Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1983 Liðhlaupar úr Rithöf- undasambandi íslands stofna skáldafélag Morgunblaöinu hefur borist eftir- farandi fréttatilkynning frá Skálda- félaginu Þröm: Skáldafélagið Þröm var stofnaö undir berum himni, nánar tiltekið í Hafnarstræti, blíðviðrisdaginn 8. marz 1983. Stofnfélagar voru tveir liðhlaupar úr Rithöfundasam- bandi Islands, þeir Bjarni Bern- harður Bjarnason og Pjetur Haf- stein Lárusson. Sá síðarnefndi hefur auk þess gerst sekur um lið- hlaup úr Félagi íslenskra rithöf- unda. Mottó Skáldafélagsins Þramar eru: Stjórnleysið framar öllu. Félagið hefur sett sér eftirfar- andi lög: 1. Félagið heitir Skáldafélagið Þröm. 2. Markmið félagsins er að vera til. 3. Félagið gengst fyrir kynningu á verkum meðlima sinna. 4. Félagar geta allir þeir orðið sem fást við skáldskap, án þess að rugla saman bókmenntum og pólitískri mannkynsfrelsun. 5. Félagsgjöld eru engin, en með inn- byrðis samskotum sjáum við okkur efnalegan farborða. 6. Það teljast félagsfundir, þegar þrír fé- lagar eða fleiri hittast á förnum vegi. Ber þeim þá að -skrá allar ákvarðanatökur í sérstaka bók, sem liggur frammi á Mokka. 7. Höfuðmarkmið félagsins er að af- má hinn „demókratíska" King Kong úr íslenskum bókmenntum. Nemendur skemmta sér og foreldrum sínum á Egilsstöðum Kgibwtödum, 12. mars. í I)AG héldu grunnskólanemendur sína árlegu fjölskylduskemmtun og var hún fjölsótt að vanda. Letur nærri að 350—400 manns hafi sótt skemmt- unina. Aðaltema skemmtunarinnar að þessu sinni var H.C. Andersen, ævi hans og störf. Forskóli og 3. bekk- ingar kynntu skáldið i máli og myndum, æviferil og helstu verk. Aðrar bekkjardeildir fluttu sfðan nokkur hinna þekktu ævintýra hans í leikformi eða sýndu þau sem lát- bragðsleik undir lestri ævintýranna. Svínahirðirinn var hins vegar sýnd- ur í formi brúðuieiks. Nemendur í 7.-9. bekk fléttuðu saman sögu H.C. Andersen um fjöðrina sem varð að fimm hænum og hugsanleg- ar sögusagnir í okkar daglega og nánasta umhverfi á skemmtilegan og einfaldan hátt. Auk þessa fluttu nemendur í 4.-6. bekk stutta skemmtiþætti H.C. Andersen allsendis óviðkom- andi og söngflokkur stúlkna úr 7.-9. bekk skemmti. í gær efndu 7.-9. bekkingar til sérstakrar skemmtunar fyrir sig og kunningja sína — og þar dunaði dansinn eitthvað fram yfir mið- nætti. — Ólafur Fiskiðnsýning Hópferö á fiskiðnsýninguna í Bella-center Kaup- mannahöfn 18.—22. júní. Pantiö tímanlega. A Fcrðaskrifstofan Ifaiandi Vesturgata 4, sími 17445. Heildsöluútsala Dömukjólar frá 250 kr., buxur frá 100 kr., blússur og peysur frá 50 kr., herravinnuföt og jakkar, skór frá 50 kr. Barnagallar frá 130 kr., barnanærföt og sam- festingar, snyrtivörur mjög ódýrar, sængur á 440 kr., rúmföt á kr. 395 (3stk.) og margt fleira. Opiö 10—4 laugardag. Verslunin Týsgötu 3, við Skólavöröustíg sími 12286. Frá stofnfundi Sjávarafurðarannsókna. Myndirnar tók Ijósmyndari Morgunblaðsins í Vestmannaeyjum, Sigurgeir Jónasson. Vestmannaeyjar: Áhugamannafélag um nýjungar í sjávarafurðum