Morgunblaðið - 09.02.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.02.1983, Blaðsíða 34
Elín J. Jónsdóttir Richter skrifar frá Þýzkalandi: 34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 • • Hemd fyrir Onnu Konan, sem skaut morðingja dóttur sinnar 6. marz 1981: í Lúbeck fara fram réttarhöld í máli Klaus Grab- owskis, 35 ára gamals slátrara, sem ákærður er fyrir morð á 7 ára gamalli telpu, Önnu Bachmeier. Móðir telpunnar, Marianne Bachmeier, situr hljóð í sæti sínu og fylgist með. Skyndilega stendur hún upp, dregur fram skammbyssu og skýtur Grabowski margsinnis í bakið, og deyr hann á stund- inni. — Þar með var kæran gegn Klaus Grabowski niður felld. Marianne Bachmeier var handtekin í réttarsalnum og síðan ákærð fyrir morðið á sakamanninum. Mál hennar kom fyrir rétt í nóvember sl. og hefur verið í meðförum síðan. Þetta mál hefur vakið mikla at- hygli um gervallt Þýzkaland. Sjaldan hefur fólk úr öllum stéttum látið jafnmikla hlut- tekningu og/eða gagnrýni í ljós í sambandi við morðmál og í þessu tilfelli. Að sjálfsögðu hefur fólk yfirleitt mikla sam- úð með Marianne Bachmeier, sem missti dóttur sína á svo hroðalegan hátt, og margir telja gerð hennar m.a.s. fylli- lega réttlætanlega. En aðrir eru raunsærri og segja, að ekki megi taka svo fram fyrir hend- urnar á dómstólunum, hversu skiljanleg, sem þessi viðbrögð annars kunna að vera. Hvar myndi það enda, ef svona lagað yrði ekki dæmt samkvæmt ríkjandi réttarfari og hver og einn, sem þætti sér misboðið, kæmi þannig fram persónu- legum hefndum? En málið er síður en svo einfalt. í raun og veru er ekki einungis fjallað um morðið á Klaus Grabowski sem slíkt, heldur var þráðurinn tekinn upp þar sem frá var horfið við dauða hans. Það hafði sem sé komið fram, að ekki var allt með felldu í sambandi við afskipti réttvísinnar af honum. Klaus Grabowski hafði komið við sögu dómstólanna löngu áður en hann framdi ódæðisverkið á Önnu. Óeðlilegar kynhvatir hans höfðu komið honum í koll áður — hann hafði tælt litlar telpur til sín, misnotað þær og fróað kynhvöt sinni í nærveru þeirra. Ennfremur hafði hann framið ýmis önnur afbrot, svo sem þjófnað o.fl. Síðasti dómur yfir honum var á þá leið, að Klaus Grabowski yrði settur inn á lokað hæli til meðferðar. Það var og gert, og hluti með- ferðarinnar var sá, að Grab- owski var vanaður, en við það hurfu kynhvatir hans — bæði eðlilegar og óeðlilegar. Eftir nokkurn tíma var hann látinn laus sem heilbrigður maður samkvæmt vitnisburði þeirra manna, sem báru ábyrgð á meðferðinni, þ.e. lækna og sálfræðinga. Þetta kann að hafa verið rétt; a.m.k. lifði hann eðlilegu lífi um tíma, án þess að fyrri hneigðir hans gerðu vart við sig. En er fram liðu stundir fannst Grabowski lífið ákaflega leið- inlegt vegna vangetu — eða löngunarleysis — til kynlífs, svo að hann leitaði til læknis. Hann kvartaði ennfremur um höfuðverk og aðra kvilla, sem læknirinn taldi stafa af vönun- araðgerðinni. Læknirinn, Volk- er Vom Ende, sem er eiginlega sérfræðingur í þvagfærasjúk- dómum, tók þá örlagaríku ákvörðun að setja Grabowski í hormónameðferð. Honum var að vísu ekki vel kunnugt um fortíð sjúklingsins, sem sagðist hafa verið vanaður vegna þess, að hann hefði viðhaft ósið- samlegt athæfi á almannafæri. Það er með ólíkindum, að læknirinn skyldi ekki verða tortrygginn. Aldrei nokkurn tíma hefur slík aðgerð verið framkvæmd í Þýzkalandi vegna slíkra smámuna. En dómara þeim, sem hafði eftirlit með Grabowski, Dr. Uta Fisch- er, fannst ekkert athugavert við að gefa manninum svolítið af hormónum, og lækninum fannst alveg sjálfsagt að hjálpa aumingja sjúklingnum í vandræðum hans. Með þessari „aðstoð" gerðust læknirinn og dómarinn sek um þau hroða- legustu mistök, sem hægt er að hugsa sér. Við hormónagjaf- irnar vaknaði ekki eingöngu löngun Grabowskis til eðlilegs kynlífs, heldur voru það aftur litlar telpur, sem hann hafði aðallega augastað á. Hann var því orðinn jafnhættulegur um- hverfi sínu og áður. Því fór sem fór: dag einn varð Anna Bachmeier, lítil og lagleg 7 ára gömul telpa, á vegi hans. Hann lokkaði