Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1983 29 Björgvin Jónsson kaupmaður - Minning Fæddur 26. maí 1906 Dáinn 9. mars 1983 f hálfa öld vorum við Björgvin nánir vinir og samstarfsmenn í fé- lagsmálum, já, fimmtíu ár er vissulega langur tími en á vináttu okkar bar aldrei skugga, hún var einlæg og sönn. Fátt er manni dýrmætara í lífinu en að eiga góð- an vin og nú á kveðjustund allar þær góðu minningar, sem maður geymir í huganum. Nú við vista- skiptin horfir maður til liðins tíma og þeirra gleðistunda er við nutum saman, með fjölskyldum okkar, ýmist hjá þeim hjónum á þeirra glæsilega heimili eða þau komu til okkar. Já, það var alltaf gleðiefni að hittast og oft var ver- ið saman um hátíðar og oft var boðið í bíltúr út úr bænum. f þá daga áttu ekki allir bíla, en þau bættu úr því fyrir okkur og börnin og um það eigum við góðar minn- ingar, það voru góðir dagar og skemmtilegir. „Endurminningin merlar æ í mána silfri, hvað sem var,“ segir skáldið Grímur Thomsen. Vissu- lega er það rétt, minningin um góðan dreng, mikilhæfan mann, mun lifa. Björgvin var lánsmaður í lífinu, en hans stærsta lán var þegar hann hitti sína góðu konu, Þórunni Björnsdóttur. Þeirra hjónaband var farsælt og traust, þau hafa verið gift í nær fimmtíu ár og verið afar samhent og hamingjusöm. Björgvin lést í Landspítalanum 9. mars sl., eftir stranga en skamma legu, hann hafði ekki gengið heill til skógar sl. ár, en hann stóð sig eins og hetja og kvartaði ekki og var alltaf jafn öt- ull að hverju því starfi sem hann tók að sér. Við störfuðum mikið saman í félagsmálum og það var vissulega mjög ánægjulegt að starfa með honum, það fylgdi hon- um hressandi blær og hann hafði lag á að gefa samstarfsmönnum sínum aukna trú á gildi sitt og aukinn áhuga til að takast á við vandamálin hverju sinni. Björgvin stofanði fiskbúðina Sæbjörgu ásamt vini sínum Óskari og unnu þeir ötullega að fyrirtæki sínu og urðu þeir um- svifamiklir. Hann vann einnig mikið allt fram á síðasta ári, en vinnan var honum mikils virði, hann var einn af þeim mönnum sem alltaf eru tilbúnir að rétta hjálparhönd. Það voru ekki marg- ir dagar í lífi hans sem hann hafði ekki mikið að gera, hann var sí- vinnandi og sístarfandi að ýmsum málum, mikið og óeigingjarnt starf vann hann fyrir bindindis- hreyfinguna og ýmis önnur félög. Kæra Tóta, við Ellen og börnin okkar sendum þér okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja þig á þessari stund. Samúðarkveðjur sendum við til systkina Björgvins, tengda- fólks og annarra ættingja, sem öll hafa misst mikið. Núna þegar Björgvin hefur kvatt, veit ég að hann hefur fengið góða heimkomu. Hann trúði á annað líf, en eftir stöndum við enn um sinn. Fari minn kæri minur í friði og ég þakka honum allt og allt. Einar Björnsson Björgvin Jónsson var fæddur og uppalinn í Reykjavík og hér var allt hans ævistarf. Hann var son- ur hjónanna Höllu Ottadóttur ættaðrar frá Akranesi, og Jóns Guðnasonar, fisksala, en hann var ættaður úr Holtunum. Björgvin átti þrjú systkini, einn bróður og tvær systur, og lést önn- ur systirin fyrir nokkrum árum. Björgvin byrjaði snemma að vinna hjá föður sínum, en