Morgunblaðið - 09.02.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.02.1983, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösia: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakið. Svikin loforð og vegtyllur Itilefni af þriggja ára af- mæli ríkisstjórnarinnar í gær birti Morgunblaðið 10 atriði úr sáttmála hennar og eins og lesendur sáu hafði ekki eitt einasta þeirra náð fram að ganga. Raunar má segja að fyrir tilverknað þessarar dæmalausu stjórn- ar hafi allt gengið á annan veg en í sáttmála hennar seg- ir. Seðlabanka íslands blöskrar svo stjórnleysið, að í síðustu viku sendi hann frá sér greinargerð til að vara þjóðina við hættuástandinu sem myndast hefur undir forystu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin vildi minnka verðbólgu. Hún hefur hækk- að. Ríkisstjórnin vildi bæta kjör hinna lakast settu. Þau hafa versnað. Ríkisstjórnin vildi hraða endurskoðun vísi- tölugrundvallarins. Það mál er strandað. Ríkisstjórnin vildi lækka vexti. Þeir hafa hækkað. Ríkisstjórnin vildi beita aðhaldi í gengismálum. Dollarinn hefur hækkað um 375% í tíð hennar. Ríkis- stjórnin vildi takmarka er- lendar lántökur. Þær hafa aukist í hættumörk. Ríkis- stjórnin vildi að nú væri staðgreiðslukerfi skatta lög- fest. Svo er ekki. Ríkisstjórn- in vildi að niðurstaða lægi fyrir hjá stjórnarskrárnefnd fyrir árslok 1980. Tillögur nefndarinnar komu 11. janú- ar 1983. Ríkisstjórnin vildi sem fyrst setja lög um fram- haldsskóla. Það hefur ekki verið gert. Ríkisstjórnin vildi setja lög um umhverfismál. Það hefur ekki verið gert. Þessu tíu atriði, sem hér eru tilgreind, vega auðvitað misþungt þegar þjóðarhagur er metinn. En þar sem þau vega þyngst eru svik ríkis- stjórnarinnar mest. Athyglisvert var að skoða stjórnarmálgögnin í gær. í Þjóðviljanum var þriggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar fagnað og þá sérstaklega vegna þess, að aldrei fyrr hefði vinstri stjórn setið jafn lengi. Þessi fögnuður á auð- vitað ekkert skylt við um- hyggju fyrir þjóðarhag, enda hefur hann aldrei verið hátt skrifaður hjá Alþýðubanda- laginu eða ráðherrum þess. Fyrir þeim Svavari Gests- syni, Ragnari Arnalds og Hjörleifi Guttormssyni hefur það aðeins vakað að sitja sem lengst í ráðherrastólunum. Nú þegar Þjóðviljinn lýsir því yfir, að þeir hafi slegið nýtt met í vegtyllum er kannski von til þess að þeir hugsi sér til hreyfings. í Tímanum var ekki minnst á það einu orði, að ríkisstjórn- in ætti afmæli frekar en hún væri ekki til, enda óska flest- ir framsóknarmenn þess lík- lega nú orðið — í laumi að minnsta kosti — að ríkis- stjórnin hefði aldrei orðið til. Óttinn við dóm kjósenda er magnaður meðal þingmanna í stjórnarherbúðunum. Að- eins ráðherrarnir úr Sjálf- stæðisflokknum, sem þegar hafa verið valdir á fram- boðslista, eru tiltölulega létt- ir á brún þegar þeir líta til kosninganna. Þeir vona að öflug stjórnarandstaða flokksins verði þeim til fram- dráttar! Hin sviknu loforð stjórnarsáttmálans verða kjósendur að sjálfsögðu að leggja til grundvallar við mat sitt á frambjóðendum. Framsóknarmönnum tekst ekki að beina athyglinni frá þeim, jafnvel ekki með því að svíkjast aftan að kjósendum og þingmönnum annarra flokka í kjördæmamálinu. Sættir á Vestfjörðum Yfirlýsingar forystu- manna Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum sýna, að þar hafa tekist sætt- ir í þeirri deilu sem spratt af fyrirkomulagi ákvarðana um framboðslista flokksins þar milli flestra, sem þar áttu hlut að máli og vonandi tekst allsherjarsamkomulag. Morgunblaðið varaði við því að sprengiframboð sjálfstæð- ismanna