Morgunblaðið - 09.02.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.02.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 Skýrsla rannsóknarnefndar fjöldamorðanna í Líbanon lögð fram í gærmorgun: Hættan á fjöldamorðum átti að vera ráðamönnum ísraels ljós Jerúsalem, H. febrúar. AP. RANNSÓKNARNEFND fjölda- moröanna í Sabra og ('hatilla-flótta- mannahiíóunum í Líbanon í septem- ber síðasttiðnum lagði til í niður- stöðu sinni, að Ariel Sharon, varn- armálaráðherra, segði af sér emb- ætti. I skýrslu nefndarinnar, sem af- hent var fréttamönnum kl. 10 í morgun, segir beinum orðum, að Sharon sé persónulega ábyrgur fyrir því hvernig fór. Segir að hann hafi átt að taka hættuna á fjöldamorðum með í reikninginn, er hann leyfði Fal- angistum að fara inn í búðirnar. Einnig er hann sakaður um að hafa ekki gripið í taumana, er ljóst var hvert stefndi, til að reyna að afstýra frekari hörmungum. Þá segir ennfremur í skýrslu nefnd- arinnar, að segi hann ekki af sér eigi Menachem Begin, forsætis- ráðherra, að svipta hann embætti. Sharon hefur þegar neitað að segja af sér. Fjöldamorðin í flóttamanna- búðunum um miðjan september vöktu óhug um heim ailan. Alda mótmæla reis í ísrael og safnaðist fólk saman við bústað forsætis- ráðherrans, Menachem Begins. Enn hafa ekki fengist opinberar tölur um fjölda þeirra er létu lífið, en fórnarlömbin skiptu hundruð- um. Hvorki konum, börnum né gamalmennum var hlíft. Tals- menn PLO segja um 1400 manns hafa verið myrta, en talsmenn al- þjóða Rauða krossins segja töluna mun lægri, eða á bilinu 5-600. Þá lagði rannsóknarnefndin einnig til, að yfirmaður leyniþjón- ustu hersins, Yehoshua Saguy segði af sér embætti vegna aðildar hans að málinu. I skýrslunni var ennfremur harkalega vegið að Raphael Eytan, yfirmanni her- ráðsins, fyrir misgjörðir hans og þær sagðar „mjög alvarlegs eðlis." Sharon skipulagði í 108 síðna langri úttekt á fjöldamorðunum segir þriggja manna rannsóknarnefndin, að hún hafi komist að því að Sharon bæri ábyrgð á því hvernig fór. Annar helmingur skýrslunnar fer í það að rekja atburðarásina og hinn í að ræða um hverjir beri ábyrgð á fjöldamorðunum. Aðeins tíundi hluti endanlegrar skýrslu nefndarinnar var birtur frétta- mönnum. Niðurstöðurnar eru ekki bindandi, en engu að síður taldar mjög mótandi gagnvart almenn- ingsálitinu. I skýrslunni segir, að ljóst sé að Sharon hafi verið skipuleggjandi innrásar Falangistanna og fjölda- morðanna í flóttamannabúðunum. Niðurstaða nefndarinnar er varn- armálaráðherranum mikið áfall, en hann naut mikilla vinsælda eft- ir Yom Kimppur-stríðið 1973. Skýrsla nefndarinnar var í morgun talin munu skekja undir- stöður stjórnmálanna í ísrael hraustlega og jafnvel leiða til af- sagnar ríkisstjórnar Menachem Begins og kosninga mjög fljótlega. Auk þess að leggja til afsögn Sharon og Saguy, sagði í skýrsl- unni, að Begin, Yitzhak Shamir, utanríkisráðherra, og yfirmaður Nokkur líkanna í Sabra-flóttamannabúðunum eftir að sveitir kristinna hægrimanna höfðu farið þar hamförum. Menachem Begin sagður „Khomeini gyðinganna“ Jcrúsalcm og víAar, H. febrúar. AP. LEIÐTOGAR kristinna hægri- manna í Líbanon brugðust þögulir við er þeir fréttu af niðurstöðum rannsóknarnefndar fjöldamorð- anna í dag. Sögðust þeir ekki gefa út neina opinbera yfirlýsingu fyrr en nefndin legði fram óyggjandi sannanir fyrir framburði sínum. Ritstjórar egypskra blaða sögðu í dag, að það eina rökrétta væri að Begin segði af sér í ísra- el í kjölfar niðurstöðu rannsókn- arnefndarinnar. Einn ritstjór- anna gekk svo langt