Morgunblaðið - 09.02.1983, Síða 48

Morgunblaðið - 09.02.1983, Síða 48
] ^Anglýsinga- síminn er 2 24 80 1 . __________ ^Vskriftar- síminn er 830 33 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 Litlar líkur taldar á loðnu- veiði í vetur LITLAR líkur eru taldar á að leyft verði að veiða loðnu til frystingar og hrognatöku á þessari vertíð. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgun- blaðið aflaði sér í gær, hefur endanleg ákvöröun ekki ver- ið tekin í þessu máli, en mæl- ingar á stærð loönustofnsins til þessa gefa ekki ástæðu til bjartsýni um að veiðar verði leyfðar. Jakob Jakobsson fiskifræðingur sagði í gær, að áætlað hefði verið að mælingum á loðnustofninum lyki á morgun, en rannsóknir hafa undanfarið farið fram á tveimur rannsóknaskipum, Bjarna Sæ- mundssyni og Árna Friðrikssyni. Vegna veðurs hefur ekki verið hægt að kanna allt það svæði, sem fyrirhugað var að rannsaka og er búist við að Hjálmar Vilhjálms- son, leiðangursstjóri um borð í Bjarna Sæmundssyni, verði ein- hverja daga til viðbótar í þessum leiðangri. Á hann meðal annars eftir að athuga mikilvægt svæði út af Vestfjörðum. Leiðangursmenn um borð í Árna Friðrikssyni hafa hins vegar fylgt loðnugöngu, sem nú er komin að Hrollaugseyjum. Búist er við að Árni Friðriksson ljúki sínum verkefnum á morgun. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði í gær, að gangan, sem nú væri við Ingólfshöfða, hefði mælst um 220 þúsund tonn að stærð. Fiskifræðingar reiknuðu ekki með að verulegt magn fyndist til viðbótar og því gætu þeir ekki mælt með loðnuveiðum á vertíð- inni. Kristján sagði það mjög mið- ur vegna markaðsmála í Japan og einnig vegna verkefnaskorts veiði- skipa. Hann sagði, að vonir hefðu verið bundnar við, að leyft yrði að veiða 25—30 þúsund tonn til manneldis, en fyrst stofninn hefði enn ekki náð 400 þúsund tonnum væri það ólíklegt. Kristján Ragn- arsson tók fram, að útvegsmenn vildu sýna fyllstu aðgát, en teldu að ekki væri hætta á ferðum þó leyft yrði að veiða fyrrnefnt magn af loðnu. f samkomulagi, sem íslendingar gerðu við Norðmenn og Efna- hagsbandalag Evrópu í fyrrasum- ar var kveðið á um, að ekki yrðu leyfðar veiðar úr stofninum nema hann hefði náð 400 þúsund tonna stofnstærð samkvæmt mælingum fiskifræðinga. Kjördæmamálið: Þorratungl f fullum skrúða Sigurgeir í Eyjum tók þessa mynd af þorratunglinu í fullum skrúða yfir Blátindi í Vestmannaeyjum, en eins og sjá má eru hlíðar Herjólfsdals snsvi þaktar. En þrátt fyrir kuldakast og kenjar veðurguðanna halda Eyjamenn sínu striki og einmitt á þorranum hefja þeir undirbúning Þjóðhátíðar Vestmannaeyja af fullum krafti og hún er haldin í Herjólfsdal fyrstu helgi í ágúst. Þá eru mörg tungl á lofti, raflýst að vísu, en um þorrann lætur Dalurinn sér nægja mánaskinið. Framsókn biður um frest fram yfir miðstjórnarfund Fjármálaráðherra lýsir andstöðu við tillögurnar á ríkisstjórnarfundi FRAMSÓKNARMENN hafa farið fram á frest fram yflr helgi til að gefa cndanleg svör sín við tillögum stjórn- málaflokkanna í kjördæmamálinu, en boðað hefur verið til miðstjórnarfund- ar Framsóknar á sunnudag. Sam- komulag virðist vera að nást um tillög- urnar milli hinna flokkanna, þ.e. Sjálf- stæðisflokks, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags, samkvæmt viðtölum Mbl. við talsmenn þeirra í lok formanna- fundar í gærkvöldi. Þá kom og fram, að ef Framsóknarflokkurinn ákveður að vera ekki með í frumvarpsflutningi má vænta sameiginlegra tillagna frá flokkunum þremur. Verður þar um að ræða tvenns konar frumvörp. Breyt- ingar á kosningalögum annars vegar og stjórnarskrá hins vegar. Góð sala Karlsefnis KARLSEFNI RE seldi 196,8 tonn af hvert kíló að meðaltali. Á morgun ísuðum fiski í Cuxhaven í gær. selja tvö íslenzk fiskiskip erlendis Fyrir aflann fengust 4.255 þús- og eitt á fimmtudag. und krónur eða 21,62 krónur á „Ég tel nauðsynlegt að ná sam- stöðu allra fjögurra flokkanna