Morgunblaðið - 09.02.1983, Síða 19

Morgunblaðið - 09.02.1983, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 19 en innprentun hennar hefur haft svo djúp áhrif á hann að örlög hans og fjölskyldu hans ráðast að miklu leyti af þessari þráhyggju sem hann getur ekki náð í skottið á. Þessi þráhyggja Tyrones mynd- ar síðan dæmigerða sálfræðilegan vítahring: Hann hefur orðið að kosta miklum peningum til lækn- inga Mary vegna þess að hann tímdi ekki að kosta neinu til í upp- hafi. Sömu mistökin er hann svo tilbúinn að gera aftur gagnvart Edmund, tíma ekki að kosta hann til almennilegrar lækningar sem gæti haft í för með sér að endan- leg lækning yrði miklu dýrari vegna þess að ekki tækist að kom- ast fyrir meinið strax í upphafi. Það kæmi síðan enn ver við þenn- an þráhyggjupunkt Tyrones, þar sefn hann má ekki til þess vita að þurfa að borga meira en hann nauðsynlega kemst af með, fyrir sjálfan sig og sem allra minnst af hans peningum má renna til þess að hjálpa öðrum. Persónurnar fjórar í „Dagleið- inni löngu“ eru allar tengdar með sálfræðilegum vítahringnum og engin leið er fyrir fjölskylduna að komast losna. Það sama gerist í hjónaböndum sem taka að rotna, hjónin ná ekki að rjúfa hringinn og spenna hvort annað upp á nei- kvæðan hátt, svo allt stefnir til hins verra, eftir því sem meira er streist við að losna út úr hringn- um: snaran er sjálfhert, hver minnsta viðleitni gerir hlutina verri. í „Dagleiðinni löngu" er margt áhyggjuefnið. En ljósi punkturinn er sá að við vitum að Edmund er Eugene O’Neill sjálfur og brjóstveiki hans varð til þess að hann fór að lesa mikið og skrifa, og gaf okkur ómetanleg listaverk á borð við „Dagleiðina löngu". Það þarf mikið hugrekki til að skrifa sjálfsævisöguleg listaverk sem opinbera dýpstu sálarhrær- ingar höfundar og hans nánustu, sýna jafnt neikvæðar hliðar og jákvæðar. Hvað kom O’Neill til að skrifa „Dagleiðina löngu". Walter Kerr (New York Herald Tribune) hefur þetta um málið að segja: „Eg held að hann hafi skrifað verkið í fyrirgefningarskyni. Ekki til þess að fyrirgefa það hvað illa hafði verið farið með hann ... Hann virðist vera að biðjast fyrir- gefningar á mistökum sínum sem fólust í því að hann skildi ekki föður sinn, móður og bróður nægi- lega vel á þeim tíma þegar þau þörfnuðust skilnings hans; hann virðist vera að staðfesta það við framliðna ættingja sína, hvar sem þeir kunna að vera niðurkomnir, að hann viti af öllu því slæma sem þeir hafi gert, og hann elski þá.“ I leikskrá Þjóðleikhússins (1982) segir Arni Ibsen: „Vitað er að hann átti afar erfitt með að fyrir- gefa, það gerði hann ekki fyrr en hann var búinn að skrifa sig frá ásökuninni. Þannig veitir hann t.d. Jamie bróður sínum endanlega fyrirgefningu í „A Moon for the Misbegotten", og föður sínum og fjölskyldu í „Dagleiðinni löngu“.“ Frásagnartækni í „Dagleiðinni löngu“ Tæknilega er „Dagleiðin langa" afar fullkomið verk bæði hvað byggingu og málfar varðar. Eins og fyrr hefur verið á minnst felst spenna verksins ekki í hreyfingum og framkvæmdasýningu heldur í hinum sálrænu átökum persón- anna við sjálfar sig og aðra með- limi fjölskyldunnar. Söguþráður- inn er samofinn persónusögu fjöl- skyldumeðlimanna og vandamál- um þeirra. Hin dramatíska spenna verksins næst m.a. fram með því hvernig áhorfandinn fær smám saman upplýsingar um hin ýmsu vandamál t.d. morfínneyslu Mary og brjóstveiki