Morgunblaðið - 09.02.1983, Page 40

Morgunblaðið - 09.02.1983, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 • Heilsugæzlustöð ólafsvíkur. Morgunblaðift/ Bjðrn Guðmundsson. Athafnasvæði flota og fiskverkunar í Ólafsvík. Morgunbiaðið/ Bjðrn Guðmundsson. Ólafsvík: Efling iðnaðar og þjónustu er grundvallar- atriði atvinnurekstrar og bættrar þjónustu VIÐ síðustu hreppsnefndarkosn- iugar í Olafsvík voru í fyrsta sinn kosnir 7 hreppsnefndarmenn í stað 5 áður. Hreppsnefndina nú skipa 3 fulltrúar af H-lista, 2 af D-lista og 2 af L-lista og mynda D-listi og H-listi meirihluta. Oddviti var þá kosinn Stefán Jó- hann Sigurðsson og er það í fyrsta sinn er hann gegnir því embætti. Morgunblaðið ræddi fyrir skömmu við Stefán Jóhann og innti hann eftir gangi hreppsmála. „Nú hefur fyrri umræða um fjárhagsáætlun ólafsvíkur- hrepps farið fram og eru niður- stöðutölur hennar 21.220.000 krónur. Þar af eru til ráðstöfun- ar um 6,5 milljónir, sem er nokkru minna hlutfall en á síð- asta ári, en fjáhagsáætlunin hækkar alls um 60% milli ára. Það eru helzt auknar verðhækk- anir og launaþróun, sem veldur því að hiutfallslega minna verð- ur nú til ráðstöfunar. Það, sem helzt er á framkvæmdaáætlun- inni er að halda áfram við bygg- ingu nýs félagsheimilis og gera það fokhelt á árinu; halda áfram byggingu grunnskólahússins og heilsugæzlustöðvarinnar, sem nú er fokheld; endurbyggja trébryggju; unnið verður áfram að varanlegri gatnagerð og byggingu nýs íþróttavallar; þá hefur verið sótt um til bygg- ingasjóðs verkamanna um bygg- ingu á verkamannabústöðum og íbúðir fyrir aldraða gerðar fok- heldar á þessu ári, en þar er reiknað með að 11 manns geti dvalizt og notið ýmissrar sam- eiginlegrar aðstöðu þar. Þá er rétt að taka það fram, að í fjár- hagsáætluninni er gert ráð fyrir lántökum til að ná ákveðnum áföngum í framkvæmdum, en hins vegar byggjast sumar framkvæmdanna á mótframlög- um ríkisins. Hvað varðar framkvæmda- áætlun lengra fram í tímann má geta þess, að ljúka þarf bygg- ingu íbúða fyrir aldraða, grunnskólanum og heilsugæzlu- stöðinni, en þar veltur fram- kvæmdahraðinn á framlögum ríkisins, sem eiga að nema 85% af byggingarkostnaði. Þegar þessa árs áfanga í gatnagerð verður náð verður komið bundið slitlag á flestar íbúðargötur bæjarins. í drögum að fjögurra ára áætlun í hafnargerð er áformað að byggja viðlegu- bakka, þar sem togurum er ætl- uð aðstaða. Nú er í byggingu nýr vegur fyrir Ólafsvíkur Enni og er ætl- unin að henni ljúki á næstu þremur árum. Þá verður leiðin á milli Ólafsvíkur og Hellissands öll bundin varanlegu slitlagi og vegurinn færður niður í fjöruna og þannig verulega minnkuð hættan á skirðuföllum og búizt við minni snjóþyngslum. Enn sem komið er virðist breyting vegarstæðisins ætla að heppn- ast vel og er ljóst, að af þessu verður mikil samgöngubót og lyftistöng fyrir sívaxandi sam- skipti byggðarlaganna." Hafa ekki verið umræður um að sameina byggðarlögin Ólafsvík og Neshrepp? „Jú, það er rétt, en þær um- ræður eru enn að minnsta kosti aðeins manna á meðal og engar formlegar umræður hafa átt sér stað. Það er hins vegar ljóst að með sívaxandi samskiptum milli þessara byggðarlaga, sem eru vissulega báðum til góðs, hefur skapazt aukið svigrúm fyrir bætta þjónustu þeirra beggja. Persónulegt álit mitt á þessum hugmyndum er ekki fullmótað, en ég tel að samvinna í þjónustu og á flestum öðrum sviðum hljóti að vera báðum sveitarfé- lögunum til góðs og framdrátt- ar. Þá vil ég geta þess, að við síð- ustu hreppsnefndarkosningar fór fram skoðanakönnun innan hreppsins um það, hvort menn væru fylgjandi því að sótt yrði um kaupstaðarréttindi. Niður- staðan varð sú, að 96,5% þátt- takenda var því fylgjandi. Þing- menn kjördæmisins hafa lagt fram frumvarp til laga á Al- þingi þess efnis, að ólafsvík Hver kjósandi eitt atkvæði — eftir Aóalheiði Jónsdóttur Þá hefir stjórnarskrárnefnd lagt fram afrakstur iðju sinnar, hress yfir frábærum afköstum á fjórum árum eða varla það. — Líklega mætti segja um hana eins og maður nokkur sagði eitt sinn um konu, sem honum fannst að hefði skilað miklu