hann var annar eigandi að fiskverzlun- inni „Jón & Steingrímur", sem var til húsa á gamla fiskplaninu í Tryggvagötu. Þegar þeir félagar stofnuðu Fiskhöllina, sem var vestar í Tryggvagötu, vann Björgvin þar í nokkur ár. Um 1930 hóf Björgvin leigubíla- akstur og stundaði þá vinnu um þriggja ára skeið. Arið 1936, þann 16. maí, giftist Björgvin eftirlifandi konu sinni, Þórunni Björnsdóttur frá Gröf í Reyðarfirði. Heimili þeirra hefur verið um 30 ára skeið að Blöndu- hlíð 29, hér í borg. Þar hafa þau búið með miklum glæsibrag í fal- legu og listrænu umhverfi, enda er húsmóðirin mikil dugnaðar- og myndarkona. Björgvin var áhugasamur ferða- maður og þau hjónin ferðuðust mikið bæði utan lands og innan. Félagsmál lét Björgvin mjög til sín taka, og þau hjónin störfuðu í stúkunni Vfkingi um 40 ára skeið, og gegndi Björgvin þar löngum ábyrgðarstöðum. Björgvin var einnig einn af stofnendum Must- erisriddara. Árið 1945 stofnaði Björgvin ásamt vinnufélaga sínum, óskari Jóhannssyni, Fiskbúðina Sæ- björgu og hófu þeir rekstur henn- ar að Laugavegi 27. Fyrirtæki þetta varð fljótt vel þekkt undir stjórn þeirra félaga, enda voru þeir ávallt hin síðari árin nafn- kenndir við fyrirtækið. óskar lést árið 1973, en Björgvin hélt áfram rekstri fyrirtækisins með Guð- mundi, syni óskars, og rak það með honum þar til 1 júlí á sl. ári, að Guðmundur keypti fyrirtækið og rekur það nú með tveim sonum sínum. Ég kynntist Björgvin og konu hans fyrir tæpum 40 árum í gegn- um sameiginlegt kunningjafólk okkar, en við höfðum þó lítil sam- skipti fyrst í stað, og það var fyrst árið 1958, þegar við þrír, Björgvin, Þórir Skarphéðinsson og undir- ritaður keyptum Lífstykkjabúðina hf. að við fórum að kynnast nánar í sambandi við fyrirtækið. Björg- vin og Þórir höfðu áður verið sam- eigendur að versluninni Höfn á Vesturgötu, en seldu hana, er Þór- ir tók við stjórn Lífstykkjabúðar- innar. Björgvin, Þórir og þriðji að- ili áttu um fjölda ára fyrirtækið Exeter, sem var til húsa að Bald- ursgötu 36, I húsnæði sem Björg- vin átti. Þórunn, kona Björgvins, stjórnaði þessu fyrirtæki í mörg ár. Björgvin var einn af stofnend- um Austurvers hf. og í stjórn þess um tíma. Það var svo árið 1966 að náin kynni tókust með okkur Björgvin, en tildrög þess voru þau, að hann kom að máli við okkur Þóri, hvort við vildum kaupa með sér heild- verslunina John Lindsay hf., en Björgvin var þá þegar stór hlut- hafi í því fyrirtæki. Og það varð úr, að við slógum til, og var Björgvin ávallt formaður félags- ins, þar til að hann seldi okkur félögum sínum hlut sinn í því í febrúar á sl. ári. Samvinna okkar þessi 16 ár var með eindæmum góð og mér fannst hann alveg einstaklega samvinnu- þýður og alltaf tilbúinn að leysa vandann, þegar erfiðleikar steð- juðu að. Við Þórir Skarphéðinsson eigum því Björgvini Jónssyni mikið að þakka fyrir ágæta samvinnu í þessum félögum. Nú, þegar við kveðjum Björgvin í Sæbjörgu eftir langt og heilla- drjúgt ævistarf, sendum við Þór- unni innilegar samúðarkveðjur, en geymum í huga okkar góðar minn- ingar um kæran vin. Guöjón Hólm Björgvin Jónsson kaupmaður, Blönduhlíð 29, andaðist á Land- spítalanum 9 mars