Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 18, MARZ 1983 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Vonarland Egilsstöðum Þroskaþjálfa vantar á Vonarland sem fyrst. Upplýsingar gefnar í síma 97-1177 eöa 97- 1577. Vanur klefamaður óskast Þarf aö vera samviskusamur og geta unnið sjálfstætt. Uppl. hjá verkstjóra á staðnum. Hraðfrystistöðin í Reykjavík, Mýrargötu 26. Atvinnurekendur athugið Viðskiptafræöinemi, sem lýkur þriðja ári í vor, óskar eftir skrifstofustarfi. Margt kemur til greina. Uppl. í síma 83465 á kvöldin. Flatningsmenn Vantar menn vana flatningsvinnu í Grindavík. Mikil yfirvinna. Upplýsingar í símum 92-8419 og 92-8476 í matartíma. Oskum eftir að ráða verkfræðing eða tæknifræðing sem framkvæmdstjóra við allstórt fyrirtæki í Reykjavík. Leitað er að manni sem hefur reynslu í skipu- lagningu og rekstri. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi einnig reynslu í starfsmannastjórn, og æskilegt er aö hann hafi haft umsjón og kostnaðareftirlit með verklegum framkvæmdum, t.d. við mannvirkjagerð á hálendinu. í boöi er ábyrgðarmikið og sjálfstætt starf. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 25. mars nk. merkt: „Framtíðarstarf — 3687“. Panilofnar hf. óska eftir að ráða reglusama og stundvísa menn vana kolsýrusuöu. Upplýsingar á staðnum. Paniiofnar hf., Smárahvammi, Kópavogi. Kona óskast í þvottahús. Uppl. gefur starfsmannastjóri í síma 11440. Hótel Borg. Atvinna óskast Óska eftir vinnu í sumar. Hef meirapróf og rútupróf. Margt kemur til greina. Uppl. í síma 66702 eftir kl. 13. Fjórðungssjúkrahúsiö á Akureyri óskar að ráða Félagsráögjafa, til starfa viö sjúkrahúsið. Umsóknum ásamt nauðsynlegum fylgiskjöl- um skal komið til Valgerðar Bjarnadóttur fé- lagsráðgjafa, sem einnig veitir nánari upplýs- ingar í síma 96-22100. Sálfræðing, til starfa viö T-deild sjúkrahúss- ins, sem er meðferöardeild fyrir geðsjúka. Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal komiö til Brynjólfs Ingvarssonar yfirlæknis T-deild, sem einnig veitir nánari upplýsingar, sími 96-22403. Umsóknarfrestur um ofangreindar stöður er til 1. maí 1983. Fjóröungssjúkrahúsið á Akureyri. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar t'Hboö — útboö Akureyrarhöfn Útboð Akureyrarhöfn býður út gerð brimvarnar- garðs í Sandgerðisbót. Garðinn á að gera úr sprengdu grjóti og3veröur efnismagn í garð- inn um 25 þús. m. Verktími er áætlaður til 1/9 1983. Útboðsgögn verða afhent hjá Hafnarmála- stofnun ríkisins, Seljavegi 32, Reykjavík og hjá hafnarstjóranum á Akureyri, Strandgötu 25, gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboðum sé skilað á skrifstofu hafnarstjóra Strandgötu 25 Akureyri og verða þau opnuð þar þriðjudaginn 29. mars 1983 kl. 16.00. Hafnarstjórinn á Akureyri. Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-83005. Aflrofabúnaður fyrir aðveitu- stöð Flúðir. Opnunardagur: Þriöjudagur 12. apríl 1983, kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykja- vík, fyrir opnunartíma, og verða þau opnuö á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og meö fimmtudeginum, 17. mars 1983 og kostar kr. 100.- hvert eintak. Reykjavík, 15.03. 1983 Rafmagnsveitur ríkisins. Útboð Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir tilboöum í eftirtalda verkþætti í 17 fjöl- býlishús á Eiðsgranda. 1. Lampa. 2. Eldhúsvaska. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu V.B. Suðurlandsbraut 30. Tilboðin verða opnuð mánudaginn 28. mars kl. 15.00 á sama stað. Stjórn Verkamannabústaða i Reykjavík. bátar — skip 64 tonna stálbátur til sölu og afh. strax Báturinn er með tog og línuspilum. Mjög vel tækjaður meö nýjum raflögnum. Tilbúinn til veiðar. HATUNI2 r/Uf 20424 ^ 14120 T¥> tilkynningar Framboðsfrestur til alþingiskosninga í Reykjavík 23. apríl 1983 rennur út þriðjudaginn 22. marz nk. Yfirkjörstjórn tekur á móti framboðum aö Austurstræti 16, 5. hæð (inngangur frá Pósthússtræti), þriöjudaginn 22. marz kl. 17.00—18.00 og kl. 23.00—24.00. Fylgja skal tilkynning um, hverjir séu umboðsmenn listans. 15. marz 1983. Yfirkjörstjórn Reykjavíkur. Auglýsing um upptöku á óskoðuðu kjöti og kjötvörum. Að gefnu tilefni er vakin athygli á, að skv. ákvæðum laga nr. 30/1966 og reglugeröa nr. 45/1972 og 260/1980, er óheimilt að bjóða til sölu kjöt og kjötvörur í verslunum eða veit- ingahúsum, nema að undangenginni heil- brigðisskoðun og stimplun. Þetta á einnig við um kjöt af hreindýrum og hvers konar alifuglum. Verði vart viö slíka vöru í Reykjavík og Sel- tjarnarnesi verða þær fyrirvaralaust gerðar upptækar. Heilbrigðiseftirlit Reykja víkursvæöis. Auglýsing um aðalskoöun bifreiða í lögsagnarumdæmi Keflavíkurflugvallar fyrir árið 1983. Aðalskoöun bifreiöa fer fram í húsakynnum bifreiðaeftirlitsins að Iðavöllum 4, Keflavík eftirtalda daga frá kl. 08—12:00 og 13:00—16:00. 21. marzJ-1 —J-100 22. marz J-101—J-200 23. marz J-201—J-300 24. marz J-301—J-400 25. marz J-401 og yfir Við aðalskoðun skal framvísa kvittun fyrir greiðslu bifreiðagjalda, og gildri ábyrgðar- tryggingu. Ennfremur skulu bifreiðirnar hafa hlotið Ijósastillingu eftir 1. ágúst 1982. Vanræki einhver aö færa bifreið til skoöunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð að lögum og bifreiðin tekin úr umferö hvar sem til hennar næst. Mánudaginn Þriðjudaginn Miövikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, 10. marz 1983.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.