Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1983 25 Ferðasaga fjallgöngumanns Erlendar bækur Einar Þ. Guöjohnsen A Walk in the Sky Höfundur: Nicholas Ciinch. Útgefendur: The Mountaineers, Seattle, og The American Alpine Club, Inc., New York. Á árunum 1956—1957 gegndi höfundur þessarar bókar herþjón- ustu hér á íslandi. Hann var þá þegar einlægur áhugamaður um allar fjallaíþróttir og setti sig fljótt í samband við íslenzka áhugamenn í fjallamennsku. Jöklarannsóknafélagið varð fyrir valinu og þannig þróuðust málin, að á fundi þess félags í Oddfell- ow-húsinu (Tjarnarcafé) sýndi Nick myndir frá Vesturfjöllum Kanada og sagði frá ferð sinni þangað. Þessi Kanada-leiðangur var gerður út frá Seattle og í frá- sögn sinni nefndi hann nokkra fjallgöngukunningja mína frá Seattle-árum mínum. Þessi sam- eiginlegu kynni okkar urðu til nánari vináttu, sem enn endist, og á Keflavíkurárum sínum hafði Nick ótakmarkað Reykjavíkur- athvarf á heimili mínu. Nick eignaðist að sjálfsögðu marga aðra vini og kunningja hér í Reykjavík, sem hann heldur enn sambandi við. Ásamt tveim vinum sínum hér, þeim Sigurði S. Waage og Finni Eyjólfssyni, varð hann fyrstur til að klífa Hraundranga við Öxnadal sumarið 1956. Það er Nicholas Clinch alltaf mesta afrekið að verða fyrstur til, þó að fleiri hafi seinna fetað í fótspor þeirra. Árið 1954 fæddist fyrst hjá höfundi bókar- innar hugmyndin að safna saman leiðangri til Himalaya (Nepal) eða Karakoram (Pakistan), fyrst og fremst með það í huga að klífa 8.000 metra tind. Hugmyndin þró- aðist næstu ár, meðal annars á ís- landi, og með frábærri þrautseigju tókst að safna saman hæfu liði og að fá fjallgönguheimild frá Pak- istan til göngu á Gasherbrun I (Hidden Peak), að gera drauminn að veruleika. Margar aðrar þjóðir hafa glímt við hæstu fjöll heims á þessum slóðum, en Bandaríkjamenn urðu útundan, m.a. vegna þess, að fjár- hagsstuðningur var ekki á þjóð- lega vísu. En í bókinni er sagt frá öllum aðdraganda ferðarinnar, fjár- stuðningi og leitinni að hæfum fjallgöngumönnum. Með þraut- seigju leystust þessi mál sem önn- ur og leiðangurinn varð að veru- leika. Ekki var minna um vert að fá nægan fyrsta flokks útbúnað og mat, en leitað var til beztu fram- leiðenda í öllum löndum. Það tókst. Pakistanar sjálfir lögðu sitt til, bæði fullgilda fjallgöngumenn og hina sígildu burðarmenn, sem þó voru meira metnir í þessum leið- angri en almennt gerðist á þeim árum. Til að gera langa sögu stutta var það svo, að 2 leiðangursmenn stóðu á hæsta tindi fjalisins 5. júlf 1958, í 26.470 feta eða 8.073 m hæð, fyrstir manna. Þeir sterkustu í hópnum höfðu verið valdir til fyrstu atlögu við tindinn en þeir voru 2 af frábærustu fjallgöngu- mönnum Bandaríkjanna, Andy Kauffman og Pete Schoening. Sá síðarnefndi vann það einstæða af- rek árið 1953 að stöðva fall 5 fé- laga sinna í 25.000 feta hæð á K2, næsthæsta fjalli heims. Nick skrifaði ferðasöguna árið 1959 og fyrst 13 árum seinna er ferðasagan gefin út í bókarformi. Bókin er öll þrungin frásagn- argleði og áhuga og verður ekki leið lesning neinum þeim, sem vill kynna sér og meta unnin afrek. Bókin er frábær. Einar Þ. Guðjohnsen ,MEGRUN ANJWEÐU með Firmaloss megrunarfæðinu frá Weider Products Það er vart hcegt að hugsa sér einfaldari leið til megrunar i, en að drekka reglulega eitt glas af góðum súkkulaðidrykk. Hver poki af Firmaloss megrunardufti inniheldur 20 gr. sem eiga að kotna í staðinn fyrir eina eða fleiri máltíðir á dag. Þú hrœrir einfaldlega innihald pokans saman við stórt glas (ca. 250 ml.) af nýmjólk, léttmjólk, eða undanrennu, hrcerir vel í, og drykkurinn er tilbiiinn. Eitt glas af Firtnaloss súkkulaðtdrykk / stað heiUar máltíðar.' Leiðbeiningar á Islensku fylgja meö hverjum pakka af Firmaloss. Hvar daflskammtur ar sérpakkaöur I Þú hellir I stórt glas (ca 250 ml.) nýmjólk, léttmjólk, eöa undanrennu kSföan hellir þú Firmaloss 'megrunarduftinu útl glasiö | Aö lokum hrærir þú vel I þannig aö | duftiö blandist vel saman viö og þá er drykkurinn tilbúinn EINKAUMBOO HEIMAVAL 44440M' ÚTSÖLUSTAÐUR ÆFINGASTÖÐIN. ENGIHJALLA 8, KÓPAVOGI KlipptA út og sendið NAFN: HEIMILI PÓSTNR: Póstv. Heimaval Box 39 202 Kópavogi Á hljómplöt- unni „Við er- um fólkið“ eru alls 17 verk. ,VjÁ MAÍKÓRINN