Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1983 SKIQASAMBAND " ISIANDS Bláfjöll — 26. mars Fyrsta alþjóðlega skíðagöngumótið á Islandi. Göngulengdir: 42,3 km. 21,0 km. 10,0 km. SVEITAKEPPNI — EINSTAKLINGSKEPPNI. SKRÁNINGU LÝKUR í DAG FÖSTUDAGINN 18. MARS. FERÐASKRIFSTOFAN URVAL Símar 28522 — 26900 ÞVI EKKI AÐ FA ÞÆR HEIMSENDAR? VERJURNAR FRA AMOR SVÍKJA ENGAN! 16 stk. Long love og 24 stk. Color set. Samtals 40 stk. fyrir aðeins kr. 240,- Sendum í póstkröfu um land allt. §*<-------------------------- Vinsamlegast sendið mér í póstkröfu: __stk. Amor, samtals kr_ Nafn:. Heimili: Sveitarfélag: Sendist til Póstval, Pósthólf 91 33, 1 29 Reykjavík. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSS0N Andropov og kerfíð I>egar leiðtogi sovczka kommúnistaflokksins, Yuri Andropov, hitti helztu hugmyndafræðinga Sovétblokkarinnar að máli í vikunni vakti athygli að Konstantin Chernenko, sem beið lægri hlut fyrir honum í valdabaráttunni þegar Leonid Brezhnev lézt, var viðstaddur fundinn. Chernenko var sérstakur skjólstæðingur Brezhnevs og bandamaður And- rei Kirilenkos. Ljóst er að togstreitu Andropovs og Chernenkos er ekki lokið og þátttaka hans í viðræðunum við hugmyndafræðingana bendir þar að auki til þess að hann sé tekinn við hlutverki aðalhugmyndafræð- ings Kremlverja, því hlutverki sem Mikhail Suslov gegndi þar til hann lézt í fyrra. Andropov virðist þó traustur í sessi og halda andlegri orku sinni óskertri, þótt fréttir um að hann gangi ekki heill til skógar hafi verið staðfestar. Hann er 68 ára, elzti maðurinn sem hefur orðið leiðtogi sovézka kommúnistaflokksins, og lítur út fyrir að vera eldri að sögn utan- ríkisráðherra Frakka, Claude Cheysson. Mat manna á Andro- pov hefur breytzt síðan Cheyss- on ræddi við hann í Moskvu fyrir nokkru. í fyrstu var hann talinn gæddur frábærum skipulags- hæfileikum og djúpstæðum skilningi á vestrænum þjóðum. Nú er sú lýsing talin eiga betur við að hann sé harðsnúinn og farsæll „kerfismaður“. Hörð barátta Andropovs gegn spillingu og agaleysi styður þessa skoðun. Margt bendir til þess að þessi herferð sé runnin undan rifjum yfirmanna hers- ins, m.a. skipun yfirmanns KGB, Vitali Fedorchuks, í embætti innanríkisráðherra og stöðu hershöfðingja af æðstu gráðu. Fedorchuk nýtur fyllsta trausts Andropovs, sem styðst ekki síður við vin sinn Geidar Aliyev, sem hann hefur gert að staðgengli sínum. Þeir þremenningarnir hafa stjórnað baráttunni í sam- einingu og hún hefur fengið ein- kennisstafina „AAF“ eftir upp- hafsstöfum þeirra. Eitt síðasta fórnarlambið er ráðherrann Pyotr Lomako, sem hefur farið með mál léttaiðnað- arins síðan 1956. Hann hefur verið sakaður um að gullgröftur hafi verið minni en áætlað hafi verið og verður líklega leiddur fyrir rétt ásamt 20 öðrum í No- vosibirsk. í Norður-Kákasus hafa 66 menn verið dregnir fyrir lög og dóm, ákærðir fyrir hús- næðisbrask og hamstur á neyzluvöru, sem þeir hafi síðan selt á okurverði. „AAF“-herferðin hefur borið nokkurn árangur samkvæmt opinberum tölum. Framleiðni, sem er lítil, hefur aukizt nokkuð, aðallega vegna ótta fólks við skyndirannsóknir flokksstarfs- manna í verksmiðjum. Fjarvist- ir, óregla, leti og spilling hafa lengi verið vandamál í Sovét- ríkjunum og sá ásetningur And- ropovs að breyta þessu ástandi ber vott um verulegar áhyggjur hans og annarra ráðamanna af því hvernig landinu er stjórnað. Valdi hefur oft verið beitt áður til þess að útrýma þessum mein- semdum, en aldrei hefur verið gengið eins langt og nú. Fyrri herferðir hafa hins vegar mis- tekizt og reynslan sýnir að til lítils er að neyða sovézka borg- ara til að breyta afstöðu sinni til vinnunnar, ef víðtækar breyt- ingar eru ekki gerðar á sjálfu kerfinu. Hins vegar bendir ekkert til þess að Andropov ætli að beita sér fyrir róttækum breytingum á hinu miðstýrða efnahagskerfi til þess að verða við óskum sov- ézkra borgara um aukið