Morgunblaðið - 09.02.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.02.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 Erlend fiskiskip við ísland 1982: 21 Um orsakir mænusiggs — öðru nafni multiple scleros- is — er nær ekkert vitað. Þessi ógnvænlegi sjúkdóm- ur veldur oft skjótri hrörn- un líkamans, samfara mikl- um sjóntruflunum og víð- tækri lömun. Hingað til hefur sjúkdómurinn verið álitinn ólæknandi með öllu, en í eftirfarandi grein segir Harold M. Schmeck frá mjög athyglisverðum nýj- ungum í læknismeðferð ms-sjúklinga, sem hópur bandarískra lækna við Harvard-læknaskólann í Boston hefur að undan- íornu unnið skipulega að. Auk cyclophosphamide gáfu læknarnir hverjum sjúklingi acth-hormón í vissum skömmt- um, sem reynzt hefur koma að gagni við að hefta mjög bráða framrás multiple sclerosis, en kemur hins vegar ekki að notum við langtíma meðferð sjúkdóms- ins. Sjúklingar þeir, sem hlutu þessa maðferð, voru svo stöðugt bornir saman við tvo aðra hópa sjúklinga. Fékk annar þeirra einungis acth-hormón, en hinn hópurinn fékk auk acth-hormóns einnig þá læknismeðferð, sem kölluð er plasma pheresis, og felst í því að blóðvatn er tekið úr blóði sjúklingsins svo unnt sé að fjar- lægja úr því öll skaðleg mótefni, sem ráðizt gætu á vefi sjúklings- ins. Nýjung í meðferð mænusiggs (multiple sclerosis) I síðustu viku var frá því skýrt, að í fyrsta sinn hefði feng- izt greinileg sönnun á því, að unnt sé að hefta framgang hins hættulega sjúkdóms multiple sclerosis í all-langan tíma með nýjum lækningaaðferðum; hefur í nokkrum tilvikum jafnvel tek- izt að bæta heilsufar slíkra sjúklinga, sem þegar höfðu orðið fyrir alvarlegri lömun. Eitt athyglisverðasta tilfellið var 25 ára gamall karlmaður, sem að mestu leyti hafði verið bundinn við hjólastól, en gat orðið, einu ári eftir að hann kom til læknismeðferðar í Boston, gengið hjálparlaust og óstuddur. Annað tilfelli var 27 ára göm- ul kona, sem í upphafi meðferð- arinnar gat ekki gengið lengra en um það bil 8 m vegalengd, þótt hún hefði tvo stafi sér til stuðnings. Sex mánuðum síðar gat hún orðið gengið ein og óstudd. Við Iok eins árs meðferð- ar í Boston hafði dregið úr fram- förum hjá henni, en hún gat þó samt gengið um að vild með því að nota einn staf sér tii styrktar. Fyrst um sinn aðeins tímabundinn bati Framfarir á borð við þetta eru afar sjaldgæfar meðal sjúklinga sem þjást af þess háttar lang- varandi og víðtækri lömun á taugakerfinu, sem leiðir til sí- vaxandi bæklunar. Áður en sjúklingarnir voru teknir til þessarar sérstöku læknismeð- ferðar í Boston, hafði heilsufari þeirra sífellt verið að hnigna í að minnsta kosti níu mánuði. Eng- inn þessara sjúklinga hafði þá alið með sér minnstu von um bata, né heldur gert sér vonir um, að unnt væri að hefta þá stöðugu hnignun, sem verið hafði á heilsufari þeirra. f lok fyrsta árs þessarar nýju með- ferðar voru um 80% sjúkling- anna við óbreytt heilsufar, en um það bil einn þriðji þeirra hafði hlotið allnokkurn bata, segir í skýrslu, sem birt var í The New England Journal of Medicine. Batinn, sem náðist á heilsufari sumra þessara sjúkl- inga, hefur nú þegar enzt í meira en tvö ár. Höfundar áðurnefndrar skýrslu vilja samt sem áður und- irstrika, að þessar framfarir á heilsufari multiple sclerosis- sjúklinga séu enn sem komið er aðeins tímabundnar, þótt þær verði hins vegar að teljast veru- legar. Þá leggja þeir einnig áherzlu á, að þessari nýju lækn- ismeðferð megi enn sem komið er einungis beita við aðstæður, þar sem ýtarlega skipulagðar, vísindalegar rannsóknir séu