Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 32
"^Vuglýsinga- síminn er 2 24 80 FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1983 Demantur 4® æöstur eöaisteina <í*>ull & ignlfttr Laugavegi 35 Kjötvörur hækka um 20,6—23,9% VERÐLAGSRÁÐ hefur á fundi sínum samþykkt að heimila 20,6—23,9% hækkun á unnum kjötvörum og hefur hækkunin þegar tekið gildi, en hún er tilkomin vegna hækkunar á verði landbúnadarvara á dögunum. Sem dæmi um hækkunina má nefna, að hvert kíló af pylsum í smásölu hækkar úr 86,90 krónum í 104,80 krónur, eða um 20,6% og hvert kíló af kjötfarsi hækkar úr 55,50 krónum í 67,70 krónur, eða um 22%. Lýst eftir erfingjum er starfa í anda Marx, Engels og Leníns „EIGNARHLUTI minn í húseigninni Bollagötu 12, Reykjavík, skal verda fræðslu- og menningarstofnum á vegum Sameiningarflokks al- þýðu, Sósíalistaflokksins, og starfi jafnan í anda sósíalismans, eins og hann er túlkaður af aðalhöfundum hans, Marx, Engels og Lenín,“ segir m.a. í upphafi arfleiðsluskrár Sigurjóns Jónssonar, sem gerð er 19. apríl 1961. Skráin er birt vegna innköll- unar í dánarbú Sólveigar Jóns- dóttur, sem lézt 23. desember 1982, í Lögbirtingablaðinu frá 16. marz sl., en hún gekk í hjú- skap með Sigurjóni Jónssyni á árinu 1963, en Sigurjón lézt 21. maí 1964. Samkvæmt gögnum munu skipti á dánarbúi Sigur- jóns ekki hafa farið fram, og hafði eftirlifandi maki hans því ekki leyfi til setu í óskiptu búi. Við könnun á skjölum í vörslu dánarbúsins kom síðan fram- angreind arfleiðsluskrá í ljós. f arfleiðsluskránni segir ennfremur: „Verði Sameiningar- flokkur alþýðu, Sósíalistaflokk- urinn, lagður niður, eða klofni hann í fleiri flokka, starfi stofn- unin jafnan undir stjórn og á vegum þess flokks, sem skipar sér í hina alþjóðlegu fylkingu marxísk-lenínískra flokka og er viðurkenndur af henni. Fari svo, að enginn slíkur flokkur verði til um skeið, skal stofnunin halda áfram að starfa sem óháð fræðslustofnun í sama anda og áður getur undir þriggja manna stjórn, sem valin sé af formönn- um Reykjavíkurdeildar vináttu- félaga Islands og sósíalísku landanna." Sjá ennfremur „Innköllun- artilkynning vegna dánarbús Sólveigar Jónsdóttur og Sig- urjóns Jónssonar" á miðsíðu blaðsins. Sprengt í Loðmundarfirði svo undir tók í fjöllunum VARÐSKIPSMENN sprengdu í gær þrjár djúpsprengjur úr El Grillo í Loðmundarfirði. Sprengjurnar voru teknar úr skipinu í Seyðisfirði í vikunni og þá var einnig slætt í firðinum. Þó svo að um 40 ár séu liðin frá því að El Grillo sökk voru sprengjurnar enn virkar og tók undir í fjöllunum er þær sprungu, auk þess sem vatnssúlan steig hátt í loft. Skipverjar á varðskipinu Þór, sprengjusérfræðingur frá Land- helgisgæzlunni og froskkafarar hafa undanfarna daga unnið að því að slæða í Seyðisfirði og kanna skrokk E1 Grillo. Hafa þeir nú fjarlægt mikið af girðingum í firð- inum og auk þess fyrrnefndar þrjár sprengjur úr skipinu. Fleiri sprengjur munu þó enn vera um borð, en að sinni hefur verið gert hlé á þessu starfi, sem Seyðfirð- ingar hafa lagt mikla áherzlu á af öryggisástæðum. Tundrið í sprengjunum, sem sprengdar voru í gær, virtist vera óskemmt, en hins vegar var ekki forhleðsla í þeim og því notað dínamít við að sprengja þær. Borgarstjórn: Viðeyjarkaupin samþykkt KAUP Reykjavíkurborgar á Við- ey voru til umræðu á borgar- stjórnarfundi í gærkvöldi og voru þar samþykkt samhljóða með 21 atkvæði, en í gær sam- þykkti borgarráð samhljóða kaupsamning þann sem borgar- stjóri undirritaði með seljanda í fyrradag. Á þessari loftmynd af Viðey eru þeir hlutar, sem Reykjavík- urborg átti fyrir, merktir gróf- lega inn á eyjuna til vinstri og hægri; samtals tæpir 22 hektar- ar og eru þau svæði og 4,5 hekt- ara spilda, sem Ólafur Stephen- sen á áfram við hlið ríkishlut- ans, afmörkuð umhverfis Við- eyjarstofu. Morgunblaóið/RAX. Bankarnir: Lausafjárstaðan nei- kvæð um 866 milljónir — var jákvæð á sama tíma í fyrra um 227 milljónir króna LAUSAFJÁRSTAÐA bankanna var neikvæð um 866 milljónir króna í lok janúarmánaðar sl., en var til samanburðar jákvæð um 227 millj- ónir króna á sama tíma í fyrra. Stað- an hefur því versnað um 1.093 millj- ónir króna milli ára. Staða bankanna gagnvart Seðlabanka íslands var hins vegar neikvæð um 967 milljónir króna í janúarlok sl., en var til saman- burðar jákvæð um 156 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Staða bankanna gagnvart Seðlabanka hefur því versnað um 1.123 millj- ónir króna milli ára. Staða bankanna er nokkuð mis- jöfn, en allir eru þeir með