Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1983 Dalvík Dalvík, 14. Tebrúar. Á undanfórnum árum hefur allmikið verið byggt af íbúðum á Dalvík. Mest hefur verið byggt af einbýlishúsum sem einstakl- ingar standa að, en á síðasta ári var þó gengið frá einu raðhúsi sem byggt var samkvæmt lögum um byggingu verkamannabú- staða og eru allar íbúðirnar í raðhúsinu, 6 að tölu, seldar. í. fyrra hófst byggingarfyrirtæki á staðnum, Tréverk hf., handa um byggingu raðhúss. Eru nú 4 íbúðir fokheldar og allar seldar og þar af 2 seldar stjórn verka- mannabústaða á Dalvík. Nokkur samdráttur virðist orð- inn í húsbyggingum á Dalvík og eru iðnaðarmenn f byggingariðn- aði uggandi um að lítið muni verða að gera á þessu ári. Síðast- liðið ár var einungis byrjað á 7 nýjum íbúðum en árið 1981 var byrjað á 13 og jafnmörgum árið áður. Að sögn Sveinbjörns Stein- grímssonar, bæjartæknifræðings, er nægjanlegt framboð lóða á Dalvík bæði fyrir íbúðir og atvinnuhúsnæði. Á þessu ári er áætlað að úthlutað verði um 10 lóðum fyrir íbúðarhús, en í dag hefur enginn sótt um lóð undir íbúðarhús. En hvernig er að vera húsbyggj- andi á Dalvík? Til að forvitnast um þau mál leituðum við til tveggja húsbyggjenda og lögðum fyrir þá nokkrar spurningar. Góðir vinir rétta hjálparhönd Ólafur B. Thoroddsen er kennari á Dalvík og fluttist þangað fyrir nær 3 árum. Við byrjum á að spyrja hann hvernig honum hafi gengið að fá lóð, hvaðan teikn- ingar séu og hver sé stærð húss og lóðar. „Ég verð að segja að mér hafi gengið vel að fá lóð þó ég hafi ekki fengið þá lóð sem g sótti fyrst um. Húsið teiknaði ég sjálfur með BJARTSÝNIS- FOLKI BYGGINGAR- BASLI hjálp kunningja og er það á tveim- ur hæðum, þ.e. hæð og ris. Grunnflötur hússins er 99 m2 en gólfflötur á efri hæð er 60 m2.“ — Hvenær hófust framkvæmd- ir við bygginguna? „Framkvæmdir hófust haustið 1981 og stejyjti ég þá upp sökkla hússins." — Hvaða gjöld þarf að greiða áður en framkvæmdir hefjast? „Greiða þarf lóða- og gatna- gerðargjöld og voru þetta 25.000 krónur árið 1981 þegar fram- kvæmdir hófust. Þessi gjöld eru bundin byggingarvísitölu og hækka með henni hverju sinni. Þetta er aðeins A-hluti gatnagerð- argjalda en B-hluti greiðist þegar gatan er malbikuð." — Hver er áætlaður bygg- ingarkostnaður hússins? „Ég hef ekki gert áætlun um byggingarkostnað en miðað við það sem búið er er líklegt að bygg- ingarkostnaður verði um 1 milljón króna miðað við verðlag nú í byrj- un ársins." — Hvernig gengur að fjár- magna framkvæmdina, hverjir eru lánsmöguleikar og lánskjör? „Enn sem komið er hefur gengið vel að fá fjármagn til byggingar- innar. Þess ber þó að geta að bygg- ingarhraðinn miðast við hve miklu ég afkasta sjálfur. Ég hef þurft að fá 50 þús. króna lán hjá lánastofnunum auk vöruúttektar- láns hjá KEA á Dalvík sem greitt var upp um áramót. Vextir af því láni eru víxilvextir. 50 þús. krón- urnar eru vaxtaaukalán sem verð- ur greitt upp á þessu ári. Ég á möguleika á láni frá Húsnæðis- stofnun og lífeyrissjóði mínum og eiginkonu minnar. Auk þess veitir Sparisjóður Svarfdæla húsbyggj- endum á Dalvík og í Svarfaðardal byggingarlán. Ég og kona mín er- um bæði útivinnandi. Ég vann talsverða yfirvinnu á síðasta ári en sl. sumar vann ég eingöngu við bygginguna. Þess ber að geta að ég er kennari og hef því rúman tíma á sumrin. Ég á góða vini sem rétt hafa mér hjálparhönd við smíð- arnar og það hefur munað miklu varðandi byggingarhraða. Ef ég hefði þurft að kaupa alla vinnu þá hefði ég ekki lagt út í það að byggja, það hefði einfaldlega orðið mér ofviða. Við komum til með að flytja inn í húsið áður en það er fullgert." — Nú reka ýmis sveitarfélög íbúðalánasjóði, rekur Dalvíkur- bær einhverja slíka starfsemi? „Mér er ekki kunnugt um að Dalvíkurbær reki neina lánafyr- irgreiðslu fyrir húsbyggjendur. Það væri að sjálfsögðu bót að því ef hægt væri að fá fleiri langtíma- lán en þau sem í boði eru en ég hef rökstuddan grun um að Dalvíkur- bær hafi nóg með sín mál þó þetta Kristján Hjartarson, trésmiður, frá Tjörn í Svarfaðardal. MorgunblsAið/ FrétUriUrnr „Aumt þykir mér hús- næðisstjórnarlánið“ Rætt við Ólaf B. Thoroddsen og Kristján Hjartar- son, sem báðir eru að koma sér upp þaki yfir höfuðið Ólafur B. Thoroddsen ásamt Áka syni sínura í nýja húsinu. hjá okkur kl. 10—5 í dag -húsgögn, Langholtsvofri III, Reykjavík, símar .1701» — .17144. KÍKTU VIÐ, ÞÚ FÆRÐ ÖRUGGLEGA EITTHVAÐ VIÐ ÞITT HÆFI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.