Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 18
/ 18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1983 Nýjar launabætur sendar út: 25.400 einstaklingar fá 22,8 milljónir kr. ÁKVEÐIÐ hefur verið að senda launabætur til liðlega 25 þúsund einstakl- inga sem litlar eða engar bætur fengu í desember sl. en þá voru greiðslur úr ríkissjóði sendar til 38 þúsund framteljenda, segir í fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu hefur borizt frá fjármálaráðuneytinu. Menningarmiðstöðin við Gerðuberg: Opið hús fyrir aldraða Fischer Timman Heyja Fischer og Timman einvígi? Góðar horfur virðast nú á því að Bobby Fischer, heimsmeistari í skák á árunum 1972—75, og hollenski stórmeistarinn Jan Timman, tefli einvígi í Hollandi á þessu ári. Þarlendu dagblaði, Telegraaf, tókst að komast í samband við Fischer fyrir nokkru og lýsti hann sig þá reiðubú- inn að tefla við Timman ef gengið yrði að kröfum hans. Þar sem kröfur þessar voru geysilega háar virtist á tímabili sem málinu væri lokið, en nú hefur Joop van Oosterum, forstjóri tölvufyrirtækisins Volmac, lýst fyrirtæki sitt reiðubúið til að standa straum af kostnaði við einvígið. Volmac hefur um árabil tekið að. Þá tók hann 5.000 dollara þátt í kostnaði af skákkeppnum, t.d. heldur fyrirtækið úti liði í hollensku deildakeppninni í skák og eru m.a. þeir Timman og Viktor Korchnoi á meðal liðs- manna þess. Kostnaður sá sem Volmac þarf að bera í sambandi við fyrirhugað einvígi er fyrst og fremst einnar og hálfrar millj- óna dollara greiðsla til Fischers fyrir þátttökuna og ein milljón dollara í verðlaun. Auk þess hef- ur hann krafist hluta af öllum tekjum sem koma inn fyrir ein- vígið, svo sem kvikmyndarétt- indum o.fl. Samningaviðræður vegna ein- vígisins standa nú yfir. Fulltrúi Fischers er ritari hans, Claudia Moratov, en af hálfu Timmans einn blaðamanna Telegraaf, Henk de Mari. Mbl. sneri sér til Friðriks ólafssonar, sem staddur var í Hollandi fyrir nokkru og innti hann eftir fréttum af þess ein- vígi: „Þessu var slegið upp í hol- lenska blaðinu Telegraaf í janú- ar, en á mótinu í Wijk aan Zee voru fáir sem tóku þetta alvar- lega, fyrst og fremst vegna þess- ara háu krafna Fischers. Auk fjárkrafnanna vill hann að ein- vígið fari fram með algjörri leynd, en þá er auðvitað borin von að nokkuð fáist upp í kostn- (eitt hundrað þúsund ísl. krónur) fyrir hvert viðtal við Telegraaf, en bauðst til að draga það frá endanlegri þóknun sinni fyrir einvígið. En eftir þetta tilboð Volmac-forstjórans hafa mögu- leikarnir á einvíginu auðvitað aukist," sagði Friðrik. Síðan 1972, er Fischer tefldi síðast, hafa oft sögur gengið fjöllunum hærra um að hann hyggist tefla einvígi. Hefur þú trú á að eitthvað verði úr þessu nú? Það er rétt, oft hafa samn- ingaviðræður við Fischer verið komnar mjög langt, t.d. var komið samkomulag milli hans og Karpovs um einvígi sem var að miklu leyti sniðið eftir kröfum Fischers, en það strandaði á því að hann krafðist þess að fá að tefla í einvíginu sem heims- meistari og það stóð skiljanlega í Karpov. Síðan hefur hann verið kominn á fremsta hlunn með að tefla við Gligoric á Ítalíu, svo og einvígi í Hong Kong, en ávallt hefur slitnað upp úr. Ég get þvl ekki verið sérlega trúaður á að eitthvað verði úr þessu nú, en það er auðvitað aldrei að vita. Og það vita allir að Fischer er ekki byrjaður að tefla á nýjan leik fyrr en hann er deztur við borðið og búinn að leika fyrsta leikinn," sagði Friðrik að lokum. Við ákvörðun bóta í desember var sú meginhugsun ráðandi að bæta að nokkru vísitöluskerðingu bráða- birgðalaganna. Úthlutunin var mið- uð við fólk með lágar eða meðal- tekjur og byggt á skattaframtölum 1982, auk þess sem tekið var tillit til ýmissá