Sigrún Þorsteinsdóttir, for- maður atvinnumálanefndar Vestmannaeyja. Vestmannaevjum, 3. mara. SL. MÁNUDAG var haldinn hér stofnfundur áhugamannafélags um ýmsar nýjungar í sjávarafurðum og nefnist það Sjávarafurðarannsóknir, skammstafað SAR. Á þennan fund msttu 45 manns og 38 þeirra gerðust hluthafar í félaginu á fundinum. Kosin var stjórn félagsins og hana skipa, Sigrún Þorsteinsdótt- ir, Jónas Sigurðsson, Sveinn Tóm- asson, Páll Zóphaníasson og Sig- urður Einarsson. Til vara Hjörtur Hermannsson og Jóhann Þor- steinsson. I samþykktum félagsins sem bornar voru upp og samþykkt- ar, kemur fram í 2. gr. markmið félagsins: Tilgangur félagsins er könnun og rannsóknir á arðvæn- legum framleiðslugreinum úr sjáv- arafla, gera eða láta gera mark- aðskönnun, standa fyrir upplýs- ingaöflun eitt sér eða með öðrum aðilum, miðla upplýsingum, að- stoða og beita sér fyrir aðstoð til fyrirtækja. Undirbúningur um stofnun nýrra rekstrarfyrirtækja um slíkan iðnað, eignaraðild að slíkum rekstrarfyrirtækjum og allt það, sem starfsemi þess þarfn- ast eða henni kann að fylgja. Auk heimamanna mættu á fund- Dr. Jónas Bjarnason Dr. Jón Bjarni Bragason Þorsteinn Garðarsson, ráðgjafi Suðurlands. iðn- inn þeir dr. Jónas Bjarnason frá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar- ins, dr. Jón Bjarni Bragason frá Rannsóknarstofu Háskólans og Þorsteinn Garðarson, iðnráðgjafi Suðurlands. Mikill áhugi ríkti meðal fund- armanna og fékk stofnun þessa fé- lags góðar undirtektir. Ljóst er að fyrir íslendingum liggur að nýta mun betur sjávarfang sitt en gert hefur verið og þá kemur til greina m.a. ýmiskonar efnaiðnaður. Góð samvinna milli rannsóknaraðila, vísindamanna og framleiðanda þarf að koma til uppbyggingar og eflingar nýrra framleiðslumögu- leika í sjávarafla. Þetta nýja félag í Vestmannaeyjum mun þar gegna þörfu hlutverki. — hkj. Nokkrir af stofnfélögum Sjávarafurðarannsókna. Viötalstími borgarfulltrúa Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík Í Í I Í Í * * * * * Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins veröa til viötals í ^ Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum ^ og ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö aö 5 notfæra sér viötalstíma þessa. I I I I I I Laugardaginn 19. mars veröa til viötals Páll Gísla- ^ son og Guðmundur Hallvarösson. V Pólverji sótti um pólitískt hæli í Banda- ríkjunum Woods Hole, MaNNachusetLs, 16. marz. AP. VÍSINDAMAÐUR úr áhöfn pólsks rannsóknaskips hefur sótt um pólitískt hæli í Bandaríkjun- um og er hann annar maðurinn úr áhöfn skipsins, sem tekið hefur þá ákvörðun að snúa ekki aftur heim til Póllands. Maður þessi, Tadeusz Chromicz að nafni, sem var einn af fleiri vísindamönnum rannsóknaskips- ins Wieczno, var ekki með skipinu, er það hélt heimleiðis frá Rhode Island í dag. Það hefur undan- farna tvo mánuði tekið þátt í rannsóknaleiðangri á Norður- Atlantshafi, sem Pólverjar og Bandaríkjamennn stóðu sameig- inlega að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.