Morgunblaðið - 09.02.1983, Page 39

Morgunblaðið - 09.02.1983, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 39 fjarðar, 58 km til Seyðisfjarðar og 100 km til Breiðdalsvíkur. Þar hef- ur um nokkurt skeið verið tollvöru- geymsla, en takmarkanir og skipu- lagsleysi á vörudreifingu staðið í vegi fyrir eðlilegri þróun“ o.s.frv. (leturbreyting höfundar). Er nú kyn þó keraldið leki? Ég frábið mér algjörlega að alþing- ismenn Austurlands hafi slíkan hugsunargang, hvað þá heldur að þeir hinir sömu komist upp með að framkvæma slíka endileysu. Þið verðið aldrei látnir komast upp með svona nokkuð, hér væri um stórt spor afturábak að ræða. Reyðarfjörður er alls góðs mak- legur, en hann mun aldrei þjóna nauðsynjum fyrir íbúa t.d. Seyð- isfjarðar í 58 km fjarlægð, hvað þá heldur Breiðdalsvíkur í 100 km fjarðlægð. Til hvers haldið þið að skip sigli með ströndum fram og hafnir hafi verið uppbyggðar, ef síðan á að samþykkja einn útgangspunkt, hvaðan vörum skal dreift yfir fjöll og dal? Út yfir tekur þó þegar full- yrt er, að á Reyðarfirði hafi um nokkurt skeið verið tollvöru- geymsla. Hér er um hreinan upp- spuna að ræða. Húsið var að vísu reist með ærnum fæðingarhríðum, en af- kvæmið reyndist því miður and- vana. Um þetta „Tollvörugeymslu- félag" má raunar segja, að andinn hafi að sönnu verið reiðubúinn, en holdið of veikt. Einhverjar eignir munu hafa skapast af framtakinu og er aðalreglan víst sú í dánar- búum að reitunum sé skipt milli aðstandenda. Fyrir þessu hefur ekki verið haft, enda engir skipta- fundir (aðalfundir) haldnir, svo árum skiptir og er mér tjáð, að hér sem oftar hafi eitthvert útgerðar- fyrirtæki hlaupið undir bagga og nýtt húsið undir skreið og saltfisk, ella lægi það sjálfsagt undir skemmdum eða eyðileggingu. Vöruafgreiðsla — tollvörugeymsla á Seyðisfirði? Öðruvísi mér áður brá, því nóg- ur var kjarkurinn og þorið, er krossferð þessarar húsbyggingar hófst (tollvörug. á Reyðarfirði), en hér sem oftar .yirðist úthaldið hafa brugðist. í þann tíð var forvígismönnum undirbúnings að stofnsetningu þessa fyrirtækis á Austurlandi boðið uppá húsnæði, án nokkurs endurgjalds eða kvaða, annarra en þeirra að vera rekið frá Seyðisfirði í því húsnæði, sem þá var komið vel á veg með að byggja. Hin „framtakssömu öfl“ mann- kílómetra (svo notað sé orðbragð Austurlandsáætlunar) og miðstýr- ingar sáu sér þó engan hag í að þiggja slíka rausn úr hendi Seyð- firðinga. Og verkin sýna merkin? Fólks- og vöruafgreiðsluhúsi, auk ramm- gerðrar tollgirðingar, var komið upp á Seyðisfirði fyrir eigin til- styrk byggðarlagsins, það hefur þjónað sínum tilgangi, vonandi með nokkrum sóma, í um það bil 7 ár og það án íhlutunar eða aðstoð- ar alþingismanna eða ríkisvalds. Þetta höfum við framkvæmt og rekið sjálf og tak þú nú sérstak- lega eftir þessu, góði Egill Jónsson 11. landskjörinn, sem gjarna villt láta kenna stefnu þína, störf og málflutning við áræði og framtak. Það þarf ekki alltaf að bogna í hnjáliðunum þó á móti blási um stundarsakir, öll él birtir upp um síðir og sú tilhneiging sem þarna er á ferðinni finnst manni í hróp- legu ósamræmi