ftatriða. Ýmsir ágallar komu fram á regl- unum sem notaðar voru við út- reikning bótanna og núverandi tekjuskattskerfi reyndist í mörgum tilvikum villandi vísbending um raunverulega bótaþörf. Að vísu bendir flest til þess, að 98—99 af hverjum 100 sem fengu bætur hafi þarfnast þeirra. En lík- ur benda til, að þessi fyrsta tölvu- útsending á launabótum úr ríkis- sjóði hafi ekki hitt í mark í all- mörgum tilvikum. Þótt aðeins væri um að ræða brot af heildargreiðsl- um var það nægilegt til að kalla fram gagnrýni á þá aðferð sem beitt var. Helstu ágallar kerfisins virðast hafa verið þessir: 1. Ekki reyndist gerlegt að að- greina „launþega" í starfi hjá eigin fyrirtæki frá öðrum launa- mönnum. Þessir atvinnurekend- ur gátu því fengið bætur ef þeir höfðu tiltölulega lágar framtald- ar tekjur. 2. Eignamörk einstaklinga og ein- stæðra foreldra voru og þröng. 3. Lágtekjumarkið var sett full hátt. 4. Upplýsingar um tekjur voru eins árs gamíar. Ekki var hægt að taka tillit til afkomubreytinga milli ára. Reiknireglan sem notuð var í des- ember var við það miðuð, að um fjórði hluti framteljenda fengi bæt- ur og voru þeir látnir hafa forgang, 1. sem taldir voru aðalframfærend- ur heimila og höfðu því ákveðnar lágmarkstekjur; 2. sem áttu litlar eignir og höfðu Miðhúsum: Ný sjálfvirk símstöð tek- in í notkun Miðhúsum, 17. marz. I DAG var opnuð hér í sveit ný sjálfvirk símstöð með 200 númerum. Þegar hafa rúmlega 100 bæir í Reykhólasveit og nágrenni verið tengdir, en bæir í Geiradalshreppi verða tengdir á næstunni. Hins veg- ar mun Gufudalur bíða betri tíma. Svæðisnúmer þessara sveita er 93 og tengist stöðin hér Búðardal. Það er mikil ánægja með þessa nýju stöð hér og finnst mönnum allt annað líf að geta nú talað í síma án þess að þurfa að óttast það, að einhver liggi á línunni. — Sveinn því væntanlega meiri húsnæðis- kostnað í formi afborgana, vaxta og leigugreiðslna en þeir sem eiga íbúðir sínar skuldlausar. Við ákvörðun bóta hjá hjónum var tekið tillit til tekna maka og í ýmsum tilvikum leiddu reglurnar til þess, að það hjóna fékk bætur sem hærri hafði tekjurnar. Þessi regla hafði því í för með sér villandi niðurstöður í mörgum tilvikum, þar sem menn með sæmilegar tekjur fengu bætur vegna lágra tekna maka, sem oftast fékk þá enga greiðslu. Fólk með tekjur sem voru helm- ingi lægri en samningsbundnar lág- markstekjur (52 þús. kr. árið 1981) fékk ekki reiknaðar bætur og held- ur ekki þeir sem framfærslu höfðu af tryggingabótum frá Trygg- ingastofnun ríkisins, þar sem tekju- trygging var sérstaklega hækkuð umfram hækkun launa 1. desember og 1. janúar sl. Til að koma í veg fyrir að fólk með miklar eignir og góðar tekjur en litlar launatekjur fengi þessar bætur, var ákveðið að skerða greiðslur, ef hrein eign hjóna færi fram úr 752 þús. kr. í árslok 1981 en það svarar til andvirðis rúmgóðrar fimm herbergja íbúðar. Þetta sjálfsagða ákvæði til takmörkunar hefur hins vegar komið sér illa fyrir einhleypt fólk og einstæða foreldra, sem urðu fyrir skerðingu þótt eign væri helmingi minni. Nýjar reglur Með hliðsjón af fenginni reynslu hefur því verið ákveðið að breyta desemberreglunum og greiða við- bótarbætur í samræmi við eftir- taldar meginreglur. 1. Eignamörk einstaklinga eru hækkuð um 50% og eignamörk einstæðra foreldra um 100% frá ákvæðum reglugerðarinnar. 