sl. Björgvin var fæddur í Reykja- vík þann 26. maí 1906. Foreldrar hans voru hjónin Jón Guðnason, fisksali og Hallbera Ottadóttir. Þeim hjónum varð fimm barna auðið og eru nú aðeins tvö á lífi. Jón faðir Björgvins var Árnes- ingur að ætt, fæddur í Laugar- dælum í Hraungerðishreppi í Flóa, en móðir hans, Hallbera, var ættuð af Akranesi. Ungur að árum fór Björgvin að vinna fyrir sér eins og þá var venja með ungt fólk og vann hann við margvísleg störf, svo sem bréfberastörf hjá Pósti og síma, og verslunarstörf. Einnig gerðist hann atvinnubílstjóri í nokkur ár. Árið 1933 réðist hann til starfa hjá hinni þekktu fisksölu „Jón og Steingrímur", sem allir eldri borgarar muna eftir, þar sem Jón faðir Björgvins var annar eig- andinn. Á árinu 1945 stofnaði Björgvin f félagi við Óskar Jóhannesson fisk- búðina „Sæbjörgu" hér í borg og ráku þeir saman þetta fyrirtæki með miklum myndarskap um ára- bil, enda þróaðist það og varð eitt umfangsmesta fyrirtæki í þessari grein á landi. Óskar er látinn fyrir nokkrum árum, en sonur hans tekinn við Sæbjörgu, Björgvin hætti þar störfum á sl. ári. Björgvin hafði fleira í huga en að sinna eingöngu hinu venjulega brauðstriti. Hann var félags- hyggjumaður og líktist þar föður sínum, sem var einn þeirra manna sem stofnuðu Sjómannafélag Reykjavíkur á sfnum tíma og einnig var Jón einn af stofnendum IOGT stúkunnar Vfkings og starf- aði hann þar allt til æviloka. Björgvin Jónsson var ungur að ár- um, er hann gekk í st. Vfking og var þar félagi sfðan, og umboðs- maður Stórtemplars þar frá því faðir hans andaðist fyrir allmörg- um árum, en því embætti hafði Jón gegnt um langt árabil. Björg- vin var einn af stofnendum Reglu Musterisriddara árið 1949 og lengi í stjórn hennar. Hann var mörg ár í áfengisvarnarnefnd Reykjavfkur og var gjaldkeri nefndarinnar. Björgvin vann að margskonar málum innan GT-reglunnar, starfaði lengi að því að halda uppi áfengislausum skemmtunum fyrir borgarbúa og varð þar vel ágengt. Hann var mikill starfsmaður og vildi að hlutirnir gengu fljótt og vel fyrir sig og ýtti fast á í þeim málum sem hann vildi að næðu fram. Björgvin var skapríkur eins og oft er með athafnamenn, en þó samvinnuþýður, hann vildi hafa það sem sannast var hverju sinni, og gaf þá ekki eftir hver svo sem í hlut átti. Hann var traustur fé- lagi, ábyggilegur og hjálpsamur og orð hans stóðu sem skrifuð væru. Björgvin var gott að þekkja og eiga hann að félaga og vini. Árið 1936, 16. maí kvæntist Björgvin Þórunni Björnsdóttur, útvegsbónda í Reyðarfirði, Gisla- sonar. Þórunn stóð við hlið manns síns og studdi hann í starfi, og voru þau hjónin mjög samhent í öllu. Það var ánægjulegt að koma á heimili þeirra, og eiga með þeim samverustund, þau tóku vel á móti gestum og áttu gott með að blanda geði við annað fólk. Nú er komið að leiðarlokum, við hjónin þökkum Björgvin sam- fylgdina á liðnum árum, og vott- um þér Þórunn okkar innilegustu samúð. Kristján Guðmundsson Björgvin Jónsson, Blönduhlíð 29 hér í borg, lést í Landspítalanum hinn 9. mars sl. Hann var fæddur og uppalinn í Reykjavík og starfaði þar allan sinn aldur. Fyrst við hin ýmsu störf, en lengst af við