Morgunblaðið - 09.02.1983, Síða 37

Morgunblaðið - 09.02.1983, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 37 Bankarnir 1982: Gjaldeyrisstaðan rýrnaði um 1.686 milljónir króna GJALDEYRISSTAÐA bankanna versnaði verulega á síðasta ári, eftir að hún hafði batnað verulega á árinu á undan. Sömuleiðis rýrnaði gjald- eyrisforði Seðlabankans verulega á liðnu ári, eftir að hann hafði aukizt á árinu 1981, að því er segir í bráða- birgðayfirliti Seðlabankans um greiðslujöfnuð og gjaldeyrisstöðu á árinu 1982. Gjaldeyrisstaða bankanna í árslok 1982 var um 1.673 milljónir króna og hafði hún rýrnað um 1.686 milljónir króna á árinu, reiknað á gengi í árslok, en hún var 3.360 milljónir króna í árslok 1981. Gjaldeyrisstaðan hafði hins vegar batnað um 885 milljónir á árinu 1981, reiknað á sama gengi, en staðan var 2.475 milljónir króna í árslok 1980. Gjaldeyrisforði Seðlabankans var í árslok 1982 um 2.441 milljón króna. Hafði hann rýrnað um 1.319 milljónir króna á árinu, en hann var um 3.760 milljónir króna í árslok 1981. Gjaldeyrisforðinn hafði hins vegar aukizt um 967 milljónir króna á árinu 1981, en hann var um 2.793 milljónir króna í árslok 1980. Gjaldeyrisskuldir Seðlabanka jukust um 449 milljónir króna á síðasta ári, en þær námu í árslok 1982 um 948 milljónum króna, á móti 498 milljónum króna í árslok 1981. Gjaldeyrisskuldir höfðu hins vegar aukizt um 28 milljónir króna á árinu 1981, en í árslok 1980 námu þær 470 milljónum króna. Metár var í sölu fólks- bfla hjá Volvo á sl. ári Alls voru seldir 317.000 bílar, þar af 751 á íslandi VOLVO seldi alls liðlega 317.000 fólksbíla á síðasta ári og er það mesta sala fyrirtækisins á einu ári. Alls seldust 227.000 bflar af gerðun- um 240 og 760, sem er um 9% aukn- ing frá árinu 1981. Sala fyrirtækisins á 300-gerðinni jókst hins vegar um 15%, en alls voru seldir liðlega 90.000 slíkir, samkvæmt upplýsing- um Haraldar Hjartarsonar, blaða- fulltrúa Veltis hf., sem er umboðsað- ili Volvo hér á landi. Hér á landi seldist samtals 751 bfll, sem er mesta sala fyrirtækisins á einu ári, eða 56% aukning frá árinu 1981 og um 23% yfir mesta söluári Volvo á íslandi 1978. „Við erum auðvitað sérstaklega ánægðir með útkomuna, með tilliti til þess, að í fyrra dróst heildar- bílaframleiðsla í heiminum saman fjórða árið í röð, þótt batamerki væri að sjá hjá mörgum framleið- endum undir lok ársins. Bandaríkin eru stærsti einstaki markaður Volvo, með nýtt sölu- met. Alls voru seldir liðlega 72.000 fólksbílar þar í landi í fyrra, borið saman við um 64.000 á árinu 1981, sem er um 13% aukning milli ára. í Evrópu jókst salan mikið á flestöllum mörkuðum, þ.e. í Bret- landi, Sviss, Belgíu, Hollandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Portú- gal, Svíþjóð og Noregi. Aukningin í Portúgal var t.d. 32%, í Frakk- landi 29%, í Svíþjóð 23%, í Belgíu 20%, á Ítalíu 14% og Spáni 13%. Stærsti markaður Volvo í Evrópu er að sjálfsögðu Svíþjóð, með um 60.400 bíla,“ sagði Haraldur enn- fremur. Haraldur Hjartarson gat þess, að eftirspurn eftir „station“-bílum fyrirtækisins hefði verið mikil á síðasta ári, en um þriðjungur framleiðslu Volvo er „station"- bílar. Nefndi hann t.d., að um 48% heildarsölunnar í Bretlandi væru „station“-bílar. Ennfremur nefndi Haraldur. að eftirspurn eftir turbo-bílum hefði farið mjög vaxandi á síðasta ári, sömuleiðis hinum nýja Volvo 760, en á síðasta ári var framleiðslu- hlutfall 760 um 10%, sem er um 50% meira en gert var ráð fyrir í upphafi. Loks má geta þess, að heildar- velta Volvo á síðasta ári var um 65.400 milljónir sænskra króna, en starfsmenn voru á síðasta ári um allan heim um 74.800 talsins. -*■ spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Um áfengismál og önnur vímuefni Eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu, mun blaðið á næstunni birta spurningar og svör um áfengisvaldamálið og önnur vímuefni. Lesendum Morgunblaðsins er gefinn kostur á því að hringja inn spurningar um