Morgunblaðið - 09.02.1983, Side 30

Morgunblaðið - 09.02.1983, Side 30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 30 Skorað á Umferðarlaganefnd og Alþingi: Lögreglustjóra heimilað að fjarlægja bifreiðir sem er lagt ólöglega SAMÞYKKT var á fundi í borgar- stjórn Reykjavíkur sl. fimmtudag til- laga l'mferðarnefndar Keykjavíkur um að skorað verði á l'mferðarlaga- nefnd og Alþingi að veita lögreglu- stjóra lagaheimild til þess að fjar- lægja bifreiðir sem lagt hefur verið ólöglega. Tillagan var samþykkt með 17 atkvæðum gegn 1. í borgarráði hafði þessi tillaga ekki hlotið tilskyldan stuðning, þar sem aðeins tveir greiddu henni atkvæði en aðrir sátu hjá. Á borgarstjórnarfundinum bar Katrín Fjeldsted, borgarfulltrúi, upp tillöguna á ný og var hún þá samþykkt. I tillögunni segir m.a. að skorað sé á Umferðarlaganefnd og Al- þingi að beita sér fyrir því, sam- fara lausn á bifreiðastæðavanda- máli m.a. Reykjavíkurborgar, að lögreglustjóra verði veitt heimild í lögum til þess að fjarlægja bif- reiðir sem lagt hefur verið ólög- lega og til verulegra trafala eru, eða slysahætta stafar af. Þá verði sömu yfirvöldum veitt lögtaks- heimild í viðkomandi bifreiðum til að ljúka kostnaði vegna þessa og greiðslu sektar. Hækkun á aðgangseyri sundstaða samþykkt BORGARSTJÓRN samþykkti sl. fimmtudag meó 12 atkvæðum gegn 7 að hækka aðgangseyri að sund- stöðum. Með þessari hækkun er gert ráð fyrir því að aðgangseyrir að sundstöðum borgarinnar standi und- ir 70% af kostnaði, en undanfarið hefur upphæð aðgangseyris verið miðuð við það að hann standi undir 60% kostnaðar. Þegar mál þetta var afgreitt í íþróttaráði var hækkunin sam- þykkt með atkvæðum ráðsmanna Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokks, en fulltrúi Alþýðubanda- lagsins greiddi atkvæði á móti. A fundi borgarstjórnar kom fram sú skoðun borgarfulltrúa Framsókn- arflokksins að þeir væru á móti hækkun aðgangseyrisins, en þrátt fyrir það myndu þeir sitja hjá við afgreiðslu málsins en ekki greiða atkvæði á móti. Alþýðubandalagið lýsti hins vegar yfir því að það væri á móti hækkuninni og sama gerði Kvennaframboðið. Hér fylgir hin nýja gjaldskrá sundstaðanna og er nýja verðið í fyrsta dálki. í öðrum dálki innan sviga er gamla verðið, en í þriðja dálki eru hækkanir í prósentum. Einstakir miðar, fullorðnir Kr. 15,- (12,-) 25% Einstakir miðar, börn 7,- (6,-) 16% 10 miða kort, fullorðnir 105,- (84,-) 25% 10 miða kort, börn 50,- (40,-) 25% 10 miða kort, aldraðir 52,- (42,-) 23% Gufubað 27,- (22,-) 22% Leiga á handklæði og skýlum 15,- (12,-) 25% 10 miða kort, sundæfingar 16 ára og eldri 40,- (30,-) 33% 10 miða kort, sundæfingar yngri en 16 ára 20,- (15,-) 33% í & >m| ”þi‘ ■:£, ' 1 4. m U h » * t V" ( mu t J. L . 'lmmm í * Sf t-' m i || I Austurstræti þar sem byggingarnar munu væntanlega standa. Ljósm. Mbl. Ól.K.M. Rísa „léttar“ þjónustu- og versl- unarbyggingar í Austurstræti? BORGARSTJÓRN samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag að vísa til skipulagsnefndar tillögu Kvennaframboðs um, að fram fari samkeppni um útlit „léttrar" þjón- ustu- og verslunarbyggingar í Aust- urstræti. Var það gert að tillögu borgarstjóra. Forsaga málsins er sú að fyrir nokkru sótti fyrirtækið Upplýs- ingar sf. um leyfi til byggingar „léttrar" þjónustu- og verslun- arbyggirigar í göngugötunni í Austurstræti og vísaði borgar- ráð erindinu til skipulagsnefnd- ar. í skipulagsnefnd lét meiri- hlutinn í ljós þá skoðun að hann væri hugmyndinni hlynntur, en hún lýtur að því að reistir verði léttbyggðir söluskálar vestantil í göngugötunni. Þar er gert ráð fyrir slíkum byggingum. Tillaga Upplýsinga sf. var sýnd á líkani á fundinum og taldi meirihluti skipulagsnefndar að rétt væri að óska eftir útfærslu sem gerði ráð fyrir lægri byggingum. Á fundinum kom í ljós sú skoðun Alþýðubandalagsins að rétt væri að athuga byggingar- möguleika, en hins vegar yrði að kanna hvers konar aðilum yrði úthlutað svæðinu. Á borgarstjórnarfundinum taldi Kvennaframboðið að Upp- lýsingar sf. ættu ekki að sjá um verkið eitt fyrirtækja, heldur væri rétt að efna til samkeppni um útlit bygginganna. Að öðru leyti lýsti Kvennaframboðið sig hlynnt hugmyndinni. STUTTFRÉTTIR ÚR BORGARSTJÓRN Leigumiðlun ekki studd Erindi Leigjendasamtakanna um fjárstuðning vegna leigumiðl- unar hlaut ekki stuðning á síðasta fundi borgarstjórnar, en málið var þá á dagskrá. 