Edmunds. Mary hefur í upphafi leikritsins ekki notað morfín í tvo mánuði, er nýkomin úr meðferð. Frásagnar- tæknin sem O’Neill notar til að sýna fall hennar er svipuð venju- legri spennusögutækni: Margt er gefið í skyn í upphafi án þess nokkur vissa fáist: Hún var lyst- arlaus við morgunverðarborðið, hún hagar sér þannig að karl- mönnunum verður starsýnt á hana og hún verður sjálfsmeðvit- uð og henni finnst allir gruna sig um græsku. Og það er hinn bein- skeytti Jamie sem setur hana upp við vegg með hreinskilni sinni í öðrum þætti: Mary: (í spennu): Hvers vegna starirðu svona á mig? Jamie: Þú veist það. (Hann snýr sér aftur að glugganum.) Mary: Ég veit það ekki. Jamie: Æ, í guðanna bænum, heldurðu að þú getir blekkt mig, mamma? Ég er ekki sjónlaus. Mary: (Horfir nú beint á hann, og í andliti hennar er svipbrigða- lausa, þrjóska neitun að sjá): Ég veit ekki hvað þú ert að tala um. Jamie: Nei? Farðu og skoðaðu augun á þér í speglinum! Þarna kemur sannleikurinn í ljós og leynilögreglusögustíllinn endar. Það sem eftir er leikritsins er sýnt hversu beisk örlög það eru að vera eiturlyfjaneitandi, og hvaða álag það er fyrir hina nán- ustu: í þriðja þætti kemur fram að eitt sinn þegar eitrinu var algjör- lega haldið frá henni, hljóp hún út á náttsloppnum og ætlaði að drekkja sér. Og Mary segir: „Stundum vona ég að ég taki óvart of stóran skammt. Ég gæti aldrei gert það af ásettu ráði.“ í fjórða þætti orðar Edmund hvað erfiðast sé fyrir fjölskyldumeðlimina í þessari eiturvímu hennar: „Að hluta til gerir hún þetta af ásettu ráði — til þess að við náum ekki til hennar, til þess að losna við okkur, til að gleyma að við séum til!“ Og í lok leikritsins er Mary í andlegu fortíðarástandi þess tíma þegar hún hafði ekki kynnst neinum þeirra. Aðferðin til að segja frá brjóst- veiki Edmunds er gerólík. Við fáum ekki að vita sannleikann um það mál fyrr en í öðrum þætti, og það er ekki sama spennuuppbygg- ingin í frásögnininni eins og mor- fínsögu Mary. Fyrst er talað um sumarkvef en svo kemur fljótlega í Ijós að flestir telja sjúkdóminn miklu alvarlegri. En sagan af brjóstveiki Edmunds er dýpkuð á fernan hátt í verkinu: í fvrsla lagi eru veikindi Edmunds ógn við sál- arró Mary og gera það að verkum að hún þarf meira á því að halda að flýja inn í sinn lokaða morfín- heim. Þar að auki stendur Edmund henni miklu nær en Jamie, svo áhyggjur hennar fá litla hvíld. Og Tyrone segir: „Það sem gerir þetta enn verra er að faðir hennar dó úr berklum." í öðru lagi: Á sama hátt og áhyggjur Mary af heilsu Edmunds færa hana nær veikleika sínum, gera áhyggjur Edmunds af móður sinni það að verkum að hann þarf á því að halda að flýja undan þeim inn í sinn veikleikaheim, heim Bakkus- ar. Hér er því um að ræða annan sálrænan vítahring sem ekki verð- ur umflúinn. Og vínið er ekkert brjóstmeðal: Jamie varar Edmund við því að drekka og áhyggjur Mary aukast. Hún segir við Edmund: „Hvers vegna er glasið þarna? Fékkstu þér drykk? Hvernig geturðu verið svona vit- laus? Veistu ekki að það er það versta sem þú getur gert?“ í þriðja lagi: Þessi vítahringur er ekki nýtilkominn. Hann á sér ræt- ur alveg aftur til fæðingar Edmunds. Mary segir: „Ég var svo hraust áður en Edmund fæddist.