starfi: „Hún hefur kastað miklu af sér, kerl- ingarauminginn." En hvernig er þetta annars, hef- ur ekki verið talað hér um stjórn- arskrárnefnd í heila tvo áratugi eða jafnvel fjóra. — Það getur þó víst ekki verið, að hún sé eins og fjórdrepna kerlingin? Ekki hef ég rýnt mikið í þetta merkilega plagg, en ég sé, að í 1. gr. stendur þessi setning: Lýðræði, þingræði og jafnrétti eru grund- vallarreglur stjórnarskipunar Is- lands. — Þessi orð hljóma nógu fagurlega, en eru þau raunhæf á þessum stað? Er það lýðræði og jafnrétti, að mikið meira en helm- ingur kjósenda skuli ekki hafa nema >/) eða Vs atkvæðisréttar miðað við það, sem hinir hafa, þó svo að minnka ætti muninn niður í 1 á móti 3, eins og heyrst hefir að stæði til? Það er svo með ólíkindum, hvernig þessir menn vinna, að engu er líkara en þeir viti ekkert hvað þeir eru að gera eða hafa gert. I sjálfri gerð stjórnarskrár- innar eru þeir að þverbrjóta 1. gr., sem kveður á um lýðræði, þing- ræði og jafnrétti, sem grundvall- arreglur stjórnarskipunar ísiands með slíku misvægi atkvæða, sem þeir ætla sér enn að viðhalda. Undir öllum kringumstæðum er slíkt óviðunanlegt, en alvarlegast er það þó fyrir þá sök, að fólkið með margfalda kosningaréttinn, það er að segja þeir, sem vilja halda í þetta misrétti, hefur svo brenglað hugarfar, að þeim virðist alveg sama hvernig þjóðfélagið er, aðeins ef þingmenn hlýða þeim, uppfylla allar kröfur, sem þeir gera fyrir sig og sitt sveitarfélag, þá skiptir ekki máli, hversu mikið fjárhagslegt tjón það er fyrir þjóðarbúið og ranglæti gagnvart öðrum byggðarlögum. í samvinnu við þessa menn og stofnanir, sem þingmenn hafa magnað upp í það að vera slíkt átumein í þjóðfélag- inu, að fólk hryllir við, stjórna þeir svo landinu, eftir leiðum hins spillta kerfis, sem liggur eins og svartur ormur út um allt þjóðfé- lagið, veldur meinsemdum, fúa og rotnun í allri byggingu þess, sem jafnvel er komið á það stig, að vandséð er hvort ekki er nú þegar óhætt að nema burtu þessa há- stemmdu yfirlýsingu í 1. gr. stjórnarskrárinnar: ísland er frjálst og fullvalda lýðveldi. Aðalheiður Jónsdóttir „Það er með ólíkindum hvernig þessir menn vinna, að engu er líkara en þeir viti ekkert hvað þeir eru að gera eða hafa gert. í sjálfri gerð stjórnarskrárinnar eru þeir að þverbrjóta 1. gr., sem kveður á um lýðræði, þing- ræði og jafnrétti...“ En þeirra er valdið ... Kannski sjá þeir sér líka hag í því, eins og með sumar aðrar greinar stjórn- arskrárinnar, að lofa henni að standa, hvernig sem raungildi hennar kann að vera? ... og segja þá einfaldlega: Það, sem við höf- um skrifað, það höfum við skrifað. En nú er sagt, að þessir menn sitji yfir margfeldni og brotabrot- um á þingi og ætli að fjölga í liði sínu um þrjá. — Halda þingmenn, að þetta sé vilji þjóðarinn- ar? ... Nei, þeir vita betur. En þetta er þeirra úrræði til að bjarga eigin skinni og halda þing- sætum sínum og þá skiptir annað ekki máli. Þeir og fyrirgreiðslu- pólitíkin skal vera það sem blívur. En kjósendur hér í þéttbýlinu suð- vestanlands vilja áreiðanlega ekki fleiri brotamenn á þing, heldur fækka í hjörðinni. — Eða varla trúi ég öðru. — Og ég hygg, að þeir vilji, að þingmenn læri að skilja, að þótt þeir séu kjörnir fulltrúar vissra kjördæma, þá eru þeir einn- ig kjörnir fulltrúar þjóðarinnar allrar. Og ef þeir setja ekki þjóð- arhag ofar öllum annarlegum sjónarmiðum, þá eru þeir óhæfir til að gegna þingstörfum og eiga að hafa vit á að draga sig í hlé. En nú hlýtur fólk hér á suð- vesturhorninu að krefjast þjóðar- atkvæðagreiðslu í kjördæmamál- inu. — Þetta, að ekki skuli allir kjósendur hafa jafn mikla mögu- leika til að hafa áhrif á gerð þjóð- félagsins, er svo gróft mannrétt- indabrot, að undrun sætir, að þingmenn skuli leyfa sér að ætla að framlengja um ófyrirsjáanlega framtíð slíkt ranglæti, sem jafn- framt augljóslega er stjórnar- skrárbrot. — Ef hún á ekki að skoðast sem ómerkilegt pappírs- plagg, þá hlýtur þetta að vera al- varlegt mál ... Ja, „hver er hvað og hvað er hver“ ... „Hver er

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.