8 borgarfulltrúar vinstri flokkanna greiddu erind- inu atkvæði, en Kristján Bene- diktsson borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins og borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Athygli vakti á fundinum sú yf- irlýsing Magdalenu Schram, vara- borgarfulltrúa Kvennaframboðs, um að hún hefði gert mistök í at- kvæðagreiðslu í borgarráði, en þar fékk erindi Leigjendasamtakanna 1 atkvæði Alþýðubandalags gegn 1 atkvæði Kvennaframboðs. Magda- lena greiddi hins vegar atkvæði með erindinu við umfjöllun borg- arstjórnar. Nýbygging á Grettisgötu Borgarstjórn samþykkti með 14 samhljóða atkvæðum að leyfa nýbyggingu á lóðinni Grettisgötu 5. Gert er ráð fyrir því að nýbygg- ing á lóðinni og nýbygging á lóð- inni Klapparstígur 38 verði sam- byggðar, samkvæmt uppdrætti sem Borgarskipulag hefur gert af lóðunum. Húsmóöurstörf metin Guðrún Jónsdóttir borgar- fulltrúi Kvennaframboðs hefur lagt fram tillögu þess efnis að. samþykkt verði fyrir næstu al- mennu kjarasamninga borgarinn- ar og Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar, að kannað verði hve margar þeirra kvenna sem starfa hjá borginni, hafi unnið við hús- móðurstörf áður en þær hófu þar störf. Einnig verði kannað hver kostnaðarauki borgarsjóðs yrði, „verði starfsreynsla þeirra kvenna í húsmóðurstörfum metin til jafns við reynslu í öðrum störfum", eins og segir í tillögunni. Tillaga þessi er nú til umsagnar hjá starfs- mannastjóra Reykjavíkurborgar. Hrafn í fram- kvæmdastjórn Borgarráð samþykkti nýlega með 3 samhljóða atkvæðum að til- nefna Hrafn Gunnlaugsson í framkvæmdastjórn Listahátíðar. Þessi samþykkt var síðan staðfest á borgarstjórnarfundi sl. fimmtu- dag. Rúmar 1,3 milljónir sóttu laugarnar Nýlega var lögð fram skýrsla í íþróttaráði Reykjavíkur um að- sókn að sundstöðum borgarinnar og kemur þar fram að árið 1982 sóttu alls 1.321.096 laugarnar. Er hér um umtalsverða fjölgun að ræða frá árinu 1981, eða um 123.583, sem jafngildir 10,3% aukningu. Þá hefur íþróttaráð óskað heim- ildar borgarráðs til að kaupa tvo sólarlampa til þess að koma fyrir í sundlaugunum í Laugardal. Gjaldtaka á gæsluvöllum Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag að taka gjald fyrir veru barna á gæsluvöllum og mun 10 miða kort kosta 100 krón- ur en 25 miða kort verða á 200 krónur. Mun gjaldtaka þessi hefj- ast innan tíðar, en ekki er ákveðið hver dagsetningin verður. Við um- ræður í borgarstjórn lýstu full- trúar minnihlutaflokkanna sig andvíga þessari gjaldtöku. Athugun um byggingu skóla við Framnesveg Nú standa yfir athuganir á hugsanlegri byggingu skóla á lóð við Framnesveg og hefur Ingi- mundur Sveinsson arkitekt ritað fræðsluráði bréf þar að lútandi. Á borgarstjórnarfundinum kom sú tillaga fram frá Alþýðubandalag- inu að efnt verði til samkeppni um skólabyggingu á þessum stað. Þeirri tillögu var vísað frá, sam- kvæmt tillögu borgarstjóra. Gat hann þess, að aldrei fyrr hefði jafn mikið samstarf og samráð verið haft við fræðsluráð um skipulagsmál en verið hefði það sem af væri þessu kjörtímabili. Frávísunartillaga borgarstjóra var samþykkt með 12 atkvæðum Sjálfstæðisflokks gegn 8 atkvæð- um minnihlutans, en fulltrúi Al- þýðuflokksins, Sigurður E. Guð- mundsson, sat hjá. 4 staðir hugsanlegir fyrir söluíbúöir aldraðra Nýlega var lögð fram í skipu- lagsnefnd Reykjavíkurborgar til- laga að staðsetningu söluíbúða fyrir aldraða og var það meirihluti nefndarinnar sem lagði tillöguna fram. Skipulagsnefnd bendir á eft- irfarandi staði fyrir söluíbúðir fyrir aldraða: 1. svæði við Bólstað- arhlíð, sunnan við Æfinga- kennaraskólann, 2. nýr Miðbær í Kringlumýri, 3. svæði við Glæsibæ eða norðan við hús Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur, 4. Eiðisgrandi á miðsvæði. í tillögunni kemur og fram að Borgarskipulagi verði falin frek- ari athugun og áætlanagerð varð- andi byggingarmagn og afmörkun lóða á framangreindum svæðum. Athuganirnar verði lagðar fyrir skipulagsnefnd fyrir 7. febrúar. Þá vísaði skipulagsnefnd málinu til umsagnar Framkvæmdanefnd- ar stofnana I þágu aldraðra. Atkvæðagreiðsla í borgarstjórn. Á myndinni eru borgarfulltrúarnir (frá vinstri): Jóna Gróa Sigurðardóttir, Hilmar Guðlaugsson, Markús Órn Antonsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Sigurjón Fjeldsted.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.