Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1983 13 Kirkjulist á Kjarvalsstöðum: Pálmasunnu- dagur - Bæn - Á Valhúsahæð Þrjú verk eftir Einar Hákonarson „ÉG HEF málað trúarleg verk af þessu tagi áður, svo sem mynd er ég gerði og gaf Skálholtsskóla, og einnig mynd er ég gerði fyrir jólablað Lesbókar Morgunblaðsins,“ sagði Einar Hákonarson, listmálari, í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær, en hann er einn þeirra áttatíu listamanna, sem gert hafa verk gagngert í tilefni kirkjulistasýningarinnar á Kjarvalsstöðum um páskana. „Myndirnar, sem ég sendi á sýninguna eru þrjár,“ sagði Einar ennfremur. „Þá fyrstu nefni ég Pálmasunnudag. Það er tiltölulega hefðbundið verk, þar sem meðal annars sést Kristur og pálmagreinarnar. í þeirri næstu, sem ég nefni Bæn, er farið meira til nútímans, auk þess sem umhverfi myndarinnar er fært til íslands, útibekkur í forgrunni en Hljómskálinn í baksýn. Þriðja myndin nefnist svo Á Valhúsahæð, og þar er útgangspunkturinn sá sami og Steinn Steinarr notar í kvæði sínu, en þaðan hef ég tekið nafn á myndina. Myndirnar eru því nokkuð hver með sínu sniði, en að öðru leyti eru þetta hrein expressionisk verk í þeim stíl sem ég mála.“ — Hvað olli því að þú ákvaðst að senda verk inn á þessa sýn- ingu? „Það hefur sjálfsagt meðal ann- ars verið fyrir áhrif frá ráðstefn- unni um „trú og myndlist" á sín- um tíma, sem vakti mig til um- hugsunar og varð mér mikil hvatning í þessu efni.“ — Eru mönnum ekki settar talsvert þröngar skorður, þegar þeir taka sér fyrir hendur að mála trúarleg eða kirkjuleg listaverk? „f rauninni ætti það ekki að vera svo, og auðvitað á trúarleg eða kirkjuleg list að vera ná- kvæmlega „frjáls" og öll önnur list. En hér kemur hins vegar inn í, að hér á íslandi ríkir ótrúlega mikil þröngsýni í sambandi við list af þessu tagi. Fólk er svo mjög á valdi hugmynda um „hinn danska Krist“, eins og sumir vilja nefna það, það er Kristur þarf að hafa ákveðið útlit, klæðast ákveðnum fötum og svo framveg- is, og hið sama á við um önnur efni. — Ég varð til dæmis var við það í sambandi við myndina sem ég gerði fyrir Lesbókina fyrir jól- in, að hún hneykslaði marga vegna stellinganna á fótum Maríu, en myndin sýnir Maríu með Jesú- barnið. Þarna fannst fólki með öðrum orðum að María þyrfti að sitja í ákveðinni stellingu til að vera boðleg, þótt stellingar á borð við þá sem ég valdi henni hafi ver- ið taldar þóknanlegar á ýmsum tímum í ýmsum löndum áður! Viðhorf af þessu tagi eru þó vonandi á undanhaldi hér á landi, og mér finnst þetta framtak, þessi kirkjulistasýning á Kjarvalsstöð- um, vera til mikillar fyrirmyndar. Þessi sýning á vafalaust eftir að skila mjög jákvæðum árangri, jafnt fyrir kirkju sem listamenn," sagði Einar að lokum. - AH Auglýsing Flugleiða brot á alþjóðareglum — segir Samband íslenzkra auglýsingastofa um auglýsingu Flugleiða í Mbl. 8. marz sl. SIÐANEFND Sambands íslenzkra auglýsingastofa hefur fjallað um kæru auglýsingastofunnar Gylmis fyrir hönd Farskips hf. vegna auglýs- ingar Flugleiða í Morgunblaðinu þann 8. marz síðastliðinn. Telur siða- nefndin að í auglýsingunni hafi verið brotið f bága við 4. 