verkalýðssöngvar og a*t tjarðarsöngvar Stjóriutndi Sigurtiwinn Magnúr#*««i Sterkur tónn þjóðerniskenndar Hljóm plotur 9 Arni Johnsen Kunnir verkalýðs- og ættjarð- arsöngvar, sem gjarnan voru sungnir við ýmis tækifæri fyrr á árum, eru undiraldan á nýrri hljómplötu Menningar- og fræðslusambands alþýðu, en platan ber nafnið „Við erum fólkið", og er sungin af Maíkórn- um undir stjórn Sigursveins Magnússonar. Það er sterkur tónn í þessari plötu, blússandi þjóðerniskennd, en þó reikna ég með að lögin og textarnir hafi verið sungnir af meiri innlifun og þrótti þegar bezt lét hér áður fyrr, ekki eins vel frá sviði tón- mennta, en betur miðað við til- finningar verkafólks og titring í brjósti. „Við erum fólkið", er vönduð plata og fjölbreytt og það er fengur í henni í þeim til- gangi m.a., eins og vakir fyrir útgefendum, að varðveita og endurvekja lögin og ljóðin. Menningar- og fræðslusam- band alþýðu hefur nokkuð lengi haft í bígerð að gefa út hljóm- plötu af þessu tagi, en oft hefur þótt skorta hljómplötu með verkalýðssöngvum, ekki síst þeim, sem voru sungnir á árum áður, en hafa heyrst sjaldnar í seinni tíð. Efni hljómplötunnar er fjölbreytt og höfðar þannig til allra, sem ánægju hafa af söng. Efnið er valið í samvinnu við Sigursvein D. Kristinsson, en hann hefur löngum reynst verkalýðshreyfingunni traustur liðsmaður, ekki síst þegar tón- listin er annars vegar. í Maíkórnum eru 28 söngvar- ar, karlar og konur, sem tóku höndum saman í maímánuði síð- astliðnum og sungu lögin, sem á plötunni eru. Margir hljóðfæra- leikarar koma við sögu, en upp- töku annaðist Sigurður Rúnar Jónsson (Stúdíó Stemma). Hann annaðist sömuleiðis hljóðblönd- un ásamt stjórnandanum Sigur- sveini Magnússyni. Umslagið hannaði Magnús Valur Pálsson. Plötunni fylgir vandað texta- blað, þar sem eru glöggar upp- lýsingar um hvert verk. Meðal laganna á plötunni eru: Hver á sér fegra föðurland, Sjá ungborna tíð, Bræður til ljóssins og lausnar, Fylgd, Til átaka, Einingarsöngur, Fyrsti maí, Sjá roðann í austri, Við erum fólkið, Skilmálarnir, Rauði sjóliðinn, Söngur verkamanna, Stormur- inn þýtur, Rís þú unga íslands- merki, Fánasöngur rauðliðanna, Þú veizt í hjarta þér og Internat- ionalinn. Kyndug samsetning Hljóm plotur s Finnbogi Marinósson Orghestar Konungur spagheUífrumskógarins ORG001 Orghestarnir voru líkast til fyrstir íslendinga með plötuút- gáfu á nýja árinu er þeir sendu ofangreinda fjögurra laga 45 snúninga plötu frá sér. Þótt plat- an sé nýlega komin út er efnið á henni ekkert nýtt því það var að mestu tekið upp haustið 1981. Það eru þeir Benóný Ægis- son/söngur og hljómborð, Sig- urður Hannesson/trommur, Gestur Guðnason/gítar og söng- ur og Brynjólfur Stefánsson/- bassi, sem skipa Orghestana. Benóný er höfundur allra text- anna og þriggja laga að auki, Gestur er skrifaður fyrir fjórða laginu. Tónlist þeirra félga er ansi kyndugt samsafn. Ægir saman alls kyns áhrifum, allt frá því fyrir 1970 og til dagsins í dag. Nægir að nefna greinileg ska- áhrif í laginu Lafir það litla og reggae-fönk í laginu Kannski. Lögin eru misjöfn að gæðum, en Þemasem eftir Gest sýnu lak- ast. Hin mjög svipuð að gæðum þótt ólík séu þau innhvrðis. Flogið í fjórvídd ágætt, s\o og Lafir það litla og Kannski. I öll- um tilvikum stórskemmir afleit- ur söngur fyrir í lögunum og bakraddirnar í Lafir það litla eru í algerri þversögn við tón- listina, minna einna helst á barnakór. Hljóðfæraleikur er gegnum- gangandi ágætur. Mest ber á prýðisgóðum gítarleik Gests og á köflum sýnir hann svo ekki verð- ur um villst, að hann kann sitt fag og vel það. Trommuleikur Sigurðar kemur yfirleitt þokka- lega út, þótt stundum finnist mér hi-hattinn óþarflega oft opinn. Lítið fer fyrir hljóð- borðsleik Benónýs, en bassinn hjá Brynjólfi er það, sem veldur mér mestum vonbrigðum. Hljómurinn „blöðrukenndur", nema rekja megi það til slæ- legrar hljóðblöndunar. Úr því minnst er á blöndun sakar ekki að geta þess, að bassatromman er yfirleitt alltof sterk og bylj andi. Þetta er plata, sem erfitt er að setja í einhvern ákveðinn flokk Þeim mun erfiðara er að gera sér grein fyrir kaupendahópnum. Eitt verður þó með sanni sagt um þessa tónlist. Hún er ekki söluvara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.