Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1983 17 16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ftitstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 15 kr. eintakiö. Vandræði viðskiptaráðherra egar Tómas Árnason tók við störfum viðskiptaráð- herra í febrúar 1980 lá á borði hans fullmótuð tillaga um að- ild íslands að Alþjóðaorku- málastofnuninni í París, sem er ein af stofnunum OECD þar sem ísland er aðili. Síðan hef- ur ekkert gerst í þessu máli annað en það, að Tómas Árna- son hefur tvisvar sinnum lagt frumvarp um þessa aðild fram á alþingi en með svo hangandi hendi að frumvarpið hefur ekki einu sinni komist á um- ræðustig. Ástæðan fyrir því að hann lagði frumvarpið fram var að hann vildi reyna að skjóta sér undan því ámæli að lúta í einu og öllu vilja komm- únista í málinu, en þeir telja það ekki samrýmast hagsmun- um Sovétríkjanna að ísland gerist aðili að Alþjóðaorkum- álastofnuninni. Áhugaleysi Tómasar og framsóknar- manna er hvað sem öðru líður staðfesting á því hve mikið þeir eru fúsir að leggja í söl- urnar til að halda vinfengi við kommúnista. Á fundi ungra framsóknar- manna í vikunni lýsti Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, því yfir að hann vildi halda áfram samvinnu við framsóknarmenn eftir kosningar og stefndi Alþýðu- bandalagið að vinstri stjórn. Vilji vinstri flokkanna til sam- starfs að kosningum loknum hefur legið fyrir síðan um ára- mót þegar þeir lýstu honum meðal annars í greinum hér í Morgunblaðinu. Þjóðviljinn gerir ræðu Svavars skil á for- síðu í gær og leggur þar höfuð- áherslu á nauðsyn innflutn- ingshafta til að ráða við verð- bólguna. Er greinilegt að það verður ein höfuðkrafa komm- únista í samstarfi við fram- sóknarmenn að kosningum loknum að innflutningshöft verði tekin upp hér á landi. Framsóknarmenn munu lík- lega ekki fyrir kosningar segj- ast ætla að verða við þessari kröfu kommúnista en fyrir ráðherrasætin fórna fram- sóknarmenn öllu að kosning- um loknum eins og kunnugt er. Vandræði viðskiptaráðherra snerta þó fleiri þætti en þessa. Á hans ábyrgð hefur verðlags- ráð þvælst út í deilur við Reykjavíkurborg á forsendum sem eru ráðinu til vansæmdar. Út á við stóð ráðherrann að því að hinn óþarfi en hættu- legi efnahagssamvinnusamn- ingur við Sovétríkin var gerð- ur síðastliðið sumar og loks er þess að geta að hvorki hefur gengið né rekið við sölu á skreið til Nígeríu en af opin- berri hálfu er það mál í hönd- um viðskiptaráðherra. Frá því er skýrt í utanríkismála- skýrslu ólafs Jóhannessonar, utanríkisráðherra, sem hann lagði fram á þingi nýlega en ekki fékkst rædd, að Tómas Árnason hafi síðast haft af- skipti af skreiðarsölu í nóv- ember síðastliðnum, en án ár- angurs. Er ekki orðið tíma- bært að viðskiptaráðherra láti aftur til sín taka við skreiðar- sölu? Varla eru kommúnistar á móti því? Kaupin á Viðey Reykjavíkurborg hefur fest kaup á þeim hluta Viðeyj- ar sem enn var í einkaeign og skipta nú ríkissjóður og höfuð- borgin þessari fögru og sögu- frægu eyju á milli sín. Á parti ríkisins stendur hin gamla