Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1983 15 Veður víöa um heim Akureyri +1 úrkoma í gr. Amsterdam 10 rigning Aþena 16 skýjað Barcelona 15 heiðakýrt Berlín 12 akýjaö BrUssel 13 skýjaö Chicago 9 skýjaö Dublín 12 skýjað Frankturt 12 skýjað Færeyjar 9 skýjaö Genf 9 rigning Helsinki 3 rigning Hong Kong 16 rigning Jerúsalem 12 heiöskírt Jóhannesarborg 27 bjart Kaupmannahöfn 7 skýjaö Kairó 19 akýjaö Las Palmas 21 skýjaö Lissabon 19 bjart London 15 skýjaö Los Angeles 24 rigning Madrid 16 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjaö Malaga 20 lóttskýjaö Mexicoborgd 24 heiöskirt Miami 24 skýjaö Moskva 6 skýjaö Nýja Delhí 29 i o (B 3r W New York 15 bjart Osló 3 akýjaö París 13 skýjaö Peking 11 bjart Perth 28 skýjaö Reykjavík +2 skýjaö Rio de Janeiro 30 heiöskirt Rómaborg 11 rigning San Francisco 13 rigning Stokkhólmur 5 skýjaö Tel Aviv 17 heiörikt Tókýó 10 rigning Vancouver 17 skýjaö Vinarborg 8 skýjaö Leiðrétting I FRÉTT á forsíðu Morgunblaðs- ins í gær er greint frá því að Norð- menn hafi selt nokkurt magn af skreið til Nígeríu að undanförnu. Þar segir ennfremur að Norðmenn hafi selt skreið og saltfisk til Portúgal. Hið rétta er að Norð- menn hafa samið um sölu á 10 þúsund tonnum af þurrkuðum og blautverkuðum saltfiski til Portú- gal. Kuwait, 17. mars. AP. HÁTTSETTUR leiðtogi PLO sagði í gær, að yfirvofandi væri árás ísraela á loftvarnareldflaugar Sýrlendinga í Líbanon, þar sem þeir teldu þær ógna öryggi ísraels. Abu Iyad, sem er hægri hönd Yassers Arafat í Fataa-skæruliða- hreyfingunni, lét þessi orð falla í samtali við dagblaðið Kuwait Times. Sýrlendingar hafa verið með öflugt herlið í Líbanon allar götur síðan árið 1976 og í Bekaa- dalnum í austurhluta Líbanon hafa þeir hreiðrað um fullkomnar sovéskar SAM-5 loftvarnareld- flaugar. Iyad sagði: „fsraelar eru hræddir við SAM-flaugarnar og hyggja á eyðileggingu þeirra á næstunni. En þeir verða að gera sér grein fyrir að þá kemur ekki bara til kasta Sýrlendinga, PLO myndi láta í sér heyra, auk þess sem þeir gætu ekki útilokað þann möguleika að Sovétmenn myndu sjálfir láta til sín taka. af því að koma sér upp bækistöð a tunglinu í kringum árið 2000, segir í skýrslu, sem hópur vísindamanna hef- ur samið. Vísindamenn þessir hafa tekið þátt í ráðstefnu um tunglið og reiki- stjörnurnar, sem staðið hefur yfir i Houston og segir í skýrslu þeirra, að varanlega mönnuð bækistöð á tungl- inu — sem þeir hafa gefið nafnið „Little America 11“ — gæti reynzt ómetanleg við framleiðslu á sálar- orku, sjaldgæfum málmum og áframhaldandi rannsóknum á him- ingeimnum. Hans Mark, aðstoðarframkvæmda- stjóri bandarísku geimferða- stofnunarinnar NASA, sagði á þess- ari ráðstefnu, að könnunar- og fram- faraþörf mannsins myndi að lokum leiða til þess, að menn settust að á tunglinu. Þá sagði George Mueller, fyrrverandi starfsmaður NASA, að yfirborð tunglsins myndi verða ágætur staður til þess að reisa þar stórt orkuver, sem hagnýtti sólar- orkuna til þess að framleiða raf- magn handa jarðarbúum. Misheppnað bankarán. Annar af tveimur bankaræningjum sést hér leiddur út úr „Banco Espaniol de Credito“ í Madrid á miðvikudag, eftir að þeir höfðu gefizt upp fyrir spönsku lögreglunni. Ræningjarnir héldi 5 gíslum í fjórar klukkustundir, áður en þeir gáfust upp. \p. Háttsettur leiðtogi PLO: „ísraelsk árás á Sýr- lendinga yfirvofandi" Iyad bætti við að PLO hefði það myndu að öllum líkindum láta til eftir góðum heimildum að ísraelar skarar skríða með vorinu. Varanleg tungl- stöð árið 2000 Ilouston, 17. marz. AP. BANDARÍKJAMENN gætu haft hag „Við í stjórninni höfum syndgað“: Guatemalaforseti aflýsir neyð- arástandi og boðar kosningar (•uatemala City, 17. mars. AP. EFRAIN Rios Montt, forseti Guatemala, tilkynnti í vikunni að hann myndi aflétta neyðarástandi því sem ríkt hefur í landinu í níu mánuði þann 23. mars. Þann dag er rétt ár frá því að herstjórn Montts tók völdin í landinu. Montt kom til valda sem sé fyrir ári síðan. Nokkrir liðsforingjar steyptu stjórninni og völdu Montt ásamt tveimur öðrum til þess að fara