Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1983 5 um, en betur hefði gengið að selja þau fullsútuð. Nú hefðu verið gerðar ráðstafanir til að auka full- sútunina frá því sem verið hefði. Samhliða sölutregðunni hefði verðið lækkað mikið, sérstaklega á hálfsútuðum skinnum. í haust þegar þessir söluerfiðleikar voru orðnir að veruleika var sölustarf- semi fyrirtækisins aukin og sagði Hjörtur að nú hefði tekizt að finna nýja markaði, aðallega í Banda- ríkjunum og Suður-Evrópu. Útlit- ið framundan væri því nokkuð gott. Vegna þessara skyndilegu og óvæntu erfiðleika, sem þó væru tímabundnir, sagði Hjörtur að sútunarverksmiðjurnar þrjár sem í landinu eru hefðu farið fram á það við ríkisstjórnina í lok sl. árs, að hún útvegaði lán til að standa undir þessu birgðahaldi. Eftir at- hugun ríkisstjórnar og Seðla- banka hefðu þau svör borizt, að ekki væri mögulegt að verða við þessari beiðni, þar sem Seðlabank- inn gæti ekki útvegað þetta fjár- magn. Sagði Hjörtur að Iðnaðar- deildin hefði nýlega ítrekað þetta mál með bréfi til forsætisráð- herra, sem nú væri með þetta í athugun. Hann sagði að ekki yrði lengur vikizt undan að leysa þetta mál á einhvern hátt. Það yrði að gerast í þessum mánuði. Jón Ásbergsson, framkvæmda- stjóri Loðskinns hf. á Sauðár- króki, sagði í samtali við Mbl., að ástandið hjá þeim væri einnig mjög slæmt og versnaði eftir því sem lengri tími liði, án þess að varan seldist. Sagði hann, að þessa dagana væri aukin sölustarfsemi, sem sett hefði verið af stað, þegar hinir hefðbundnu markaðir lokuð- ust, að gefa svör, sem lofuðu góðu, þótt of snemmt væri að fullyrða, hvað úr yrði. - Hbj. BorgarnvNÍ, 17. marz. IÐNAÐARDEILD SÍS hefur í bréfi til forsætisráðherra farið fram á að ríkisstjórnin útvegi fyrirtækinu 18 milljón króna lán til að fjármagna birgðahald vegna mikilla birgða Sút- unarverksmiðjunnar á Akureyri. Hjörtur Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Iðnaðardeildar SÍS, sagði í samtali við Mbl. að miklir erfiðleikar hefðu steðjað að skinnaiðnaðinum undanfarna mánuði vegna þess að alveg hefði lokazt fyrir sölu til Póllands og Svíþjóðar á hinum hefðbundna sölutíma sl. haust, en í Póllandi og Svíþjóð hafa verið mikilvægustu markaðir þessarar framleiðslu. Sagði hann að Iðnaðardeild SÍS hefði um áramótin átt 170 þúsund fleiri skinn í birgðum, en á sama tíma í fyrra. Sagði Hjörtur að aðalástæða þessa samdráttar í sölu væru þær, að verðið hefði verið orðið mjög hátt á þessum vörum og of lítill verðmunur væri á þeim og dýrum eðalskinnum, s.s. refa- og minnka- skinnum. Tízkubreyting hefði átt sér stað, þannig að vatteraðar flíkur hefðu tekið við af mokka- fatnaðinum. Þá hefði veturinn verið mjög hlýr í Evrópu, en einn- ig væri almenn kreppa í aðalvið- skiptalöndunum. Hjörtur sagði að mesta sölufall- ið hefði orðið í hálfsútuðum skinn- Fiskihagfræði eftir dr. Gylfa Þ. Gíslason Aðgangseyrir kr. 150,- Syrpustjórarnir Þorgeir Ástvaldsson og Páll Þorsteinsson kynna. Miðasala í Broadway frá kl. 9—5. NÝLEGA kom hér út endurskoðuð kennslubók í fiskihagfræði eftir doktor Gylfa Þ. Gíslason. Er hún ætluð til kennslu í viðskiptafræðum viö Háskóla íslands og aðeins seld í Bóksölu stúdenta. Bókin er á ís- lenzku og er ekki vitað til að slíkt rit sé til á hinum Norðurlöndunum, en svipaðar bækur eru til á ensku. Fiskihagfræði hefur nýlega ver- ið tekin upp sem valgrein í Við- skiptadeild Háskólans og byggir doktor Gylfi bókina meðal annars upp á fyrirlestrum, sem hann hef- ur flutt í deildinni. Bókin er í tveimur hlutum og skiptist í marga kafla. Fjalla þeir meðal annars um náttúruskilyrði til fiskveiða, Atlantshafið, hagfræði sjávarútvegsins, stjórn fiskveiða, þátt sjávarútvegs í matvælafram- leiðslu, sjávarútveg í Evrópu, veið- arfæri og veiðiaðferðir, alþjóða- samninga um fiskveiðar, fiskveiði- lögsöguna og þróun hennar og veigamikill kafli er um sjávarút- veg á íslandi. wmfa Garðar o Guðmundsson Gudbergur Auðunsson Stefan Jonsson Þorsteinn Eggertsson Astrid Jenssen Berti Moller Aðalfundur Kaupmannasamtaka Islands: Sigurður E. Haraldsson formað- ur í stað Gunnars Snorrasonar — Jón Júlíusson varaformaður í stað Þorvaldar Guðmundssonar Sigurður E. Haraldsson, nýkjörinn höldum við IBIPCAIDWiy IKVOLD 18. marz og hefst kl. 19.00. Matur