Morgunblaðið - 09.02.1983, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 09.02.1983, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 15 Hann túlkaði fyrir böðulinn Klaus Barbie Gottlieb Fuchs var lítið þekktur fyrir nokkrum vikum. Nágrannar hans tóku varla eftir honum, hann fékk fáar heimsóknir og hafði hljótt um sig. En dagana eftir að Klaus Barbie, Gestapóforinginn og „slátrarinn í Lyon“, var handtekinn í Bólivíu gerðist gestkvæmt á heimili Fuchs. Hann var túlkur hjá Barbie um tíma á stríðsárunum og fréttamenn vildu ólmir heyra frásögn hans af því. Hann tók hlýlega á móti þeim, hafði gaman af tilbreytingunni og fólk fór að segja: „Hann er eitthvað frægur þessi Fuchs.“ Fuchs er 79 ára, og svolítið farið að förlast. Hann man þó vel eftir Barbie. „Ein brutaler, brutaler Mensch," sagði hann með þungri áherslu og lýsti honum sem hinu mesta illmenni. „Hann drap konur og börn og misþyrmdi þeim sem honum þóknaðist." Fuchs var í þjónustu Barbies þegar Gestapó náði Jean Moulin, andspyrnuhetj- unni sem sameinaði neðanjarð- arhreyfinguna í Frakklandi undir eina stjórn. Hann sagðist hafa heyrt Barbie berja Moulin og farið inn í fangaklefann til hans á eftir og þerrað blóð af enni hans. Barbie stóð hann að verki og sagði eitthvað á þá leið að Moulin væri betra að drepast sem fyrst eða hann myndi sjálfur merja úr hon- um líftóruna. Ekki er vitað hvar eða hvenær Moulin dó en Barbie sagði nýlega í viðtali í Bólivíu að hann hefði ekki frétt af dauða hans fyrr en 1957. Fuchs er fæddur og uppalinn í Luzern í Sviss. Hann býr nú með konu sinni í borginni St. Gallen í norðausturhluta landsins og lifir af öryrkja- og ellilífeyri. Hann fór fyrst til Frakklands um miðjan þriðja áratuginn i leit að sveita- störfum, en mikil fátækt var í Sviss á þessum tíma. Hann kom til baka um 1935 og vann sem skó- smiður í nokkur ár. Hann gekk í Nasistaflokkinn og var nokkuð virkur í honum. í bókinni Le Ren- ard, sem var skrifuð á frönsku um Fuchs fyrir 10 árum, segir að hann hafi gengið í flokkinn til að njósna um aðgerðir nasista fyrir Frjáls- lynda flokkinn í Luzern og hann hafi gengið úr honum aftur strax og verkefni hans var lokið. Fuchs fór aftur til Frakklands skömmu fyrir stríð. Hann rakst á auglýsingu eftir þýskumælandi Gottlieb Fuchs á heimili sínu í St. Gallen. Gottlieb Fuchs í stríðslok. túlki í Lyon nokkrum árum seinna og svissneski konsúllinn hvatti hann til að sækja um starfið. Þeir héldu að Rauða krossinn vantaði fólk. Gestapó reyndist vera að baki auglýsingarinnar en Fuchs tók að sér starfið og vann fyrir Barbie í eitt ár. Hann sagðist hafa verið sendur eftir matvælum í héraðinu í kring og hann hafi far- ið hálfsmánaðarlega til Genfar. Þar var hann í sambandi við svissnesku leynilögregluna og gat veitt henni upplýsingar um Gesta- pó og hann starfaði einnig með andspyrnuhreyfingunni í Frakk- landi. Það komst upp um hann að lokum og hann var sendur í fanga- búðir. Bretar björguðu honum úr fangabúðum í stríðslok. Hann var þá ekki nema 36 kíló og hafði setið í Buchenvald, Dora-Nordhausen og Belsen-Bergen. Hann var á sjúkrahúsi um tíma, en var síðan ekið að svissnesku landamærun- um. Þar var tekið heldur illa á móti honum. Hann lenti í löngum yfirheyrslum og var að lokum dæmdur í fjögurra vikna fangels- isvist fyrir misferli með peninga svissneska konsúlsins í Lyon. Fuchs er enn bitur út í svissnesk yfirvöld fyrir móttökurnar við heimkomuna. Hann álítur að gagnnjósnari í svissnesku leyni- þjónustunni hafi orðið til þess að hann lenti í þýskum fangabúðum og hann kennir fyrri konu sinni um móttökurnar í Sviss. Hún og systkini hennar báru vitni um að hann hefði verið nasisti og starfað hjá Gestapó sem slíkur. En