Morgunblaðið - 09.02.1983, Side 32

Morgunblaðið - 09.02.1983, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda, á 50 ára afmælisfundi félagsins: Tafír á framkvæmd EFTA-loforðanna hafa reynst iðnaðinum dýrkeyptar HÉR fer á eftir ræða Víglundar l'orstein.s.sonar, formanns Félags ís- lenzkra iðnrekenda, á afmælisfagn- aði félagsins sl. laugardag, í tilefni 50 ára afmælis félagsins 6. febrúar sl.: Þann 6. febrúar árið 1933 komu nokkrir iðnrekendur saman til fundar á Hótel Borg og stofnuðu með sér félagsskap er hlaut nafnið Félag íslenskra iðnrekenda. Aðal- hvatamaðurinn að stofnun félags- ins og fyrsti formaður þess var Sigurjón Pétursson á Álafossi, en auk hans voru stofnendur félags- ins þeir Eggert Kristjánsson, kex- verksmiðjunni Frón; Guðmundur Jóhannesson, aðaleigandi fyrir- tækisins Magnús Th. Blöndal; Jón Bjarnason sem var starfsmaður fyrirtækisins Magnús Th. Blöndal, þegar félagið var stofnað, en hann stofnaði Kaffibrennslu Reykjavík- ur; Gunnlaugur Stefánsson, Kaffi- bætisverksmiðju G.S.; H.J. Hólm- járn, Smjörlíkisgerðinni Svani; Hans Kristjánsson, Skjólklæða- gerðinni hf.; Helgi Bergs, forstjóri Sláturfélags Suðurlands; Konráð Gíslason, starfsmaður Fiskimjöls hf.; Ragnar Jónsson, Smjörlíkis- gerðinni hf.; Sigurður Waage, Sanitas hf.; Stefán Thorarensen, Efnagerð Reykjavíkur; Sveinn Valfells, Vinnufatagerð íslands, og Tómas Tómasson, Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni. Fyrstu lög félagsins I fyrstu lögum félagsins sem samþykkt voru á stofnfundinum segir m.a. svo um tilgang þess: „Tilgangur félagsins er að efla og vernda íslenskan verksmiðju- iðnað og vera málsvari hans í hví- vetna. Tilgangi sínum hyggst fé- lagið ná meðal annars með því: að reyna að hafa áhrif á lög- gjöf þjóðarinnar og gera tillög- ur um þau málefni, er snerta innlendan iðnað, og vera ávallt við því búið að svara þeim fyrirspurnum er því kynnu að berast viðvíkjandi verksmiðju- iðnaði og á þann hátt tryggja iðnrekendum að réttur þeirra sé ekki fyrir borð borinn hvorki af löggjafarþingi þjóð- arinnar né öðrum. Það er athyglisvert þegar litið er á þau markmið, sem sett voru í fyrstu lögum félagsins og helstu baráttumál félagsins í byrjun, verður ekki annað séð en að aukin opinber afskipti ríkisins af at- vinnurekstri hafi rekið menn til stofnunar FÍI. Á fyrstu áratugum þessarar aldar var hér óheft frí- verslun og í henni risu upp fjöl- mörg iðnfyrirtæki sem fengust við fjölbreytta framleiðslu. íslensk iðnþróun hófst nefnilega af fullum krafti í fríverslun, en ekki á hafta- tímabili eins og oft hefur verið trú manna. Gjörbreytt staða með heimskreppunni Með heimskreppunni varð hér á landi sem annars staðar gjör- breyting á stjórn efnahagsmála, í stað fríverslunar var innleitt hér hafta- og skömmtunarkerfi sem mjög þrengdi að allri atvinnu- starfsemi og var iðnaðurinn þar engin undantekning. Innflutningsleyfi og gjaldeyr- isskömmtun voru inntak stjórn- arstefnunnar allt fram yfir árið 1950 og iðnrekendur voru á þess- um árum beiningamenn á opin- berum stjórnarskrifstofum sem fóru með þeirra mál. Innfíutningur háður leyfum í þessu sambandi vil ég vitna til greinar er Gunna J. Friðriksson þáverandi formaður félagsins rit- aði í afmælisblað þess á 40 ára afmælinu. „Allt frá upphafi félagsins og til ársins 1960 var allur inn- flutningur að meira eða minna leyti háður leyfum. Baráttan stóð við stofnun, sem að vísu skipti nokkrum sinnum um nöfn en mun þó sennilega hafa orðið óvinsælust undir nafninu Fjárhagsráð. Það má segja að allt haftatímabilið, að undan- skildum stríðstímanum hafi verið samfelld eyðimerkur- ganga fyrir íslenskan iðnað. Iðnaðinum var haldið í algjöru svelti um kaup á nauðsynleg- um hráefnum, vélum og bygg- ingu