Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1983 23 Hávaðamengunin mun því, að áliti inuit, hafa mjög afdrifaríkar af- leiðingar á þessu svæði. Tankskipin munu einnig skilja eftir sig stórar og breiðar rennur í ísinn, sem geta orðið stórhættu- legar fyrir þá veiðimenn, sem ferðast langar vegalengdir á ísn- um og notast auðvitað við hunda- sleða. Erfitt mun vera að koma auga á vakir eða rennur í ísnum, sem fljótt verða þaktar þunnum ís, oft með snjólagi yfir. Einnig geta myndast stórar ísflögur og veiðimennirnir geta átt á hættu að vera allt í einu á stórum ísjaka sem flýtur til hafs. Veiðar á ís munu því verða margfalt hættu- legri en áður. Menn óttast ennfremur hvað muni gerast ef eitt af þessum stóru skipum muni lenda í ein- hverjum vandræðum. Sérfræð- ingar halda því til dæmis fram, að ef slíkt skip springur í loft upp, sé hægt að líkja því við minniháttar kjarnorkusprengju. Enginn hefur hins vegar þorað að hugsa um, hverjar afleiðingarnar yrðu af slíkri sprengju. Olíumengun er líka eitt af þeim óhöppum sem hugsanlega gætu Komið fyrir. Olíumengun á heimskautasvæðunum er sérlega erfið viðureignar, m.a. vegna hins kalda loftslags, sem veldur að olían sekkur ekki. Og olían er al- gjör dauðagildra fyrir spendýrin, þvi ef þau fá olíu í öndunarfærin, eru þau feig. Kröftug mótmæli Þó hér hafi verið stiklað á stóru, furðar það sennilegast engan, sem lesið hefur ofanskráðar lýsingar, hve mikið inuit eru á móti APP- áætluninni. Og er hér þá átt við inuit í Kanada, Alaska og á Græn- landi. Grænlenska landsþingið fordæmdi einróma áætlunina sl. haust og bæði Alaska og Kanada fylgdu fljótt á eftir. Og inuit geta hrósað sigri í fyrstu lotu, því eftir ótal rann- sóknir sérfróðra manna, svo og viðtöl og yfirheyrslur, hafa þvingað áðurnefnd fjögur stórfyr- -irtæki til að fresta áætluninni. En þó áætlunin hafi verið sett á hill- una, halda inuit þó áfram rann- sóknum sínum og leita stuðnings annarra landa. Og að sjálfsögðu sitja hin fjögur fyrirtæki ekki auðum höndum, því nú er verið að leita að væntanlegum kaupendum á gasinu, sem fullvinna á í Suð- austur-Kanada. Vitað er, að fyrir- tækin eiga í nokkrum erfiðleikum með að finna kaupanda, þar sem gas þetta verður eitthvað dýrara en markaðsverðið er í dag. Formaður inuit-samtakanna, ICC, segir að ef Evrópulöndin vilji kaupa gasið, óttist menn að APP- áætlunin verði samþykkt í kan- adíska þinginu. Því það segir sig sjálft að ef góðir og fastir kaup- endur finnast, þýðir það ótrúlega stórar fjárhæðir til Kanada. „Við óttumst að lífsskilyrði okkar og tilveruréttur muni hreinlega hverfa ef af áætluninni verður. Lífsafkoma inuit á þeim svæðum þar sem mengunar frá siglingunum kemur til með að gæta, byggist eingöngu á veiðum og þetta fólk hefur ekki í önnur hús að venda hvað snertir atvinnumöguleika," segir Hans- Pavia Rosing. Og hann heldur áfram: „Þótt við teljum það sem nokkurs konar sig- ur, að APP-áætluninni hafi verið frestað um óákveðinn tíma, óttumst við að það sé aðeins tíma- spursmál hvenær menn halda áfram. Við í ICC höfum gert þetta mál að stefnumáli okkar og mun- um ekki gefast upp fyrr en alveg hefur verið hætt við þessa áætl- un.“ Að lokum sagði Hans-Pavia Rosing, að inuit-samtökin hefðu þegar hlotið góðan stuðning frá mörgum Evrópuþjóðum í þessu máli, og segir einnig að inuit þurfi líka á öllum þeim stuðningi að halda, sem þeir geta fengið í þessu máli. P.s. (Hafa íslendingar veitt þeim stuðning?) Gáfu sjúkraböð NÝLEGA heimsóttu félagar í Lionsklúbbnum Ægi Hrafnistu í Reykjavík og færðu heimilinu að gjöf þrjú fullkomin sjúkraböð af ARJO-gerð. Böðin eru ætluð til nota á vistdeildum Hrafnistu og er þegar komin reynsla á þau, og líkar vel. Myndin er tekin af líknar- nefnd Lionsklúbbsins Ægis við afhendinguna. Bílasýning Nú breytir Ford um svip Viö sýnum í fyrsta skipti á íslandi FORD SYNUM EINNIGr Ford Fiesta — Escort — Taunus KYNNING: Sprite frá verksm Vifilfell. Og svo er alltaf heitt kaffi á könn- unm. Opið laugardag og sunnudag frá kl. 10—17. SVEINN EGILSSON HF SKEIFUNNI 17 SÍMI85100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.