Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1983 19 Frá vinstri: Þórður Steingrímsson, framkvæmdastjóri Revíuleikhússins, Sig- urbjörg Árnadóttir, sem í ssti í leikhúsráöi Alþýóuleikhússins og Ingibjörg Guömundsdóttir, framkvæmdastjóri Gránufjelagsins fyrir framan Hafnar- bíó. Húsnæðisekla Alþýðuleikhússins: Hafa augastað á gamla Sigtúni EKKI hefur enn tekist að finna hentugt húsnæði fyrir starfsemi Alþýðu- leikhússins, Revíuleikhússins og Gránufjelagsins, en sem kunnugt er missa leikhóparnir starfsaðstöðu sína þegar Hafnarbíó verður rifið 5. aprfl nk. Þó er verið að kanna hvort unnt sé að fá sýningaraðstöðu í gamla Sigtúni við Austurvöll. Þetta kom m.a. fram á blaða- mannafundi með fulltrúum leik- hópanna sl. þriðjudag. Þar voru einnig lagðar fram stuðningsyf- irlýsingar frá Leiklistarsambandi íslands, leikhússtjórum, Félagi leiklistarnema og fjölda leikara, við baráttu leikhópanna þriggja um að fá viðunandi húsnæði. „Þetta húsnæðisleysi er afar bagalegt því að í ráði var að frumsýna þrjár sýningar um það leyti sem Hafnarbíó verður rifið, sagði Sigurbjörg Árnadóttir, sem á sæti í leikhúsráði Alþýðuleik- hússins á fundinum. Þórður Steingrímsson framkvæmda- stjóri Revfuleikhússins sagði að fulltrúar leikhópanna hefðu farið á fund Steingríms Hermannsson- ar samgöngumálaráðherra á þriðjudag og farið þess á leit við hann að fá gamla Sigtún undir starfsemina, en þar er nú mötu- neyti Pósts og síma til húsa. Þórður bætti því við að Sigtún væri ákjósanlegt til leikhúss- starfsemi og staðsetningin góð. Ingibjörg Guðmundsdóttir fram- kvæmdastjóri Gránufjelagsins sagði að reynslan hefði leitt i ljós að ekki væri unnt að reka leikhús í úthverfum borgarinnar sökum lélegrar aðsóknar. Því þyrftu leikhóparnir að leita sér að sýningaraðstöðu í miðbæn- um, en þar væri vissulega erfið- leikum bundið að finna hús sem hentugt væri undir leiklistar- starfsemi. En leikhóparnir treystu því að stjórnvöld mundu koma þeim til hjálpar, enda væri hætta á að tugir leikara misstu atvinnuna. Æskan í N.I M *r« 'MJ Febrúarblað Æskunnar er komið! - Frískt og skemmtilegt efní. M.a.: * Viötöl viö Ragnhildi Gísla og Bubba. * Áskrifendagetraun '83 kynnt - glæsilegir vinningar: reiöhjól, húsgagna- og hljómtækjasamstæöur. * Úrslit vinsældavals Æskunnar. * B. áösmellnar sögur eftir Astrid Lindgren og Mark Twain. * Og fjölmargt annaö, girnilegt og spennandi. ÆSKAN — eitthvað fyrir alla. ' Áskrifendasimi 17336 p Starfsfólk útibús Sparisjóðs Kópavogs er: Björn Magnússon, útibússtjóri, María Einarsdóttir, Brynja Stefnisdóttir og Ágústa Björnsdóttir. Sparisjóður Kópavogs flytzt í nýtt húsnæði í DAG opnar Sparisjóður Kópavogs útibú í verslunar- og þjónustumiðstöð- inni að Kngihjalla 8 (Kaupgarðshús- inu) austast í Kópavogi. Þetta er fyrsta útibú sparisjóðsins, en hann hefur nú starfað í 28 ár og er elsta peningastofnunin í bænum. í fréttatilkynningu frá Spari- sjóðnum segir m.a.: „í upphafi var afgreiðsla spari- sjóðsins vestan Hafnarfjarðarveg- ar, en er nú að Digranesvegi 10 í miðbæ Kópavogs. Það hefur því lengi verið áhuga- mál forráðamanna sjóðsins að setja á stofn afgreiðslu í austurbænum, þar sem allur vöxtur bæjarins hef- ur verið í þá átt, síðustu tvo ára- tugi. Með stofnun þessa útibús getur sparisjóðurinn veitt austur- bæingum aukna og bætta þjónustu og er það von stjórnenda sjóðsins, að Kópavogsbúar standi fast með sinni stofnun, til hagsbóta fyrir þá sjálfa, atvinnulífið í bænum og bæj- arfélagið. Útibússtjóri verður Björn Magn- ússon en stjórn sparisjóðsins skipa: Ólafur St. Sigurðsson, formaður, Jósafat J. Líndal, sparisjóðsstjóri, Richard Björgvinsson, Rannveig Guðmundsdóttir og Pétur M. Þor- steinsson." Ferming á sunnudag Mælifellsprestakall Ferming í Reykjakirkju sunnud. 20. mars kl. 14: Sigurður Björn Blöndal, Sunnuvegi 6. Sigurður Rafn Sigmundsson, Vindheimum. Starri Heiðmarsson, Lækjarbakka 13. Helga Rós Indriðadóttir, Hvíteyrum. Sigrún Helga Indriðadóttir, Alfgeirsvöllum. íscross á Húsavík: Fimm eiga möguleika á íslandsmeistaratitlinum MIKIL barátta verður um sigur í íscrossi, sem fram fer laugardaginn nk. á Húsavík. Úrslitin þar munu líklega gera upp um hver hlýtur Islandsmeistara- titilinn í íscrossi, en staðan í keppninni er mjög jöfn. Forystu í keppninni hefur Kristinn Svansson á Datsun með 27 stig, síðan koma jafnir Birgir Bragason á Skoda RS, Magnús Baldvinsson á BMW og Þórður Valdimarsson á VW, allir með 20 stig. Fimmti er Jón Ragnarsson, sem ekur Volvo 343 Turbo. Morg- unblaðið hefur fregnað að Krist- inn, Þórður og Jón fari allir norð- ur og má því búast við grimmri keppni um efstu sætin. En sunn- anmenn sóttu ekki gull í greipar norðanmanna í síðustu keppni, sem fram fór fyrir norðan, náðu aðeins fjórða sæti. Verður því væntanlega mikil keppni á milli landshluta í íscrossinu sem hefst kl. 14.00. "Ti-1 yNDAVEL TaWM •“Híg k/iAtlC skyndinlysKoöarÞ0Br S ? fbe r að tekurðv j ^ m, - aue 0g pa npj. atrax«Kjftr-Þ** V .. 1 v/erö vélanna s) t.2ð0 f- Ve .T,r oSO —-- 1.600 kr- SMENN umboð allt land UM aus 3616' læsibæ 82590 banka S: 20313

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.