lagðar til grundvallar. Þeir benda á, að við meðferð sumra þessara sjúklinga hafi ekki kom- ið fram nein hagstæð svörun. Ennfremur ber þess að gæta, að einn snarasti þáttur þessarar meðferðar gegn multiple scleros- is er iyfið cyclophosphamide, sem getur reynzt hættulegt, sé stór- um skömmtum af því sprautað beint inn í blóðrásina. Læknarnir, sem eru frá læknaskólanum í Harvard og nokkrum stærri sjúkrahúsum, sem tengjast skólanum, sögðust iíta svo á, að rannsóknir þeirra yrðu þó að teljast mikilvægt skref í þá átt að finna árang- ursríka lækningaaðferð við þeim sjúkdómi, sem hrjáir um það bil 250.000 Bandaríkjamenn. Þeir lögðu áherzlu á, að þessum fram- förum í meðferð multiple scler- osis yrði þó að taka með varúð og gætni. Betri árangur en áður hefur þekkst Höfundar þessarar skýrslu voru læknarnir Stephan L. Hauser, David M. Dawson, Jam- es R. Lehrich, M. Flunt Beal, Sherwin V. Kevy, Richard Propper, John A. Mills og How- ard L. Weiner. „Þær framfarir, sem við höf- um orðið vitni að i heilsufari multiple sclerosis-sjúklinganna, eru reyndar ekki varanlegs eðlis; þær endast ekki nema um eins til þriggja ára skeið," sagði Weiner læknir á blaðamanna- fundi í Brigham-sjúkrahúsinu í Boston. „Við höfum ekki fundið lækningu á sjúkdómnum. Við lít- um á starf okkar sem fyrsta skrefið í þá átt að finna árang- ursríka læknismeðferð við þess- um sjúkdómi." Hann skýrði enn- fremur frá því, að sumir sjúkl- inganna hefðu þurft að gangast undir endurtekna meðferð til þess að fullreynt yrði, hvort sá bati héldist, sem náðst hefði í fyrri meðferðinni. Að sögn Weiners læknis og annarra lækna í samstarfshópn- um, hefur hingað til ekki verið skýrt frá sambærilegum árangri í vísindalegum rannsóknum á réttri meðferð við multiple scler- osis, þar sem sjúklingarnir voru stöðugt bornir ýtarlega saman við aðra ms-sjúklinga á svipuðu sjúkdómsstigi, sem nutu venju- legrar viðtekinnar hjúkrunar og umönnunar. Það er alveg sérstök þörf á, að slíkar kröfur um nákvæman samanburð séu uppfylltar, þegar um multiple sclerosis er að ræða. Orsakir þessa sjúkdóms eru óþekktar og þróun hans er gjör- samlega ófyrirsjáanleg. Sumir sjúklinganna fá aðeins einu sinni væga aðkenningu af sjúk- dómnum en fá svo annaðhvort aldrei framar aðra aðkenningu eða það geta liðið mörg ár, þar til sjúkdómurinn tekur aftur að gera vart við sig. Aðrir sjúklingar, sem þjást af multiple sclerosis, eins og þeir sem voru til meðferðar í áður- nefndri athugun, hafa þegar komizt á það sjúkdómsstig, að lömunin er tekin að breiðast sí- fellt meira út, án þess að nokkur fái rönd við reist. Truflarnir á taugaboðum Aðaluppistaða þeirrar með- ferðar, sem læknarnir í Boston stóðu að, var tveggja vikna strangur lyfjakúr með cyclo- phosphamide. Þetta lyf hefur þær verkarnir, að ónæmiskerfi lík- amans slævist mjög. Lyfið hefur árum saman verið notað gegn krabbameini. Margir vísindamenn álíta, að multiple sclerosis sé sjúkdómur, sem herji á ónæmiskerfi það, sem líkaminn hefur sér til varn- ar og valdi þar með truflunum, sem geri það að verkum, að ónæmiskerfið snúist til árásar á suma vefi líkamans. Multiple sclerosis veldur skemmdum á slíðrum þeim, sem einangra taugaþræðina í heila og í miðtaugakerfinu. Þessar skemmdir valda svo því, að það myndast eins og skammhlaup í taugaboðum og hefur í för með sér truflanir á stjórn vöðva lík- amans, samræmi í líkamshreyf- ingum fer úr skorðum, og það tekur að bera á sjóntruflunum. Læknismeðferð, sem lofar góðu Þeir sjúklingar, sem gefið hafði verið lyfið cyclophos- phamide ásamt acth-hormón, komu stórum