nei- kvæða lausafjárstöðu og neikvæða stöðu gagnvart Seðlabankanum í janúarlok. Lausafjárstaða Lands- banka íslands var neikvæð um 532 milljónir króna, en var jákvæð um 168 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Staða Landsbankans gagn- vart Seðlabanka var neikvæð um 699 milljónir króna, en var til samanburðar jákvæð um 127 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Lausafjárstaða Útvegsbanka fs- Flugleiðir með mesta arðsemi í Evrópu 1981 Aðeins tvö félög í Bandaríkjunum og Kanada voru með meiri arðsemi FLUGLEIÐIR eru með mesta arðsemi evrópskra flugfélaga á árinu 1981, Aer Lingus, Sabena, Air Portugal, samkvæmt niðurstöðu sænska vikuritsins „Veckans Afrárer“, en í athugun Austrian Airlines og Flugleiðir blaðsins er arðsemi fyrirtækja metin sem afkoma fyrir afskriftir sem hlutfall af rekstrartekjum. Með þessari reglu kemur í ljós að arðsemi Flugleiða er mest þeirra 15 evrópskra flugfélaga, sem nefnd eru á árinu 1981. í árs- reikningum Flugleiða fyrir árið 1981 kemur í ljós, að rekstrartekj- ur eru 789.615.512 kr., en rekstrar- gjöld án afskrifta 719.896.884, sem þýðir að rekstrarafkoma fyrir af- skriftir er 69.718.628, sem er um 8,8% af rekstrartekjum. í athugun blaðsins eru stærstu flugfélög Evrópu tilgreind, British Airways, Lufthansa, Iberia, Air France, SAS, Swissair, Alitalia, KLM, Finnair, British Caledonian, I athugun blaðsins eru 12 stærstu bandarísku og kanadísku flugfélögin ennfremur skoðuð og kemur þá í ljós, að aðeins tvö þeirra eru með meiri arðsemi en Flugleiðir, þ.e. US Air með 9,4% og Air Canada með 9,1%. f athugun blaðsins kemur ennfremur fram að hleðsluhlutfall Flugleiða er betra en allra hinna félaganna, eða um 76,4%. Félögin eru annars á bilinu 47,3—66,7%. lands var neikvæð um 228 milljón- ir króna í janúarlok, en var til samanburðar jákvæð um 28 millj- ónir króna á sama tíma í fyrra. Staða Útvegsbankans gagnvart Seðlabanka var neikvæð um 163 milljónir króna í janúarlok sl., en var neikvæð um 2 milljónir króna á sama tíma í fyrra til saman- burðar. Lausafjárstaða Búnaðarbank- ans var neikvæð um 41 milljón króna, Iðnaðarbankans um 20 milljónir króna, Verzlunarbank- ans um 21 milljón króna, Sam- vinnubankans um 17 milljónir króna og Alþýðubankans um 7 milljónir króna. Lausafjárstaða sparisjóðanna var jákvæð um 38 milljónir króna í janúarlok sl., en var á sama tíma í fyrra jákvæð um 49 milljónir króna. Staða þeirra gagnvart Seðlabanka var í raun sú sama, eða 38 milljónir króna á móti 49 milljónum króna. Hallgrímskirkja: Stefnt að vígslu kirkjunnar 1986 STEFNT er að því að Ijúka byggingu Hallgrímskirkju í Reykjavík árið 1986 og vígja kirkjuna það ár, að því er Hermann Þorsteinsson formaður bygg- ingarnefndar kirkjunnar upplýsti á blaðamannafundi er Listvinafélag Hall- grímskirkju efndi til í gær. Hermann sagði, að bygging kirkj- unnar hefði nú staðið yfir í hartnær fjóra áratugi, og væri hugur í mönnum að reyna að ljúka verkinu á næstu árum. Hann sagði, að árið 1986 væri 200 ára afmæli Reykja- víkurborgar, sem ætlunin væri að halda uppá með veglegum hætti, svo sem kunnugt væri. Nú væri meiri áhugi fyrir því hjá borginni en áður, að stuðlað yrði að því að vígja mætti kirkjuna afmælisárið, og væri þessi aukni áhugi ekki síst að þakka tilkomu nýs borgarstjóra, Davíðs Oddssonar. Einnig sagði Hermann meiri áhuga vera fyrir málinu á Alþingi en oft áður. Tals- verð bjartsýni væri því ríkjandi um að takast megi að ljúka byggingu kirkjunnar og vígja hana á 200 ára afmælisári borgarinnar. Bygging kirkjunnar er nú langt komin hið ytra sem kunnugt er, en enn er mikið ógert innan dyra. Þar er heldur ekki lokið öllum teikning- um, og því ekki endanlega ljóst hvernig hún mun líta út þar, né heldur hvernig kirkjan verður skreytt listaverkum og öðrum grip- um. Hermann Þorsteinsson sagði þó, að þar sem kirkjan væri byggð í minningu Hallgríms Péturssonar, væri það mörgum ofarlega í huga að skreytingar, til dæmis á hinum 20 gluggum kirkjunnar, myndu vitna til píslarsögunnar eða há- punkta hennar. Lækkun vegna 30% reglunn- ar afnumin VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á fundi sínum í vikunni að fella úr gildi svokallað 30%-reglu, sem stjórnvöld tóku ákvörðun um að beita samfara gengisfellingu krón- unnar í ágústmánuði sl., en sam- kvæmt reglunni lækkaði álagning í heildsölu og smásölu um 10%. Þegar gengi íslenzku krónunnar var fellt í janúar á þessu ári var ekki tekin ákvörðun um beitingu 30% reglunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.