Morgunblaðið - 09.02.1983, Side 38

Morgunblaðið - 09.02.1983, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 Fleiri alþingismenn, betri og meiri afköst? eftir Jónas Hallgrímsson _ bæjarstjóra Seyðisfirði Uppákoma Mér brá heldur óþyrmilega, þeg- ar eitthvert austanblaðanna, und- ir lok jólakauptíðar, birti feitletr- aða fyrirsögn um þingsályktun- artillögu „um umferðarmiðstöð á Egilsstöðum og vörudreifingar- miðstöð á Reyðarfirði". Eftir pöntun frá hæstvirtu Al- þingi kom í ljós, að höfundar þess- arar uppákomu reyndust vera 4 heiðursmenn, þar af tveir sem ætla mætti nokkuð reynda og ráð- setta, þeir Helgi Seljan og Egill Jónsson, en hinir tveir, Jón Krist- jánsson og Sveinn Jónsson, að sönnu reynsluminni á þessum vettvangi, en þó báðir varaþing- menn og vonandi vaxandi. Umferðarmiðstöð í tillögu þessari kemur fram áhugi flutningsmanna á tveim skyldum málefnum, svo sem fyrr er getið, annarsvegar uppbygg- ingu umferðarmiðstöðvar á Eg- ilsstöðum og hinsvegar vörudreif- ingarmiðstöð á Reyðarfirði í tengslum við tollvörugeymslu. Um fyrri hluta tillögunnar, þ.e. umferðarmiðstöð á Egilsstöðum, get ég verið þeim félögum efnis- lega sammála, þörfin er brýn. Ég verð þó að segja að heldur sýnist aðferðin aumingjaleg, að þurfa að leita eftir ríkisforsjá við svo sjálfsagt og gráupplagt málefni fyrir heimamenn að ráða framúr. Stæði alþingismönnum ekki nær að vinna að bættri afkomu þeirra fyrirtækja, sem vilja sinna þessari þjónustu? Kemur þar ýmislegt til greina, en þó fyrst og fremst að minnka klyfjar sívaxandi skatt- byrði, svo að þessir aðiljar hafi sjálfir möguleika á að koma upp og reka jafn sjálfsagða og nauð- synlega þjónustu, sem hér um ræðir. Raunar vil ég taka fram, að bæði á „Ferðamálaráðstefnunni á Hallormsstað" um árið, sem ég minnist ekki að neinn þeirra fjór- menninga hafi séð ástæðu til að sitja, og þá ekki síður á sameigin- legum vettvangi sveitarstjórna á Austurlandi, hefi ég reynt að leggja þessu þarfa máli lið, verð þó að játa, að þessi leið, þ.e. að skríða undir pilsfald ríkisstjórnar, kom aldrei til greina í mínum huga. Sjósamgöngur Við síðari hluta þingsályktun- artillögunnar er sitthvað að at- huga, en þetta þó helst: I greinargerð með tillögunni er í upphafi sagt, að tengsl Austur- lands við aðra landshluta hafi lengst af verið á sjó, „en þeim þætti er í dag um margt ábótavant" (leturbr. höfundar). Þessi setning hlýtur að koma frá manni, sem annað tveggja, sér sjaldan eða aldrei til sjávar, eða situr við að pússa neglur sínar innan Hringbrautar meiri hluta ársins. Sjósamgöngur hafa nefnilega, þingmenn góðir, verið stórbættar Jónas Hallgrímsson undanfarin ár með tíðari ferðum og þar með meiri þjónustu og ör- yggi fyrir landsbyggðarbúa. Þá má ekki gleyma nýbyggðum, vistlegum húsakynnum Skipaút- gerðarinnar í Reykjavík, sem að sjálfsögðu koma bæði starfs- mönnum og viðskiptavinum til góða, gjörbreyttur flutningamáti, þ.e. gámaflutningar hefur stór- bætt alla vörumeðferð og síðast en ekki síst stendur yfir algjör endurnýjun skipa félagsins. Auk fjölhæfniskipsins Vela, sem leigt hefur verið undanfarið, er búið að festa kaup á einu skipi, það heitir fyrir þá sem ekki vita Askja, og verið er að byggja nýtt fjölhæfn- iskip til strandsiglinga, mun það væntanlega koma í not síðar á þessu ári. Má raunar segja að saga þessa „Til hvers haldið þið að skip sigli með ströndum fram og hafnir hafí ver- ið uppbyggðar, ef síðan á að samþykkja einn út- gangspunkt, hvaðan vörum skal dreift yfir fjöll og dal?