Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1983 3 Hallgrímskirkja: Orgelið kostar 12 millj. ORGEL í Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti, sem nú er í byggingu og stefnt er að því að vígja árið 1986, mun kosta um tólf milljónir króna, að því er Hörður Áskelsson organisti kirkjunnar sagði á blaðamannafundi er Listvinafélag Hallgrímskirkju efndi til í gaer. Hörður sagði, að nú væru til í orgelsjóði milli 600 og 700 þúsund krónur, eða um 7% af heildar- kostnaði við orgelkaupin. Að sögn Harðar líður senn að því að taka ákvörðun um orgel- kaup, eigi það að vera tilbúið á vígsludegi kirkjunnar. Um tvö ár er venjulegur afgreiðslutími sérsmíðaðra hljóðfæra af þessu tagi. Hann sagði enn ekki ákveðið hvar orgelið yrði keypt, en vænt- anlega yrði víða leitað um tilboð, og erlendir aðilar væru raunar þegar teknir að kanna málið. Hörður sagði ekki ákveðið hvar í kirkjunni hljóðfærið verður stað- sett, í upphafi hefði verið gert ráð fyrir því uppi aftantil í kirkjunni, það er á hefðbundnum stað, en nú í seinni tíð hefðu einnig komið fram hugmyndir um að hafa orgelið í hliðarskipi niðri á aðal- gólfi, nær altari og predikunar- stól. Hann kvað Hallgrímskirkju munu taka um 1.000 manns í sæti þegar þar að kæmi, og væri því Ijóst að nauðsynlegt gæti verið að hafa orgelið nær presti og kór en upphaflega hefði verið ráðgert. Að minnsta kosti væri ljóst að annað orgel yrði að vera í kirkj- unni ef aðalorgelið yrði uppi. Að sögn Harðar er talið nauð- synlegt að hið fyrirhugaða orgel verði 70 radda, til að fullnægja þeim kröfum er gera þyrfti til húss sem kirkjunnar, sem ætti að verða með besta hljómburð hér á landi. Stærsta hljóðfæri nú væri orgel Akureyrarkirkju, með 43 röddum, sem ekki væru taldar nægja, hvað þá minni hljóðfæri i öðrum kirkjum, ef flytja ætti mikil kirkjuleg tónlistarverk. Hugmynd að orgeli í Hallgríms- kirkju, sem þýskur aðili hefur gert. Þetta er sjötíu radda hljóðfæri, og eru pípur þess um tíu metrar, og mcsta hæð hljóðfærisins frá gólfi milli 15 og 20 metrar. Neðst fyrir miðju á hljóðfærinu má sjá hvar nótnaborðið er fyrirhugað, og til að gefa hugmynd um stærðina, sagði llörður Askelsson að þar uppí væri tæp mannhæð frá gólfi. Stúdentaráð: Viðræður um meiri- hiutasam- starf ekki hafnar EKKI eru ennþá hafnar formlegar umræður um meirihlutasamstarf í Stúdentaráði Háskóla íslands eftir kosningarnar til Stúdentaráðs, sem fram fóru síðastliðinn þriðjudag, en í þeim kosningum vann Vaka einn full- trúa af vinstrimönnum. Undanfarin tvö ár hefur Vaka og Félag umbótasinnaðra stúdenta farið með meirihlutann í samein- ingu og að sögn Gunnars Jóhanns Birgissonar, formanns Stúdenta- ráðs, en hann er fulltrúi Vöku, verð- ur fundur hjá Vöku um helgina þar sem lagt verður fyrir hvort bjóða eigi Umbótasinnum áframhaldandi samstarf eða ekki. Bjóst hann við að það yrði úr og yrði það þá senni- lega tekið fyrir á fundi hjá Umbóta- sinnum sem áætlaður er á mánu- dagskvöld. Vestmannaeyjar: Aflabrögð þokkaleg Vestmannacyjum, 17. marz. AFLABRÖGÐ hafa verið þokkalega góð síðustu vikurnar og nú um miðj- an mánuðinn var vertíðaraflinn kom- inn ( 11.740 lestir. Enn vantar um 3.000 lestir upp á að náð sé sama aflamagni og á sama tíma í fyrra, en aflinn nú er rúmum 2.000 lestum meiri en 1981. Meðalafli í löndun hjá netabát- um er 10,5 lestir og 8,7 lestir hjá trollbátum. Togaraaflinn er nú mun minni en undanfarnar vertíð- ar. Hjá þeim er meðalafli í löndun 125,3 lestir. Þrír netabátar hafa nú lagt á land meira en 400 lestir frá áramótum, Suðurey, 490 lestir, Heimaey 476 lestir og Sighvatur Bjarnason 439 lestir. Huginn er aflahæstur trollbáta með 318 lestir. Breki er með mestan afla togar- anna, 732 lestir, Vestmannaey er með 660 lestir, Sindri 523 lestir og Klakkur 472. Netabátar verða að taka upp net sín þriðjudaginn 29. marz og mega ekki leggja þau aftur í sjó fyrr en 5. apríl. Páskahroturnar víðfrægu heyra nú orðið fortíðinni til. Ekki er annað að heyra á sjómönnum en þeim lítist sæmilega vel á vertíðina í vetur, páskarnir eru nú snemma á ferðinni og búast menn við góðum aprílmánuði, verði tíðarfar skap- legt. H.KJ. MALLORKA PÁSKAFERÐ „á gömlu gengi" og auk þess allt að helmings afsláttur fyrir börn Mallorka er vöknuð af vetrardvalanum líf og fjör, sólskin og sjór. Páskaferðin er tilvalið tækifæri til að taka forskot á sumarið, páskarnir eru einnig mjög heppilegur tími því aðeins fáir vinnudagar fara í fríið, þú átt því mestallt sumarfríið enn eftir. Komið og leitiö nánari upplysinga, nýr litprentaður bæklingur og video. cncMiw Ferðaskrifstofa, iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg 1. Símar 28388-28580. c

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.