á Vestfjörðum kynni að verða öðrum for- dæmi auk þess sem það myndi veikja tiltrú manna til Sjálfstæðisflokksins. Af margvíslegum ástæðum er þeim sættum meðal sjálf- stæðismanna á Vestfjörðum sem lýst var hér í blaðinu í gær því fagnað. Enginn vafi er á því, að áhrif sjálfstæð- ismanna í kjördæminu verða mun meiri þegar þeir ganga einhuga til kosninga heldur en ef tveir listar hefðu verið bornir fram í þeirra nafni. Slík sundrungarstarfsemi í íslenskum stjórnmálum er tímaskekkja eins og málum er nú háttað. Fátt er mikil- vægara en slegin sé skjald- borg um það stjórnmálaafl sem þjóðinni hefur reynst best. Dreifingarstöð eggja- bænda sett á laggirnar Tilgangurinn að ná betri tökum á markaðn- um, en undirþoð hafa verið tíð undanfarið Á FUNDI eggjaframleiðenda síðastliðinn fostudag var sam- þykkt tillaga þess efnis, að þegar verði sett á laggirnar dreifingarstöð fyrir eggja- bændur. Tilgangur með þessari dreifirgarstöð er sá, að koma í veg fyrir undirboð á eggjum, en talsvert hefur verið um slíkt að undanförnu. Sem dæmi má nefna, að kíló af eggjum hefur verið selt á í kringum 30 krón- ur í einstaka verzlun, en heild- söluverð samtaka eggjabænda er hins vegar 55 krónur. Einar Eiríksson, formaður Sam- bands eggjaframleiðenda, sagði í samtali við Mbl. að skoðanir manna hefðu nokkuð verið skiptar á þessum fundi. Sex af sjö stjórn- armönnum sambandsins sátu þennan fund og báru þeir fram tii- lögu þess efnis, að stjórninni yrði falið að kanna framleiðslu og birgðir og kaupa upp eggjabirgðir fyrir framlag frá kjarnfóðursjóði. í framhaldi af því var gert ráð fyrir í tillögunni, að kannaður yrði stofn- og rekstrarkostnaður dreif- ingarstöðvar. Þessar upplýsingar lægju fyrir á almennum félags- fundi, sem haidinn yrði fyrir miðj- an næsta mánuð. Tillaga stjórnarmanna var ekki borin undir atkvæði þar sem áður var samþykkt með 30 atkvæðum gegn 22 að stofna nú þegar dreif- ingarmiðstöð eggjabænda. í báð- um tillögum segir hins vegar, að unnið skuli að samhæfingu mark- aðs og framleiðslu. Einar Eiríks- son sagði í gær, að menn vildu reyna að hafa stjórn á verði eggja og með dreifingarmiðstöð gæti það helzt tekist. Nefnd var kosin til að undirbúa stofnun dreif- ingarstöðvar, en aðeins einn stjórnarmaður í Sambandi eggja- framleiðenda situr í þeirri nefnd. Einar Eiríksson sagðist óttast að ef ekki næðist betri stjórn á markaðsmálum yrði fljótlega skortur á eggjum. Búist við aukinni frystingu vegna samdráttar í herzlu ALLT útlit er fyrir, að aðeins hluti af skreiðarframleiðslu síðasta árs verði seldur til Nígeríu í ár. Því er búist við að skreiðarframleiðsla drag- ist verulega saman í ár miðað við árin á undan og því verði aðrar framleiðslugreinar í sjávarútvegi að taka við miklu af þeim sjávarafla, Björk, Mývalníwveit, 7. febrúar. SILUNGSVEIÐI í gegnum ís hófst á Mývatni um mánaðamótin. Rétthaf- ar veiða samkvæmt ákveðnum kvóta, sem ákveðinn er fram til 1. júní. Algengt er að menn hafi fengið 8 bröndur í 4 net frá því að veiði hófst, en þó allt upp í 16 fiska. Mest fer aflinn í soðið hjá veiði- sem annars hefði farið í herslu. Morgunblaðið spurði Eyjólf ísfeld Eyjólfsson, forstjóra SH, hvernig frystingin væri í stakk búin til að taka við þessari aukningu. Eyjólfur sagði, að gert væri ráð fyrir heldur minni þorskafla í ár en á síð- asta ári og ógerningur væri að segja til um hve mikill afli mönnunum, en einnig hjá vinum og kunningjum. Þá maíti einnig byrja dorgveiði um mánaðamótin og er hún aðeins leyfð á laugar- dögum. Mest er leyfilegt að veiða 10 fiska á dag. Silungurinn hefur yfirleitt verið ágætlega