með æðstu stjórnina í land- inu. Fáeinum mánuðum síðar hafði Montt hins vegar losað sig við samstarfsmennina og hefur verið einráður síðan. Hann er meðlimur í trúarhópi, sem aðsetur hefur í Kaliforníu. Heitir hópur- inn „Kirkja Orðsins“. Hefur Montt lagt mikla vinnu í að hreinsa Guatemala af glæpum, spillingu og skæruliðum, en landið hefur haft það orð á sér í mörg ár, að vera sannkölluð morðstía. í bar- áttu sinni gegn fyrrgreindum öfl- um, hefur Montt margsinnis kom- ið fram í sjónvarpi og ýmist hvatt sjórnmálamenn til að láta af spill- ingu, eða hvatt almenning til að efla dyggðir og rækta fjölskyldulíf sitt. Um 6.000 manns hafa fallið í baráttu vinstri sinnaðra skæru- liða fyrir völdum í landinu síðustu fimm árin. Þá níu mánuði sem neyðarástandið ríkti í landinu, herti Montt mjög ólarnar á skæruliðunum. Astandið veitti lögreglu völd til að handtaka fólk að geðþótta, einnig að leita í hús- um án opinbers leyfis. Þá mátti lögreglan banna útifundi, stjórn- málaumsvif sem þóttu óæskileg, ritskoða dagblöð og tímarit og loks mátti lögreglan draga meinta hryðjuverkamenn og skæruliða fyrir leyniréttarhöld. Fjöimargar handtökur hafa far- ið fram síðustu mánuðina og hafa margir fengið dóma, allt frá nokk- urra mánaða fangelsisvist til dauðarefsingar. Tíu hafa verið dæmdir til dauða og líflátnir, þar af sex meðan á heimsókn Páls Páfa til Guatemala stóð yfir. Páfi bað þeim persónulega griða, en því var ekki sinnt. Meðal þeirra mörgu sem sitja inni, ýmist dæmdir, eða sem bíða dóms, eru margir embættismenn stjórnar- innar sem Montt og fylgismenn hans steyptu af stóli á sínum tíma. Sagt er, að Montt hafi orðið talsvert ágengt í að koma friði á í landinu. Samkvæmt opinberum tölum, hefur pólitískum morðum fækkað úr 500 á mánuði að meðal- tali, niður í 150. Inni í því eru dán- artölur úr skærum stjórnarher- manna og vinstri sinnaðra skæru- liða. Þá hefur dauðasveitin hræði- lega, „Commando Six“, verið leyst upp, en hennar starf var að þefa uppi vinstri sinna í landinu og myrða þá. Þá segja stjórnvöld að skæruliðaumsvif hafi dregist sam- an svo nemi einum fimmta og margir hinna mörgu þúsunda sem flúið hafa land séu ýmist komnir heim aftur eða á leiðinni. Montt hefur boðað kosningar og lýðræðislega kjörna stjórn. Hann gaf ekki upp ákveðinn dag í til- kynningu sinni í gær, en embætt- ismenn stjórnarinnar hafa sagt að það verði næstum örugglega áður en árið er liðið. í tilkynningu sinni í gær sagði Montt m.a.: „Við í rík- isstjórninni vitum og skiljum að við höfum syndgað síðustu mán- uðina, misnotað völd okkar.“ Fjöldi landa hans hafa fagnað þessum tíðundum, en þeir eru ekki fáir sem eru vantrúaðir á efndirn- ar. AMERÍKA PORTSMOUTH/ NORFOLK Mare Garant 18. mars City of Hartlepool 28. mars Bakkafoss 5. apríl City of Hartlepool 15. apríl NEWYORK Mare Garant 19. mars City of Hartlepool 25. mars Bakkafoss 4. apríl Cíty of Hartlepool 14. april HALIFAX Hofsjökull 28. mars City of Hartlepool 19. april BRETLAND/ MEGINLAND FELIXSTOWE Álafoss 21. mars Eyrarfoss 28. mars Álafoss 4. apríl Eyrarfoss 11. apríl ANTWERPEN Álafoss 22. mars Eyrarfoss 29. mars Álafoss 5. apríl Eyrarfoss 12. apríl ROTTERDAM Álafoss 23. mars Eyrarfoss 30. mars Álafoss 6. apríl Eyrarfoss 13. apríl HAMBORG Álafoss 24. mars Eyrarfoss 31. mars Álafoss 7. apríl Eyrarfoss 14 april WESTON POINT Helgey 16. mars Helgey 29. mars NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Mánafoss 25. mars Dettifoss 1. apríl KRISTIANSAND Dettifoss 21. mars Mánafoss 28. mars MOSS Mánafoss 25. mars Dettifoss 1. apríl HORSENS Dettifoss 23. mars Dettifoss 6. apríl GAUTABORG Dettifoss 23. mars Mánafoss 29. mars KAUPMANNAHÖFN Dettifoss 24. mars Mánafoss 30. mars HELSINGBORG Dettifoss 25. mars Mánafoss 31. mars HELSINKI Hove 28. mars RIGA Hove 30. mars GDYNIA Hove 31. mars THORSHAVN Dettifoss 23 april VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -framogtil baka fra REYKJAVlK alla mánudaga fra ÍSAFIRÐI alla þriöjudaga fra AKUREYRI alla-fimmtudaga EIMSKIP *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.