við lífsskoðun og störf ykkar beggja, Egill Jónsson og Jón minn Kristjánsson. Hér er um að ræða hreinan og kláran ríkiskapítalisma af hvimleiðustu tegund. Finnst manni að ykkur stæði þó nær að liðsinna á annan hátt, annaðhvort duglegum ein- staklingum eða samvinnuhreyf- ingunni, nema hvorttveggja færi saman, til að ljúka þessu máli og þeirri skömm, sem hér er á ferð- inni, án þess að verða ykkur til minnkunar með jafn kjánalegum tillöguflutningi á hæstvirtu Al- þingi. Ég sé hinsvegar fyrir hugskots- sjónum brosmild andlit þeirra fé- laga Helga Seljan og Sveins Jóns- sonar, jafnvel að vottað hafi fyrir háðsglotti og skal engan furða, enda vel að slíku komnir. Undarlegt er það, alþingismenn góðir, að ykkur skuli aldrei hafa komið til hugar að spyrjast fyrir um, á hvern hátt þessi mál voru leyst á Seyðisfirði án ríkisaf- skipta. Ennþá undarlegra er þó, að nú viljið þið leggja upp með ríkis- fjármagn í umferðarmiðstöð á Eg- ilsstöðum og meðal annars notið þau rök í greinargerð, að þar fari um garð 7—9000 farþegar úr Smyril á hverju ári, en að ykkur komi til hugar að liðsinna eða hjálpa til við þessa sömu 7—9000 farþega á Seyðisfirði virðist alveg þvergirt fyrir. Er þar þó um enda- stöð að ræða og fólk oft misjafn- lega á sig komið eftir volk í hafi. Öll ykkar hjálpsemi og fórnfýsi skal enn sem fyrr enda á hinum einu og sönnu „Guðs útvöldu stöð- um“. Eg segi svei og aftur svei. En sem betur fer hjálpar víst Guð ennþá þeim sem nenna að hjálpa sér sjálfir og ilia trúi ég, að ekki fyrirfinnist enn framtaks- samir einstaklingar bæði á Reyð- arfirði og Egilsstöðum, að ógleymdum samtökum samvinnu- manna, sem frábiðja sér svona kukl. NiÖurlag Að lokum skal tekið fram, að stundum hefur bæjarstjórinn á Seyðisfirði setið undir ákúrum um „hreppamennsku", þegar stofn- anadreifingu á Austurlandi ber á góma, fúslega skal játað að illt er að eiga að dæma í eigin sök og oft eru fleiri en einn flötur á hverju máli. Hér tekur þó steininn úr og verður að gera þá skilyrðislausu kröfu til títtnefndra hæstvirtra alþingismanna okkar, að annað tveggja komi til, þessi dæmalausa þingsályktunartillaga verði dregin til baka, eða henni breytt á þann veg, að tillögumenn þurfi ekki að hafa skömm eða landsfjórðungur- inn skaða af. í þeirri von að frekari eftirmál þurfi ekki að koma til út af þessu máli, sendi ég ykkur öllum fjór- menningum bestu hvatningar- og nýársóskir. James Leighton, sem er með inn- flutta bíla í Minneapolis. Martha Rannveig útskrifaðist úr College of the Atlantic, Bar Harbor, Maine og starfar nú hjá U.S. For- est Service í North Carolina sem líffræðingur — biological techn- ician. Hjónin voru í jólaheimsókn hjá aldraðri móður Emils á Lundar, og Leslie, eftirlifandi bróðurnum; lagði hann sig til hvílu eftir há- degi eins og hann gerði oft, en nú á gamla heimilinu. Er hans var vitj- að innan skamms hafði hann dáið þar, liggjandi á legubekk. Orsökin var augljós, hjartabilun. Þetta skeði 27. desember 1982, og á gamlársdag var Emil jarðaður í fjölskyldugrafreitnum eftir at- höfn sem séra John Gilbert stjórnaði, Únítara-presturinn frá