Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.03.1983, Blaðsíða 27
27 “NEl É6 ER EKKI FHSTRAðin. ÞEIR TfllR UM W FÆKKR RFTUR EF VILMUNOUR KENIST EKKIR ÞING" Enn ein bréf- sprengja til frú Thatcher London, 16. marz. AP. STARFSMENN á póststofu í Lond- on fundu í dag enn eina bréf- sprengju, sem ætluð var frú Margar- et Thatcher, forsætisrádherra. í gær fannst svipuð bréfsprengja, sem fara átti til heimilis hennar í Downing- stræti 10 og önnur fannst, sem ætluð var skrifstofu bandaríska sjóhersins í London. Hefur verið skýrt frá því af hálfu Scotland Yard, að síðasta sprengjan hafi verið í brúnu um- slagi, sem var 23x10 sm að um- máli. Var bréfsprengja þessi upp- götvuð, er verið var að aðgreina póst. Sprengjuhleðsla hennar var strax gerð óvirk og enginn meidd- ist. Svonefnd „Þjóðfrelsishreyfing Skotlands" hefur lýst yfir ábyrgð sinni vegna þessarar bréf- sprengju. Sprengjum sem þessum mun fremur ætlað að valda viðtakanda brunasárum en að valda mikilli sprengingu með stórfelldu mann- og eignatjóni. Enginn hefur að svokomnu lýst yfir ábyrgð sinni á hinum bréfsprengjunum, en lög- reglan hefur þó samkvæmt frá- sögn blaða byrjað rannsókn á starfsemi lítt þekkts hóps þjóð- ernissinnaðra Úkraínumanna, sem kenndur er við Makhand, en hann var á sínum tíma virkur stjórnleysingi í Úkraínu. Þessi fé- lagsskapur hefur sagzt bera ábyrgð á mörgum bréfsprengjum, sem sendar voru á undanförnum vikum til sovézka sendiráðsins í London og til þriggja annarra sov- ézkra stofnana þar í borg. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1983 Fiskvinnsluskólinn var kynntur fjölmiðlum í síðustu viku, en hann var stofnaður fyrir rúmum áratug í því augnamiði að útskrifa fólk með mennt- un og kunnáttu í fiskiðnaði, einkum hvað snertir gæðaeftirlit og verkstjórn. Nálægt þriðjungur námsefnis er bóklegur og eru þar á meðal náms- greina fiskvinnslufræði, fram- leiðslufræði, sjávarlíffræði og gerlafræði. Þá er einnig í náminu kennt á tölvur og hvernig þær má nýta í fiskiðnaði. f verklega nám- inu er kennd almenn frysting, sölt- un og mat á saltfiski, skreiðarmat og verkun, saltsíldarverkun, verk- stjórnarfræðsla o.fl. Skóiinn hefur útskrifað 176 nemendur frá því hann tók til starfa og tekur árlega inn 20—25 nemendur af um 40 sem árlega hafa sótt um skólavist. Aðsóknin var góð fyrst eftir að skólinn tók til starfa, datt síðan nokkuð niður, en jókst síðan aftur eins og fyrr- greindar tölur bera með sér. Ekki hefur verið hægt að taka á móti fleiri nemendum en þetta árlega - MHI MorgunblaAM)/ RAX Frá verklegri kennslu í Fiskvinnsluskólanum. Fiskvinnsluskólinn: Hafíst handa um bygg- ingu nýs húsnæðis í vor Skólastjóri Fiskvinnsluskólans, Sigurður B. Haraldsson. sökum húsnæðisleysis, enda hefur aðstaða skólans staðið vexti hans fyrir þrifum, að sögn skólastjóra hans Sigurðar B. Haraldssonar. Skólinn var í byrjun til húsa í fundarsal Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins að Skúlagötu 4. Þaðan flutti hann að Trönuhrauni 8 í Hafnarfirði, þar sem bóklegt nám fer fram, en verklegt nám fer fram á 2. hæð húss BÚH, sem breytt hefur verið f lítið frystihús. Húsnæðismál skólans standa nú til bóta