hann hefur safnað vitnisburði fjölda fólks í Lyon og fangabúðunum um góðverk sín á stríðsárunum. Sjálf- ur telur hann að hann hafi bjarg- að um 2.000 manns frá dauða á þessum tíma með lítilsháttar læknisaðstoð og upplýsingum um aðgerðir Gestapó. ab íslensk tónlist í Hollandi NÚ í haust var flutt íslensk tónlist á vegum Musica Nova á tónlistar- hátíð í Hollandi og hefur blaðinu borist þarlend gagnrýni. Á þessari tónlistarhátíð, sem haldin var í De Ijsbreker í Amsterdam, voru flutt verk eftir Hjálmar Ragnarsson, Leif Þórarinsson, Þorstein Hauks- son og Guðmund Hafsteinsson. Gagnrýnin birtist í NRC Handels- blad, 23. október sl., undir fyrir- sögninni „Enginn frumleiki á ein- stæðri íslenskri tónlistarhátíð" og er eftir Ernst Vermeuten. Meðan hljómsveitir eru lagðar niður í Hollandi, geta íslend- ingar státað af spánýrri sinfón- íuhljómsveit. Áhuginn er áber- andi mikill, og áberandi er í enn ríkari mæli, að salirnir fyllast einnig þegar leikin er 20. aldar tónlist. Nýja hljómsveitin setur sér það mark að hafa a.m.k. eitt íslenskt nútímaverk á hverjum tónleikum. Þetta er ósvikin menning, lexía frá norðurheim- skautinu. Frumlega hæfileika hef ég ekki uppgötvað enn. Maður von- ast eftir nýjum Charles Ive eða til dæmis Arvin Párt, sem fann einkar frumlegt svar við hinni svokölluðu amerísku „minimal music" í Sovétríkjunum (áður Eistlandi). En þess ber þá jafn- framt strax að geta, að Ives varð að starfa í gjörsamlega einangr- uðu 19. aldar umhverfi, sem þó varla er einu sinni fyrir hendi núna í Austur-Evrópu, — ég hef aðeins móttöku vestrænna út- varpsstöðva í huga. Og í Reykja- vík koma nákvæmlega sömu tón- listarmennirnir fram eins og hjá okkur. Þórarinsson, fæddur 1938, lét stuttar skýringar fylgja tríói sínu fyrir flautu, klarinett og pí- anó, og það á sér ekki oft stað hjá okkur á Vesturlöndum: „Largo y largo var að mestu leysti samið í Malaga, þar sem ég fræddist um vín og æfði nautaat um tíma á síðastliðnu ári.“ Þessi Satie-kennda skýring er vissulega í samræmi við hin írónísku einkenni, meira i ætt við Prokofjeff en Satie, fremur glettin og grá en áberandi fram- andi í dadaískum skilningi. Jaðr- ar jafnvel stundum við sérvisku. Byrjunin „lofar góðu“. Sköruleg (deklamatorísk) þróun, sem virð- ist kalla á stórkostlega hápunkta (klimaxa), en sérhver útfærsla er kæfð af ásettu ráði og sandi orpin. Þannig stendur tríóið í stað i sjö skissum í hægu og miðlungshröðu tempói. Þórarinsson lumar aftur á móti á fleiru. Á laugardaginn fáum við frumflutning á tvíleik fyrir horn og sembal, sem nefn- ist Capriccio. Upplýsingum sam- kvæmt einskonar blaðsíða úr dagbók sem skrifuð var rign- ingarsumar í Reykjavík. Tón- skáldið bætir reyndar við, að baráttan við að hætta að reykja væri sennilega betur viðeigandi titill. Öfgar Að hætta að semja tónlist er hin hliðin á öfgunum, en þó vildi ég ráðleggja Hjálmari Ragn- arssyni að stytta tríó sitt dálítið. Dynjandi barsmíð í endurtekn- um samhljómum getur verið spennandi um stund, en ekki all- an tímann sem verk hans tekur. Öfgar eru honum greinilega hug- stæðar: Afar sterkt og afar milt, afar hátt og afar lágt. í rauninni kemur píanóið — og einnig flautan og klarinettið — inn eins og nokkurskonar tvöfalt hljóð- færi. Sumir effektarnir minna á pólska skólann, til dæmis Szal- onek. Stundum koma þeir vissu- lega á óvart, mér kemur í hug framsetning á ísköldum, háum hljómvegg, sem rifnar skyndi- lega, en við það koma hlýrri út- línur í ljós. í lokin býður Ragnarsson upp á flosmjúka blásarahljóma, sem herskátt píanóið svo að segja ríf- ur upp. Synd að öfgarnar skuli ekki verða til af nauðsyn, í stuttu máli vera effektar. Og ennþá einu sinni: Verkið er allt- of, alltof