hana með sér og varð henni að bana. Enginn veit, hvað þeim fór á milli, um það er enginn til frásagnar nema Grabowski sjálfur á sínum tíma, og þykir mér varasamt að leggja of mikinn trúnað á framburð hans. í sambandi við afbrot Grabwoskis finnst mér sárgrætilegast að vita til þess, að svona maður, stórhættulegur börnum, skuli hafa verið frjáls ferða sinna. Og það, þótt vitað væri um hættuna, sem af honum staf- aði! Mér er ekki kunnugt um, að læknirinn hafi verið sviptur lækningaréttindum, né verði látinn svara til saka á neinn hátt. En víkjum aftur að Marianne Bachmeier, aðalpersónu máls- ins, sem nú er fyrir rétti. í sambandi við hana skjóta margar spurningar upp kollin- um — sumum þeirra verður sjálfsagt aldrei svarað til fulls. Fortíð hennar, sem er mjög svo litrík, þótt manneskjan sé ekki gömul — eða 32 ára — hefur verið mjög til meðferðar fyrir réttinum. En ferill hennar var svo sem alþjóð kunnur fyrir, því að vikublaðið „Stern" birti sögu Marianne Bachmeier í hvorki meira né minna en 13 greinum, sem hún hefur trú- lega fengið drjúgan skilding fyrir. Tímaritið var mjög gagn- rýnt fyrir að birta greinaflokk þennan, áður en réttarhöld hófust, því að hætta er talin á, að dómarar og kviðdómendur taki ekki hlutlausa afstöðu í málinu, en greinarnar voru síð- ur en svo hlutlaust skrifaðar. Það leikur enginn vafi á, að Mari- anne Bachmeier átti erfiða æsku. Hún og fjölskylda henn- ar eyddu mörgum árum í flóttamannabúðum nálægt Hannover eftir stríðið, en þau voru hrakin frá eignum sínum í fyrrum Prússlandi. í þessum flóttamannabúðum fæddist Marianne. Faðirinn var drykk- felldur og vann lítið sem ekk- ert. Móðirin skildi við hann, er Marianne var 5 ára gömul. Hún — móðirin — giftist síðan aftur, vinnusömum en skap- styggum manni. Hann var vondur við stjúpdóttur sína, sem varð fyrir tíðum barsmíð- um af hans hendi. Marianne hataði stjúpföður sinn og gerði honum lífið leitt á margan hátt. Marianne var bráðlaglegur táning- ur, sem allir strákar voru skotnir í, og var hún óspör að gefa þeim undir fótinn. Hún fékk því snemma orð á sig fyrir að vera lauslát. En er hún var 16 ára varð hún ódauðlega ástfangin af skólabróður sín- um og fór svo, að hún varð barnshafandi. Þá var stjúpföð- urnum nóg boðið. Hann rak hana að heiman og kom henni Klaus Grabowski, morðingi Önnu og fórnarlamb Marianne Bachmeier. fyrir á heimili fyrir verðandi mæður, og fékk móðir hennar ekki rönd við reist. Hér eignað- ist hún fyrsta barn sitt, sem var telpa, Christine að nafni. Þótt mikill flækingur hafi ver- ið á Marianne næstu tvö árin, hafði hún þessa dóttur sína alltaf hjá sér, þangað til Christine var 7 eða 8 ára, að henni var komið í fóstur. Þrátt fyrir barnsburðinn lauk Marianne gagnfræðaprófi með mjög góðum árangri, enda ku hún vera mjög vel gefin. Síðan hóf hún nám sem verzlunar- stúlka, en hún lauk því aldrei. Um tíma vann hún sem síma- stúlka, en leiddist það, af því að hún vann eingöngu með kvenfólki, sem var allt svo af- brýðisamt. Marianne var nefnilega svo ofsalega sæt og átti upp á pallborðið hjá karl- mönnum (!!) — Aðalinnihald lífsins voru nú diskótek og bar- ir, og oft nældi hún sér þar í rekkjunauta til einnar nætur. Svo var hún líka bardama í einhvern tíma og fór mikið orð af henni í því starfi. Móðir Önnu, Marianne Bachmeier. Tæplega tvítug tók Marianne upp fast samband við ungan mann, sem dáði hana mjög, en ástin var ekki gagnkvæm. Það var mikið rótleysi á hjónaleysun- um, og peningaleysi háði þeim mjög. Hún varð nú þunguð í annað sinn, og eignaðist aftur stúlkubarn, sem foreldrar barnsföður hennar tóku að sér og ættleiddu. Sambandið við piltinn varð síðan slitrótt, en hann reyndi að halda í hana í lengstu lög. Hún átti það reyndar til að leita til hans hvað eftir annað á milli þess að hún var í tygjum við hina og þessa. Einhvern tíma um þetta leyti komst Marianne í kynni við ungan lækni, sem kallaður var Yogi. Hann hafði leigt sér hús ásamt nokkrum samlæknum sínum og upp frá því átti Mari- anne þar athvarf, ef hún átti ekki í annað hús að venda. í þessu húsi var lifað fyrir