2. Þeir sem fengu minna en 1.000 kr. í desember sl., en höfðu þó 10—70 þús. kr. laun á árinu 1981, fá bætur nú, að því tilskildu að aðrar tekjur hafi verið lægri en 20 þús. kr. og útsvarsstofn maka ekki yfir 140 þús. kr. Bætur skv. þessari reglu eru þó ekki greidd- ar þeim sem áttu hreina eign umfram eignamörk skv. 1. lið né námsfólki með hærri námsfrá- drátt en 5.438 kr., nema náms- fólkið hafi börn á framfæri sínu. Bætur skv. þessum lið eru að há- marki 1.000 kr. 3. Bótaþegar óskertrar tekjutrygg- ingar fá nú 1.000 kr. í bætur, en þeir sem njóta skertrar tekju- tryggingar fá 750 kr. Ákvæðin um eignamörk gilda hér líka. Frá endurreiknuðum bótum dragast bætur greiddar í desember sl. Bætur undir 300 kr. falla niður. Sú fjárhæð sem greiða á sam- kvæmt ofangreindum reglum nem- ur 22,8 m.kr. og fer til 25.400 ein- staklinga. Frekari úthlutun greiðslna til stuðnings fólki með lágar tekjur og sem býr við erfiðar aðstæður er nú til nánari athugunar. Er að vænta ákvarðana á næstu vikum. OPIÐ hús verður fyrir aldraða Breiðhyltinga í hinni nýju menning- armiðstöð við Gerðuberg laugardag- inn 19. mars. Það eru þrjú kvenfélög í Breiðholti, Kvenfélag Breiðholts, Kvenfélagið Fjallkonurnar og Kven- félag Seljasóknar sem standa að þessari samkomu er hefst kl. 14. Að sögn Aðalheiðar Kjartans- dóttur, formanns Kvenfélags Seljasóknar verður boðið upp á ýmiss konar skemmtiatriði á laug- ardag s.s. söng, hljóðfæraleik og revíuflutning. T.a.m. mun kór Fellaskóla syngja, og leikið verður á harmoníku og jafnvel dans. Einnig verður húsið skoðað undir leiðsögn Elísabetar Þórisdóttur, forstöðukonu menningarmiðstöðv- arinnar. Aðalheiður sagði ennfremur að það hefði komið aðstandendum Háskóla- fyrirlestur GÍSLI Kristjánsson, sagnfræöingur, flytur opinberan fyrirlestur á vegum heimspekideildar Háskóla fslands laugardaginn 19. mars kl. 14 í stofu 201 í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist „Versl- unarsvæði ísafjarðar á síðari hluta 19. aldar“ og er sá þriðji í röð fyrirlestra um rannsóknir á vegum heimspekideildar á vor- misseri 1983. Ollum er heimill að- gangur. (Frétt frá Háskóla fslands.) Vöðvafjöll á Akureyri ÞAÐ er skammt stórra högga á milli hjá Landssambandi vaxtarræktar- manna á íslandi. Um sl. helgi fór fram íslandsmeistaramót vaxtar- ræktarmanna og nk. sunnudag fer fram keppni í Sjallanum á Akureyri. Að sögn formanns vaxtarrækt- armanna, Sveinbjörns Guðjohn- sen, mæta allir helstu kapparnir til leiks á Akureyri og má jafnvel búast við meiri þátttöku, en í fs- landsmeistarakeppninni. For- keppni verður kl. 10 á sunnu- dagsmorgunn en úrslit hefjast kl. 14.30. Keppt verður í fjórum flokk- um, kvennaflokki, flokki unglinga og í flokki karla undir og yfir 80 kg að þyngd. Sérstök verðlaun verða veitt fyrir „posur“, þ.e. frjálsar æfingar við músik og eiga allir keppendur möguleika á þeim verðlaunum. Foreldrafundur í Norræna húsinu SAMEIGINLEGUR fundur foreldra barna á dagvistarheimilum í vestur- bæ veröur haldinn laugardaginn 19. marz klukkan 14 í Norræna húsinu. Á dagskrá fundarins verður starfsáætlunargerð fyrir dagvist- arheimili, sem unnið er að á veg- um menntamálaráðuneytisins. Verður hún kynnt á fundinum af Margréti Pálu Ólafsdóttur fóstru. Ennfremur verður rætt um sér- fræðideild dagvistarstofnana og kynnt sú þjónusta sem þar er veitt. Þeir sem að kynningunni standa eru María Keld talkennari og Ingunn Svavarsdóttir sálfræð- ingur. skemmtunarinnar nokkuð á óvart, að samkvæmt þjóðskrá væru 400 borgarar eldri en 67 ára búsettir í Breiðholti. Þó hefði ekki fyrr verið unnt að halda skemmtanir fyrir aldraða í Breiðholti vegna hús- næðiseklu, Því kæmi hin nýja Menningarmiðstöð þar mjög til góða enda væri í ráði að hafa opið hús fyrir aldraða tvisvar sinnum í viku framvegis á vegum miðstöðv- arinnar. KÖKUBASAR — HLUTAVELTA ■ Margir glses»leg»r vinningar OG HAPPADRÆTTI heldur St. Georgsgildi Reykjavíkur (Félag eldri skáta) laugardaginn 19. marz kl. 14.00 í Safnaðarheimilinu Sólheimum 13. í happadrættinu er sólarlandaferð ásarht öðrum stórvinningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.