Winnipeg sem tók við af séra Phil- ip Péturssyni eftir að hann lét af stöfum fyrir fáeinum árum. Minn- ingarathöfn sem Minnesota Valley Unitarian Universalist Fellowship sá um, var haldin laugardaginn 8. janúar í Universalist Church, 5000 Girard Avenue í Minneapolis. Að- alræðuna flutti kvenprestur, dr. Kathy Fuson Hurt, auk þátttöku sóknarprestsins, dr. John Cumm- ins; um 300 manns voru viðstadd- ir. Það var skemmtilegt að vera með séra Emil Guðmundssyni. Hann var spaugsamur, líflegur í viðræðum, sérstaklega um sín áhugamál og hafði góða frásagn- arhæfileika. Hann hafði unun af sögu, var víðlesinn og athugull menntamaður og kennimaður í húð og hár. Stefnur hans í trúmál- um og stjórnmálum lýsast ofast nær sem frjálslyndar — en hann var fastheldinn í skoðunum. Til er enskt máltæki: „Give me your con- victions, I have doubts enough of my own.“ Þetta tilheyrði honum Emil — hann virti sannfæringar en hafði væga dóma um efasemd- ir. Hann var rammíslenzkur að eðlisfari, hann Emil — hafði ágætt vald á málinu og las tals- vert á íslenzku, sér til skemmtun- ar og fróðleiks. Þetta var eðlilegt, þar sem hann lagði fyrir sig svo mikinn lestur í sambandi við rit- gerðarefnið um trúarbrögðin. Síðari árin var séra Emil mikið á ferðalagi. Starfssvið hans í Únít- ara kirkjunni var óhemju stórt og hann komst allar þessar vega- lengdir aftur og aftur, stóraukinn kunningjahópur ár frá ári með vaxandi vinsældum og tiltrú skoð- anabræðra. Einkenni Emils sem eiginmanns og föður voru honum til mikils sóma og konu hans og dætrum til hamingju og öryggis. Lengi verður hans saknað af vin- um og vandamönnum. Refabúið við Lyngfell. V estmannaeyjar: Refarækt hafin Vpstmannaeyjum, 1. febrúar. MANNI VIRÐIST refarækt eiga sér bjarta framtíð á íslandi ef marka má orð bændaforustunnar og áhugi manna á þessari búgrein virðist vaxandi. Þessi áhugi hefur nað alla leið hingað út í Eyjar þó svo Yestmannaeyjar verði trúlega seint taldar til blómlegustu landbúnað- arhéraða landsins. Hér eru margir „frístunda“-bændur sem dútlað hafa við rolluskjátur og hesta og myndarlegur búrekstur var hér á nokkrum bæjum fyrr á árum. Tveir ungir bræður hafa nú sett á stofn refabú, en refarækt hefur ekki verið stunduð hér í fjöldamörg ár. Bræðurnir, Svav- ar og Garðar Garðarssynir, hafa byggt um 400 ferm. stálgrinda- hús suður á Heimaey, nálægt Lyngfelli. Sáu bræðurnir sjálfir um að reisa húsið enda hag- leiksmenn báðir tveir. í síðustu viku fluttu svo „íbú- arnir" inn í hin veglegu húsa- kynni, 40 læðurog 15 högnar. Svavar Garðarsson sagði í spjalli við Mbl. að hér væri um hálfgerða tilraunastarfsemi að ræða, mörgum spurningum væri ósvarað um hvort refarækt ætti framtíð fyrir sér í Eyjum. Ref- irnir voru keyptir frá Blárefi í Krísuvík og til að byrja með verður fóður keypt frá fóðurstöð í Þorlákshöfn. Fleiri aðilar í Eyjum hafa sýnt áhuga á því að setja þar á stofn refabú. — hkj. Svavar Garðarsson fóðrar refina. MorRunblaÖiö/ Sipurgeir Nýjasti innflytjandinn í Gyjum, refurinn. m # l| mmt cn m »r> eo Metsclubiadá hverjam degi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.