verksmiðjuhúsa. Tolla-, verðlags- og lánamálin aðalmálin Á þessum fyrstu árum voru jafnframt komin til þau baráttu- mál sem allar götur síðan hafa verið meginmál félagsins þ.e. tolla-, verðlags- og lánamálin. Baráttan í þessum málum hefur reynst langvinn og erfið og er ekki enn séð fyrir endalokin í þeim efn- um. Lánamálin komu fljótt á dagskrá hjá félaginu. Samvinna um uppbyggingu iðnlánasjóðs Árið 1941 tóks samvinna við Landssamband iðnaðarmanna um uppbyggingu iðnlánasjóðs sem stofnsettur hafði verið með lögum nr. 12, 9. janúar 1935 að frum- kvæði Landssambandsins. Með lögum nr. 40 1941 var sjóð- urinn efldur nokkuð og hlutverk hans gert víðtækara. Iðnaðarbanki íslands stofnaður Árið 1951 var Iðnaðarbanki fs- lands hf. stofnaður. Jafnframt varð iðnlánasjóður þá deild í bankanum, en hann hafði fram til þess verið í vörslu Víglundur Þorsteinsson formaður Félags íslenzkra iðnrekenda í ræðu- stóli á 50 ára afmælisfundi félagsins sl. laugardag. Útvegsbanka fslands. Með stofnun bankans náðist fram baráttumál sem lengi hafði verið unnið að. Bankastofnun var fyrst hreyft á alm. félagsfundi árið 1935, og var málinu haldið áfram allar götur frá því. Á fimmta áratugnum tókst samstarf með Landssam-, bandi iðnaðarmanna um málið með framangreindum lyktum. Af hálfu iðnrekenda hafði Kristján Jóh. Kristjánsson formaður FÍI 1945—1956 forystu málsins með höndum og átti framganga hans drjúgan þátt í stofnun bankans. Löguin um iðnlána- sjóð breytt 1963 var lögum um iðnlánasjóð enn breytt og honum þá séð fyrir tekjustofni, iðnlánasjóðsgjaldinu svonefnda. Með tilkomu gjaldsins urðu straumhvörf í starfi sjóðsins og er hann nú öflugur fjárfest- ingalánasjóður með trausta eig- infjárstöðu og þjónar vel þörfum iðnaðar um fjárfestingalán. Fyrst og fremst vegna þess skatts sem iðnaðurinn lagði á sjálfan sig sjóðnum til styrktar. Eigið fé sjóðsins nemur nú þriðjungi heildarútlána hans. í ljósi þessarar þróunar ákvað stjórn FÍI að leggja til í ársbyrjun 1982 að iðnlánasjóðsgjaldið yrði lækkað um 90%, tókst samvinna við Landssamband iðnaðarmanna um málið og voru lög þar af lút- andi samþykkt á Alþingi á sl. vori. Grundvallarbreyting 1960 Árið 1960 varð hér á landi grundvallarbreyting í stjórn efna- hagsmála. Viðreisnarstjórnin sem þá var mynduð setti fram nýja efnahagsstefnu sem vék að mestu Ieyti frá gömlu hafta- og leyfa- stefnunni yfir á braut frjálsra viðskipta. Á ársþingi félagsins árið 1960 komst Sveinn B. Valfells þáver- andi formaður félagsins svo að orði um þessa stefnubreytingu: „Flest atriðin bæta samkeppn- isaðstöðu hins íslenska iðnaðar til muna og ber því mjög að fagna. Hins vegar er efalaust þörf ýmissa frekari lagfæringa á efnahagsmálum þjóðarinn- ar.“ Mikill uppgangur í íslensku efnahagslífi Árangur þessara ráðstafana lét ekki á sér standa. í kjölfar þeirra fylgdi mikill uppgangur í íslensku atvinnulífi, í iðnaði jafnt sem öðr- um greinum. Á árunum 1960- —1966 varð hagvöxtur nær 70% hér á landi. Slíkan hagvöxt er hvergi að finna á neinu öðru tíma- bili í sögu okkar. EFTA-inngangan Seinni hluta sjöunda áratugar- ins hófst hér á landi undirbúning- ur að þátttöku okkar íslendinga í fríverslunarsamstarfi Evrópu- ríkja, sem lyktaði síðan svo sem öllum er kunnugt með þátttöku okkar í EFTA frá 1. janúar 1970. Undirbúningur að þátttöku í EFTA stóð í mörg ár og var haft samstarf við stjórn félagsins um málið. Sérstaklega um margvís- legar aðgerðir sem gera þurfti til að skapa íslenskum iðnaði aðlögun í fríverslun. EFTA-innganga var mikið hita- mál í FÍI á sínum tíma og hart deilt um málið. Að lokum fór svo að almennur fundur í félaginu samþykkti aðild að EFTA með miklum meirihluta atkvæða. Til grundvallar þeirri samþykkt lágu loforð þáverandi ríkisstjórn- ar um