Morgunblaðið - 09.02.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.02.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 Endurskoðun stjórnarskrárinnar 5. grein Alþingi verði ein málstofa Aukið hlutverk þingnefiida Margir munu sennilega telja þá breytingu einna rót- tækasta í tillögum Stjórn- arskrárnefndar að þar er lagt til að Alþingi verði ein mál- stofa, en starfi ekki lengur í tveim deildum. Á síðari árum hefur þessari hugmynd verið alloft hreyft, þegar starfshætti Alþingis hefur borið á góma. Margir telja að við slíka breytingu muni störf Alþingis breytast til batnaðar og ganga greiðar fyrir sig, þegar ekki þarf að fjalla um hvert mál við þrjár eða fjórar umræður í hverri deild og þingnefndir í báðum deildum jafnframt að fjalla um málið. Alþingi áður ein málstofa í þessu sambandi má minna á það að ekki hefur Alþingi alltaf starfað í tveimur deildum. Frá því að það var endurreist fram til árs- ins 1874 starfaði þingið aðeins í einni deild. Það var ekki fyrr en með núgildandi stjórnarskrá, sem deildaskiptingin var upp tekin, ár- ið 1874. Þá lágu að baki henni góð og gildTök — þau að ekki var kjör- ið á sama hátt til beggja deild- anna. Var þá ákveðið með hinni nýju stjórnarskrá að hinir 6 kon- ungkjörnu þingmenn skyldu eiga sæti í efri deild, vera þangað sjálfkjörnir, auk sex annarra þingmanna, sem voru kjörnir af Alþingi til setu í þeirri deild. Þegar konungskjörið var af- numið með stjórnlagabreyting- unni 1915 og landkjörið kom í staðinn, voru hinir landkjörnu þingmenn einnig sjálfkjörnir til efri deildar. En eftir að landkjörið í sinni eiginlegu mynd var fellt niður 1934 og jöfnunarþingsæti lögleidd í staðinn, hafa þingmenn aðeins kosið úr sínum hópi lög- boðna tölu þingmanna til efri deildar, alls 20 nú. Má því segja að deildaskipting þingsins hafi misst sína fyrri þýð- ingu, þar sem lengi hefur nú eng- inn munur verið á kjöri til hinna tveggja deilda þingsins. Horfnar eru því hinar sögulegu forsendur, sem að baki deildaskiptingunni lágu. Þær forsendur voru svipaðar og hjá öðrum þjóðum, sem enn kjósa sumar með allt öðrum hætti til annarrar deildarinnar en hinn- ar, svo sem er háttur Bandaríkja- manna. Kostir og gallar Ekki er vafi á því að ýmsir þing- - eftir Gunnar G. Schram prófessor menn munu vera á báðum áttum um kosti þess að leggja deilda- skiptingu þingsins niður. Að til- lögunni um eina málstofu stóðu þó fulltrúar allra þingflokkanna í Stjórnarskrárnefnd. Fulltrúar Al- þýðubandalagsins bentu þó jafn- hliða á að um leið og slík breyting er samþykkt þurfi að nást sam- komulag milli þingflokkanna um meginatriðin í þeim breytingum á starfsháttum Alþingis og þing- sköpum, sem fylgja skulu afnámi deildaskiptingarinnar. Meginkost- ir breytingarinnar eru taldir vera þeir að þingmál gangi greiðar og hraðar fyrir sig en til þessaTiéfúr verið. Lágmarksumræðufjöldi um hvert lagafrumvarp er nú 6 um- ræður en geta orðið alls 9, ef deild- um kemur ekki saman um frum- varpið og málið fer fyrir sameinað þing. Við breytinguna myndu að- eins verða þrjár umræður um hvert lagafrumvarp. Spyrja má hvort það sé nægilegt til þess að tryggja nógu vandaða meðferð málsins. Hefur þá verið á það bent að um ein mikilvægustu lög hvers þings, fjárlögin, fara aðeins fram þrjár umræður og hefur ekki verið gagnrýnt að þær séu of fáar. Annað atriði, sem á hefur verið minnst sem rök gegn einni mál- stofu, er það að slíkt fyrirkomulag muni hugsanlega skerða hið rúma málfrelsi þingmanna, sem nú tíðk- ast í deildum, en hver umræða má ekki standa skemur en 3 klukku- stundir meðan nokkur þingmaður kveður sér hljóðs. Þetta sjónarmið þarf að hafa í huga, verði breyting þessi gerð og gæta þess að öllum þingmönnum sé ætíð gefinn kost- ur á að segja álit sitt á hverju því máli sem á dagskrá er án of þröngra tímatakmarkana. Er það eitt þeirra atriða, sem hyggja þarf sérstaklega að við breytingar á þingsköpum. Góð reynsla nágrannaþjóðanna Það mun vafalítið hafa verið hugmyndinni um eina málstofu til framdráttar hver verið hefur reynsla nágrannaþjóðanna af slík- um hætti við þingstörf. 