“ fyrirtækis síðustu 5—6 árin sé byltingu líkust, svo hraðar og rót- tækar hafa breytingarnar verið. Gæti maður þó ímyndað sér, að a.m.k. þeir Sveinn Jónsson og Helgi Seljan væru ekki á móti byltingum, en lengi skal manninn reyna. Vitaskuld má oftast betrum- bæta alla hluti, en að taka svo djúpt í árinni, að hér sé „um margt ábótavant", er hreint skrök og raunar óskammfeilni í ofaná- lag, gagnvart þeim, sem hafa verið og eru að reyna að færa hlutina til rétts vegar. Sjóflutningar — landflutningar Þá vil ég leyfa mér að efast um sannleiksgildi þeirrar fullyrðingar í greinargerðinni, að sunnan jökla sé nú fluttur verulegur hluti allra nauðsynja af höfuðborgarsvæð- inu, hér má þó ef til vill undan- skilja Höfn í Hornafirði og hugs- anlega Egilsstaði, fróðlegt væri þó að sjá þessa fullyrðingu í statistik. Þvert á móti leyfi ég mér að fullyrða, að langmestur hluti flutninga, til og frá Austurlandi, fari sem betur fer fram á sjó og í minni heimabyggð veit ég að allir þeir, sem þurfa á þessari þjónustu að halda, óska frekar eftir að fá vörur sínar sjóleiðis og kemur þar að sjálfsögðu einkum til álita flutningskostnaður, vörumeðferð og afhendingaröryggi. Hér má þó e.v. undanskilja ATVR, en þar er um að ræða ríkisfyrirtæki, sem ekki virðist lúta sömu lögmálum og aðrir. Sýnist manni þó að þær vörur, hverra vissulega má deila um holl- ustu eða nytsemi af, mættu gjarna fara sjóleiðina, fremur en hossast eina 750 km í rándýrri landfragt, en hér er ekki við starfsmenn á Seyðisfirði að sakast, heldur að sögn, hina ósýnilegu hönd kerfis- ins í Reykjavík. Austurlandsáætlun Og áfram skal haldið. Næst ber- um við niður þar sem höfundar greinargerðarinnar virðast hrein- lega hafa truflast, vonandi þó að- eins um stundarsakir. Byrjað er á að vitna í svonefnda „Austurlandsáætlun", frá 1975, sem a.m.k. fram til þessa hefur ekki verið til annars brúkleg en að draga dár að, enda aldrei verið samþykkt, hvorki af einstökum sveitarstjórnum, samtökum sveit- arfélaga í Austurlandskjördæmi, ríkisstjórn eða Alþingi. Maður hélt nú sannast sagna, að þessi draugur væri hættur að angra Austfirðinga og situr síst á alþingismönnum að upphefja að nýju þetta apaspil kyrrsetuafla og mannkílómetrakúnstera og gildir þá einu, hvort heldur theoríupiltar utan úr bæ eða Framkvæmda- stofnunin ber ábyrgðina. Þessar „bókmenntir" hafa reynst bull, raunar fokdýrt bull, sem best væri að menn sameinuðust í bæn um að gleyma. En er nú undarlegt þó manni renni í skap við að lesa t.d. eftir- farandi: „Reyðarfjörður er eina vöruhöfn Austurlands, sem liggur miðsvæð- is gagnvart töluverðu svæði og nokkrum íbúafjölda. Hún þjónar Héraði og þaðan er um veg 15 km til Eskifjarðar, 40 km til Norð- í minningu séra Emils Guð- mundsonar í Minneapolis — eftir Valdimar Björnsson Séra Emil Guðmundsson, sem var langt kominn með sögurit um trúmál og þversemi meðal Vest- ur-íslendinga, lýkur aldrei bók- inni. Hann dó skyndilega á milli jóla- og nýárs af hjartabilun, rétt mánuði fyrir 59 ára afmælið. Ekkja hans, dr.Barbara Guð- mundsson, ætlar að ljúka verkinu sem Valtýr Emil hafði