betur út úr áður- nefndri meðferð en hinir tveir hóparnir, sem hafðir voru til samanburðar. I fyrstu gerði áætlunin ráð fyrir, að alls yrðu sjúklingarnir 75 talsins, og þeim þá skipt niður í þessa þrjá hópa, en þegar sjúklingahópurinn var orðinn 58 manns, var fallið frá því að taka fleiri með í saman- burðarhópana tvo, þar sem allar niðurstöður sýndu svo áberandi mismun á þeim árangri, sem fékkst af hinum þremur ólíku aðferðum við læknismeðferðina. Læknunum fannst það ekki leng- ur réttlætanlegt að halda áfram með hinar tvær tegundir með- ferðar, sem notaðar voru til samanburðar. { ritstjórnargrein, sem birtist í The New England Journal of Medicine, sagði Dale E. McFar- lin, læknir við sérstaka stofnun fyrir taugaskurðlækningar, sérhæfða læknismeðferð við heilablóðfall, málhelti og aðrar truflanir á tjáningarhæfni í Bethesda í Marylandfylki, Bandaríkjunum, að mismunur- inn, sem komið hefði í ljós við meðferð Boston-læknanna á hin- um þremur hópum ms-sjúklinga, væri mjög sannfærandi. Hann sagði einnig, að sá góði árangur, sem náðst hefði af ónæmis- slævandi meðferðinni við mult- iple sclerosis, gæfi mjög sterk- lega til kynna, að í framtíðinni yrði möguleiki á að stórbæta alla meðferð slíkra sjúklinga. í sama hefti ofangreinds læknarits var birt skýrsla frá vísindamönnunum Boguslav H. Fischer, Morton Marks og Theobald Reich við New York- háskólann en þeir hafa notað súrefnisgjöf með hærri þrýstingi en venjulega til meðferðar við multiple sclerosis. Þessi svo- nefnda hyperbaric súrefnismeð- ferð hefur verið mjög umtöluð sem aðgerð til lækninga við multiple sclerosis, og hefur borið verulegan árangur í baráttunni við þennan sjúkdóm, enda þótt sá árangur verði að teljast allur siðri en sá sem fékkst við hinar skipulögðu tilraunir Boston- læknanna við að finna nýja og árangursríkari meðferð gegn þessum ógnvænlega sjúkdómi. Veiddu 5.889 lestir af þorski Á SÍÐASTA ári veiddu erlend fiski- skip 5.889 lestir af þorski hér við land. Hlutur Færeyinga var lang- stærstur í þeim afia eða 5.009 lestir, Norðmenn veiddu 650 lestir og Belg- ar 230 lestir. Samtals veiddu erlend veiðiskip 18.883 lestir af bolfiski við landtð árið 1982 og auk þess 4.940 lestir af kolmunna. Ef kolmunni er tal- inn með veiddu Færeyingar 20.659 lestir samtals við landið á síðasta ári„Norðmenn 1.858 lestir og Belg- ar 1.306 lestir, samkvæmt upplýs- ingum frá Fiskifélagi íslands. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL: Jan .......... 21/2 Jan ............. 7/3 Jan ............. 21/3 ROTTERDAM: Jan ............ 22/2 Jan ............. 8/3 Jan ............ 22/3 ANTWERPEN: Jan ............. 23/2 Jan ............. 9/3 Jan ............ 23/3 HAMBORG: Jan ............ 11/2 Jan ............. 25/2 Jan .......... 11/3 Jan ............ 25/3 HELSINKI: Mælifell ....... 15/2 Helgafell ....... 4/3 Helgafell ...... 30/3 LARVIK: Hvassafell ..... 16/2 Hvassafell ..... 28/2 Hvassafell ..... 14/3 Hvassafell ..... 28/3 GAUTABORG: Hvassafell ..... 15/2 Hvassafell ...... 1/3 Hvassafell ..... 15/3 Hvassafell ..... 29/3 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ...... 2/3 Hvassafell ..... 16/3 Hvassafell ..... 30/3 SVENDBORG: Hvassafell ...... 3/3 Hvassafell ...... 7/3 Hvassafell ..... 17/3 Hvassafell ..... 31/3 AARHUS: Hvasssafell ..... 3/3 Hvasssafell .... 17/3 Hvassafell ..... 31/3 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell ..... 22/2 Jökulfell ....... 4/3 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ..... 24/2 m SKIPADEILb SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.