Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1983 Minning: Hjörtur R. Björns- son úrsmíöameistari Fæddur 13. júní 1900 Dáinn 12. mars 1983 f dag er til moldar borinn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, Hjört- ur Ragnar Björnsson úrsmíða- meistari, en hann lést í Landspít- alanum 12. mars sl., eftir tæplega 2 mánaða erfiða sjúkdómslegu. Hjörtur fæddist 13. júní 1900 að Bessastöðum í Vestur-Húna- vatnssýslu. Foreldrar hans voru: Björn Jónsson, útvegsbóndi og gullsmiður á Bessastöðum og kona hans, Kristín Bjarnadóttir, ættuð úr Húnavatnssýslum. Þeim hjón- um varð 14 barna auðið, auk þess ólu þau upp eina fósturdóttur. Nú eru 3 þessara systkina á lífi svo og fóstursystir þeirra. Á stóru og mannmörgu heimili sem Bessastöðum liggur í augum uppi, að oft muni hafa þurft að sýna dugnað og ráðdeild í hví- vetna og þessa dýrmætu eiginleika áttu þau hjón bæði, enda blómguð- ust búskaparhættir og sveitalífs- menning þeirra tíma vel á Bessa- stöðum. Á þessum stað ólst Hjörtur R. Björnsson upp í fögru, grónu um- hverfi, umvafinn ástríki foreldra og systkina. Snemma bar á góðum gáfum hjá honum, bæði til munns og handa, eins og öðrum systkin- um hans. í þá daga var nú skólagangan ekki löng, ef miðað er við nútím- ann. Fenginn var kennari á bæinn hluta úr vetri og það látið duga og dugði oft vel. 1919 hleypir Hjörtur heimdrag- anum, vill víka sjóndeildarhring- inn og læra. Heldur þá til Reykja- víkur og sest þar á skólabekk og nemur úrsmíði, hjá hinum lands- kunna meistara Magnúsi Benja- mínssyni. Námið sóttist vel, enda maðurinn skarpgreindur og verk- laginn. Að loknu námi hóf Hjörtur svo starf hjá hinu þekkta úr- smíðafyrirtæki Magnúsar Benjamínssonar, og að nokkrum árum liðnum gerist hann meðeig- andi og vinnur því fyrirtæki um áratugi af sérstakri trúmennsku, verkhyggni og lagni, eða allt þar til að þessi úrsmíðastofa og versl- un var'lögð niður 1975. Þótt árin færðust yfir, var alls ekki sest í helgan stein, heldur tók Hjörtur úr og annað þeim skylt heim til sín, og gerði við það þar. Þeir eru því ófáir, sem fengu úrin sín bætt hjá Hirti. Það má um hann segja, að aldrei legði hann svo hönd að úri, að ekki kæmi það gott til baka. Álltaf gat Hjörtur bætt og lagað hið ómögulega, sem aðrir höfðu jafnvel gefið upp á bátinn. 1. desember árið 1927 var ham- ingjudagur í lífi Hjartar. Þá gekk hann að eiga glæsilega unga konu, sem nú lifir mann sinn, Vilborgu Bjarnadóttur, Jónssonar með- hjálpara og kennara hér í borg. Ungu hjónin eignuðust fyrst heimili á Öldugötu 59 og bjuggu þar í 3 ár. Þar eignuðust þau sitt eina barn, Hjört, lögfræðing, sem starfar hjá Reykjavíkurborg. Gift- ur er hann Rósu Karlsdóttur og eiga þau tvo syni, Karl og Ragnar. Eftir þessi ár eignuðust þau Bogga og Hjörtur Holtsgötu 26, lítið, snoturt hús með sérstaklega fallegum garði, sem var fyrst og fremst stolt húsfreyjunnar. Þarna á Holtsgötu 26 áttu þau yndislegt heimili, sem undirritaður, ætt- ingjar allir og fleiri og fleiri muna svo vel. Hjónin voru ákaflega vinsæl og gestrisin og var því oft mjög gestkvæmt á heimili þeirra. Þótt húsnæðið væri engir salir eða hallir, var aldrei minnst á átroðning eða þrengsli — hjarta- rýmið var svo stórt, að allra