lengið unn- ið að — frásögn um hvernig Únít- ara kirkjustarf byrjaði meðal Is- lendinga í Vesturheimi með Björn alþingismanna Pétursson sem postula. Væri biskupstignin til í þeirri kirkju, þá hefði dr. Emil borið þann titil, því hann var yfirmaður Únitara safnaðarstarfsemi í 11 miðvesturríkjum Bandaríkjanna og þremur fylkjum í Kanada. Hann var til heimilis að 5505 28th Avenue South í Minneapolis, Minnesota, í fleiri ár. Margt er athugavert í sambandi við rannsóknir þær sem dr. Emil hafði unnið að bæði á íslandi og í Bandaríkjunum og Kanada. Fyrst má þó minnast á æviferil hins bráðkvadda kennimanns. Valtýr Emil fékk hann að heita skömmu eftir að hann fæddist á bóndabæn- um Borg, ekki langt frá Lundar- þorpi við Manitobavatn um 85 mílur fyrir norðan Winnipeg. Hann var elstur þeirra þriggja sona sem Björgvin Guðmundsson og Rannveig Björnsdóttir áttu. Björn Ágúst, bóndi á heimabæn- um, dó fyrir skömmu, 55 ára gam- all. Guðmundur Leslie, 54 er einn á lífi, tekinn við heimajörðinni. Björgvin dó aðeins 62 ára, 1956. Rannveig er enn á lífi, varð 91 árs í september í fyrra, kominn á elli- heimili, ekki full hraust en and- lega hress. Emil þekkti vel ætterni sitt og talaði oft um frændfólk, fjær og nær. Satt var það hjá Heimi heitnum Þorgrímssyni er hann skrifaði um Emil, sveitunga sinn, í Sögu íslendinga í Vesturheimi: „Hann er fríður sýnum og vel gef- inn, enda komin af mesta myndar- fólki í báðar ættir." Björgvin faðir Emils var sonur Guðmundar Guð- mundssonar Ásgrímssonar frá Snotrunesi í Borgarfirði eystra og Mekkin konu hans, dóttur Jóns Þorsteinssonar frá Surtsstöðum og Mekkin Jónsdóttur frá Hrafna- björgum; fóru þau frá Islandi 1893 og settust að nálægt Lundar. Rannveig Dorothea , móðir Emils var dóttir Björns Þorsteinssonar sem fluttist frá Hofsstöðum í Hálsasveit í Borgarfjarðarsýslu árið 1887 til Kanada, fyrst til Winnipeg og svo til Lundar. Þuríð- ur Hjálmsdóttir hét kona Björns, og var hún dóttir Hjálms alþing- ismanns Péturssonar í Norðtungu og konu hans Helgu Árnadóttur frá Kalmannstungu. Emil heimsótti skyldfólk í Borg- arfirði, í Breiðdalnum og Borgar- firði eystra og víða, bæði á íslandi og í Kanada og Bandaríkjunum. Hann var frændrækinn og var gaman að heyra hann tala um ættmenn, lífs og liðna, hvar sem þeir voru niðurkomnir. í móður- ætt hans, til dæmis, séra Pétur Hjálmsson, sem þjónaði íslenzk- lútherskum söfnuðum í Kanada, aðallega í Alberta; Kristján Jóns- son frá Sveinatungu í Norðurár- dal, lengst af í Duluth, Minnesota og Jón Þorsteinsson með íþrótta- sal sinn í Reykjavík, að örfáir séu nefndir. Og svo voru í föðurætt- inni Jón Jónsson alþingismaður frá Sleðbrjót og núverandi alþing- ismaður, Halldór Ásgrímsson frá Höfn í Hornafirði, að ekki sé reynt að nefna margt annað fólk skylt honum á Austurlandi. Fyrri íslandsdvöl hins látna var þannig lýst af Heimi Þorgríms- syni sem ólst upp á Einarsstöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjar- sýslu og á Lundar í Manitoba — um tímabil ritstjóri Heimskringlu í Winnipeg: „Það mun hafa verið tilgangur hans með förinni heim að afla sér nægrar þekkingar á ís- lenzku máli, til þess að hann gæti með tíð og tíma þjónað íslenzkum söfnuðum hér vestra, sem enn get- ur orðið.