því ákveðið hefur verið að hefjast handa um byggingu nýs skólahúss í vor á Hvaleyrarholti f Hafnarfirði. Er þar hvort tveggja umað ræða aðstöðu til bóklegs og verklegs náms. Skólinn útskrifar í dag fiskiðnaðarmenn og fisktækna og tekur nám þeirra fyrrnefndu í stórum dráttum 2 ár og þeirra sfð- arnefndu 3 ár. Fer það eftir þeirri undirbúningsmenntun sem þeir hafa hlotið, en skólinn tekur við nemendum með ólíka undirbún- ingsmenntun. Stúdentspróf eða nám af fiskiðnbrautum fjölbrauta- skólanna veitir inngöngu i skólann og einnig er leyfilegt að taka við nemendum, sem hafa starfað 5 ár eða lengur í fiskiðnaði og eru orðn- ir 25 ára. Skólastjórinn Sigurður B. Har- aldsson var spurður um hvernig námið sem skólin veitir hefði reynst f atvinnulífinu. „Við höfum reynt að fylgjast með öllum nýj- ungum og þannig bjóða ævinlega upp á sem fullkomnast nám. Nem- endur okkar hafa almennt staðið sig mjög vel út á vinnumarkaðn- um, svo að sú tortryggni sem mað- ur varð aðeins var við í byrjun í garð þessarar nýju menntunar er horfin,“ sagði Sigurður. Lárus Björnsson kennir við Fiskvinnsluskólann og hefur gert i 3 ár. Hann var á sínum tfma nem- andi í fyrsta árganginum sem út- skrifaðist úr skólnaum. Hann var spurður um hvort einhver munur væri á náminu þá og nú. „Við reyn- um að kenna hér nemendunum verkstjórn og eftirlit í frystihús- um. Námið er svipað og var, en skólinn er mun betur búinn tækj- um nú en þá. Nú er til að mynda kominn til skjalanna rafeinda- og tölvubúnaður, sem ekki var fyrir hendi þegar ég nam hér,“ sagði Lárus. Einn nemendanna var tekinn tali og spurður um námið. Hann heitir Björn Jóhannsson og hefur mikið unnið í fiski og verið á sjó allt frá 12—13 ára aldri. Hann er með stúdentspróf frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti af fiskiðn- braut. „Námið er hagnýtt og í alla staði til fyrirmyndar, en þröngur húsnæðiskostur kemur f veg fyrir að það nýtist eins og skyldi, en húsnæðismál skólans eru f ólestri þangað til við fáum hið nýja hús- næði, sem á að verða okkar fram- tíðarhúsnæöi. Það þarf að leggja miklu meiri rækt við þennan skóla, en gert hefur verið. Það er alveg furðulegt hvernig hann hefur verið vanræktur, því nú er fiskur okkar aðalútflutningsvara. Meðan tann- læknastólar eru keyptir fyrir stór- fé, þurfum við að búa við þessar aðstæður. Þarna þarf hugarfars- breytingu," sagði Björn. Hið nýja húsnæði skólans, sem í undirbúningi er að hefja byggingu á í vor, samanstendur af þremur byggingum, bóknámshúsi, verk- námshúsi og sérstöku skreiðar- verkunarhúsi. Hið nýja verk- menntahús, sem er f raun lítið frystihús, á að geta verið fyrir- mynd að byggingu, frágangi og búnaði slíkra húsa í framtfðinni, að sögn arkiteks húsanna, Óla G.H. Þórðarsonar. Með hinum nýju skólabyggingum á að vera hægt að taka árlega á móti 40 nemendum, en undanfarin ár hefur orðið að vísa fólki frá sökum plássleysis. SVEFNHER Vinsælu svefnherberg- ishúsgögnin eru nú komin aftur í miklu úr- vali. Einnig geysigott úrval af alls konar húsgögn- um af ýmsum geröum. Opiö 10—5 húsgögn, Langholtsvegi 111, sími 37010 - 37144. Thatcher

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.