Morgunblaðið - 09.02.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.02.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 13 f 10 manna sveit björgunarsveitarinnar vann að því að moka húsið að Hjallastræti 20 úr rönn. Morgunblaðíd/Gunnar. Húsin á Bolungarvík fóru bókstaflega á kaf í fönn Bolungarvík, 8. febrúar. í ÓVEÐRINU sem hér gekk yfir síð- astliðinn röstudag, bætti heldur bet- ur á snjóinn hér hjá okkur og híbýli bæjarbúa sem voru meira og minna á kafl í snjó fóru enn betur á kaf. Þó má segja að sérstaklega hafi húsið að Hjallastræti 20 farið heldur verr út úr þessu en önnur. f því húsi búa þau hjónin Lára Arnbjörnsdóttir og Þorleifur Ingólfsson ásamt þremur börnum sínum. Þorleifur sem er skipverji á mb. Dagrúnu var fjarver- andi. Þegar veðrinu hafði slotað á laugardagsmorgun, kom í ljós að engan veginn var hægt að komast inn eða út úr húsinu, svo kyrfilega var það á kafi í snjó að snjóþykkt- in á þakinu var rúmur 1V4 metri, þar sem mest var. Einungis sást í þakbrún hússins við annan gafl- inn. Varð Lára að fá aðstoð til að moka frá, þannig að hægt væri að komast inn og út úr húsinu, þar sem ljóst var að ef það hlánaði eins og spáð var, gæti snjórinn hæglega brotist niður þak hús- sins. Var því leitað aðstoðar björgunarsveitar Slysavarnafé- lagsins á staðnum og vann tíu manna flokkur að því á sunnu- dagsmorgun að moka snjóinn af þakinu. Snjórinn hefur verið okkur verulega íþyngjandi frá áramót- Lára Arnbjörnsdóttir fyrir utan hús sitt, sem bókstaflega fór á bólakaf í fannferginu. um og hafa starfsmenn bæjarins vart haft undan að halda opnum þeim götum bæjarins, sem nauð- synlegt hefur verið að ryðja til að atvinnustarfsemi geti gengið eðli- lega, þó er bæjarfélagið all vel bú- ið tækjum til snjómoksturs. Kostnaður vegna snjómoksturs í bænum er kominn langt fram úr allri áætlun nú þegar og auðvitað hagnast ríkissjóður á snjónum í formi söluskatts af vinnutækja bæjarins. Þess má geta að lokum að hér í gær og í dag hefur verið asahláka, þannig að snjór hefur allnokkuð sjatnað. Þó er enn mik- ill snjór í bænum. Gunnar. SAMVINNUBANKINN A AKRANESI ER FLUTTUR í NÝTT HÚSNÆÐI! Samvinnubankinn á Akranesi er fluttur í nýtt og rúmgott húsnæði. Hið nýja húsnæði gerir starfsfólki okkar kleift að veita viðskiptavinum bankans ennþá betri þjónustu en áður í björtum og vistlegum húsakynnum. Við bjóðum ykkur velkomin í heimsókn! Samvínnubankinn Kirkjubraut 28, Akranesi Nýtt símanúmer 93-2700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.