úrbætur í starfsskilyrða- málum iðnaðarins jafnframt því sem EFTA-samningurinn sjálfur gerði ráð fyrir 10 ára aðlögun ís- lensks iðnaðar að fríverslun. Of langt mál er að rekja hér í smáatriðum hver hin svokölluðu EFTA-loforð voru en þau má flokka í aðgerðir í eftirfarandi málum: tolla-, skatta- og lána- málum. Ymis önnur atriði var einnig að finna í loforðunum. Mikill meirihluti íslenskra iðn- rekenda var bjartsýnn á vöxt og viðgang iðnaðar hér á landi í upp- hafi fríverslunar. EFTA-samningurinn gerði ráð fyrir því að tollvernd iðnaðarins breyttist ekki fyrstu 4 ár aðlögun- artímans. Jafnframt var megin inntak EFTA-loforðanna að hráefnatoll- ar lækkuðu hraðar en tollar á full- unnum vörum, jafnframt því sem tollar og söluskattur af iðnaðar- vélum féllu brott. Framleiðsla og eftirspurn jukust framan af áttunda áratugnum Framan af áttunda áratugnum var hagvöxtur mikill og naut iðn- aðurinn þess í vaxandi eftirspurn og framleiðslan jókst verulega. Þetta tafði hins vegar fyrir ýms- um nauðsynlegum aðgerðum vegna EFTA-aðildarinnar. Á síð- ari hluta áratugarins dró mjög úr framleiðsluaukningu í iðnaði og átti hann þá í vök að verjast, bæði gagnvart öðrum innlendum at- vinnugreinum, sem nutu um margt betri starfsskilyrða en iðn- aðurinn og einnig gagnvart er- lendum keppinautum. Á sama tíma hafði verðbólga magnast verulega og hefur hún valdið iðn- aðinum — sem og öðrum atvinnu- greinum — þungum búsifjum. KnúiÖ á um EFTA-loforðin Starfsemi félagsins síðustu 10 árin hefur að langmestu leyti beinst að því að knýja á um efndir EFTA-loforðanna. Með þrotlausu starfi hefur þar nokkuð áunnist en því miður of lítið og of seint. Taf- irnar á framkvæmd EFTA-loforð- anna hafa reynst iðnaðinum dýr- keyptar. Vonbrigði iðnrekenda eru mikil yfir þeim seinagangi sem ríkt hef- ur í framkvæmd aðlögunarinnar og mörg þung orð hafa fallið um seinaganginn. Talað fyrir daufum eyrum Á ársþingi félagsins vorið 1979 komst þáverandi formaður, Davíð Sch. Thorsteinsson, svo að orði: „Iðnrekendur hafa í áratugi talað fyrir daufum eyrum um nauðsyn þess að renna fleiri stoðum undir hið einhæfa at- vinnulíf landsmanna og jafn- framt um mikilvægi þess að hefja markvissa iðnþróun. Hingað til hefur tregðulögmál- ið haft betur. Ég fullyrði, að þótt aðeins séu eftir 9 mánuðir, ég endurtek 9 mánuðir, þar til umsömdum aðlögunartíma að fríverslun lýkur, er enn óra- langt í það að aðlögun ís- lenskra stjórnvalda að fríversl- un sé komin á það stig, sem hún hefði þurft að vera árið 1970 þegar aðlögun iðnaðarins að fríverslun átti að hefjast." Níu mánuðum síðar lauk aðlög- unartimanum, án þess að EFTA- loforðin væru að fullu efnd. Stærstu áfangarnir í tollamál- um eru að vísu að baki. Enn eru þó lagðir tollar og aðflutningsgjöld á ýmis aðföng og vélar sem iðnaði eru nauðsynlegar. f skattamálum hefur það eink- um gerst á síðasta áratug að sölu- i Björgunarfélag Vestmannaeyja: Björgunartæki og neyðarbíll til Eyja Björgunarfélag Vestmannaeyja hef- ur fest kaup á nýjum bíl fyrir félagið sem nota á sem björgunartæki og neyöarbíl í sjúkraflutningum i Kyjum, samkvæmt upplýsingum Kristins Sig- uróssonar formanns Björgunarfélags- ins. Bíllinn er af gerAinni (’hevrolet Suburhan og kostar um 400 þús. kr. til Björgunarféíagsins, en enn er óvíst um niAurfellingu ákveAinna gjalda. Þetta er fyrsti bíilinn sem Björg- unarfélag Vestmannaeyja kaupir en félagið var stofnað 1918 og átti m.a. frumkvæðið að stofnun íslenzkrar landhelgisgæzlu með kaupunum á Gamla-Þór til Vestmannaeyja. Á myndinni eru þrír Björgunarfélags- menn fyrir framan nýja bflinn. Frá vinstri: Einar Steingrímsson, Heimir Sigurbjörnsson og Kristinn SigurAs- son. Ljósmynd Mbl. Kmilía

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.