langt. Síðasta verkið hafði mest áhrif á mig: Tríó fyrir klarinett, selló og píanó. Hvað túlkun varð- ar gat Musica Nova spilað hér út hæstu trompum sínum: í mið- kaflanum með tónnæmum blæ- brigðum og í lokakaflanum með tæknilegri snilld (mótorísku virtúósiteti). Guðmundur Hafsteinsson, fæddur 1953 í Reykjavík, en fyrst og fremst skólaður í Bandaríkjunum (Juillard-skól- inn hjá Vincent Persichetti) er mikilvægt efni (talent). Flestir hljómeffektar hans minna mig á Crumb, og oft eru þeir „mónó- dískir" að uppsetningu. Afar velhljómandi tónar, einkum í samspili selló-pizzikató og „plokkun" píanóstrengjanna og afar næm hljómun (sónoritet) í hljóðnum yfirtóna. Því miður er verkið svolítið ruslaralegt í hröðu köflunum og ekki laust við olnbogabætur: Boðið er upp á tremolo og gerviákafa, en ekki verður Hafsteinsson vændur um skort á tónvísi (músíkaliteti) og guðmóði. Óþarft er að fjölyrða um að þessi litla tónlistarhátið býður upp á einstætt tækifæri: Ekkert verkanna hefur birst á prenti, og yfirlitskynningar á íslenskri tónlist í Hollandi eru sjaldgæf- ari en ísjakar. Og að hugsa sér að allt þetta á sér stað án minnstu styrkveitinga. Tón- skáldin og flytjendurnir fá ekki eyri fyrir. Eiginlega má kalla það hneyskli. . . David Dorf prófessor í hótelfræðum og ferðamannaþjónustu. Þarf að auka land- kynninguna — segir David Dorf pró- fessor, sérfræðingur í ferðamannaþjónustu NÝLEGA voru Kér á landi 17 háskólastúdentar frá Bandaríkjunum í þeim tilgangi að kynnast hótel- rekstri og ferðamannaþjónustu á Is- landi. Þetta eru nemar í Sullivan (’ounty Community College, en þessi skóli hefur undanfarin 6 ár sent nem- endur sína í kynnisferðir til íslands. Með í fórinni var David Dorf, próf- essor og farandkennari í hótelfræð- um og ferðamannaþjónustu. Dorf hefur ferðast um heiminn þveran og endilangan, en ísland er eitt af hans uppáhaldslöndum og hann hefur ver- ið tíður gestur hér frá árinu 1956. Glöggt er gestsaugað, er haft fyrir satt, og því hafði Morgunblaðið sam- band við Dorf og bað hann um að líta sínum glöggu og reyndu augum á ferðamannaþjónustu á íslandi. „Ferðamannaþjónustan á íslandi miðar að því að laða fólk til lands- ins sem hefur sérstök áhugamál, náttúruunnendur, göngugarpa, ævintýramenn sem vilja komast í kynni við eitthvað nýtt og óvenju- legt, og svo framvegis. Þetta er að mínu mati rétt stefna. ísland er mjög sérstætt land og það á að leggja áherslu á þessa sérstöðu sina í ferðamannaþjónustunni. Fólk er farið að ferðast svo mikið nú á dögum að það er orðið leitt á því að koma til landa þar sem allt er eins og í heimalandinu. Það þrá- ir tilbreytingu og á íslandi er nóg af henni. Hins vegar þurfa íslandingar að leggja meiri áherslu á að kynna landið sitt. í augum flestra Banda- ríkjamanna er ísland nútímans hreint leyndarmál. Saga landsins er betur þekkt, ekki síst vegna þátta Magnúsar Magnússonar. Mín skoðun er því þessi: ferðamanna- þjónusta á Islandi er á réttri braut, en það þarf að stórauka kynning- una, búa til kröftuga ímynd,“ sagði David Dorf. Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise: „Altarisganga Juliens“ Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise sýnir kvikmyndina „Alt- arisganga Juliens“ í Regnboganum miðvikudaginn 9. og fimmtudaginn 10. febrúar næstkomandi kl. 20.30. Myndina gerði René Féret árið 1976 og eru leikarar 60 að tölu, m.a. Philippe Leotard, Natalie Ba.ve, Marcel Dalio, Andre Tains.v og Monique Melinand. Myndin er þjóðfélagsfræðileg niynd, sem segir sögu fjölskyldu i Norður-Frakk- landi á 20. öldinni. Allir fjölskyldu- meðlimirnir konia saman i nokkra daga til að fagna altarisgöngu ungs tlrengs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.