að kalla Begin „Khomeini gyðinganna" og lýsti fjöldamorðunum, sem annarri gereyðingu, en á röng- um þjóðflokki. Talsmenn stjórn- arinnar vildu ekkert láta hafa eftir sér að svo stöddu. Yasser Arafat, leiðtogi frels- ishreyfingar Palestínumanna, lýsti niðurstöðum rannsóknar- Menachem Begin þungt hugsi á rík- isstjórnarfundi í gær. símamvnd Al*. nefndarinnar sem „mikilvægum, en þó ófullnægjandi". Arafat, sem nú er staddur í Jórdaníu til viðræðna við Hussein konung, sagði jórdönskum frétta- mönnum, að í skýrslunni fælist ekki „bein fordæming" á Men- achem Begin. Því væri ekki hægt að segja skýrsluna annað en ófullnægjandi. Leiðtogar ísraelsku stjórn- málaflokkanna skiptust mjög í fylkingar eftir afstöðu sinni til forsætisráðherrans. Sögðu ýmist að hann ætti að segja taf- arlaust af sér eða þá að honum bæri skylda til að láta slíkar áskoranir sem vind um eyru þjóta. Hópur rúmlega 100 tryggra stuðningsmanna Begin og Sharon safnaðist saman fyrir utan skrifstofu forsætisráð- herrans á meðan ríkisstjórnar- fundur stóð yfir. Annars staðar í landinu var víða efnt til mótmælagangna. Reagan harðorðari en áður í garð ísraela Washington, 8. fehrúar. Al\ RONALD REAGAN Bandaríkjaforseti sagði í gær að ísraelar hefðu frestað brottflutningi hermanna sinna frá Líhanon óþarÓega lengi og sakaði þá um að horfa framhjá „siðferðilegum atriðum" með því að framlengja dvöl sína þar. Þessi yfirlýsing Bandaríkjafor- seta er harðorðari en fyrri yfirlýs- ingar hans um Líbanonmálið. Þetta kom fram í sjónvarpsviðtali. Hann sagði einnig að Philip Hab- ib, sérlegursendimaður Bandaríkja- stjórnar í Miðausturlöndum, væri nú á leið til samningaviðræðnanna að nýju með nýjar samningstillögur frá Bandaríkjastjórn. Hann sagði ekki í hverju tillögurnar fælust. „Ég tel að ísraelar vanræki eða horfi framhjá ákveðnum siðferði- legum þætti og hann er sá að nýja stjórnin í Líbanon hefur eftir öll þessi ár með uppreísnum og borgarastríðum beðið allt erlent herlið að verða á brott úr landinu," sagði Reagan. Forsetinn sagði að Bandaríkja- stjórn myndi halda áfram að þrýsta á um frið í Miðausturlöndum, en hann sagðist ekki telja að eitthvað færi raunverulega að þokast í sam- komulagsátt fyrr en ástandið í Líb- anon yrði „skýrara." Mynd þessi sýnir hvar komið er með Klaus Barbie í Montluc-herfangelsið í Lyon síðastliðinn laugardag. Holland: Gögnum safnað gegn Barbie llaag, 8. febrúar. AP. IIOLLENSK stjórnvöld safna nú sönnunargögnum varðandi þátt Klaus Barbie í flutningi hollenskra gyðinga í útrýmingarbúðir í síðari heimsstyrjöldinni. Paul Brillman, sérstakur sak- sóknari sem hefur það hlutverk með höndum að lögsækja stríðs- glæpamenn, sagði í dag að ekki væri fyrirhugað að fara fram á framsal á Barbie til Hollands, heldur væri tilgangurinn að safna gögnum sem send yrðu til Frakk- lands til að fylla í eyður í skýrslu hans. Franska stjórnin hefur ákært hann fyrir stríðsglæpi, þjóðar- morð og „brot gegn mannkyni". Talið er að Barbie hafi starfað í Hollandi frá því í byrjun mars ár- ið 1941 til enda þess árs, sem yfir- foringi í þýsku leynilögreglunni. Schultz segir ferð gagnlega Seoul, Huður-Kóreu, 8. fehrúar. Al\ GEORG P. Schultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, lauk í dag ferð sinni um Asíu með þeim ummælum, að hún hefði verið „mjög gagnleg í alla staði." Sagði hann viðræður við þjóðarleiðtoga hafa verið „alvarlegs eðlis, tillitssamar og vel undirbúnar af allra hálfu. Á ferð sinni heimsótti Schultz Japan, Kína og Suður- Kóreu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.