Viðeyjarstofa og kirkjan. Endurreisn stofunnar hefur tekið alltof langan tíma og er ekki einleikið að frá húsinu skuli ekki hafa verið gengið en nú eru um 15 ár síðan ríkið eignaðist um 11,5 hektara lands í Viðey. Partur Reykja- víkurborgar í Viðey er mun víðáttumeiri eða um 150 hekt- arar og má hafa mikil not af því landi. Davíð Oddsson, borgar- stjóri, sagði í tilefni af kaup- unum að land í Viðey væri í senn kjörið til útivistar og sem byggingarland. Af orðum borgarstjóra má ráða að börg- aryfirvöld hafa ekki tekið ákvörðun um það, hvað við þessa dýrmætu viðbót við borgarlandið skuli gert. Það væri ánægjulegt ef borgar- stjórn stæði þannig að ákvörð- unum sínum í þessu efni að borgarbúum yrði með ein- hverjum hætti gefinn kostur á að segja álit sitt á ráðstöfun þessa nýja eignarlands og efnt yrði til hugmyndasamkeppni um það, sem ekki væri ein- skorðuð við skipulagsfrömuði og arkitekta. Ákvarðanir um ráðstöfun á landinu eru ekki knýjandi, samningar um kaupin náðust eftir 29 ára við- ræður. Umhugsunartími um nýtingu eignarinnar þarf ekki að vera svo langur en hann nýttist betur ef einnig væri leitað ráða hjá almenningi. Hér er líkan af „badhúsi" því sem Guðmundur Jónsson arkítekt fékk önnur verðlaun fyrir í húsagerðarsakmeppni í Noregi. Símamynd. íslendingur fékk önnur verðlaun í samkeppni Osló, 17. mars. Frá fréltaritara Mbl., Jan Erik Lauré. GUÐMUNDUR Jónsson arkítekt fékk önnur verðlaun í norrænni húsagerðarsamkeppni um nýtt baðhús í Östersund. „Baðhús“ er nýstárleg gerð af húsakynnum sem í tímans rás munu leysa hin- ar hefðbundnu sundlaugar af hólmi. 120 tillögur bárust í sam- keppnina, en öllum arkítektum á Norðurlöndum var heimilt að taka þátt í henni. Guðmundur naut aðstoðar tveggja norskra arkítekta, Terje Sörlie og Tom Wike, við útfærslu hugmyndar sinnar. Tilgangur samkeppninnar var að fá hugmyndir um nýt- ingu á auðu svæði í miðborg Östersund. í úrskurði dómnefndar kem- ur m.a. fram að Guðmundi hafi verið veitt önnur verðlaun fyrir mikla dirfsku í list sinni og hugmynd hans beri gott vitni um frumleika og sjálfstæði. Guðmundur sem lauk námi í húsagerðarlist í Osló fyrir tveimur árum, er á góðri leið með að geta sér orð í húsagerð- arsamkeppnum. T.a.m. fékk hann fyrstu verðlaun í sam- keppni arkítektafélagsins í Osló, sem haldin var í tilefni 75 ára stofnafmælis þess. Auk þess var önnur hugmynd, sem Guðmundur átti ásamt Baldri Svavarssyni í sömu samkeppni, keypt. Guðmundur hefur ennfremur unnið til verðlauna í alþjóðasamkeppni húsagerð- arlistarnema. Starfslaun veitt úr Launasjóði rithöfunda: 93 rithöfundar hlutu 293 mánaðarlaun LOKIÐ er úthlutun starfslauna úr Launasjóði rithöfunda fyrir áriö 1983, aö því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá Launasjóði rithöf- unda. í lögum og reglugerð sjóðsins segir að árstekjum hans skuli var- ið til að greiða íslenskum rithöf- undum starfslaun samkvæmt byrjunarlaunum menntaskóla- kennara. Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa íslenskir rithöfund- ar og höfundar fræðirita. Þá er og heimilt að greiða úr sjóðnum fyrir þýðingar á íslensku. Starfslaun eru veitt eftir um- sóknum. Höfundur, sem sækir um og hlýtur starfslaun þrjá mánuði eða lengur, skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Tveggja mánaða starfslaun skulu eingöngu veitt vegna verka sem birst hafa á næsta almanaks- ári á undan og þeim fylgir ekki kvöð um að gegna ekki fastlaun- uðu starfi. Fjárveiting til sjóðsins árið 1983 er kr. 3.600.000 og samsvarar það um 293 mánaðarlaunum. Alls bárust að þessu sinni um- sóknir frá 159 höfundum og sóttu þeir um nálega 900 mánaðarlaun. Stjórnin hefur nú lokið úthlut- un. Hafa 12 rithöfundar fengið starfslaun í 6 mánuði, 59 hafa fengið starfslaun í 3 mánuði og 22 höfundar tveggja mánaða laun. Alls hefur því verið úthlutað starfslaunum til 93 rithöfunda. Öllum umsóknum hefur verið svarað og skrá um úthlutunina send menntamálaráðuneytinu. Hér fer á eftir listi yfir þá rit- höfunda, sem hlutu starfslaun að þessu sinni. 6 mánaöa starfslaun hlutu: Anton Helgi Jónsson Birgir Sigurðsson Einar Kárason Guðbergur Bergsson Hannes Pétursson Heiðrekur Guðmundsson Ingimar Erlendur Sigurðsson Olga Guðrún Árnadóttir Svava Jakobsdóttir Thor Vilhjálmsson Vésteinn Lúðvíksson Þorsteinn frá Hamri 3ja mánaöa starfslaun hlutu: Agnar Þórðarson Ármann Kr. Einarsson Ásgeir Jakobsson Áslaug Ragnars Ástgeir Ólafsson Auður Haralds Baldur Óskarsson Birgir Svan Símonarson Einar Bragi Einar Guðmundsson Eiríkur Jónsson Erlingur E. Halldórsson Fríða Sigurðardóttir Geir Kristjánsson Guðjón Sveinsson Guðlaugur Arason Guðmundur G. Steinsson Guðrún Svava Svavarsdóttir Gunnar Gunnarsson Hilmar Jónsson Hjörtur Pálsson Ingibjörg Haraldsdóttir Ingibjörg Jónsdóttir Jóhannes Helgi Jón Björnsson Jón Óskar Jón frá Pálmholti Jón úr Vör Jónas Árnason Jónas Guðmundsson Kristinn Reyr Kristján frá Djúpalæk Kristján Jóhann Jónsson Magnea J. Matthíasdóttir Nína Björk Árnadóttir Norma E. Samúelsdóttir Oddur Björnsson Ólafur Gunnarsson Ólafur Ormsson Ólafur Haukur Símonarson Pétur Gunnarsson Sigfús Daðason Sigurður A. Magnússon Sigurður Pálsson Sigvaldi Hjálmarsson Skúli Guðjónsson Stefán Hörður Grímsson Stefán Júlíusson Steinar Sigurjónsson Steingrímur Th. Sigurðsson Steinunn Sigurðardóttir Sveinbjörn I. Baldvinsson Ulfar Þormóðsson Valdís Óskarsdóttir Þórarinn Eldjárn Þorgeir Þorgeirsson Þorsteinn Antonsson Örn Bjarnason Örnólfur Árnason 2ja mánaða starfslaun: Andrés Indriðason Árni Bergmann Bolli Þórir Gústavsson Eðvarð Ingólfsson Egill Egilsson Einar Már Guðmundsson Erlendur Jónsson Guðrún P. Helgadóttir Gunnar Dal Gunnar M. Magnúss Hreiðar Stefánsson Indriði Úlfsson Jón Bjarnason Kristján Röðuls Lúðvík Kristjánsson Magnea Magnúsdóttir Njörður P. Njarðvík Óskar Aðalsteinn Guðjónsson Páll Pálsson Ragnar Ingi Aðalsteinsson Viktor Arnar Ingólfsson Þorsteinn Marelsson Ólöf Dagbjartsdóttir og Halla Dröfn við mynd Höllu. Teiknuðu Línu f GÆR var opnuð sýning í Þjóð- leikhúsinu á myndum 5—13 ára barna úr Myndlistaskólanum. Myndirnar voru úr samkeppni um besta auglýsingaveggspjaldið fyrir leikritið Línu langsokk, sem nú er verið að sýna