Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1983 J \ Traðarland 18 á kafi í snjó eins og flest önnur hús í Bolungarvík í öndverðum febrúarmánuði. Morpinbi»#i»/ Gunnnr Bolungarvík „Má ekki mikið út af bera ef okk- ur á að takast að kljúfa þetta“ — segja Þóra Hallsdóttir og Hólmsteinn Guðmundsson Bolungarvík í febrúar 1983. bætist ekki við. Annað mál er það, að það væri húsbyggjendum tals- verður styrkur ef þeir þyrftu ekki að borga fasteignagjöld fyrr en þeir eru fluttir inn í hús sín. Þar á móti má segja að það sé ekki rétt- látt gagnvart öðrum skattgreið- endum." — Hér á Dalvík hefur nokkuð verið byggt samkvæmt lögum um byggingu verkamannabústaða. Hefði ekki verið auðveldara að eignast þak yfir höfuðið eftir þeirri leið og hvers vegna valdir þú að brjótast í þessu sjálfur? „Vissulega hefði verið mun auð- veldara að eignast þak yfir höfuð- ið með því að kaupa verkamanna- bústað en ég taldi mig ekki falla undir þær reglur sem þar gilda. Þar eru reglur um ákveðin há- markslaun sem ég var að vísu undir en það var vegna þess að ég var nýkominn úr námi og hafði ekki unnið nema 3 mánuði á ári undanfarandi ár. Á Dalvík voru ekki til sölu neinar íbúðir sem ég treysti mér til að kaupa enda átti ég lítið annað en bíl sem hefði hrokkið skammt upp í íbúðarverð. Ég neita því ekki að mér fannst það líka spennandi að geta ráðið einhverju sjálfur um það hvernig húsið mitt yrði en aðalatriðið er þó það að þetta var eina leiðin til þess að koma sér upp eigin hús- næði. íbúðin sem ég er nú í er i eigu Dalvíkurbæjar og ég má vera í henni áfram og leigan er ekki há miðað við þær upphæðir sem heyrast frá leigumarkaði í Reykjavík. Þegar ég hafði kannað hvaða leiðir voru vænlegastar varð þessi ofan á. Búið er að steypa neðri plötu og burðarveggi undir efri plötu og efri plötuna. Þeir reikningar sem ég hef greitt eru 200.000 krónur, mest fyrir efni og lóða- og gatna- gerðargjöld. Af þessu eru vinnu- laun lítill hluti," sagði ólafur. „Aumingja þeir sem byggja frá grunni“ Kristján Hjartarson er frá Tjörn í Svarfaðardal. Hann er smiður og hefur unnið við smíðar á Dalvík undanfarin ár. í fyrra keypti hann íbúð í raðhúsi sem er í smíðum. Við byrjum á að spyrja Kristján í hvaða ástandi íbúðin sé afhent. „Hún er fokheld, glerjuð og með útihurðum. Frágengin að utan, múruð og máluð, og lóð grófjöfn- uð.“ — Hver er íbúðarstærð? „íbúðin er 108 m*.“ — Hvert er kaupverð og greiðslukjör á slíkri íbúð? „Kaupverð var í júlí 492.000 sem greiðist samkvæmt samningi á einu ári en síðasta greiðsla á að fara fram í september á þessu ári. Ofan á allar greiðslur leggjast svo verðbætur." — Nú ert þú smiður, hefur þú möguleika á að leggja fram eigin vinnu við byggingu íþúðarinnar og hefur þú möguleika á að koma fram með óskir um breytingar frá teikningu? „íbúðin er ekki með steyptri plötu svo öll skilrúm verða létt svo það gefur möguleika á einhverjum breytingum á innréttingu og þar sem ég er smiður hef ég hugsað mér að vinna í þessu sjálfur eins mikið og hægt er. Öðruvísi gæti ég þetta ekki.“ — Hvernig gengur að fjár- magna framkvæmdina og eru lánafyrirgreiðslur nægjanlegar? „íbúðin þarf að vera fokheld til að lánastofnanir sjái ástæðu til að lána út á fyrirtækið, svo hús- byggjandinn þarf að eiga í budd- unni fyrir húsinu fokheldu. Maður sem er að byggja í fyrsta sinn og er kominn með fjölskyldu á í fæst- um tilfellum meira en bót fyrir rassinn á sér og sínum. Svo menn geta séð að það dæmi getur ekki gengið upp. Sem betur fer eru veittar undanþágur frá þessari meginreglu, að minnsta kosti hef- ur mér tekist, með talsverðum erf- iðismunum þó, að standa við samninginn enn sem komið er. Aumt þykir mér húsnæðisstjórn- arlánið, sem ætti að vera sú fyrir- greiðsla sem fleytir manni yfir erfiðasta hjallann. Því er ekki út- hlutað