verslun og þá aðallega við fisksölu í Sæ- björgu, sem hann var annar eig- andi að. Björgvin Jónsson var bindindis- maður á vín og tóbak og starfaði um árabil að þeim málum af mikl- um áhuga innan Góðtemplara- reglunnar og í Áfengisvarnanefnd. Kunningsskapur tókst með okkur Björgvin fyrir rúmum ára- tug, og hefir varað síðan með miklum ágætum, og hefir-veitt mér margar ánægjustundir. Björgvin var fríður maður, frár á fæti og léttur í lund, og hafði gaman af að segja léttar smásögur í góðra vina hóp, sem kom við- stöddum í gott skap með bros á vör. Björgvin Jónsson var strang- heiðarlegur maður, sem ekki mátti vamm sitt vita, velviljaður og greiðvikinn ef til hans var leit- að. Hin ágæta eiginkona Björg- vins, Þórunn Björnsdóttir, er mér ekki síður kær, sem hin sanna kona, sem stóð fast við hlið manns síns í blíðu og stríðu, raunsæ og örugg ef á reyndi. Eiginkona mín, María Björns- dóttir, færir Björgvin mági sínum alúðarþakkir fyrir langvarandi vináttu og vottar systur sinni innilega samúð og biður henni Guðs blessunar í raunum hennar. Ég kveð vin minn, Björgvin Jónsson, og þakka honum fyrir margar ánægjulegar samveru- stundir, og votta konu hans inni- lega samúð og óska henni alls hins besta um ókomin ár. Olafur Á. Kristjánsson Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn íátni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. SVAR MITT eftir Billy Graham Guð réttlætis og miskunnar Ég strídi við áhyggjur vegna framtidarinnar. Ég skil ekki, hvers vegna Guö gefur sumum mikið og öðrum lítið. Þetta veldur mér óróleika. Mér þætti vænt um að fá leiðbeiningar. Ég býst við, að á hverjum tíma hafi verið til fólk, sem glímdi við sama vandamál, og meginástæðan er sú, að það hefur ekki nema að litlu leyti áttað sig á réttlæti Guðs. Sálmaskáldið ræddi um þetta fyrir mörgum öld- um. Hann sagði: „Eg fylltist gremju út af hinum hrokafullu, þegar eg sá gengi hinna óguðlegu." Síðan ber hann sig saman við þá og hugleiðir réttlæti sitt og segir í kvörtunartón: „Vissulega hef ég til ónýtis haldið hjarta mínu hreinu og þvegið hendur mínar í sakleysi." Ætla má, að mörgum sé á sama veg farið; þeim finnst ekki ómaksins vert að vanda líf sitt, ekki tilvinnandi að vera réttlátur, eintóm fyrirhöfn að biðja Guð. Én þá er það, að sálmaskáldið fer inn í musterið. Þar rannsakar hann hjarta sitt og á helga stund með Guði — og þar fær hann svarið. Vandamálið hafði lagzt á hann með ofurþunga. Hann sagði meira að segja: „Ég hugsaði um, hvernig ég ætti að skilja það. Það var erfitt í augum mínum — unz ég kom inn í helgidóma Guðs, gaf gætur að afdrifum þeirra." (Sálm. 73.) Þér þurfið að komast á hærri sjónarhól. Þér þurfið að minnast eilífðarinnar og hugleiða, til hvers mað- urinn hefur verið skapaður. Yður er ætlað að stefna að eilífðinni,. Yður rekur aftur og aftur á sker, nema þér lifið í samræmi við þetta markmið, sem yður er sett. Minnizt þess, að Guð er að eilífu Guð réttlætis og miskunnar, hvernig sem hlutirnir líta út fyrir sjón- um okkar. Biblían boðar spjaldanna á milli: Það er ómaksins vert að lifa Guði, hvað sem það kostar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.