vandi var oftast leystur þarna, og þá ekki hvað síst þeirra sem minna máttu sín. Þessi ágætu hjón hefi ég þekkt í tugi ára. Eftir því sem árin liðu, sannfærðist ég æ betur um mannkosti þeirra og kærleika. Okkar fyrstu kynni eru mér ávallt í fersku minni. Ég og fjöl- skylda mín þökkum þeim því þeirra ástúð og einlægni af alúð. Hjörtur R. Björnsson var dreng- ur góður. Öllum var vel við hann. Hann var hrókur alls fagnaðar. Hjörtur átti mikið og gott bóka- safn, margar dýrmætar og fáséðar bækur. Af þessum gnægtarbrunni, íslenskra og erlendra bóka sinna, teygaði hann vísdóm og þekkingu, sem entist ævina út. Maðurinn hafði stálminni. Engan mann hefi ég fyrir hitt, sem hefur verið sú uppspretta — brunnur íslensks skáldskapar — bæði í bundnu- og óbundnu máli, sem Hjörtur. Það var alveg sama, að hverju maður spurði Hjört, hvort sem það nú var um líðandi stund eða viðburði liðinna ára og alda, Hjörtur vissi bókstaflega allt og málfar hans allt svo tært og vel mótað íslenskt mál, að á betra verður vart kosið. Hann átti mjög gott með að koma fyrir sig orði, og ekki skammaði fagur málsmekkur framsetningu alla. Hann hafði ekki mikið fyrir því, að setja saman bundið mál, en hann bar það ekki á torg. Hjörtur mun nýlega hafa lokið við að taka saman sögu íslenskra úrsmiða frá fyrstu tíð til þessa dags. Annað hugðarefni Hjartar var íslensk náttúra. Náttúrudýrkari var hann mikill. Hvenær sem færi gafst, hvort heldur var á yngri eða efri árum var hann kominn á vit hinnar íslensku móður jarðar. Daglega og oftar, er hann bjó að Holtsgötunni, gekk hann út í Ör- firisey og um næsta nágrenni. Þá var ekki spurt um veður, aðeins ef tími var til. Á efri árum flytja þau hjón, Bogga og Hjörtur, að Hátúni 10A (Öryrkjabandalagið) og þar hafa þau átt indælt heimili síð- ustu 10 árin. Öll þau ár gekk Hjörtur oft daglega í bæinn og stundum heim aftur og ótaldar eru ferðir hans í Lauganesið og ekki má gleyma sundlaug staðar- ins, en þar átti hann margar stundir. Þannig var Hjörtur sífellt á tveimur jafnfljótum — þegar tími gafst, léttur í spori, hress og kátur og svo sannarlega bar hann þess ekki merki, að hann hefði 2 ár um áttrætt. Nú þegar góður vinur er allur, er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt þess kost að eiga sam- leið um tíma með þessum ágæta dreng. Ég og fjölskylda mín sendum Boggu frænku, sem á nú á bak að sjá ástkærum eiginmanni, ætt- ingjum öllum og ástvinum, sam- úðarkveðjur og biðjum Guð að veita þeim styrk í þungum harmi. Hédan skal halda beimili sitt kvedur heimilLsprýrtin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon jjóA í himininn. (V. Briem) Jón Þ. Eggertsson Kynni okkar Hjartar Ragnars Björnssonar, úrsmíðameistara, voru bæði löng og ánægjuleg. Þau byrjuðu í nóvember 1927 þegar ég kom á verkstæði Magnúsar Benja- mínssonar í Veltusundi 3, til náms í úrsmíði. Þá var þar fyrir, meðal annarra, ungur úrsmiður og nem- andi Magnúsar, Hjörtur að nafni, og varð hann sessunautur minn á verkstæðinu. Hjörtur mun hafa byrjað sitt úrsmíðanám um 1920, og var það ekki ónýtt fyrir mig ungan og óreyndan að hafa jafn góðan mann við hlið mér. Hjörtur var góður úrsmiður, hagur vel, handlaginn og útsjónarsamur. Hann var geðprúður maður, greindur vel og víðlesinn, bóka- maður mikill, stálminnugur og sagði vel frá og einnig átti hann létt með að setja saman vísu. 1 félagsmálum var Hjörtur frekar hlédrægur, en þó slapp hann ekki við að vera kosinn í varastjórn í Úrsmiðafélagi íslands, og um skeið var hann formaður þess fé- lags. Á 50 ára afmæli Úrsmiðafé- lagsins, þann 27. október 1977, var Hjörtur heiðraður með gullmerki félagsins. 