í Þjóðleikhúsinu. Mynd Guðmundu Smáradóttur, 11 ára, var valin besta myndin af 54, og hlaut Guðmunda 2.000 króna verðlaun frá Þjóðleikhúsinu auk áritaðrar bókar. Aðspurð sagðist hún hafa haft gaman af leikritinu og að taka þátt í samkeppninni. Hún sagðist líka vel geta hugsaö sér að verða myndlistarmaður þeg- ar hún yrði stór. Ólöf Dagbjartsdóttir, 11 ára, og Halla Dröfn, 9 ára, tóku einnig þátt í keppninni. Voru þær báðar búnar að sjá Línu langsokk tvisvar og fannst mjög gaman. Morgunblaíið/Kristján. Guðmunda Smáradóttir, sigurvegari í samkeppninni, ásamt Línu, sem er með verðlaunaspjald Guðmundu. í hinum nýja sýningarsal, frá vinstri Jóhannes Jóhannesson, Guðni Þórðarson, Valtýr Pétursson og Hafsteinn Austmann. Gallerí íslensk list NÝR sýningarsalur sem hlotið hefur nafnið Gallerí fslensk list hefur verið stofnaður að Vesturgötu 17, Reykja- vík. Eigandi er Guðni Þórðarson og sagði hann í viðtali við Mbl.: „Þessum sýningarsal er ætlað að verða einskon- ar sölumiðstöð fyrir það besta í ís- lenskri myndlist, og verða hér ein- göngu seld og sýnd verk ýmissa þekktustu málara þjóðarinnar. Ég hef komist að samkomulagi við Listmálarafélagið um að annast val verka og ráðgjöf varðandi rekst- ur salarins. Geri ég það til að tryggja að almenningur geti treyst því að hér verði aðeins listaverk í boði sem hafa varanlegt listrænt gildi. Þá verður Galleríið væntan- lega eini staðurinn þar sem fólk get- ur komið og skoðað valin listaverk, sem föl eru á hverjum tíma, keypt þau og gengið með þau heim með sér af sýningunni." Galleríið íslensk list verður opnað laugardaginn 19. mars kl. 15.00 með sölusýningu á 44 verkum eftir 13 félaga í Listmálarafélaginu. Eru það þeir Ágúst F. Petersen, Bragi Ásgeirsson, Einar B. Bald- vinsson, Einar Hákonarson, Einar Þorláksson, Elías B. Halldórsson, Guðmunda Andrésdóttir, Hafsteinn Austmann, Jóhannes Jóhannesson, Kjartan Guðjónsson, Steinþór Sig- urðsson, Valtýr Pétursson og Vil- hjáimur Bergsson. Hið nýja listgallerí verður opið á virkum dögum frá 9 árdegis til 6 á kvöldin. Innköllunartilkynning vegna dánarbús Sól- veigar Jónsdóttur og Sigurjóns Jónssonar Eftirfarandi innköllunar- tilkynning vegna dánarbús Sólveigar Jónsdóttur og Sig- urjóns Jónssonar er aö finna í Lögbirtingablaðinu frá 16. marz sl.: Dánarbú Sólveigar Jóns- dóttur, nnr. 8306-6822, sem síðast var til heimilis að Bollagötu 12, Reykjavík og lést þann 23. desember 1982, er til opinberra skipta í skiptarétti Reykjavíkur sem skuldafrágöngubú. Sólveig Jónsdóttir mun á árinu 1963 hafa gengið í hjúskap með Sigurjóni Jóns- syni, sem þá var til heimilis að Bollagötu 12, Reykjavík, en Sigurjón lést þann 21. maí 1964. Samkvæmt fyrirliggj - andi gögnum munu skipti á dánarbúi Sigurjóns ekki hafa farið fram, og hafði eftirlif- andi maki hans ekki leyfi til setu í óskiptu búi. Við könnun á skjölum í vörslum dánarbúsins hefur komið fram erfðaskrá Sigur- jóns Jónssonar, sem dagsett er þann 19. apríl 1961, og er svohljóðandi: „Ég undirritaður, Sigurjón Jónsson, Bollagötu 12, Reykjavík, sem er fjárráða og á enga