Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1983 Sérframboð og nýir flokkar: Framboð ýmist óákveðin eða listar ófrágengnir „ÁKVÖRÐUN um hugsaniegt framboð liggur ekki fyrir enn, en við höfum boðað til fundar á laugardaginn, og þá reikna ég með að þetta verði ákveðið, af eða á,“ sagði Valdimar Kristinsson hagfræðingur í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Valdimar er einn forsvars- manna áhugamanna um jafnan kosningarétt, sem gengust fyrir undirskriftasöfnun nýlega um kjördæmamálið, en fréttir hafa verið uppi um að hópurinn hyggi á framboð við alþingiskosningarnar. Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær- kveldi, að ákvörðun hans um hugs- anlegt framboð lægi ekki fyrir, hvorki af né á. Er hann var spurð- ur hvort hann hefði fengið í hend- ur lista með áskorunum um fram- boð, sagði forsætisráðherra: „Hann mun vera á leiðinni." Er blaðamaður hafði samband við Vilmund Gylfason í gærkveldi til að spyrja um hvort framboðs- listar Bandalags jafnaðarmanna væru tilbúnir, kvaðst hann vera á fundi, og ekki geta rætt við blaða- mann. Ingibjörg Hafstað í uppstill- inganefnd kvennalistans í Reykja- vík sagði í gærkvöldi, að fram- boðslistar Kvennalista yrðu vænt- anlega tilbúnir og frágengnir á sunnudag, að öllum Iíkindum í þremur kjördæmum; Reykjavík, Reykjanesi og Norðurlandi eystra. Sólveig Leifs- dóttir önnur í alþjóðlegri hárgreiðsíu- keppni SÓLVEIG Leifsdóttir, hár- greiðslumeistari, varð númer tvö í alþjóðlegri hárgreiðslukeppni í New York í byrjun vikunnar, í keppni um meistarabikar (Inter- national Hairstyle of the Year) og munaði aðeins nokkrum stigum á henni og þeirri sem sigraði. í annarri keppni, um svokall- aðan alþjóðabikar (World Su- preme Styling Competition), varð hún fimmta af 29 þátttak- endum. í keppninni um alþjóða- bikarinn keppa þeir einir sem unnið hafa til verðlauna í viður- kenndri hárgreiðslukeppni, en keppnin um meistarabikarinn er opin. Geysilegur fjöldi kepp- enda víðsvegar að úr heiminum tók þátt í keppninni í New York, en keppnin er nefnd „Beauty Show“ og er til hennar efnt af heimssamtökum ýmissa einka- aðila. Þessi keppni er sú stærsta sinnar tegundar og vekur ávallt Sólveig Leifsdóttir. Myndin er tek- in fyrir 2 árum þegar hún varð ís- landsmeistari í hárgreiðslu. mikla athygli. Það var sjón- varpað frá keppninni í einn og hálfan tíma. Var Sólveigu Leifsdóttur sér- staklega boðin þátttaka, en hún er núverandi Islandsmeistari í hárgreiðslu. Og annar hár- greiðslumeistari af íslandi, Elsa Haraldsdóttir, var fengin í hóp dómara. Þetta er í fyrsta skipti sem íslendingar taka þátt í þessari keppni. Mannréttindabrotum í E1 Salvador mótmælt EL Salvador-nefnd Alþýðuflokks- ins og fulltrúi Mannréttinda- nefndar E1 Salvador hér á landi stóðu fyrir fundi við Bakarabrekk- una í gærdag, þar sem fjallað var um mannréttindabrot stjórnvalda í E1 Salvador og morðið á Marian- ellu Garcíu Villas. Eftir fundinn var mótmælastaða við bandaríska sendiráðið. „Arnarflugsvélin var á hárréttri leið“ Miðað við hraða flugvélanna minnkaði bilið milli þeirra um kílómetra á þriggja sekúndna fresti „FLUGMENN