fyrr en 3—5 mánuðum eftir að fokheldisvottorð er sent og þá í þrennu lagi. Fyrir nú utan hvað það er lítið og lélegt. Ég verð bú- inn að eyða því fyrirfram í formi skammtímalána á háum vöxtum, löngu áður en það kemur. Þetta kerfi verður að laga svo ríkið þurfi ekki að bera ábyrgð á andlegri og líkamlegri vanheilsu fleiri ungra húsbyggjenda. Ég sé fram á það, að allir þeir peningar sem mér tekst að berja út renni beint í kaupverðið á íbúðinni fokheldri og þá er allt hitt eftir. Kannski á þetta að vera svona. En hvað sem því líður heldur maður áfram, sér til hvort ekki muni úr rætast. Ég er jú ekki sá fyrsti sem leggur út í svona fyrirtæki." — Hvenær var hafist handa með byggingu á íbúðinni og hve- nær verður hún afhent? „Það var byrjað á húsunum í lok ágúst og ég tók við íbúðinni fok- heldri nú í byrjun þessa árs en frágangur úti bíður til vorsins." — Hvers vegna valdir þú þessa leið til að eignast þak yfir höfuðið en ekki hina hefðbundnu leið að byggja sjálfur frá grunni? „Eg hélt mig sleppa betur að kaupa fokhelt í raðhúsi og vinna svo sjálfur í innréttingunni heldur en að byggja frá grunni upp á eig- in spýtur og ég held það reyndar enn. Aumingja þeir sem byggja frá grunni." Fréttaritarar. A TRAÐARLANDI 18 í Bolung- arvík eru þau Þóra Hallsdóttir og Hólmsteinn Guðmundsson að byggja sér einbýlishús. Þau eru bæði Bolvíkingar, en bjuggu í Reykjavík í sjö ár, þar til þau fluttu aftur til Bolungarvíkur ár- ið 1981. Þau hófu byggingar- framkvæmdir í júní á síðasta ári og gerðu húsið, sem er 150 m2 einingahús með 75 m2 kjallara, fokhelt í byrjun október. Þau sögðu kostnaðinn við húsið, eins og það er nú, vera um eina millj- ón króna. Aðspurð um hvernig þau fjár- mögnuðu þetta sögðu þau, að það væri einungis hægt með ýtrustu sparsemi og hagræðingu og auk þess væru allir lánamöguleikar nýttir. Þau byrjuðu með 240 þús- und krónur, sem þau fengu fyrir íbúð, sem þau áttu í verkamanna- blokk í Breiðholtinu og hrukku þeir peningar langt til að kosta kjallarann, sem er uppsteyptur. Húseiningarnar eru úr timbri og kostuðu 600 þúsund krónur upp komnar, greiðslukjörin eru 20% við pöntun, 20% við afhendingu, 20% er lánað í eitt ár og síðan er gert ráð fyrir, að fyrri hluti hús- næðisstjórnarlána greiði þau 40%, sem þá eru eftir. Auk þess lánar Sparisjóður Bolungarvíkur bygg- ingarlán að upphæð 80 þúsund krónur til fimm ára. Þau sögðu, að þetta ár yrði erf- itt, því gera má ráð fyrir, að heild- argreiðslur vegna hússins verði 130—150 þúsund, en síðan fara upphæðirnar minnkandi. „Það er ljóst, að ekki má mikið út af bera ef okkur á að takast að kljúfa þetta og tekjurnar minnki ekki. Þær mættu reyndar aukast," sögðu þau Þóra og Hólmsteinn. „Við höfum vitanlega reynt að vinna eins mikið í þessu sjálf til að spara sem mest kaup á vinnuafli." Þau sögðust nokkuð vel sett þar sem þau búa hjá foreldrum Hólmsteins og því _ í ódýru hús- næði. Hólmsteinn og Þóra stefna að því að flytja inn í nýja húsið fyrir páska. „Við reynum auðvitað að flytja inn eins fljótt og nokkur kostur er, því við erum þegar farin að bera kostnað af kyndingu húss- ins, sem er svo sannarlega ekki gefið hér um slóðir. Við værum sennilega flutt inn ef ekki væri allt á kafi í snjó þannig að erfitt hefur verið með alla aðdrætti allt frá áramótum," sagði Hólmsteinn. Þau sögðust nokkuð hafa gert sér grein fyrir því hvernig þau ætluðu sér að kljúfa þetta, en því væri ekki að neita, að það væri mikið átak að standa í þessu og óhemju peningur, sem færi í vaxtakostnað og annan kostnað vegna lána. Þau sögðu að lokum, að þó að senn liði að því að þau flyttu inn, þá létu þau sig ekki dreyma um að húsið yrði fullbúið fyrr en eftir nokkur ár. — Gunnar. Stund railli stríða hjá Hólmsteini og Þóru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.