lífserfingja, geri hér með svofellda arfleiðsluskrá: Eignarhluti minn í hús- eigninni Bollagötu 12, Reykjavík, skal verða fræðslu- og menningarstofn- un á vegum Sameiningar- flokks alþýðu, Sósíalista- flokksins, og starfi jafnan í anda sósíalismans, eins og hann er túlkaður af aðalhöf- undum hans, Marx, Engels og Lenin. Stjórn stofnunarinnar verði skipuð 3 mönnum, sem valdir skulu af stjórn Sósíal- istafélags Reykjavíkur. Eigi er heimilt að selja eignina nema andvirði henn- ar sé jafnframt varið til að koma upp fræðslu- og menn- ingarstofnun á vegum flokks- ins. Stjórn Sósíalistafélags Reykjavíkur lætur setja stofnuninni starfsreglur. Stjórn stofnunarinnar skal heimilt að nota hana í þágu flokksins að svo miklu leyti, sem það fer ekki í bága við megintilgang hennar. Sósíalistaflokkurinn eða sá aðili, sem kemur í hans stað, skal sjá um rekstur og við- hald stofnunarinnar að öllu leyti á sinn kostnað, enda er óheimilt að taka lán í nafni hennar né veðsetja hana. Verði Sameiningarflokkur alþýðu, Sósíalistaflokkurinn, lagður niður, eða klofni hann í fleiri flokka, starfi stofnun- in jafnan undir stjórn og á vegum þess flokks, sem skip- ar sér í hina alþjóðlegu fylk- ingu marxísk-leninískra flokka og er viðurkenndur af henni. Fari svo, að enginn slíkur flokkur verði til um skeið, skal stofnunin halda áfram að starfa sem óháð fræðslustofnun í sama anda og áður getur undir þriggja manna stjórn, sem valin sé af formönnum Reykjavíkur- deilda vináttufélaga íslands og sósíalísku landanna. Allar aðrar eignir, hverju nafni sem nefnast, skulu renna til áðurnefndrar stofn- unar, og skal þeim eða and- virði þeirra varið til að greiða áhvílandi skuldir á íbúðinni og til kaupa á húsbúnaði og bókum handa stofnuninni. Ég áskil mér þó rétt til að ráðstafa einstökum munum öðruvísi en að framan grein- ir, og finnist í vörslum mín- um listi yfir slíka ráðstöfun, óska ég að eftir honum verði farið, enda þótt hann verði ekki í lögmæltu erfðaskrár- formi. Erfðaskrá þessa undirrita ég í viðurvist notarii publici i Reykjavík. Skráin er gerð í tveim sam- hljóða eintökum, sem bæði skulu jafngild, en breytingar eru því aðeins gildar, að þær séu færðar á bæði eintökin í viðurvist notarii publici eða tveggja votta skv. erfðalög- um. Ánnað eintakið varðveiti ég undirritaður en hitt skal geymt í vörslum Sigurðar Baldurssonar, hrl., Vonar- stræti 12, Reykjavík. Reykjavík, 19. apríl 1961. Sigurjón Jónsson (sign.)“ Á erfðaskránni er ritað notarialvottorð um undirrit- un hennar á ofangreindum degi. Hér með er skorað á alla þá, er telja til arfs eftir Sig- urjón Jónsson og Sólveigu Jónsdóttur, er bæði voru síð- ast til heimilis að Bollagötu 12, Reykjavík, samkvæmt framanritaðri erfðaskrá eða samkvæmt ákvæðum laga um lögerfðarétt, svo og þá, er telja til skulda í dánarbúum þeirra, að lýsa kröfum sínum fyrir undirrituðum skipta- ráðanda innan fjögurra mán- aða frá síðustu birtingu inn- köllunar þessarar. Skiptaráðandinn í Reykjavík, 25. febrúar 1983. Markús Sigurbjörnsson, ftr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.