hvað eina, sem snertir þessi málefni og mun SÁA hafa milligöngu um að afla svara sérfróðra aðila til þessum spurningum. Þeir, sem hafa áhuga, eru beðnir að hringja í síma 10100 frá kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og verða þá spurningar teknar niður. Spurningar og svör birtast síðan í Morgunblaðinu nokkrum dögum síðar. Hér fara á eftir spurningar og svör: Hringið í síma 10100 frá mánudegi til fóstudags Áfengisneysla og róandi lyf Maður spyr:. Hefur vínneysla áhrif á notk- un svefnlyfja eða annarra róandi lyfja? Þórarinn Tyrfingsson læknir svarar: Þessi spurning er varla nógu ljós, en eins og ég skil hana verð- ur svar mitt á þessa leið: Þeir, sem nota svefnlyf og ró- andi lyf, ættu að hafa eftirfar- andi í huga: 1. Þeir eru í áhættuhópi og meiri hætta en ella að þeir verði drykkjusjúkir ef þeir hafa áfengi um hönd. 2. Vín og þessi lyf magna upp áhrif hvort annars og erfitt að segja hver útkoman verður. Lyf- in hverfa ekki úr líkamanum á dagstundu og þó að menn neyti þessara efna ekki samtímis kem- ur þetta oftast meira og minna saman. Þeir, sem nota þessi lyf, verða oft fyrir því að meðferð þeirra á áfengi verður allt önnur en áður var. Þeir þola skyndilega minna áfengi en áður, verða öf- urölvi, argir, orðljótir og minn- istap í drykkju algengt. Dauða- skammtar þessara lyfja verða mun minni þegar víns er neytt samtímis þeim. 3. Hér hefir ekki verið talað um hættuna, sem fólgin er í lyfj- unum sjálfum, en ljóst ætti að vera, að ærna ástæðu þarf til að nota þessi lyf. Ekki hægt að tengja drykkjusýki brengl- un í sykur og víta- mínbúskap líkamans Jón spyr: Það sem ég las um arfgengi áfengissýki í blaðinu á þriðjudg minnti mig á það að í bók, sem ég las um megavítamín, er haft eftir lækni að á stöðinni sem hann starfar við hafi 95% þeirra, sem voru með áfengissýki verið með lágan blóðsykur og að lágur blóðsykur virðist vera ættgengur. Þar er mælt með B-3 vítamíni gegn þessu, sérstaklega eftir að menn eru hættir að drekka. Hvað er hæft í þessu? Þórarinn Tyrfingsson læknir svarar: Ekki hefur verið hægt að tengja hugsanlegan erfðaþátt í drykkjusýki við brenglun á syk- ur- og vítamínbúskap líkamans. Það er rétt að eftir drykkkju er lágur bóðsykur býsna algengur og lækkun á öllum B-vítamínum í blóði. Hjá hve stórum hluta sjúklinga þetta finnst, fer eftir því hversu langt drykkjuskapur- inn hefur gengið, því að þetta eru afleiðingar drykkjunnar. Venjan er að bæta sjúklingnum upp B-vítamínin eins fljótt og hægt er. Kannski er B-1 vítamín þyngst á metunum í þessu efni. Það er rétt að bæta því við að B-vítamín eru fyrst og fremst nauðsynleg fyrir taugakerfið og því skiljanlegt að menn leggi mikla áherslu á þan að öllum jafnaði. Það var í tísku hér í eina tíð að reyna að lækna krónískan alkóhólisnia með réttu fæði, en ég held ég megi segja að vísinda- menn minnast þessa nú sem einnar af hinum fjölmörgu til- raunum til lækninga á þessu meini, sem mistókust. Yfirhylming afar óráöleg Vinnufélagi minn á við tölu- vert áfengisvandamál að stríða. Hann er oft fjarverandi úr vinnu vegna þessa og hefur oft fengið mig til að hylma yfir með sér. Mér finnst þetta slæm staða sem ég er í. Hvað er réttast að ég geri? Jóhann Örn lléðinsson starfs- maður SÁÁ svarar: Að hylma yfir með einhverj- um er í raun sama og firra þann hinn sama ábyrgð, og taka hana þar með óbeint á sjálfan sig. Þetta er allþekkt fyrirbæri, ekki aðeins á vinnustöðum heldur víðar. Hver man ekki frá skóla- dögunum, eftir því að „maður kjaftaði ekki frá“ þegar yfirvald- ið var annars vegar, jafnvel þótt brotið væri stórt. Þeir sem að áfengissjúklingi standa, þ.e. fjöl- skyldan, ættingjar, vinir og vinnufélagar, hafa tilhneigingu til þessa sama, oftast vegna þess að þeir halda að þeir séu að gera viðkomandi gott með því að verja hann fyrir óþægindum. Með þessu koma þeir aðeins í veg fyrir að hann sjái sitt eigið ástand eins og það er í raun og veru og komi þar af leiðandi ekki