Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 14
AUGLYSINGASTOFA KRISTINAR HF 3 111 14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1983 ný fersR andi: RqRös jógurt aldinbragð suðrœnna pálma Áður óþekkt öfgasamtök sendu bréfasprengjurnar Buenos Aires, 17. mars. AP. ÁÐUR óþekkt argentínsk samtök, 2. aprfl, hafa lýst á hendur sér ábyrgð á bréfasprengjunni sem Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands fékk í pósti fyrr í vikunni. Hópurinn kveóst einnig hafa sent bréfasprengjuna sem barst til aðalstöóva bandaríska flotans í Lundúnum. Það var argentínska frétta- stofan Diarios Y Noticias sem greindi frá þessu. Sagði frétta- stofan, að maður sem ekki vildi láta nafns síns getið, hefði hringt og sagt frá þessu. Sagði símamaðurinn að sprengjurnar hefðu verið póstlagðar í Lund- únum. „Við eigum nokkra stuðningsmenn og meðlimi þar,“ sagði rðddin. Sagði tals- maðurinn jafnframt, að 2. apríl, hefði mörg sprengjutilræði á prjónunum og hópurinn myndi ekki linna látunum fyrr en Arg- entína hefði endurheimt Mal- vinas-eyjarnar, en svo nefna Argentínumenn Falklandseyj- ar. Nafn samtakanna nýju er dregið af deginum sem argent- ínskar hersveitir gengu á land á Falklandseyjum á síðasta ári, 2. apríl. Símaröddin ráðlagði Bretum öllum að vera á varðbergi 2. apríl næstkomandi, því samtök- in myndu minnast dagsins með „viðeigandi hætti". Unita-skæruliðar halda 21 tékknesku barni Prag, 17. tnars. AP. RUDE Pravo, málgagn tékkneska Kommúnistaflokksins, sagði í gær, að 21 hinna tékknesku gísla í höndum Unita-skæruliðanna í Angóla, væru börn. Skæruliðar frá Unita handtóku alls 64 Tékka og 20 Portúgala er þeir gerðu árás á raforkuver fyrr í vikunni. Rude Pravo sagði að þrjú tékkneskra ráðgjafa. barnanna væru á aldrinum 3—5 ára og átta til viðbótar væru 6—10 ára gömul. Hin væru táningar á yngsta aldri. Þá væru í hópnum einn kven- læknir, tvær hjúkrunarkonur og 12 aðrar konur, eiginkonur Unita, sem nýtur stuðnings vesturlanda, sagði í fréttatil- kynningu í gær, að gíslunum yrði ekki sleppt fyrr en að stjórnvöld í Angóla létu lausa allmarga breska málaliða sem í haldi eru. Tékknesk yfirvöld hafa beðið Rauða krossinn og Javier Perez De Cuellar, for- seta Sameinuðu 'þjóðanna, um aðstoð. Tékkar hafa einnig far- ið fram á aðstoð ónefndrar þjóðar við frelsun gíslanna. Rude Pravo harðneitaði „ásök- unum“ vestrænna fréttastofa, að tékknesku ráðgjafarnir hafi í raun verið vopnaðir tékknesk- ir hermenn. Lát Marinellu Garcia staðfest Var í hópi 22 manna, sem féllu í átökum á sunnudag San Salvador, 17. marz. AP. Mannréttindanefnd í El Salva- dor hefur staðfest það, að forseti nefndarinnar, Marianella Garcia Villas, hafi verið drepin fyrr í þess- ari viku á átakasvæði nærri Guz- apa-eldfjallinu. Þá hefur varnar- málaráðuneyti landsins skýrt frá því, að lík Marincllu Garcia hafl fundizt á meðal 22 líka skæruliða, sem hefðu verið felldir, er þeir reyndu að sitja fyrir herflokki sem var á eftirlitsferð síðdegis á sunnu- dag í grennd við þorpið La Ber- muda. Það liggur rúml. 40 km fyrir norðaustan höfuðborgina, San Salvador. Fyrst var talið, að lík Marin- ellu Garcia væri lík vestur- þýskrar blaðakonu, og var það ekki fyrr en sl. þriðjudag, að yf- irvöld fengu vitneskju um, af hverjum líkið var. í yfirlýsingu varnarmálaráðuneytisins sem gefin var út í gær var sagt, að skjöl með áætlunum um alþjóð- legt fjarskiptakerfi hinna vinstri sinnuðu uppreisnarmanna í landinu hefðu fundizt á líkinu, en einnig upplýsingar um birgða- og flutningakerfi upp- reisnarmanna og sálfræðilegar hernaðaraðgerðir þeirra. f yfirlýsingu, sem gefin var út í gær, vísaði mannréttinda- nefndin á bug þeim ásökunum varnarmálaráðuneytisins, að Marinella Garcia hefði gengið í lið með skæruliðum. Aftur á móti hefði „hún oft heimsótt staði, þar sem íbúarnir hefðu skýrt frá hryðjuverkum stjórn- arhermanna". Var haft eftir meðlimum í mannréttindanefnd- inni, sem ekki vildu láta nafns síns getið, að Marinella Garcia hefði farið inn á átakasvæði í , ■V ;;\J Marinella Garcia Villas grennd við eidfjallið Guazapa til þess að kanna staðhæfingar upp- reisnarmanna um, að svonefnd Atlacatl-hersveit stjórnarinnar, sem þjálfuð hefur verið af Bandaríkjamönnum, hefði myrt óbreytta borgara á þessu svæði í aðgerðum gegn skæruliðum, sem fram fóru seint í febrúar. í yfirlýsingu mannréttinda- nefndarinnar sagði ennfremur, að hún væri að kanna ásakanir um, að stjórnarherinn notaði efnavopn í aðgerðum sínum gegn uppreisnarmönnum í hlíðum Guazapa-eldfjallsins. Heldur nefndin því fram, að Marinella hafi verið myrt ásamt 21 bónda, sem flúið hefðu undan hernaðar- aðgerðum stjórnarhersins. Mar- inella Garcia hafi verið ein af stofnendum mannréttindanefnd- arinnar 1978, en hafi farið úr landi 1980 og haldið til Mexikó vegna hótana gagnvart henni. Hún hafi snúið heim til E1 Salvador í janúar sl. Marinella Garcia Villas var lögfræðingur að mennt. Hún var þingmaður fyrir Kristilega demókrataflokkinn á Þjóðþingi E1 Salvador frá 1974—1976, en það er hófsamur flokkur. Hún stofnaði síðan sérstaka hreyf- ingu, sem hafði innan sinna vé- banda óánægða félaga flokksins, sem hölluðust til vinstri. Varnarmálaráðuneytið í E1 Salvador hefur ásakað Marinellu Garcia um að taka þátt í bardög- um með skæruliðum og heldur því fram, að hún hafi verið þekkt undir heitinu: „Lucia yfirfor- ingi“. Stjórnin í E1 Salvador og bandaríska sendiráðið þar halda því ennfremur fram, að mann- réttindanefndin komi fram fyrir hönd svonefndrar „Lýðræðis- legrar byltingarfylkingar", en það er samsteypa vinstri flokka, sem vinni saman með skærulið- um. Meðlimir mannréttindanefnd- arinnar geri ekkert til þess að dylja samúð sína með vinstri sinnum í landinu en segjast samt vera óháðir. Herinn hefur sakað nefndarmenn um að starfa sem sendiboðar fyrir skæruliða. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.