér á íslandi. Meðal annars var hann verkfræðilegur ráðunautur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Rafmagnsveitum ríkisins og Rafmagnseftirlitinu í Reykjavík. Er þess að minnast að hann starf- aði á sínum tíma að Ljósafoss- virkjun, Laxár- og Skeiðsfoss- virkjunum, Sogsvirkjun og síðari Elliðaárstöðinni. Þá var hann um skeið stjórnarformaður Thule Ship Agency sem var sjálfstætt fyrirtæki er Eimskipafélagið stofnsetti í New York árið 1946 til þess að annast afgreiðslu skipa og leiguskipa félagsins. Grettir Eggertsson var kosinn í stjórn Eimskipafélagsins sam- kvæmt tilnefningu vestur- íslenskra hluthafa á aðalfundi fé- lagsins árið 1954. Átti hann sæti í stjórninni til ársins 1976 er breyt- ingar voru gerðar á lögum Eim- skipafélagsins, að tillögu hluthafa sem búsettir voru í Kanada, um að stjórnina skipuðu 7 menn í stað 9 áður og skyldu stjórnarmenn allir vera búsettir í Reykjavík eða nágrenni. Féll þar með niður þátttaka af hálfu Vestur-íslend- inga í stjórn Eimskipafélagsins. Drengskapur og dugnaður hafa alla tíð auðkennt störf Grettis að málefnum Eimskipafélagsins og hefur hann frá því fyrsta borið hag og heill félagsins fyrir brjósti. Framkoma hans og störf bera greinileg merki um þá órofa tryggð sem hann ber til íslands og alls þess sem íslenskt er. En Attræður gleggstan vott um hlýhug hans og velvild ber þó stofnun Háskóla- sjóðs Hf. Eimskipafélags íslands, hinn 5. nóvember 1964, sem Grett- ir beitti sér fyrir. Lagði hann þá fram feikna vinnu við að efla sjóð- inn, með því að hvetja vestur- íslenska hluthafa til að gefa Há- skólasjóði hlutabréf sín. í stofnskrá sjóðsins segir svo að hann sé stofnaður til minningar um alla Vestur-íslendinga sem hlut áttu að stofnun Eimskipafé- lags íslands og að tilgangur hans sé að stuðla að velgengni Háskóla íslands, svo og að styrkja efnilega stúdenta til náms við Háskólann. Fyrir allt það starf sem Grettir hefur unnið að málefnum Eim- skipafélagsins og í þágu íslensku þjóðarinnar, færi ég honum þakk- ir Eimskipafélagsins og allra þeirra sem nú njóta góðs af. Ég flyt honum og Irene konu hans einlægar hamingjuóskir frá stjórn Eimskips og starfsmönnum á þessum hátíðisdegi. Heimili Grettis Eggertssonar er 67 Ash .Street, Winnipeg, Mani- toba, Canada R3N OP5. Halldór H. Jónsson Kær gamall vinur og frændi, Grettir Eggertsson, er 80 ára í dag. Ég minnist dvalar minnar á heimilinu fyrir 20 árum, þar sem ég átti svo margar ánægjustundir í minni fyrstu för til Kanada. Eins og börnum er títt, var ég ákaflega feiminn við þennan fyrirmannlega frænda og öll fínheitin á Ash- street. Aldrei hafði ég séð slík ósköp af málverkum á veggjum, stóra spegla og margt fleira, eins og í stofunni hjá Irene og Gretti. Stofurnar þeirra eru virkilega fal- legar, fullar af gömlum erfðavenj- um og menningu. Grettir Eggertsson hefir varð- veitt íslendingseðlið óskert, ís- lenzka tungu og þjóðerni, brenn- andi ættjarðarást, barnslega hreinskilni og viðkvæmni, örlát hönd hans, sem ei veit, hvað hin vinstri gefur. Grettir er hrókur alls fagnaðar, glaðvær og kátur. Hann er fæddur