og geri mér vonir um að það takist. En fari svo að það takist ekki, teljum við það skyldu annarra flokka að ná afgreiðslu málsins á þessu þingi," sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í lok for- mannafundarins í gærkvöldi. í sama streng tóku Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokks- ins, og ólafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubanda- lagsins. Frumvörp þessa efnis eru nú þegar í vinnslu og var reiknað með í gær, að jafnvel yrði hægt að leggja drög að þeim fyrir þingflokkana í dag. Framsóknarmenn finna það helst að tillögunum, að sögn formann- anna, að reiknað er með fullu vægi milli stjórnmálaflokkanna. Páll Pét- ursson, þingflokksformaður Fram- sóknar, sagði m.a. er hann kom af fundinum I gær, að „tónninn um al- gjört jöfunarvægi milli flokka" væri óheppileg þróun að þeirra mati. Þeir teldu nauðsynlegt að hafa vægið jafnt út á landsbyggðinni með hliðsjón af miðstöðvum valdsins, eins og hann orðaði það. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa gefið formönnum sínum fullt umboð til að ganga frá frumvörpum með fyrirvara um svonefnd jöfnun- arsæti, fyrirvarinn er svipaður og formenn Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks hafa gert. Sighvatur Björgvinsson sagði að þeir hefðu öll þau umboð frá sínum þingflokki sem með þyrfti, þó ekki formleg. ólafur Ragnar Grímsson sagði fulla heim- ild þingflokksins vera til að vinna á þessum grundvelli. Aðspurður um hvort þeir hefðu heimild til að ganga frá frumvörpum svaraði hann: „Við vinnum ekki þannig." Mál þetta kom til umræðu í ríkis- stjórn í gærmorgun og kom þar fram, samkvæmt heimildum Mbl., að Ragnar Arnalds fjármálaráðherra, er algjörlega andvígur nokkrum af þeim tillögum sem til umræðu eru, og lýsti hann því þar yfir, að hann myndi snúast gegn málinu, bæði á Alþingi og í komandi kosningabar- áttu. Næsti fundur formannanna verður haldinn í dag, en framsókn- armenn munu taka þátt í umræðun- um fram að helgi. Fjársyikamálið: Öðrum lögfræðingn- um sleppt í gærkveldi Á ELLEFTA tímanum í gær- um tveggja lögfræðinga sem kveldi var sleppt úr gæslu- setið hafa inni í rúma viku varðhaldi í Síðumúla- fyrir meint fjármála- og auð- fangelsinu í Reykjavík öðr- gunarbrot. Fiskifræðingar hafa mælt 220 þúsund tonn af loðnu undan Suðurlandi, en 400 þúsund tonna stofn er forsenda veiði Skoðanakönnun um kosningarétt: Yfirgnæfandi fjöldi þátttakenda vill jafna vægi atkvæða að fullu „ÞESSI lauslega könnun sýnir, að yfirgnæfandi fjöldi vill jafna vægi atkvæða að fullu. Þá er það mjög athyglisvert, að mjög margir vilja gera landið að einu kjördæmi. Og nánast enginn vill fjölga þingmönnum,1' sagði Valdimar Kristinsson í samtali við Mbl. í gærkvöldi í framhaldi af fréttatilkynningu samtaka áhugamanna um jafnan kosn- ingarétt. I fréttatilkynningunni segir, að á mánudagskvöld hafi rösk- lega 4.500 svör verið komin og að við lauslega könnun virðist „mikill meirihluti kjósenda andvígur þeim tillögum, sem alþingismenn ræða nú sín á milli". Valdimar sagði, að samtök- in vildu hvetja kjósendur til að skila svörum sínum sem fyrst, en megináherzlan væri lögð á þessa viku og næstu helgi, þótt ef til vill yrði skilafrestur sett- ur eitthvað fram í næstu viku. Lögfræðingurinn sem sleppt var í gærkveldi rekur lögfræðiskrif- stofu á Akureyri. Hinn lögfræð- ingurinn, héraðsdómari við bæj- arfógetaembættið í Kópavogi, sit- ur enn í gæsluvarðhaldi, en það rennur ekki út fyrr en 16. febrúar nk. Að sögn Hallvarðs Einvarðsson- ar rannsóknarlögreglustjóra ríkis- ins hefur rannsókninni miðað mjög vel áfram síðustu daga. Eins og fram hefur komið hefur rann- sóknin beinst að meintum fjár- málaafbrotum lögfræðinganna tveggja, tékkamisferli, skjalafalsi og fjárdrætti. Hallvarður vildi ekki á þessu stigi segja neitt um umfang þessa máls, né um hve há- ar fjárhæðir væri að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.