Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 24
\ \ I 24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1983 Stalín sigursæli Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Heimsstyrjöldin 1939—1945: Frá Moskvu til Berlínar eftir Earl F. Ziemke og ritstjóra Time-Life bóka. Jón Guðnason og Jónína Mar- grét Guðnadóttir íslenskuðu. Almenna bókafélagið 1983. Frá Moskvu til Berlínar er í bókaflokki Almenna bókafé- lagsins: Heimsstyrjöldin 1939—1945. Sagt er frá síðustu sigrum Þjóðverja í Rússlandi og endalokum þeirra þar í glímunni við Sovéthermenn sem sneru vörn í sókn og hættu ekki fyrr en þeir höfðu náð Berlín. Lokakafli bókarinnar nefnist Stalín sigursæll, enda má segja að í heild sinni sé bókin lofgerð um hinn sigursæla bónda í Kreml og liðssveitir hans. Ótrúleg seigla olli því að Sov- étmenn stóðust árásir Þjóð- verja og ekki aðeins baráttu- vilji var fyrir hendi heldur nægilegt mannvit til að leika oftlega á andstæðinginn. Um þetta allt má lesa í Frá Moskvu til Berlínar ef lesandinn býr yf- ir áhuga og þolinmæði. Það er nefnilega eitt sem greinir Frá Moskvu til Berlínar frá öðrum bókum í Heimsstyrj- öldin 1939—1945. Nákvæmni, eiginlega smásmygli, stýrir Stalín penna Earl F. Ziemke og að- stoðarmanna hans. Mér þótti nóg um, en þess ber að geta að hér fá þeir eitthvað fyrir snúð sinn sem vilja lesa sem mest um styrjöldina, þreytast aldrei á lýsingum á henni. Yaltaráðstefnan er gerð að umræðuefni í Frá Moskvu til Berlínar. Þótt Stalín skorti ekki sveigjanleik virðist hann hafa leikið á fulltrúa Vestur- veldanna, enda mótmælti aðal- hernaðarráðgjafi Roosevelts landamæratillögu Sovétmanna hvað varaði Pólland með eftir- minnilegum orðum: „Herra forseti, þetta er svo teygjanlegt að Rússar geta teygt það alla leiðina frá Yalta til Washing- ton án þess einu sinni að brjóta það formlega." Þetta sam- þykkti Roosevelt að vísu, en réttlætti samkomulagið á þessa leið: „Það skásta sem ég get gert fyrir Pólland sem stendur." Áður en mánuður var liðinn fengu orð aðalhernað- arráðgjafans aukinn þunga. Fyrr er getið lofgerðar um Stalín, dugnað hans og kænsku. En það var ekki síst hinn óbreytti Sovétborgari sem átti þátt í sigrinum. Um það i vitna hinar fjölmörgu myndir í bókinni, flestar máttugri orð- um. í lok bókarinnar er sagt frá uppbyggingu sovéskra kvenna. Þar stendur m.a.: „í Sevastopol, sem sprengjuhríð Þjóðverja hafði jafnað við jörð, skipulagði saumakonan Irina Chervyakova 18 starfsfélaga sína í því skyni að endurreisa verksmiðju þeirra — gera við gólf og kalka veggi. Þessi vinnuflokkur saumakvenna réðst næst í það að aðstoða við að endurreisa járnbrautarstöð, samkomuhús og veg. Alls létu þessar 19 konur 7.000 vinnu- stundir af hendi rakna til við- reisnarinnar." Stalín stóð ekki einn ásamt orðum hlöðnum hershöfðingj- um sínum. Jóhann Hjálmarsson. Misgott en fjölbreytt Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Daryl Hall and John Oates h2o RCA RCALP 6056 Daryl Hall og John Oates hitt- ust fyrst árið 1967, þegar þeir voru að reyna að koma sér á framfæri í litlum klúbbum. Dar- yl hafði fengið örlitla þjálfun í klassík og söng bakrödd í söng- flokki. John stofnaði hljómsveit sem hann kallaði „Gulliver" en Daryl snéri sér að námi í blaða- mennsku. Hljómsveitin starfaði í nokkur ár og afrekaði eina plötu á merki Elektra. Gulliver sprakk og John tók upp samstarf við Daryl. Þeir komust á samn- ing hjá Atlantic þar sem þeir gáfu út sína fyrstu plötu sem Dúett 1972. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Hjá Atl- antic gáfu þeir út þrjár plötur og fluttu sig síðan yfir á merki RCA þar sem þeir hafa verið síð- an. „H20“ er þrettánda platan sem félagarnir senda frá sér saman. Á henni eru ellefu lög. Aðeins eitt laganna er samið af þeim báðum og er það hið geysi- vinsæla lag „Maneater". John á aðeins tvö lög, Hall á sex, eitt skrifaði Janna Allen og að síð- ustu er að finna lagið „Family Man“ sem Mike Oldfield gerði vinsælt á plötunni „Five Miles Out“. Útsetning Oldfields er hreint afbragð og ekki er með- ferð þeirra félaga síðri. Það er ekki síður vænlegt til vinsælda, næst á eftir „Maneater". En þetta eru ekki einu lögin á plöt- unni sem eitthvað er spunnið í. Misgóð eru þau og segja má um plötuna að hún sé full af fjöl- breyttum popp-ballblöðrum. Nefna má fjölmörg dæmi: Allir ættu að vita hvernig „Maneater" hljómar, og eflaust muna flestir enn eftir „Family ,Man“. í „Ital- ian Girl“ og „Guessing Games" ræður hefðbundið popp ferðinni og næsta lag þar á eftir minnir illilega á gömul bóluna Knack. Eitt tekst þeim félögum sem fáum, mjög fáum, hefur tekist enn, en það er að láta trommu- heila hljóma þannig að lagið verði ekki kalt og fráhrindandi. Það sannast í laginu „Art Of Heartbreak". Platan er poppuð af betri gerðinni og sá sem hana kaupir þarf ekki að óttast að hann sé að kaupa bara eitt gott lag. FM/AM Dagbækur Anais Nin Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Fyrir síðustu jól kom út hjá Ið- unni bók eftir Anaís Nin og var það fyrsta bók, svo að ég viti til, sem hefur verið gefin út á íslenzku eftir jænnan höfund. Ýmsum þótti sérkennilega valið, því að hinar léttu gleðisögur sem í bókinni voru, væru hreint ekki dæmigerð- ar fyrir höfundaferil hennar. Ég hafði ekki lesið hinar frægu dag- bækur Anaís Nin og tók við að pæla í gegnum þær, upp á mörg og þykk bindi og varð þá vissulega margs vísari um Nin sem rithöf- und er ekki kom fram í fyrr- nefndri gleðisagnabók, en ein- hvers staðar er það haft eftir Nin, að þá bók hafi hún skrifað aðeins vegna þess að óþægilega lítil gróska var í peningatrénu hennar um þær mundir. Strax í fyrsta bindi dagbókanna komu í ljós magnaðir hæfileikar . Nin til að gera efni sínu skil á lifandi og dramatískan hátt. Það kann að hafa verið erfitt að velja úr efni Nins við útgáfu þessara bóka, því að miklu meira var til, en ég get ekki betur séð en vel hafi til tekizt. Þetta er ekki dagbók í orðsins fyllstu merkingu, að hverjum degi séu gerð skil, heldur hugleiðingar almennar og frásagnir færðar les- endum á mjög svo persónulegan hátt. í fyrsta bindinu var Nin að hefja rithöfundaferil sinn með stuttri en innihaldsríkri ritgerð um verk D.H. Lawrence. Hún bjó þá með fjölskyldu sinni í úthverfi Parísarborgar. Síðan breytast fábrotnir lífshættir hennar, hún kemst í kynni við listamenn sem atkvæðamestir voru á þeim tíma, Henry Miller skyldi sérstaklega getið svo og súrrealistans Antonin Artaud. í henni togast á borgara- leg löngun hennar til að lifa venjubundnu lífi, eins og hún hef- ur verið alin upp við og hið erfiða og oft yfirborðskennda og óreiðu- sama líf listamannsins á þessum árum og þessu gerir hún afar at- hyglisverð skil í bókinni. Hún er að gutla í sálkönnun með félögum sínum og telur að það geti orðið sér til hjálpar í því að skilja sinn eigin persónuleika, því að hún átt- ar sig á því að þar rekst ýmislegt á annað og hún á í erfiðleikum með þær andstæður sem hún finnur í sér. Fyrsta bókin hennar kom út um 1930. Anais Nin var af spönskum, kúbönskum, frönskum og dönsk- um ættum og hún mun sjálf hafa verið þeirrar skoðunar, að þessi blanda hefði ekki hvað sízt átt sinn þátt í því að fyrir henni vafð- ist að skilja sjálfa sig lengi fram- an af og sætta sig við sjálfa sig. Við lát hennar árið 1977 hafði hún fyrir löngu öðlast mikla viður- kenningu og bækur hennar eru gefnar út í ótal mörgum löndum. Bók Einars Jónssonar Myndlist Valtýr Pétursson Fyrir jólin kom mikið af lista- verkabókum á markað hér á landi. Svo margar, að iíklegast hefur ekki verið eins fjölskrúð- ugt á þessu sviði fyrr. Ekki mun það fara milli mála, að nokkuð eru þessar bækur misjafnar að gerð og gæðum, en látum það kyrrt liggja að sinni, enda hefur verið fjallað um þessar bækur hér í blaðinu