Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1983 Sár í gegnum íshafið Inuikar bindast samtökum til verndar heimskautssvæðunum — eftir Guðnýju Bergsdóttur Inuit Eskimóar, eða inuit, eins og þeir vilja láta kalla sig, hafa löngum átt við erfið lífsskilyrði að búa og hefur misjafnlega vel tekist að að- laga sig vestrænum áhrifum, sem þeir óneitanlega hafa orðið fyrir á síðustu áratugum. Vestrænu lönd- in hafa sjaldan tekið tillit til inuit og oft á gróflegan hátt notfært sér þá og lönd þeirra. En nú vilja inuit sjálfir gera eitthvað í málinu. Inuit í Kanada, Alaska og á Grænlandi hafa stofnað með sér samtök „Inuit Circumpolar Con- ference", sem hafa að markmiði víðtæka samvinnu til verndar heimskautasvæðunum, sem þeir álíta að séu í mikilli hættu. Er hér einna helst átt við ýmiskonar mengun, sem skaðað getur dýra- lífið. Fjölmargir inuit, ef ekki flestir, lifa af fiskveiðum ásamt hval- og selveiðum. Hvalir, selir og margar fisktegundir eru í dag í vaxandi hættu vegna útrýmingar og inuit vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að viðhalda stofn- unum. „Annars,“ segja þeir, „verð- um við að flytja frá stórum lands- hlutum, þar sem ekki er völ á öðr- um atvinnugreinum en þessum veiðum." Frá Grænlendingnum Hans- Pavia Rosing, sem er forseti sam- takanna „Inuit Circumpolar Con- ference", eða ICC, koma eftirfar- andi upplýsingar um enn eina hættu, sem ógnar dýralífinu á heimskautasvæðunum. Fundu olíu Á lítilli kanadískri eyju, Mel- ville Island, fundu menn fyrir nokkrum árum mikið magn af náttúrugasi. Stór alþjóðleg fyrir- tæki hugsuðu sér þegar, að hér væri hægt að græða stórfé. En áð- ur en það getur orðið, þarf að koma náttúrugasinu í vinnslu og það þýðir að það þarf að sigla með hið óunna gas frá Norður-Kanada Forseti Inuit-samtakanna er Græn- iendingurinn Hans-Pavia Rosing. og til vinnslustöðva í Suðaustur- Kanada. Og það er dágóður spölur. Vinnslu- og flutningaáætlunin er þegar tilbúin og hefur hlotið nafnið: APP eða Artic Pilot Pro- ject. Að baki APP standa fjögur stórfyrirtæki: Petro-Canada (á 37,5%), NOVA, sem áður var Al- berta Gas Trunk Line Co. Ltd. (á 25%), Dome Petroleum Ltd. (á 20%) og Melvilie Shipping Ltd. (á 17,5%). Þessi fjögur fyrirtæki hafa þegar eytt fleiri hundruð milljónum doilara í áætlunina. Til að flytja náttúrugasið frá Melville Island til vinnslustöðv- anna, er áætlað að láta smíða og taka í notkun risastór tankskip. Hávaðamengun Tankskipin eiga að vera hvorki meira né minna en tæplega fjögur hundruð metrar á lengd og tæp- lega sextíu metra breið. Skip þessi eiga að geta flutt um 140.000 kúb- ikmetra af óunnu náttúrugasi. Hér til viðmiðunar má geta, að einn slíkur farmur hefði nægt öllu Grænlandi árið 1980, hvað orku snertir! Eins og nærri má geta, þarf stórar vélar til að drífa þessi fer- líki áfram og eiga þær að vera um 200.000 hestöfl. Enda eiga skipin að geta siglt í gegnum rúmlega tveggja metra þykkan ís, með allt að sjö hnúta hraða. Til að byrja með, reiknar APP með að skipin sigli um fimm sinn- um í mánuði, en inuit óttast að þegar áætlunin verði komin í gagnið fyrir alvöru, að siglingar þessar verði æ tíðari. Og inuit hræðast afleiðingarnar af þessum siglingum og telja að langstærsta hættan sé hávaða- mengunin, það er að segja, að há- vaðinn frá hinum stóru og kraft- miklu vélum skipanna, komi til með að raska að verulegu leyti dýralífinu í sjónum. Og þar með erum við komin að kjarna málsins og núverandi stefnumáli inuit- samtakanna. Útrýming dýra Eins og allir vita hafa stóru spendýrin í sjónum samband hvort við annað með því að gefa hljóðmerki frá sér. Þannig geta þau „talað" saman og gefið hvort öðru merki í upp til tíu kílómetra fjarlægð. Samband þetta er lífs- nauðsynlegt fyrir til dæmis hval- ina, sem þannig gefa hvor öðrum merki í sambandi við fæðuleit. Einnig gefa þeir frá sér merki þegar þeir leita sér maka, kalla á afkvæmi sín o.s.frv. Allt slíkt samband milli hval- anna eyðileggst, þegar hin stóru tankskip sigla á þeim svæðum, sem dýrin halda sig. Hávaðinn frá vélum tankskipanna mun berast tæplega tvö hundruð kílómetra í allar áttir frá skipunum, þegar þau sigla á heimskautasvæðunum. Þá verður einnig mikill hávaði þegar skipin sigla í gegnum ísinn. Líffræðingar telja að þessi há- vaði muni hafa mjög alvarlegar afleiðingar á dýralífið á öllu því svæði, sem áætlað er að skipin eigi að sigla í gegnum. Líffræðingar segja einnig, að hávaðinn frá skip- unum muni þvinga t.d. stóru hval- ina burt frá þessum svæðum og þar með um leið frá hver öðrum. Sem í raun þýðir, að þar með er Kortið sýnir greinilega fyrirhugaða siglingaleið hinna stóru tankskipa, allt frá Melville Island í Norður-Kanada til vinnslustöðvanna í Suðaustur- Kanada. Og leiðin liggur um uppeldissvæði bæði hvala og sela. Ef selirnir hverfa af stórum svæðum heimskautasvæðanna, þá hverfa ísbirn- irnir líka. grundvallarlífsskilyrðum hval- anna það mikið raskað að hætta er á algjörri útrýmingu þeirra. Siglingaleiðin Vegna mikilla ísaflæma við austurströnd Kanada, er áætlun APP sú, að siglt verði nokkuð þétt við vesturströnd Grænlands eða í gegnum Davíðssund. Um 25% af íbúum Grænlands, sem búa á vest- urströndinni, lifa eingöngu af fiskveiðum, svo og af veiðum á hvölum og selum. Og það er ekki um aðra atvinnu að ræða fyrir þetta fólk. Einnig mun Lancaster-sund verða illa úti, þar sem vitað er að eru gotstaðir fleiri tegunda hvala og sela. Lancaster-sund er til dæmis fæðingarstaður um 80% allra náhvala í heiminum. Þetta er teikning af risaskipunum, sem um er rætt. Þau eiga að vera tæplega 400 m löng og Grænlenska landsþingið mótmælti einróma hinni fyrirhuguðu áætlun, Artic Pilot Project. tæplega 60 m breið og geta siglt gegnum rúmlcga tveggja m þykkan ís með 7 hnúta hraða. Þau geta flutt um 140.000 kúbikmetra af náttúrugasi. Virkilegar ófreskjur!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.