1 Dan- mörku var þessi breyting gerð fyrir þrjátíu árum og í Svíþjóð fyrir tæpum áratug. Fyrir liggja álit forseta þessara þjóðþinga. Eru þau mjög á sömu lund: að breytingin hafi verið mjög til bóta. Kostir breytingarinnar hafi m.a. verið þeir að öll málsmeðferð sé nú miklu einfaldari en áður. Og afleiðing þess hafi verið sú að af- greiðsla mála gangi mun hraðar og greiðar en fyrr hafi tíðkast. Hér má geta þess að Svíar ganga svo langt að höfð er í raun aðeins ein umræða um hvert mál, þótt það skuli koma fyrir tvo þing- fundi. í danska þinginu verður hvert mál hinsvegar ætíð að ræð- ast við þrjár umræður. í þessu sambandi má geta þess að þróunin hér á landi hefur hin síðari ár verið sú að æ fleiri mál eru rædd og afgreidd í einni málstofu — sameinuðu þingi — en ekki í deildum. Auk fjárlaga- frumvarpsins eru nú allar þings- ályktunartillögur bornar fram í sameinuðu þingi en ekki deildum. Sama er að segja um fyrirspurnir og skýrslur ráðherra. Og þar fara einnig fram umræður um mál utan dagskrár, sem mjög hafa færst í vöxt. Eru nú aðeins haldnir fundir í deildum alla jafna tvo daga í viku hverri. Sýnir þetta hvert þróunin stefnir í þessum málum hér á landi. Gjörbreyttir starfs- hættir nefnda Á því leikur enginn vafi að nauðsynlegt verður að gera rót- tækar breytingar á störfum þing- nefnda, ef tekin verður upp ein málstofa og umræðum fækkað í þrjár um hvert lagafrumvarp. Við það munu þingstörfin færast í miklu meira mæli inn ( þingnefnd- irnar en nú er raunin. Þar munu ítarlegar umræður þurfa að eiga sér stað um hvert mál og kannanir og athuganir á einstökum þáttum þess umfram það sem nú á sér stað. Kæmi þá til greina að halda nefndafundi fyrir opnum dyrum, í stað þess að nú eru þeir lokaðir. Á þann hátt gætu fjölmiðlar og al- menningur allur fylgst gjörla með meðferð mála í nefndum þingsins svo sem nú er á formlegum þing- fundum. Lögðu fulltrúar Alþýðu- flokksins í Stjórnarskrárnefnd til að nefndafundir skyldu haldnir í heyranda hljóði, nema nefndin ákveði annað og fulltrúar Alþýðu- bandalags bentu á nauðsyn þess að ákveða hvort og þá á hvern hátt fundir nefnda þingsins skyldu vera opnir almenningi. Aukið vald þingnefnda Þegar rætt er um nefndir Al- þingis er rétt að geta þess hér einnig að Stjórnarskrárnefnd leggur til að þeim verði falið mun meira vald en þær hafa nú. Hlutverk löggjafarsamkomunn- ar er tvíþætt. ífyrsta lagi er það verkefni Alþingis að setja þjóðinni lög. 1 öðru lagi er það verkefni þess að hafa með því nokkurt eft- irlit hvernig þau lög eru fram- kvæmd, sem þingið setur. Af ein- hverjum ástæðum hefur þessum síðara þætti í störfum þingsins verið minna sinnt en skyldi af þess hálfu á liðnum árum, þótt jafnan komi ríkisreikningurinn til um- fjöllunar og samþykktar Alþingis. Tillögur Stjórnarskrárnefndar fela í sér verulega bragarbót í þessu efni. Lagt er þar til að Alþingi geti falið fastanefndum þingsins að kanna mikilvæg mál, sem almenn- ing varða. Er það nýmæli, og raunar er ekkert minnst á fasta- nefndir þingsins í núgildandi stjórnarskrá. jafnframt geti Al- þingi veitt þessum nefndum þings- ins rétt til þess að heimta skýrsl- ur, munnlegar og bréflegar, af opinberum stofnunum, starfs- mönnum og einstökum samtökum eða fyrirtækjum. Þessum aðilum yrði skylt að sinna slíkri kvaðningu þingnefnd- ar, ólíkt því sem nú er. Þetta vald nær þó ekki til þess að krefjast skýrslugjafar af