vænn. — Kristján. bærist á land. Þá sagði hann einnig erfitt að átta sig á því hve mikið færi í frystingu af þeim afla, sem t.d. í fyrra hefði farið í herslu og hvaða tilfær- ingar yrðu annars á milli fram- leiðslugreinanna. Varðandi markaði sagði hann, að þorskblokk hefði frek- ar vantað heldur en hitt og á þann hátt mætti vinna hluta aflans. Þá væri hægt að selja meira á Evrópumarkaði, en hins vegar væri spurning um stöðu pundsins gagnvart doll- ar. Því væru ýmsir möguleikar á markaðnum, en hins vegar gætu orðið erfiðleikar í frysti- húsum ef svipað magn veiddist áfram af karfa, ufsa og öðrum fisktegundum en þorski. Af- kastageta frystihúsa væri víða takmörkuð og því væri ekki síður, og sennilega frekar, spurning hvort frystihúsin gætu annað aukningunni en hvort markaðirnir tækju við. Veiðar í gegnum ís hafnar á Mývatni Ægir konungur sækir aö nýja landinu Veslmaniueyjum. 3. febrúar. ÆGIR konungur hefur sótt af hörku að nýja landinu sem myndaðist á austanverðri Heimaey í eldgosinu fyrir 10 árum. Þarna hefur orðið um- talsverð breyting á landslagi og mikið brotnað úr veikasta hluta nýja hraunsins undan þungum ágangi sjávar. Nú í janúar hefur mörg kröftug bylgjan ráðist að nýja hraunhamrinum og þá varð eitthvað undan að láta. Sjórinn hefur brotið sér leið undir hraunmassann á a.m.k. tveimur stöðum þannig að myndast hefur jarðsig, grjótið hrunið niður í sjó og þarna eru nú stórar gjótur sem ná alla leið út f sjó. Eru þessar gjótur bæði djúpar og stórar um sig en yfir þeim á hamarsbrúninni eru steinbogar. Annars sýna myndir Sigurgeirs Jónas- sonar betur en orð fá lýst þessum áfangasigrum sjáv- arins í glímunni við ný- storknaðan hraunvegginn. — hkj. Fryst karfaflök á Japansmarkaö NOKKUR hundruð tonn af frystum karfaflökum voru seld héðan til Japan á síðasta ári. Óvíst er um hvert framhald verður á þessum útflutningi, en bæði Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Samband ísl. samvinnufélaga gera sér vonir um að veruleg aukning geti orðið á útflutningi karfaflaka á Japansmarkað. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, forstjóri SH, sagði í samtali við Mbl. að um 400 tonn af karfaflökum hefðu verið send til Japan í fyrra. Flökin hefðu líkað allvel, en Japanir gera kröfu um að karfinn haldi sínum rauða lit og sé unninn ferskur. Hann sagði, að vonir væru bundnar við þennan markað og að þangað mætti auka verulega söluna á þessu ári. Hins vegar væri ekki búið aö ganga frá samningum þar að lútandi. Eyjólfur benti á nauðsyn þess að finna fleirr markaði fyrir karfaafurðir vegna mikillar aukningar í karfaveiði. Hann sagði, að í fyrra hefðu hús SH unnið 21.500 tonn af karfa, en 17.500 tonn árið 1981. Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar Sambandsins, sagði, að Sambandið hefði í október í fyrra sent um 40 tonn af karfaflökum til Japan. Nú hefðu borizt fregnir af því, að karf- inn hefði líkað mjög vel og síðar í þessum mánuði væru Japanir vænt- anlegir hingað til að ræða um frek- ari kaup. Eins og Eyjólfur, benti Sigurður á mikla aukningu í karfa- veiðum og sagði, að þær hefðu meira en þrefaldast á síðustu árum. Aðspurður um verð sögðu þeir, að Japanir væru samkeppnisfærir við Bandaríkjamarkað. I grein, sem Eyjólfur Isfeld Eyj- ólfsson skrifaði í Morgunblaðið í vikunni segir meðal annars: Á síðasta ári voru seld þangað rúmlega 1000 tonn af þorski, ufsa og ýsuhrognum, en erfitt hefði orð- ið að finna aðra markaði fyrir þessa vöru. Þá hafa einnig verið seld þangað nokkur hundruð tonn af heilfrystri síld og þar er verulegur markaður fyrir síld með hrognum, sem