auga á neina ástæðu til að gera neitt í málinu. Einnig er það æði oft svo að þessir sömu aðilar eru haldnir svipuðum einkennum og áfengissjúklingurinn sjálfur, þeir reyna að afsaka, réttlæta og gera lítið úr ástandinu, og af- neita því líkt og sjúklingurinn, bæði vegna þekkingarleysis og jafnvel fordóma. Hversu lengi slíkt ástand getur varað er ærið misjafnt en þar kemur að fólk hreinlega gefst upp, sér í lagi þegar ástandið versnar stöðugt. Fyrirspyrjandi góður. Að framansögðu ætti að vera nokk- uð ljóst að yfirhylming af þessu tagi er afar óráðleg og viðheldur ekki aðeins núverandi ástandi heldur gerir það verra með tím- anum. Því væri heppilegast að setjast niður með viðkomandi og gera honum grein fyrir skoðun- um þínum og tilfinningum, vegna þessa ástands sem skapast hefur, að þú getur ekki tekið þátt í þessu lengur og að hann verði að taka afleiðingum gerða sinna. Með þessu heggur þú hugsanlega skarð í þann varnarvegg sem umhverfið og sér í lagi sjúkling- urinn sjálfur hefur hlaðið upp en það er höfuðforsenda þess að bati fáist, að jafna þann múr við jörðu. Hvað er best að gera? Móðir spyr: Hvort er betra að reka út á götuna eða svipta sjálfræði son, sein er alkóhólisti á háu stigi og á góðri leið með að lcggja heimili sitt í rúst? Hvað á til bragðs að taka því lífið á heimilinu er óbærilegt? Sigurður Gunnstcinsson dag- skrárstjóri á Sogni svarar: Oft hefur maður heyrt þegar hlustað er á reynslu annarra, bæði alkóhólista, fjölskyldumeð- lima, vinnuveitenda svo og ann- arra að gripið hafi verið til að- gerða eins og að ofan greinir og það skilað góðum árangri fyrir alla aðila, en í öðrum tilfellum ekki. Hvort er betra að gera í þessu tilfelli, verður að vera mat þeirra sem best þekkja allar kringumstæður. í hinni nýút- komnu bók sem heitir „í sjálf- heldu með alkóhólista“, útgefin af Al-Anon-samtökunum á Is- landi, er sagt frá reynslu ann- arra og hvernig þeir brugðust við undir hinum ýmsu kringum- stæðum. Leiðsögn, æfing og reynsla skapa meistarann Stefán spyr: I svari Þórarins Tyrfingssonar læknis um daginn við spurningu um það hvað alkóhólistar eigi að gera, kom fram að þeir eigi að láta áfengi og aðra vímugjafa eiga sig og hafa nokkrar megin- reglur í heiðri eða eitthvað í þá veru. Mér þætti vænt um, ef hann vildi tíunda þessar megin- reglur. Þorarinn Tyrfingsson svarar: Þessar meginreglur hafa sprottið upp úr reynslu alkóhól- ista sjálfra í baráttunni við sjúkdóminn. Þær hafa verið teknar saman og kynntar, betur en ég hef tök á. Ég nefni þó nokkur atriði, en hafa ber þó í huga að það sem á við einn, þarf ekki að eiga við annan. Það er hægt að orða það almennt, að menn verða að lifa í sátt við for- tíðina og huga vel að andlegri líðan sinni. Þeir þurfa daglega að geta skoðað spegilmynd sína og unað glaðir við það sem við blasir. Ábyrgt líferni í hvívetna er þar mikilvægasti þátturinn. Halda mætti áfram að telja upp slíkar reglur, en það, sem úrslit- um ræður, er að kunna til verka. Það verður ekki lært af blöðum. Leiðsögn, æfing og reynsla skapa meistarann. Fíkniefnaneytendur geta leitað til með- ferðarstofnana á sama grundvelli og áfengissjúklingar Karlmaóur spyr: Getur langt leiddur kannabis- neytandi komið í meðferð á sama grundvelli og alkóhólisti á meðferðarstofnun og ef svo er stafar honum hætta af lög- gjafarvaldi, þ.e. getur hann átt yfirheyrslur yfir höfði sér vegna fíkniefnamisferils og hlotið dóm fyrir? Þórarinn Tyrfingsson læknir svarar: Svarið er já. Þessir sjúklingar hafa verið í vaxandi mæli til meðferðar bæði hjá ríkisspítöl- unum og meðferðarstofnunum SÁÁ. Með þær upplýsingar, sem þeir láta í té, svo og upplýsingar um dvalartíma og sjúkdóms- greiningu, er farið með sem trúnaðarmál og upplýsingar um þetta enguia veittar, nema með samþykki sjúklings. Rannsókn- arlögreglan hefur aldrei haft að- gang að þessum upplýsingum, enda veit ég ekki til að þess hafi verið óskað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.