stund- víslega kl. 20.00 Vegna feiknalegra vinsælda fyrri rokkhátíða, höldum við hana há- tíðlega eina ferðina enn. Á Broadway hittir þú gömlu djammfélag- ana sem þú hefur ekki séö síöan í Glaumbæ, foröum daga, og rifjar upp gömul kynni. Matseöill: Rjómalöguö spergilsúpa. Svínahamborgarlæri með paprikusósu. Verö kr. 300 SIGURÐUR E. Haraldsson var kjör- inn formaður Kaupmannasamtaka íslands á aðalfundi samtakanna, sem haldinn var í gærdag. Fráfar- andi formaður er Gunnar Snorrason, sem hefur gegnt starfinu sl. 10 ár. Varaformaður var kjörinn Jón Júií- usson, sem tekur við af Þorvaldi Guðmundssyni, sem setið hefur í stjórn samtakanna í hartnær 30 ár. Á aðalfundinum var samþykkt ályktun þar sem segir m.a.: „Fundurinn leggur höfuðáherzlu á að stjórnvöld landsins sjái svo um að fyrirtæki landsmanna fái að starfa óheft og frjáls án íhlutunar hins opinbera. Á þann hátt einan nást fram þau efnahagslegu markmið, sem þjóðin stefnir að. I þessu tilefni bendir fundurinn á, að þau verðlagshöft sem gilt hafa hér á landi í tugi ára, hafa ekki leitt til þess árangurs, sem ætlað var, sé litið til víxlhækkana kaup- gjalds og verðlags. Fundurinn ítrekar fyrri mót- mæli gegn því óréttlæti, sem felst í því að skylda kaupmenn til þess að innheimta stærsta hluta tekna ríkissjóðs, söluskattinn, án þess að fá greiddan innheimtukostnað. Fundurinn beinir þeim tilmæl- um til borgar- og bæjaryfirvalda, að tekið sé tillit til stefnu Kaup- mannasamtaka íslands í verzlun- ar- og umferðarmálum, þegar formaður Kaupmannasamtakanna. skipulögð eru ný hverfi eða skipu- lagningu eldri hverfa breytt. Fundurinn varar við því alvar- lega ástandi, sem skapast hefur í verzlunarmálum í dreifbýli lands- ins, sem kemur m.a. fram í því að verzlunum í einkaeign hefur fækk- að. Það er krafa fundarins að verðlagsyfirvöld taki nú þegar ákvarðanir, sem verða megi til úr- bóta í þessum efnum. Sé það ekki gert leiðir þessi þróun til búsetu- röskunar. Gunnar Snorrason, fráfarandi for- maður Kaupmannasamtakanna. Fundurinn beinir þeim tilmæl- um til Samstarfsnefndar banka og sparisjóða að nýjar reglur um meðferð og útgáfu ávísana verði látnar taka gildi sem fyrst, enda verði ábyrgð banka og sparisjóða á innistæðu ávísana aukin. Fundurinn mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Alþingis nýverið, að framlengja enn einu sinni lög um sérstakan skatt á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði." Nú munu eflaust margir setja á sig gamla góöa lakkrísbindiö, fara í lakkskóna og kon- urnar draga upp gömlu góöu rokkkjólana og allir skella sér á Broadway, því þar veróur haldin heljarmikil rokkhátíð eins og þær geröust beztar hér á árum áöur. Allt aó 2ja tíma skemmtiatriöi. Allir fá eitthvaö viö sitt hæfi. Margt góöra manna mun troöa upp, þar á meöal rokksöngvararnir góöu: Ómar Ragn- arsson, Harald G. Haralds, Guóbergur Auó- unsson, Þorsteinn Eggertsson, Astrid Jenssen, Berti Möller, Anna Vilhjálms, Mjöll Hólm, Sigurdór Sigurdórsson, Garöar Guö- mundsson, Stefán Jónsson, Einar Júlíusson og Siguröur Johnny — hver man ekki eftir þessum gömlu góöu kempum. Stórhljómsveit Björgvins Halldórssonar leik- ur rokktónlist. Hljómsveitina skipa: Björn Thoroddsen, Hjörtur Howser, Rafn Jónsson, Pótur Hjaltested, Haraldur Þorsteinsson, Rúnar Georgsson og Þorleifur Gíslason. Sæmi og Didda rokka. Broadway spyr gesti á rokkhétíð: Hvernig skemmtir þú þór á rokkhátíöinni? Guðlaugur Bergmann: „Frábær skemmtun. Þaö var gaman aö sjá allt þetta fólk saman komiö og hvaó söngv- ararnir voru jafnvel betri en i gamla daga Sórstaklega vil ég geta þess hve sýningunni var vel stjórnaö.*' Kristján Kristjáns, KK: „Þessi sýning hitti svo sannarlega í mark. Þaö var ekki dauöur punktur allan timann. Meöhöndlun hljómsveitarinnar á lögum var frábær.“ Gunnar Þóröarson: „Ég skemmti mór konunglega og þaö var meiriháttar aö heyra aö söngvararnir eru enn í toppformi.** Ólafur Gaukur: „Viö hjónin höföum mjög gaman af þessari sýningu og sórstaklega var gaman af því hvaö allir þessir söngvarar stóöu sig frábær- lega vel þó flestir þeirra hafi ekki komiö fram i mörg ár.“ Mikið birgðahald í skinnaiðnaði veldur erfiðleikum: Iðnaðardeild SÍS biður ríkisstjórnina að út- vega 18 milljón kr. lán

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.