framboð á neyzluvöru og fá þá til að leggja harðar að sér. Vandamál- in eru flókin, afleiðingar rót- tækra breytinga gætu orðið ófyrirsjáanlegar og allar aðgerð- ir gegn efnahagsvandanum munu mótast af varkárni. Jafn- vel þótt Andropov vildi standa fyrir róttækum breytingum er talið víst að flokkurinn og ríkis- báknið mundu hindra þær, því að þær mundu ógna hagsmunum kerfisins. Andropov er kerfis- maður, eini munurinn á honum og öðrum sovézkum ráða- brottflutnings. Slíkt væri talið óþolandi veikleikamerki og þetta gæti þvert á móti verið fyrirboði meiri harðlínustefnu. Þótt Andropov væri andvígur innrás- inni í Afghanistan á sínum tíma hefur hann sent þangað þúsund- ir hermanna og von er á fleirum. Rússar hafa ekki náð tökum á ástandinu og framtíð Karmal- stjórnarinnar er óviss, þar sem henni hefur ekki tekizt að tryggja sér stuðning almennings eða koma í veg fyrir upplausnina í stjórnarhernum. Forseti herráðs landhersins, Ivan Pavlovsky hershöfðingi, lét nýlega af störfum og það styrkti stöðu Andropovs. Pavlovsky var handgenginn Chernenko og Kir- ilenko, stjórnaði innrásinni í Tékkóslóvakíu og studdi innrás- ina í Afghanistan af alefli. Eftir- maður hans, Vassili I. Petrov hershöfðingi, var hins vegar ANDROPOV — kerfismaöur mönnum er sá að hann er harð- skeyttari og gáfaðri en þeir. Stjórnarfarið hefur ekki breytzt í grundvallaratriðum síðan á dögum Stalíns, ógnar- stjórnin hefur aðeins orðið fág- aðri undir forystu manna eins og Andropovs. Hagsmunir ríkisins eiga sem fyrr að hafa algeran forgang, markmið Sovétkerfis- ins er sem fyrr að halda völdun- um, tryggja hernaðaryfirburði og halda uppi algeru lögreglueft- irliti. Andropov mun halda áfram á þessari braut, hann hef- ur ekki reynt að gera Sovétkerfið mannlegra síðan hann komst til valda, hann hefur aðeins reynt að auka framleiðni til að treysta völd kerfisins. Stefnan í utanríkismálum er að miklu leyti arfur frá Brezh- nev-tímanum. Andropov kom mikið við sögu þeirra þá sem yf- irmaður KGB og stjórnmála- ráðsfulltrúi, og einnig Andrei Gromyko utanríkisráðherra og Dimitri Ustinov landvarnaráð- herra. Einn arfurinn er svoköll- uð „friðarsókn" í Vestur-Evrópu og tillögur Rússa í afvopnun- armálum. Fátt er um þær vitað og Rússar hafa ekki viljað veita nánari upplýsingar um þá vilja- yfirlýsingu að samþykkja ein- hvers konar eftirlit. Því er talið að „tillögur" þeirra miði að því fyrst og fremst að auka fylgi „friðarhreyfingarinnar". Sú ákvörðun að leyfa birtingu blaðafrétta um mannfall í Afgh- anistan er ekki talin fyrirboði sáttastefnu, sem muni leiða til FEDORCHUK — gegn spillingu Andropov innan handar í Sýr- landi, Angola og Eþíópíu þegar Andropov var yfirmaður KGB. Áhrifum keppinauta Andropovs hefur þó ekki verið eytt. • Samkvæmt áreiðanlegum heimildum munu Chernenko og Kirilenko njóta stuðnings yfir- stjórnar flughersins, loftvarna- herliðsins, eldflaugaherliðsins og rafeindahernaðardeildarinn- ar. Þessi „stjórnarandstaða" mun vera undir forystu Pavel Kochatovs flugmarskálks, yfir- manns flughersins, Tulbuko marskálks, yfirmanns eldflauga- herliðsins, og Makarenko hers- höfðingja, yfirmanns rafeinda- hernaðar. Andropov virðist aftur á móti njóta stuðnings Ustinovs land- varnaráðherra, Sergei Goshkovs aðmíráls, yfirmanns sjóhersins, Viktor Kulikovs marskálks, yfir- manns herliðs Varsjárbandalags- ins, Nikolai Ogarkovs, forseta yfirherráðsins, Pyotr Loshev hershöfðingja, yfirmanns her- stjórnarumdæmisins Moskvu, yfirmanna þriggja annarra her- stjórnarumdæma Rauða hersins í Sovétríkjunum og Austur-Evr- ópu, yfirmanna landamærahers- ins og flestra yfirmanna KGB og herleyniþjónustunnar GRU. Samkvæmt þessu er valdabar- áttunni ekki lokið og Andropov verður annaðhvort að friða and- stæðinga sína eða fyrirskipa hreinsun. Seinni möguleikinn er líklegri samkvæmt sovézkri reynslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.