væntanlega verður hægt að nýta hér í einhverjum mæli áður en langt um líður. Ungir menn kaupa Guðstein frá Grinda- vík til Akureyrar ÞRÍR ungir menn á Akureyri hafa fest kaup á fyrirtækinu Samherja í Grindavík og þá um leið á togaranum Guðsteini, sem legið hefur bundinn við bryggju í Hafnarfirði síðustu níu mánuðina. Aðeins er eftir að ganga frá formsatriðum varðandi kaupin, en búist er við. að skipið haldi til veiða á næstunni. Kaupendur fyrirtækisins eru þeir Þorsteinn Baldvinsson, Þorsteinn Vil- helmsson og Kristján Vilhelmsson. Þeir eru synir bræðranna Baidvins og Vilhelms Þorsteinssona landsþekktra aflaskipstjóra og Þorsteinn Vilhelmsson hefur undanfarin ár verið skipstjóri á Kaldbaki, einu aflahæsta skipinu í flotanum. Eiríkur Alexanderson stjórnar- formaður Samherja sagði í samtali við Mbl. að togarinn væri seldur á 46—47 milljónir króna. Guðsteinn er skuttogari af stærri gerðinni, smíðaður í Póllandi árið 1974. Hraðfrystihús Grindavíkur, Hraðfrystihús Þórkötlustaða, Fiskimjöl og lýsi, 8 önnur fisk- vinnslufyrirtæki í Grindavík og Grindavíkurbær hefðu átt fyrir- tækið síðan að uppstokkun varð í því í fyrra og Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar og Barðinn í Kópavogi hefðu farið út úr fyrirtækinu. Upphaflega hefðu Grindvíkingar ætlað sér að treysta atvinnulíf stað- arins með því að eignast hlut í tog- ara, en hann síðan ekki reynst sú l.vftistöng, sem menn hefðu vonað. Síðustu mánuðina, sem skipinu var haldið til veiða, hefði það eingöngu siglt með aflann til að halda tapinu niðri, eins og Eiríkur orðaði það. Á heimleið úr söluferð frá Hull í byrj- un júní í fyrra hefði kviknað í vist- arverum í skipinu og síðan hefði skipið legið við bryggju í Hafnar- firði. Gjöld Hvals hf. til Hvalfjarðarstrandarhrepps: Aðstöðugjald um 363 þúsund kr. í ár og fasteignagjöld um 140 þúsund Nemur einum sjötta af tekjum hreppsins „Ég hef búið hér í sveitinni í 17 ár og því kynnst Hval hf. mjög vel og hef ekki nema góða sögu af þeim kynnum að segja, og það er því sama hvort við skoðum málið í Ijósi hags- muna hreppsins eins eða land- sins alls, ég tel það vera mis- ráðið að leggja hvalveiðar niður með þessum hætti,“ sagði séra Jón Einarsson á Saurbæ, oddviti Hvalfjarð- arstrandarhrepps, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins i gær. Jón kvaðst hafa þekkt Jón heitinn Bjarnason, forstjóra Hvals hf., mjög vel,- „en ég tel hann hafæverið einn af merkari mönnum íslensks athafnalífs," sagði Jón. „1 fyrirtæki hans var alla tíð lögð áhersla á rannsóknir á hvalastofnum, og að mínum dómi var fyrirtækið rekið ákaflega heiðarlega, þannig að rannsakað var hvað var verið að veiða, og hefðum við staðið eins að málum með aðra stofna í hafinu er við nýtum, væri ástandið vafalaust betra hér á landi en .iú er. Þá var Hvalur hf. og er, mjög vinsamlegt þessu sveitarfélagi hér, hefur lagt fram fjármagn tií menningarmála, og þá ekki síst til kirkjunnar hér. Frá fjárhagslegu sjónarmiði er það einnig mikill skaði fyrir hreppinn ef fyrirtækið verður að hætta starf- semi sinni, því það hefur greitt í opinber gjöld sem svarar einum sjötta af öllum tekjum hreppsins. Tekjumissir okkar verður veru- iegur, og enn frekar mun þetta hafa áhrif á atvinnulíf hér og í nágrannabyggðarlögunum, á Akra- nesi, í Hafnarfirði og víðar, og hér hefur fjöldi skólafólks haft vel laun- aða vinnu árvisst. Aðstöðugjald Hvals til hreppsins var 242 þúsund kr. á síðasta ári, og fasteignagjöld voru um 70 þúsund kr. Á þessu ári munu fasteignagjöldin verða um 140 þúsund kr. og trúlega mun að stöðugjald hækka um 50% eða í 363 þús. kr. Þetta eru því verulegar fjár- hæðir, auk þeirra gjalda er Hvalur hf. skilar ríkissjóði árlega.