3. janúar 1934 breytti Magnús Benjamínsson fyrirtæki sínu þannig að hann gerði okkur Hjört að meðeigendum sínum ásamt tengdasyni sínum, Sverri Sigurðssyni, og rákum við fyrir- tækið í sameiningu fram til ársins 1976, að fyrirtækið var lagt niður. En nú skilur leiðir eftir nær hálfr- ar aldar samstarf og að leiðarlok- um votta ég og fjölskylda mín ástvinum hans samúð okkar og þakklæti. Olafur Tryggvason, úrsmíðamcistari. t Eiginmaöur minn, faðir okkar og afi, VÉSTEINN BJARNASON, Laugabraut 16, Akranasi, lést í sjúkrahúsinu á Sauöárkróki 17. mars. Rósa Guömundsdóttir, Guömundur Vésteinsson, Vésteinn Vésteinsson, Grétar Vésteinsson, Sigurður Vésteinsson, Bjarni Vésteinsson, Viöar Vésteinsson, Auður Vésteinsdóttir, Anna M. Vésteinsdóttir, Guöbjörg Vésteinsdóttir, Árni Þ. Vésteinsson, og barnabörn. Málhildur Traustadóttir, Elínborg Bessadóttir, Gyöa Ólafsdóttir, Hafdís Karvelsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Guörún L. Víkingsdóttir, Sveinn K. Baldursson, Eíríkur Karlsson, Sveinbjörn M. Njálsson, Ingibjörg Rögnvaldsdóttir + Eiginmaöur minn, faðir okkar og afi, ADALSTEINN ÁRNASON, Sunnubraut 15, Akranesi, veröur jarösunginn laugardaginn 19. marz kl. 11.30 frá Akranes- kirkju. J»im sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Sjúkrahús -neSS' Ingibjörg Bjarnadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Eiginmaöur minn, + TORFI SIGGEIRSSON, Kirkjuvegi 13, Keflavík, veröur jarösunginn frá Grindavíkurkirkju, laugardaginn 19. marz kl. 2.00 e.h. Anna Vilmundardóttir. + Faöir okkar, BJÖRN HELGASON, Læk, Skagaströnd, veröur jarðsettur frá Hólaneskirkju, Skagaströnd, 19. mars kl. 2. laugardaginn Guörún M. Björnsdóttir, Helgi Ó. Björnsson. + Systir okkar, KRISTÍN GUÐRÚN VALDIMARSDÓTTIR, Birkiteig 16, Keflavik, veröur jarösungin frá Keflavíkurkirkju, laugardaginn 19. mars kl. 14.00. Kolbrún Valdimarsdóttir, Jón A. Valdimarsson. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlvhug viö andlát og útför, BALDRÚNAR LAUFEYJAR ARNADÓTTUR fré Hrísey. Mikael Sigurösson, Linda Axelsdóttir, Björg Siguröardóttir, Magnús Þorsteinsson, Guóný Siguröardóttir, Ólafur Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför, ÓLAFAR SÓLEYJAR SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hraunbæ 50. Eyjólfur Þ. Jakobson og börn. + Þökkum hjartanlega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför ástkærrar eiginkonu, móöur, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ELINAR SIGRÍDAR LÁRUSDÓTTUR, Hellu i Steingrímsfiröi. Guö blessi ykkur öll. Jörundur Gestsson fré Hellu, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað vegna jarðarfarar BJÖRGVINS JÓNSSONAR eftir hádegi í dag. Fiskbúöin Sæbjörg. Lokað vegna jarðarfarar frá kl. 1—6. Lífstykkjabúðin hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.