einstaklingum, sem ekki eru í opinberri þjónustu. Á þennan hátt yrði þinginu gert mun betur kleift en nú er að fylgj- ast með framkvæmd laga, sem sett hafa verið, og er það mjög til bóta. En ákvæðið er ekki bundið við það eitt. Þingnefné gæti ákveðið að kanna hvert það mál, sem hún telur vera mikilvægt og varða hagsmuni almennings, jafn- vel þótt það sé alls ekki á dagskrá þingsins eða snúi sérstaklega að löggjafaratriðum. Nærtæk dæmi eru t.d. mál, sem snerta rekstur opinberra fyrirtækja eða fjárfest- ingarákvarðanir ýmislegar og um- deildar eða mál, sem snerta hags- muni neytenda landsins. Ég er þeirrar skoðunar að hér sé hreyft þörfu nýmæli, sem gera muni Alþingi kleift að rækja hlut- verk sitt betur í þessum efnum en raun hefur verið á hingað til. Hættuslóðir - eftir Ragnheiði Davíðsdóttur Titill þessa greinarstúfs hljóm- ar eins og nafn á spennandi skáldsögu. Hér er þó engin slík á ferðinni heldur lítil hugleiðing, sem varla verður að teljast annað en lóð á vogarskálina í umræðu sem aldrei fær enda þ.e. hættu- slóðir umferðarinnar. Mig langar til þess að fá lesand- ann til þess að hugleiða hlut sem ekkert okkar getur verið án, en hefur þá náttúru að hann stækkar í réttu hlutfalli við útþennslu. Þetta er ferðalag okkar milli staða, eðlileg samskipti við annað fólk, réttur eða óréttur. Nú eða bara andvaraleysi þess sem ekur bíl sínum sömu leiðina alla daga allan ársins hring. Gerir lesand- inn sér grein fyrir að umferðar- menning okkar lslendinga er orðin eins og happdrætti, en í því happ- drætti er vinningurinn ekki eftir- sóknarverður. Vegir og götur með brunandi ökutækjum og iðandi mannlífi kallast einu nafni umferð. Hættu- slóðir sem við verðum að feta okkur eftir hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við vitum er við leggjum af stað að einhverjir sam- ferðamanna okkar snúa ekki heilir til baka. Þetta ferðalag okkar á degi hverjum er vettvangur óhappa og slysa, vígvöllur blikk- beljunnar. Sænska skáldið Arthur Lundkvist lýsir þessum vettvangi einkar kaldhæðnislega í kvæði sínu „Malbik" er hann segir: „Hér haltrar ei dauðinn með hóglátu Kagnheiður Davíösdóttir fasi/hampandi ljá og stundaglasi/ glampandi málmur, glymjandi hljóð, glymjandi gler og blóð.“ Hörmungar umferðarinnar verka á okkur stutta stund og oft „Gerir lesandinn sér grein fyrir ad umferðar- menning okkar Islend- inga er orðin eins og happdrætti, en í því happdrætti er vinningur- inn ekki eftirsóknar- verður.“ er ekkert annað að gera en taka undir með öðrum og segja: „Hörmulegt að þetta skyldi koma fyir.“ Síðan er það gleymt og ein talan bætist við í skýrsluna svörtu. það vantar ekki að mikið er gert og kostað til þess að umferðin höggvi færri skörð í raðir okkar. Lög og reglugerðir eru nauðsynleg en duga skammt sé ekki eftir þeim farið. Það erum við sjálf sem myndum hugtakið „umferð", þess vegna verðum við að setja okkur sjálfum lög, lög sem við höfum ekki efni á að brjóta, því dómur- inn verður kveðinn upp af okkur sjálfum. Rétturinn hefur alltaf verið hátt skrifaður í umræðunni um umferðarmenningu íslendinga. Er ekki hætta á ferðum ef vegfarand- inn gengur hiklaust út á gang- brautina í þeirri trú og vissu að umferðarrétturinn sé hans? Eða ökumaðurinn sem uggir ekki að sér á aðaibrautinni þar sem hann á „réttinn". Hvaða rétt? Og hvaða eign og öryggi er í öllum þessum rétti? í umræðum sem þessum eru oft fundnar lausnir á vandamálunum og gerð úttekt á því sem að er. Hér verður ekkert slíkt gert. Aðeins bent á að lausnin liggur hjá okkur sjálfum. Aðgát skal höfð ... sagði skáldið okkur til viðvörunar. Ger- um nú þessi orð að ferðabæn okkar á hættuslóðum, því slíkar bænir var farið með áður en ferðin hófst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.