5. og 7. grein siðareglna Alþjóða verzlunarráðsins. Auglýsingin var unnin af auglýs- ingastofunni Ólafur Stephensen, auglýsingar almannatengsl. { frétt frá Sambandi íslenzkra auglýsingastofa segir, að siða- nefndin hafi óskað þess við Flug- leiðir og Farskip, að félögin virtu gildandi siðareglur í auglýsingum sínum framvegis og hefði það verið samþykkt af beggja hálfu. f áðurnefndum greinum siða- reglna Alþjóða verzlunarráðsins er meðal annars kveðið á um, að aug- lýsingar skuli ekki innihalda stað- hæfingar eða myndir, sem líklegar eru til að villa um fyrir neytandan- um með því að gefa eitthvað í skyn, halda eftir nauðsynlegum upplýs- ingum, eða nota tvíræða framsetn- ingu eða ýkjur; að tölfræðilegar upplýsingar skuli ekki notaðar þannig, að þær gefi í skyn annað en það, sem er sannleikanum sam- kvæmt; sé samanburður notaður í auglýsingum skuli þess gætt, að hann sé ekki villandi; að i auglýs- ingum skuli ekki hallmæla neinu fyrirtæki eða samkeppnisvöru, hvorki beint né með því að gefa ókosti í skyn. Júgóslavía: Boða herta ritskoðun Beljpað, 14. mars. AP. HATTSETTIJR rádamaður í júgóslav- neska kommúnistafiokknum, Dimce Belovski, sagði í gær að þarlendir fjölmiðlar hefðu ritað heldur óvarlega um flokkinn að undanfórnu og stjórn hans á landinu. Gaf Belovski í skyn að yfirvöld í landinu hefðu í hyggju að herða ritskoðun og eftirlit með fjölmiðlum. Yfirlýsingar Belovskis eru þær nýjustu af mörgum svipuðum sem komið hafa frá ráðamönnum að undanförnu. Ekki var greint nánar með hvaða hætti blöðin höfðu stig- ið yfir markið frekar en í fyrri til- vikum. Ráðamenn hafa verið gagnrýndir meira en venjulega í júgóslavnesk- um blöðum síðustu vikurnar og stafar það m.a. af versnandi efna- hag landsins. Belovski sagði það ekki koma til mála að hugmynda- fræðilegir andstæðingar stjórn- valda fengju að vaða uppi á síðum blaða. Einar Hákonarson við verk sín þrjú: Pálmasunnudagur, Bæn og Á Valhúsahæð. Morgunbia«iA/Krisiján Eiursson. Laxveiöar Færeyinga í sjó MEÐ GREIN Eyjólfs Konráðs Jónssonar, alþingismanns, „Land- helgisbaráttunni er ekki lokið“ (Mbl. í gær), eru birtar þrjár þings- ályktanir: um Hatton-Rockallsvæð- ið, hafsbotnsréttindi á Reykjanes- hrygg og laxveiðar Færeyinga í sjó. Síðastnefnda þingsályktunin er birt eins og hún hljóðaði í upphaflegum tillöguflutningi, en utanríkismála- nefnd færði hana í þann búning, sem hún var endanlega samþykkt í. Þingsályktunin, eins og Alþingi samþykkti hana, hljóðaði svo: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að gera ráðstafanir til að - leiörétting stöðva veiðar Færeyinga á Atl- antshafslaxinum í hafinu í sam- ræmi við 66. gr. hafréttarsáttmál- ans og hafa um það samráð við önn- ur upprunalönd laxastofnsins, enda verði að því stefnt, að allar laxveið- ar í sjó verði bannaðar á Norður- Atlantshafi." ú D $ áfSUTTW Móna no. 2 6ooo 48.00 115 gr. no. 412000 96.00 230 gr. no. 6 i6ooo 128.00 305 gr. no. 8210 00168.00 405 gr. no. 10315 0°252.00 610 gr. leyft verð Okkar verð 75 gr. Kokkamir kynna ídag Nói no. 2 4000 32.00 no. 3 79°o 64.00 155 gr. no. 4 '3ooo 104.00 250 gr. no. 5 18900 151.00 370 gr. no. 6 336 00 269.00 620 gr. TW .Lamba Hamborgara hrygg 50 pr.kg. Leyft verö 148.00 Sumir versla dýrt- aðrir versla hjá okkur Opiðtil kl. 7 í kvöld og til hádegis / t ^ á laugardag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.