Boeing-flugvélar Arnarflugs voru á hárréttri leið samkvæmt flugheimildum og brugðust rétt við,“ segir í tilkynningu, sem Flugmálastjórn gaf út í gær vegna atviksins á þriðjudag er flugmenn Arnarflugsþotu afstýrðu með snarræði árekstri við Orion-flugvél varnarliðsins undan suðurströnd landsins. Af tilkynningunni má ráða að varnarliðsflugvélin hafi farið út fyrir sitt afmarkaða svæði í heimildarleysi og verið í hægri beygju þvert á stefnu Arnarflugsvélarinnar, er flugmenn Arnarflugsvélarinnar tóku eftir flugvél- inni og áttuðu sig á hættunni. í nokkrar mínútur stefndu (lugvélarnar beint hvor mót annarri, en á korti Morgunblaðsins í gær, sem teiknað var eftir lýsingum sjónarvotta, var að sjá sem Orion-flugvélin kæmi ofan af landi. Skýringin á því er sú að þegar flugvélin sást var hún í hægri beygju og virtist því koma frá hægri, þ.e. ofan af landi. Að sögn Skúla Jóns Sigurðssonar hjá Loftferöaeftirlitinu er rannsókn málsins ekki lokið og því væri ekki hægt að skýra nánar frá atvikum en segði í tilkynningu Flugmálastjórnar, sem er svohljóðandi: „Þriðjudaginn 15. marz sl. klukkan 12:00 fór Orion-flugvél frá varnarliðinu í æfingarflug frá Keflavíkurflugvelli. Var áformað að þjálfa flugmenn og var flugtími áætlaður fimm klukkustundir í svæði suður af Keflavík í geira sem afmarkast af 160 og 240 gráðu geislum frá fjölstefnuvitanum í Keflavík, 15 til 35 sjómílur frá Keflavík milli 10 þúsund og 15 þúsund feta hæðarmarka. Laust eftir klukkan 13:00 var Boeing 737-áætlunarflugvél Arn- arflugs að koma til Keflavíkur frá Amsterdam. Flugvélin kom yfir Vestmannaeyjar og þaðan beint til Keflavíkurflugvallar. Hún var yfir Vestmannaeyjum klukkan 13:03 og fékk heimild til lækkunar á venjulegan hátt inn til Keflavík- ur. Um klukkan 13:14 fór Orion- flugvélin út úr svæði sínu nálægt ströndinni og um klukkan 13:15,30 er hún komin inn á og flýgur út geisla 140, eða sama geisla og Arn- arflugs-vélin flýgur inn á í gagn- stæða átt. Flugumferðarstjóri sá sem annaðist radarflugumferðar- stjórn á viðkomandi svæði tók ekki eftir því strax að Orion-vélin var komin inn á flugferil Arnar- flugs-vélarinnar og á gagnstæða stefnu. En klukkan 13:17,46 gaf hann Orion-flugvélinni fyrirmæli um að beygja til hægri vegna um- ferðar og flugstjóri Orion-vélar- 27 þúsund tonn af salt- físki seld til Portúgal Minna magn og lægra verð í dollurum en á síðasta ári SAMII) hefur verið við portúgalska rfkisfyrirtækið Reguladora um salt- fisksölu til Portúgal á þessu ári. Gert er ráð fyrir, að Portúgalir taki á móti að minnsta kosti 27 þúsund tonnum til ársloka og auk þess allt að 7 þúsund tonnum á fyrstu mánuðum næsta árs. Saltfiskframleiðslan var mjög mikil síðastliðin tvö ár og þá voru afgreidd 37 þúsund tonn hvort ár. Það sem af er þessu ári hefur verið afskipað upp í saltfisksamninga frá síðasta ári. Nú sem áður var samið við Portúgali í Bandaríkjadölum og var samið um lægra verð en á síöasta ári. Samningamenn SÍF héldu til Spánverja er ólokið. Samning- Ítalíu á miðvikudag til samninga ana í Portúgal önnuðust fyrir við ítali um saltfiskkaup héðan I SÍF þeir Þorsteinn