“ Það var einmitt þá sem „skottu- læknirinn“ gaf henni morfínið. Og áhyggjur Mary af heilsu Edmunds og framtíð hans, vegna þess hvernig hann hefur tekið Jamie sér til fyrirm.vndar í drykkjusið- um og hóruhúsarambi, gera það að verkum að hún hefur enn sterkari þörf en áður að flýja raunveru- leikann og leita á náðir eiturlyf- sins. í fjórða lagi: Þó Mary og Edmund þyki vænt hvoru um ann- að og ásaki ekki hvort annað um að eiga sök í þeim vítahring sem tengir þau saman í vanlíðan þeirra, kemur þó fyrir að þau verða þreytt á þessu vítahrings- ástandi. Hún ásakar Edmund fyrir að vantreysta sér, og skammar hann fyrir að leyfa sér að efast um að hún komi til með að standa sig gegn eitrinu. Og Edmund verður þreyttur á því hvernig Mary heldur til streitu þeirri sjálfsblekkingu að það sé ekkert að honum annað en kvef. Hann segir: „Þú hefur ekki spurt mig hvers ég varð vísari í dag. Kærirðu þig kollótta?" Og litlu síðar segir hann: „Það er stundum erfitt að búa við það, að eiga móð- ur sem er dópista djöfull." (í síðari greinunum um „Dag- leiðina löngu og sálarfræðina" verður því lýst hvernig fjórum persónuleikakenningum í sálar- fræði er beitt á persónurnar í „Dagleiðinni löngu“. Þessar kenn- ingar eru: Sálgreiningin, verund- arsálarfræðin, atferlissálarfræðin og líkamskenning Sheldons.) Saga unglingahreyfingar Bókmenntir Guðmundur Heiðar Frímannsson llannes Hólmsteinn Gissurarson: A grundvelli einstaklingsfrelsis Heimdallur 1982, 144 bls. Á síðustu árum hefur Hannes Hólmsteinn Gissurarson verið að skrifa sögu Sjálfstæðisflokksins. Fyrstu ávextir þeirrar vinnu, sem koma fyrir augu almennings, eru saga sjálfstæðismanna í verka- lýðshreyfingunni, sem út kom 1981, og sága Heimdallar, sem kom út nú fyrr í vetur. Tilefni út- gáfunnar var 55 ára afmæli fé- lagsins á síðastliðnu ári. Afmæli er ágæt ástæða til að líta yfir far- inn veg og skoða, hvað hefur áunn- izt og hvað tapazt í tímans ráðs. Það eru flóð og fjara í gengi félaga rétt eins og í lífi einstaklinga og þjóða. Það má sjá glögglega gengi Heimdallar síðustu fimmtíu og fimm árin í þessu riti. Það er ekki ómerkur þáttur í sögu Sjálfstæðis- flokksins, sem hér er rakinn. Heimdallur var stofnaður 16. febrúar 1927. Stofnendur voru 27. Heimdallur er því eldri en Sjálf- stæðisflokkurinn. Fyrstu árin var ágreiningur innan félagsins um það, hvort félagið ætti að styðja Ihaldsflokkinn. í fyrstu lögum fé- lagsins stóð, að markmið þess væri, „að styðja víðsýna, þjóðlega og varfærna umbótastefnu í landsmálum á grundvelli einstakl- ingsfrelsis og séreignar án tillits til stéttarhagsmuna." Ágreining- urinn var um það, hvort bezt mætti ná þessu markmiði með því að fylgja íhaldsflokknum að mál- um eða með einhverjum öðrum hætti. Heimdallur varð þegar í upphafi nokkuð áhrifamikið félag ungra manna og 55 árum seinna er það að öllum líkindum sterkasta pólitíska félag ungs fólks í landinu með rúmlega 2500 skráða félaga og mjög öflugt starf á mörgum sviðum. Það breytist margt á skemmri tíma en 55 árum og velgengni fé- lagsins hefur ekki alltaf verið slík sem hún er nú. Það virðist raunar af lestri þessa rits, að utanaðkom- andi atvik og skoðanastraumar valdi meiru um gengi þess en starfið í félaginu sjálfu. Það má skoða þrennt í þessu ljósi. í fyrst lagi er það stefnuskrá Heimdallar, sem samþykkt var 1931, en hún var samin að frum- kvæði stjórnarinnar. Það, sem einkum var nýmæli í þessari stefnuskrá.yar tillaga um víðtæka og hagkvæma tryggingalöggjöf, um að yfirráð atvinnufyrirtækja í landinu verði í höndum íslenzkra ríkisborgara, um