og ætla ég mér ekki að endurtaka slíkt, enda engin þörf á. En mig langar til að vekja eftirtekt á einni þessara bóka, sem var nokkuð síðbúin fyrir markað þann, er kenndur er við jól, og kom út örfáum dög- um fyrir hátíðina. En sú bók á ekkert sérstakt erindi til lands- fólksins rétt fyrir jól, þetta er bók sem á erindi til allra íslend- inga á öllum tímum árs og er í stuttu máli afar fallegur hlutur, sem hæfir hinu margslungna myndskáldi, Einari Jónssyni. Eins og flestir vita, sem komn- ir eru til vits og ára, er Einar Jónsson myndhöggvari einn sér- stæðasti listamaður, sem uppi hefur verið með þessari þjóð. Hann var brautryðjandi og afar sérlundaður í listsköpun sinni, svo að hann varð svolítið fyrir utan almannaleiðir í listum á sinni tíð. Nú vill svo vel til, að samtíðarmenn hans höfðu gæfu til að hlynna að þessum skáld- jöfri, er orti og gerði myndir á táknmáli, sem oft á tíðum varð erfitt aflestrar fyrir bæði al- menning og ekki síður lista- menn. Honum var fundinn samastaður, þar sem hann fékk tækifæri til að vinna að list sinni og setja saman eitt af sérstök- ustu söfnum veraldar og nefnist það Hnitbjörg. Það hefur margt og mikið verið ritað um list Ein- ars og eru menn þar ekki allir á sama máli. Það má eflaust lengi deila um jafn sérstaka list og þarna er á ferð, og ekki er það ætlunin með þessum línum að vekja slíkar deilur. Hitt er ekki ólíklegt, að verk Einars Jónsson- ar eigi eftir að verða bæði of- og vanmetin á komandi tímum. En hvernig sem fer, eru þessi verk og verða mjög merkur áfangi í myndlist fslendinga og þótt víðar væri farið. Það er því sérstaklega ánægjulegt að fá slíka úrvalsbók sem hér er á ferð um verk þessa merkilega lista- manns. Nú er það eitt af ein- kennum við myndgerð Einars Jónssonar, hve táknræn hún er, og oft á tíðum kemur það fyrir, að smáatriði í myndum Einars hafa mikla þýðingu í táknrænni túlkun verka hans. Heimspeki og frásaga, dulrænn máttur er iðu- lega svo samtvinnað formi og efnismeðferð, að sumt af þessum eiginleikum vill fara forgörðum, er maður lítur þessi verk. En nú kemur ljósmyndin til skjalanna og leysir þennan vanda. Hlutirn- ir verða skýrari og festast frem- ur í huga manns, táknmálið nær betur tilgangi sínum og skoðun verkanna verður ítarlegri, en auðvitað þarf úrvals ljósmyndir til að færa manni þessi sannindi heim. Og það er einmitt það, sem gerist, þegar þessi frámunalega vandaða og listræna bók er skoð- uð. Það mætti jafnvel segja mér, að þessi útgáfa ætti eftir að marka tímamót hjá mörgum, hvað skilning á verkum Einars Jónssonar áhrærir. Ef svo fer sem mig grunar, þá eiga að- standendur þessa listaverks sannarlega þakkir skilið fyrir sitt starf og sína aðild að þessu framtaki. Ég fullyrði, að hér er á ferð svo vel gerð bók, að hún á eftir að verða kærkomin þeim, er eitthvert inngrip hafa í listrænt gildi samtíðarinnar. Frá myndrænu sjónarmiði er hér um að ræða frábært verk, sem ég vonast til að eigi eftir að vekja umhugsun og eftirtekt á Einari Jónssyni sem einum af sérstæðustu persónuleikum þjóðar sinnar á þessari öld. Ég fer ekki orðum um texta verks- ins hér, enda væri það háber dónaskapur við gagnrýnanda, sem þegar hefur gert honum skil hér á síðum blaðsins, en ég get ekki orða bundist yfir því afreki, sem unnið hefur verið með ljósmyndun verka Einars Jóns- sonar og heldur ekki um allan frágangs þessa merka rits. Ef ís- lendingar vanda svo til minn- ingar myndlistarmanna sinna sem hér er gert, er það sómi fyrir þjóð og land, en það er best að spá sem minnstu. Oliver Steinn, útgefandi þessa verks, á sérstakar þakkir skilið fyrir þá áræðni, að ráðast í ann- að eins fyrirtæki og útgáfa þess- arar bókar er. Hlutur þeirra, er tóku þessar ljósmyndir, þeirra er valið hafa verkin og svo þeirra, er séð hafa um allt handverk er í einu orði sagt: Afbragð. Valtýr Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.