Jóhannesson, ár. Þaðan eru þeir væntanlegir stjórnarformaður, stjórnar- heim eftir helgi. Samningum við mennirnir Dagbjartur Einars- son í Grindavík og Stefán Páls- son í Vestmannaeyjum, Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri SlF, og Sigurður Haraldsson, skrif- stofustjóri SÍF. í fréttatilkynningu frá SÍF segir, að Portúgalir hafi mikinn áhuga á fiskveiðiréttindum inn- an landhelgi þjóða við N-Atl- antshaf, eins og fram hefur kom- ið í fréttum. í þessum viðræðum nú hafi þeir ekki séð ástæðu til að taka það mál upp einu sinni enn, en hafi hins vegar lagt mikla áherzlu á, að íslendingar skildu að þeir mætu fiskveiði- réttindi mikils. Loks hafi þeir undirstrikað þá margyfirlýstu kröfu sína, að íslendingar héldu áfram að auka kaup frá Portúgal á hvern þann hátt, sem möguleg- ur fyndist. Með því móti einu gætu íslendingar vænzt þess, að halda hlut sínum á portúgalska saltfiskmarkaðnum. innar kvittaði fyrir klukkan 13:17,51. Flugvélarnar mættust síðan um klukkan 13:19 og var Orion-vélin þá í hægri beygju þvert fyrir Arn- arflugsvélina sem sveigði snöggt til hægri þegar flugmennirnir sáu Orion-vélina framundan. Hæðar- aðskilnaður þeirra var um eða innan við 300 fet og lengdarað- skilnaður nokkur hundruð fet, en slíkt er erfitt að sjá eða meta nákvæmlega á radarmyndinni. Flugmenn Boeing-flugvélar Arnarflugs voru á hárréttri leið samkvæmt flugheimildum og brugðust rétt við. Unnið er að fullnaðarskýrslu samkvæmt starfsreglum og verður hún vænt- anlega tilbúin fljótlega." Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var varnarliðsflugvélin við æfingar í svæðinu sem henni hafði verið afmarkað. Verið var að þjálfa flugmenn í að stjórna vél- inni eins og vökvastýrin væru bil- uð, en undir þeim kringumstæðum er flugvélin mjög þung í stýrum. Flugmenn Arnarflugsvélarinnar sáu varnarliðsflugvélina nokkrum sekúndum áður en flugvélarnar mættust, og á ratsjármynd mætt- ust merkin, sem flugvélarnar sendu frá sér, hvort í öðru. Eins og fram kemur í tilkynn- ingu Flugmálastjórnar verður fullnaðarskýrsla samin að rann- sókn lokinni. Samkvæmt starfs- venjum stofnunarinnar eru skýrslur af þessu tagi gerðar til að stuðla að flugöryggi, og þess vegna verða í skýrslunni gerðar tillögur um aðgerðir til að fyrirbyggja að atvik af þessu tagi geti gerzt aft- Nálgast hratt Þar sem flugvélarnar flugu á tímabili beint hvor mót annarri hafa þær nálgazt hratt. Miðað við að farflugshraði Orion-flugvélar- innar hafi verið 330 hnútar, eins og Janes-flugvélabókin gefur upp, og að lækkunarhraði Boeing- flugvélarinnar hafi verið á milli 280 og 320 hnútar, þá hafa flugvél- arnar nálgazt hvor aðra með rétt tæpra 1200 kílómetra hraða að meðaltali, eða um 330 metra á hverri sekúndu. Miðað við þessar forsendur hef- ur verið einn kílómetri á milli flugvélanna þremur sekúndum áð- ur en þær mættust, og 10 kíló- metrar hálfri mínútu áður. Það þýðir að 20 kílómetrar voru á milli þeirra einni mínútu áður en flug- vélarnar mættust. Þegar flugvél- arnar mættust voru innan við hundrað metrar á milli þeirra, að sögn sjónarvotta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.