líð- andi stund, oft haldin partý, en einnig voru eiturlyf höfð um hönd. í einu slíku partýi kynnt- ist hún Christian Berthold frá Kiel, sem var þar staddur af tilviljun. Leiðir þeirra skildi að nóttinni liðinni, en nokkrum vikum seinna komst Marianne að raun um, að hún átti von á barni á nýjan leik. Níu mánuð- um seinna fæddist Anna. Vini hennar, lækninum, fannst barnið ótrúlega líkt Christian Berthold og lét hann vita af þessu. Berthold setti sig þegar í samband við Marianne; lækn- irinn tók blóðprufur og gat fært á það sönnur, að Christian Berthold var faðirinn. Nú hóf- ust kynni þeirra fyrir alvöru, og svo fór, að foreldrar Önnu hófu sambúð í Kiel. Þar átti Berthold bjórstofu, sem var af- ar vel sótt, og í fyrsta sinn á ævinni þurfti Marianne ekki að hafa fjárhagsáhyggjur. Er fram liðu tímar, fór hún að hjálpa til við rekstur knæp- unnar og fórst henni það vel úr hendi. Hún var mjög vinsæl meðal gesta sinna. Hjónaleysin, Marianne Bachmeier og Christian Berthold, voru mjög ólík og gekk á ýmsu í sambúð þeirra. Rótleysi og hverflyndi einkenndi þau bæði, og þeim var algerlega um megn að lifa reglubundnu lífi. Þetta kom skiljanlega niður á dóttur- inni, Önnu. Skólaganga hennar var t.d. mjög skrykkjótt, því að enginn hugsaði um að vekja hana tímanlega og koma henni í skólann. Samt sem áður bendir ekkert til þess, að hún hafi verið óhamingjusamt barn. — Eftir svolítinn tíma varð Berthold leiður á öllu saman, seldi knæpuna og flutti með fjölskylduna til Lubeck. Þar keypti hann m.a. húsbát, sem þau bjuggu á um tíma. En áður en langt um leið opnuðu þau aftur bjórstofu, sem brátt náði sömu vinsældum og gamla knæpan í Kiel. í Lúbeck hittu þau aftur vini sína, lækninn Yogi, sem nú var kvæntur og rak lækningastofu í borginni. Hjónin tóku miklu ástfóstri við Önnu, og þar sem þau gátu ekki eignast börn sjálf, langaði þau mikið til að taka hana til sín. Hugmyndin féll í frjóan jarðveg. Marianne sá fram á, að þá ætti dóttir hennar, sem nú var orðin 7 ára, kost á að lifa því reglubundna lífi, sem hún sjálf gat ekki boð- ið henni. Hún myndi heldur ekki þurfa að sjá alveg af dótt- ur sinni, því að sambandið á milli fjölskyldnanna var mjög náið. Og Anna sjálf hafði ekk- ert á móti þessum umskiptum, og kann það að hafa ráðið úr- slitum. Daginn, sem hún var myrt, var Marianne einmitt stödd hjá læknishjónunum til að ræða og ganga frá málum. Allt þetta og meira til hefur verið til umræðu fyrir rétti undan- farna þrjá mánuði. Það, sem vefst nú mest fyrir dómurum og kviðdómendum, er að skera úr um, hvort morðið á Grab- owski hafi verið framið af ásettu ráði, eða hvort Mari- anne Bachmeier hafi orðið skyndilega alveg viti sínu fjær í réttarsalnum, þar sem hún sat og hlustaði á vitnaleiðslur yfir manninum, sem svipti dóttur hennar lífi. Hún fullyrð- ir, að hún hafi allt í einu séð fyrir sér, hvernig Grabowski murkaði lífið úr Önnu, og að hún hafi síðan ekki vitað, hvað hún gerði. En samt bendir allt til þess, að hún hafi orðið Grabowski að bana af ásettu ráði, og að hún hafi undirbúið verknaðinn mjög gaumgæfi- lega í samráði við sambýl- ismann sinn og læknishjónin. Eða hvers vegna í ósköpunum var hún með skammbyssu á sér í réttarsalnum? Það er nú ekki beint venja fólks, að ganga með morðvopn á sér. Konur, sem sátu með Marianne í gæzlu- varðhaldi, hafa borið fyrir rétti, að hún hafi m.a.s. stært sig af „afrekinu“ og þótt hún mikil manneskja. Aðrir, sem kannast við Christian Ber- thold, hafa lýst gleði hans og ánægju yfir morðinu, en það mátti ráða af fjöldamörgum umsögnum hans. Hann á og að hafa ráðgert að selja blöðum og tímaritum myndir og upp- lýsingar um málið til að græða almennilega á öllu saman. — Um daginn las ég í einu dag- blaðanna, að í vor ætti að hefj- ast kvikmyndataka á sögu Marianne Bachmeier undir heitinu „Móðir Önnu“ — en hvort það er fyrir tilstilli Christian Bertholds skal ég ekki segja. Þann 25. febrúar á að dæma í máli Marianne Bachmeier. Elín J. Jónsdóttir Richter Anna Bachmeier með Tóður sínum, Christian Berthold.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.