“ Það varð aldrei; prests- þjónusta Emils var aðallega á þeim tíma sem enskan var allsráð- andi og prestverk hans á því máli. En hann nam guðfræði við Há- skóla íslands rétt eftir stríðslok, 1945 til 1947, geymdi góðar minn- ingar um félaga á þeim árum og hélt sambandi við þá marga. Hann hafði lengi í huga að rannsaka og rita um byrjun Únitara-hreyfing- arinnar meðal íslendinga í Vest- urheimi og var hann að athuga bréf og gögn um það efni í tveggja mánaða Islandsdvöl um og eftir jólin 1981. Ritið, óklárað enn, er á ensku og þannig getur frú Barbara, ekkja Emiis, lokið verkinu á grundvelli ótal gagna sem honum tókst að safna. Björn alþingismaður á Aust- fjörðum, sonur séra Péturs á Val- þjófsstað, fór vestur roskinn mað- ur, átti heima í Norður-Dakota og svo í Winnipeg, og hefur hann alltaf verið talinn sá er innleiddi Únítarisma meðal samlanda sinna. Hann kynntist í Minneapol- is Kristofer Jansson, norskum menntamanni sem varð fyrsti Ún- ítara-prestur Norðmanna í Vest- urheimi og upp úr því byrjaði Björn að „bera út boðskapinn" um frjálslyndari trúarbrögð í Islend- ingabyggðum aðallega í Kanada. Er nokkrir söfnuðir mynduðust, varð annar maður, sem bar nafnið Pétursson, aðalleiðtoginn um margra ára skeið; séra Rögnvald- ur Pétursson í Winnipeg. Kristofer Jansson hvarf aftur til Noregs og dó í Danmörku. Hann var áhrifamikill ræðumaður á Minneapolis-árum sínum og hafði talsverð áhrif á landa sinn, sem varð seinna frægur rithöf- undur, Knut Hamsun, sem bjó þá um tíma í Minnesota. Kristofer Jansson stofnaði og þjónaði smá Únitara-söfnuði úti í sveit nálægt Hanska, Minnesota, í fáein ár. Nora-sofnuður hét hann og fyrir nokkrum árum þjónaði séra Emil Guðmundsson þeim söfnuði. Hann var sérstaklega vel að sér í ævi- sögu stofnandans og trúarskoðun- unum sem hann hélt á lofti. Emil og Barbara voru bæði með doktorsnafnbót — Ph.D. eða Doct- or of Philosophy er titill frúarinn- ar og fékk hún þá gráðu fyrir framhaldsnám og ritgerðarsamn- ingu í vísindagreinum — Ecology helst, og þekkir hún, til dæmis, kísilgúr betur en flestir og hefur oftar en einu sinni verið í Reykja- hlíð og víða innan um náttúruund- ur íslands. Hjá séra Emil er D.D. nafnbótin — Doctor of Divinity — honoris causa, veitt honum í viðurkenn- ingarskyni fyrir starf sitt í presta- skólanum sem útskrifaði hann 1952, Meadville Seminary, nú bundið við Chicago University. Það var árið 1951 sem Emil og Barbara Rohrke giftust, hún þá útskrifuð með Bachelors-gráðu í zoology frá ríkisháskóla Tenn- essee í Nashville. Fyrsta sókn Em- ils eftir vígslu 1952 var í Ells- worth, Maine, og svo var hann þjónandi prestur í New London, Connecticut; Houston, Texas, og loks Hanska nálægt New Ulm, Minnesota, áður en hann var sett- ur í stjórnarstörf af Únítara- yfirvöldunum í Boston, Með ból- festu í Minneapolis var hann titl- aður Inter-District Representat- ive of Unitarian Universalist Ass- ociation. Barbara fót í framhalds- nám við tækifæri, fékk meistara- gráðu í líffræði og landafræði við Mankato, Minnesota, State Uni- versity og svo loks doktorsgráðu árið 1969 á Iowa State University í Ames, í botany og water resourc- es. Emil og Barbara áttu tvíbura- dætur sem fengu að heita Holly Mekkin og Martha Rannveig. Holly útskrifaðist úr Reed College í Portland, Oregon, og giftist síðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.