í Winnipeg, en foreldrar hans voru bæði fædd á íslandi, Árni Egg- ertsson borgarráðsmaður og fast- eignasali í Winnipeg og f.k.h. Oddný Jónína Jakobsdóttir frá Rauf á Tjörnesi, Grettir er gæfu- maður. Hann átti gott og glæsilegt bernskuheimili og skemmtileg námsár við Manitoba-háskóla og lauk þaðan prófi með heiðri 1925. Grettir hefir fengið að vinna lang- an ævidag, m.a. verið verkfræði- legur ráðunautur Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Rafmagnsveitna ríkisins, Rafmagnseftirlitsins í Reykjavík, og verið í stjórn Eim- skipafélags Islands. Ég hygg að engin verkefni hafi verið Gretti jafn kær og þau sem hann hefir unnið fyrir ísland. „Heimur dagleið hvar sem er“ segir skáldið. Fjarlægðarinnar milli íslands og Kanada gætir sí- fellt minna. Innilegu handtaki ís- lendinga austan hafs og vestan má aldrei slíta, líf Vestur-Islendinga er runnið af sömu hjartarótum og okkar hér heima. Grettir er gæfumaður, hann kvæntist Irene Eggertsson frá Kansas City, Missouri. Ég hef aldrei séð meira ástríki milli hjóna. Irene gaf honum ung hjarta sitt, eignaðist þar sérstak- lega tryggan og góðan mann og hann fær aldrei fullþakkað Guði það, að hann gaf honum hana að förunaut. Grettir Eggertsson hefir öðlast mikla hylli, virðingu og sæmd. Vinirnir eru vafalaust margir sem minnast hans í dag. Ég er einn þeirra, þakka honum ætt- ræknina og vináttuna. Til ham- ingju með daginn. Helgi Vigfússon. Veitt verði nauðsynleg fjár- veiting til Safamýrarskóla ALMENNUR fundur í foreldra- og kennarafélagi Safamýrarskóla hefur sent frá sér ályktun varðandi byggingamál skólans og er hún svohljóðandi: „Fundur í Foreldra- og kenn- arafélagi Safamýrarskóla, hald- inn 27. janúar 1983, beinir þeim eindregnu tilmælum til stjórnar Framkvæmdasjóðs þroskaheftra að veita í ár nauðsynlega fjár- veitingu til lokaáfanga Safamýr- arskóla. Fundurinn bendir á að síðast- liðið haust var þjálfunarskólinn við Skálatúnsheimilið í Mos- fellssveit sameinaður þjálfun- 4 arskólanum við Lyngásdagheim- ilið í Reykjavík og skólastarf hafið í nýju skólahúsi sem engan veginn var tilbúið til notkunar. Þetta var gert í trausti þess að stjórnvöld stæðu við það fyrir- heit að skólabyggingunni yrði lokið fvrir skólabvrjun haustið 1983. Fundurinn telur illviðunandi að hefja skólastarf næsta haust án þess að tilbúin sé til notkunar fyrirhuguð heimilis-verknáms- og líkamsræktaraðstaða skólans, sem allir hafa hingað til talið sjálfsagt að ljúka við snemma árs 1983. Loks minnir fundurinn stjórn Framkvæmdasjóðsins á ákvæði í 26. grein laganna um aðstoð við þroskahefta sem hljóðar svo: „Varast ber að ráðast í óhæfi- lega mörg verkefni samtímis." Telur fundurinn því að ljúka beri framkvæmdum við Safamýr- arskóla áður en veitt er til fram- kvæmda sem fyrirsjáanlega koma ekki að notum á árinu.“ BÍLASÝNING Sýnum laugardag og sunnudag frá kl. 1—6 Komið og skoðið hina vinsælu og sparneytnu Renault bíla í husakynnum okkar að Suðurlandsbraut 20 KRISTINN GIIÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 »'! * 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.