að verkamenn geti fengið hlutdeild í arði fyrir- tækja, sem þeir vinna við. Þótt svo þurfi ekki að vera, þá eru þetta hugmyndir um aukin afskipti ríkisins af hag og starfsemi ein- staklings og geta vart talizt í sam- ræmi við stefnu Sjálfstæðisflokks- ins, að minnsta kosti eins og Jón Þorláksson skýrði hana. Annað atriði, sem vert er að skoða, er svipuð viðbrögð ungra manna í Heimdalli á sjöunda ára- tugnum við vinstri bylgju, sem þá skall yfir. Þær hugmyndir sem greina má í skrifum ungra heim- dellinga frá þeim tíma, eru svip- aðrar ættar og hugmyndir Demó- krata í Bandaríkjunum á þeim tíma, og voru raunar landlægar um hinn vestræna heim. 1 sem stytztu máli fólust þær í því, að leysa mætti flestan vanda mann- lífsins undir forsjá ríkisins. Rikið var einhvers konar ávísun upp á, að skynsemi og réttlæti næðu fram að ganga. Þannig átti að auka jafnræði í samfélaginu með því að þenja út skólakerfið, sem var og er ríkisrekið. Sækja átti fram á vettvangi stjórnmálanna og beita almannavaldinu til að bæta hag allra þegnanna. Þegar svo er komið fyrir heimdellingum, er lítill munur orðinn á sjónar- miðum manna, hvar sem þeir standa í flokki, enda trúðu margir Ilannes Hólmsteinn Gissurarson því, að hugmyndafræði væri liðin undir lok. Eins og kunnugt er, hef- ur nálin nú snúizt heldur betur á hinum pólitíska kompás. Þriðja atriðið, sem nefna má í þessu ljósi, er andstaðan gegn vel- ferðarríkinu, sem komið hefur fram á áttunda áratugnum hjá ungu fólki í Heimdalli og Jónas Haralz hefur komið orðum að, mjög glæsilega. Sú andstaða sækir raunar þrótt sinn til Sjálfstæð- isstefnunnar í upprunalegri mynd. Meginhugmyndin er í sjálfu sér ekki flóknari en, að hver einstakl- ingur skuli vera sjálfráður að því að gera það, sem hann vill, svo framarlega sem það skaðar ekki hagsmuni annarra. En það hefur tíðkazt lengi og gerir enn að telja hagsmunum manna betur borgið undir verndarvæng ríkisins en, ef þeir sinni þeim sjálfir. í samræmi við þetta hafa menn verið þvingaðir til ýmisskonar sparnað- ar, sem ríkið telur þjóðhagslega hagkvæman, og ýmiss konar framlaga til almennrar velferðar algerlega án tillits til þess, hvort þeir vilja það sjálfir. Gegn þessu og höftum af öílu tæi á atvinnu- rekstur hefur ungt fólk í Heim- dalli snúizt og fengið mun betri hljómgrunn, en búast hefði mátt við fyrir tíu til fimmtán árum síð- an. Enda hefur margt breytzt síð- an þá. Það er margt, sem hér hefur ekki verið nefnt úr þessari bók, t.d. barátta heimdallarfélaga fyrir stefnu flokksins í utanríkismálum, andstaða þeirra gegn samhyggju af öllu tæi, sem er með merkustu þáttum í starfi félagsins. En allt verður ekki tekið með. Höfundur- inn, Hannes Hólmsteinn Gissur- arson, hefur ritað mjög læsilega bók, meira að segja hreinar upp- talningar verða ekki torf. Eins ber þó að geta. Hann verður dómharð- ari, eftir því sem nær dregur sam- tíðinni, og hirðir oft ekki um að rökstyðja dómana til hlítar. Það kann til að mynda að vera, að fáir opinberir fundir hafi verið haldnir á árunum 1979—1981 (bls. 118 og 121), en það er nægileg forsenda fyrir því að segja, að lítið hafi ver- ið starfað í félaginu. Gerði stjórn- in ekki eitthvað annað til að efla félagið? Ég veit ekki, hvort svo er, og get ekki sagt, hvort dómurinn er réttur eða rangur. Það er oft verra að dænta ógætilega en að stilla sig.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.