“ Jón kvað ekki hafa komið fram haldbær rök fyrir því að hætta skyldi hvalveiðum. Náttúruvernd- arsjónarmið koma ekki til, því þess hefur verið gætt að ganga ekki of nærri stofnunum. „É?g hef heyrt að sumir vilji ekki láta veiða hvali vegna þess að þeir séu svo gáfaðir. Ég vil spyrja á móti, á þá ekki hið sama að gilda um hross og fleiri dýr? — Sannleikurinn er auðvitað sá, að mennirnir eru settir yfir jurta- og dýraríki jarðarinnar, og þar berum við mikla ábyrgð. En lögmálið hlýtur að vera það, að við nýtum það til matar, og það á að gera með eins skynsamlegum hætti og við getum Það er ósannað og beinlínis rangt, að við séum að ganga of nærri hvalnum. Þá hefur einnig komið fram, að of mikið virð- ist hafa verið gert úr hagsmunum okkar í Bandaríkjunum, að minnsta kosti eru menn ekki sammála um það. Forstjóri Iceland Seafood segir t.d., að hér hafi verið um að ræða „storm í tebolla". Þannig mætti lengi telja. Það hef- ur gerst að alþingismenn hafa látið beygja sig, það hefur komið í ljós í ummælum þeirra. Sumir þeirra segjast að vísu vilja þyrma lífi stórhvela hafsins, en vilja þó ekki þyrma lífi ófæddra barna í móð- urkviði. Ég skil ekki slíkt siðferði. Úrslit þessa máls á Alþingi eru okkur vonbrigði, og ég er sammála þeim, er sagt hafa að þetta sé atlaga að sjálfsákvörðunarrétti lýðveldis- ins. Við trúðum raunar ekki að svona færi, við áttum að mótmæla um leið og Norðmenn, en í sefjun- inni síðustu daga létu þingmenn undan hótunum," sagði séra Jón Einarsson, oddviti Hvalfjarðar- strandarhrepps, að lokum. Hluti íbúðarskála féll ofan á bflinn og toppurinn lagðist saman: „Eg varð aldrei hræddur, en hepp- inn að sleppa vel“ - segir Jón „Það var ónotaleg tilfinning að fá brakið af húsinu yfir sig. Þó gerði maður sér ekki alveg grein fyrir því í fyrstu atrennu hvaða hætta var þarna á ferðinni. Ég hef sloppið undarlega vel, því þarna hefði getað farið miklu verr, og það er líka heppni að ekki urðu stórslys á fólki í skál- anum,“ sagði Jón Þorsteinsson, bóndi í llorgarhöfn í A-Skafta- fellssýslu, en hann slapp naum- lega þegar vinnuskúrar Vörðu- fells við Smyrlabjargarárvirkjun löskuðust í illviðri þar eystra á laugardag. „Ibúðarskálinn var við það að takast á loft þegar ég fór til að forða bílnum. Við vorum all- ir í matarskálanum þegar Þorsteinsson ósköpin dundu yfir. Ég var að færa bílinn til þegar brakið lenti á honum. Þetta gerðist allt svo hratt að ég áttaði mig ekki á því hvað gerst hafði fyrr en eftir á. Gauragangurinn var mikill og það eina sem komst að hjá mér var að forða mér út úr bílnum. En ég varð aldrei hræddur, það var enginn tími til þess. Það var stærðar stykki sem lenti ofan á bílnum, líklega fleiri hundruð kíló á þyngd, og ég get verið ánægður með hversu vel ég slapp, hlaut smá- vægileg meiðsl. Toppurinn á bílnum, sem er Chevrolet Mali- bu árgerð 1979, lagðist að mestu saman, og billinn er því í Borgarhöfn mikið skemmdur. Ég veit ekki hvort ég fæ tjónið bætt,“ sagði Jón. Jón sagði að starfsmenn Vörðufells, sem vinna að lagn- ingu Suðurlínu, hefðu forðað sér og leitað skjóls í húsum Smyrlabjargarárvirkjunar þegar ósköpin dundu yfir, en íbúðarskáli í búðum Vörðu- fellsmanna splundraðist og matarskáli stórskemmdist. Þrír menn hlutu smávægileg meiðsl, en um 20 manns voru í búðunum, þar af tvær ráðskon- ur og ein þeirra með ungabarn. Vörðufellsmenn voru síðan fluttir í Flatey, þar sem þeir fengu inni i húsum grasköggla- verksmiðjunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.