Morgunblaðið - 22.03.1987, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.03.1987, Qupperneq 1
96 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 68. tbl. 75. árg. SUNNUDAGUR 22. MARZ 1987 Prentsmiðja Morgiinblaðsins Morgunblaðið/Rax RAÐSTEFNA UNDIR REGNHLIF Herforingi myrtur í Rómaborg: Ottast að ný hryðju- verkaalda sé að rísa Rómaborg, AP. ÓTTAST er að morðið á ítölskum herforingja í Rómaborg í fyrra- kvöld sé upphafið á nýrri öldu hryðjuverka þar í landi. Samtök, sem nefna sig „Baráttusveit konimúnista“ og eru deild í Rauðu herdeild- unum, hryðjuverkasamtökum vinstrimanna, sögðust bera ábyrgð á morðinu. Hundruð lögreglumanna leituðu morðingjanna og gerðu húsleit í fyrrinótt og í gær hjá mönnum, sem grunaðir eru um aðild að Rauðu herdeildunum. Þá var settur lög- regluvörður við allar opinberar byggingar og her- og lögreglumenn tóku sér stöðu á helztu torgum og gatnamótum í Rómaborg. Um há- degisbilið í gær höfðu engar handtökur átt sér stað. Herforinginn, Livio Giorgieri, var á heimleið þegar tvö ungmenni á mótorhjóli óku upp að hlið bifreiðar hans og hófu skothríð. Lést Giorgi- eri samstundis en bílstjóra hans sakaði ekki. Giorgieri var 61 árs og hafði yfírumsjón með flugvéla- og vopnakaupum flughersins. Þegar atburðurinn átti sér stað var nýhafínn ríkisstjórnarfundur í Chigi-höllinni. Þegar fregnin um morðið barst þangað yfirgaf Gio- vanni Spadolini, varnarmálaráð- herra, fundinn og hélt til morðstaðarins. Þegar þangað kom lýsti hann því yfir að Rauðu her- deildirnar hefðu verið að verki. Félagar í þeim lýstu síðar ábyrgð á verknaðinum á hendur sér. Giorgieri er fyrsti hermaðurinn, sem deildirnar vega. Lögreglan tel- ur líklegt að tilgangur morðsins hafi verið að vekja hrifningu meðal hryðjuverkamanna í öðrum ríkjum Evrópu, sem margsinnis hafa valið yfirmenn í her viðkomandi ríkis að fórnarlambi. Bandaríkin: Kampelman í sjúkrahúsi Washington, AP. MAX Kampelman, helsti samn- ingamaður Bandaríkjastjórnar í afvopnunarviðræðum stórveld- anna í Genf, dvelst nú í sjúkra- húsi eftir að hafa fengið vægt hjartaáfall á föstudag. Kampelman, sem er 66 ára gam- all, var fluttur í sjúkrahús George Washington-háskólans á föstudag. Líðan hans er góð, að sögn lækna og verður hann væntanlega útskrif- aður í vikunni. Aðstoðarmaður hans sagði að Kampelman hefði verið undir miklu vinnuálagi að undanförnu en skrið- ur hefur komist á viðræðurnar í Genf. Næsta lota þeirra hefst 23. apríl og kvaðst aðstoðarmaður Kampelmans ekki vita hvort heilsa hans leyfði að hann tæki þátt í þeim. Chad: Venesúela: 400 Líbýu- meirn felldir N’Djamena, Reuter. Hersljórn Chad tilkynnti í gær að 400 líbýskir hermenn hefðu verið felldir og 74 teknir höndum. Bardagar þessir áttu sér stað við flugvöll Líbýumanna í Ouadi Doum in norðurhluta landsins. Samkvæmt tilkynnin gum her- stjórnarinnar hafa 786 líbýskir hermenn verið felldir í bardögum síðustu þijá sólarhringa. Dagblað sem gefið er út í Súdan skýrði frá því að Mohammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu, hefði fallist á að eiga við- ræður við forseta Chad í því skyni að binda endi á átökin í landinu. Carter fordæmir geimvarnir Moskvu, Reuter. JIMMY Carter, fyrrum Banda- ríkjaforseti, kvaðst í viðtali við sovéskt dagblað, sem birtist í gær, vera andvígur geimvarn- aráætlun Bandaríkjastjórnar. Sagði hann að geimvopnum yrði einungis beitt í árásarskyni. Dagblaðið Kosomolskaya Pravda, sem er málgagn ungliðahreyfingar sovéska kommúnistaflokksins, birti viðtalið sem var tekið í Alsír, en Carter er nú á ferðalagi um Mið-Austurlönd. Carter sagði að vopnaframleið- endur hefðu hafið rannsóknir í því skyni að þróa geimvopn á árunum 1977-1980 er hann sat á forseta- stóli. „Mér þótti þetta fráleit og hættuleg hugmynd," sagði forset- inn fyrrverandi. Aðspurður kvaðst Carter fagna afvopnunartillögum Mikhails S. Gorbachev Sovétleið- toga. „Ég er eindregið fylgjandi því að kjarnorkuvopnum verði út- rýmt fýrir næstu aldamót,“ sagði hann. Carter kvaðst vera bjartsýn- ismaður en bætti við að ekki væri að vænta mikils af núverandi vald- höfum í Bandaríkjunum. Eitrað fyr- ir gamal- mennum San Cristobal, Reuter, AP. 15 VISTMENN á elliheimili í San Cristobal hafa látist eftir að hafa drukkið heimabrugg, sem inni- hélt skordýraeitur. Talið er að eitrað hafi verið fyrir fólkinu og óttast menn að fleiri muni látast af þess sökum. Atta vistmenn, þar af 105 ára gömul kona, létust á fímmtudags- kvöldið eftir að hafa drukkio heimabrugg, sem innfæddir nefna „masato" í veislu á elliheimilinu. Að sögn lækna innihélt drykkurinn efnið parathion, sem er notað sem skordýraeitur. Að sögn lækna eru 119 manns, vistmenn og starfs- menn elliheimilisins, í lífshættu og ríkir algert neyðarástand á sjúkra- húsum í San Cristobal. „Við höfum ekki fleiri sjúkrarúm, gjörgæslu- deildir eru yfirfullar og við verðum að hafa sjúklingana á göngunum,“ sagði lænir einn. Ekkert mótefni dugir gegn eitrinu, einkum þegar um er að ræða aldurhnigið fólk. Lögreglumenn telja víst að geð- bilaður vistmaður hafi hellt eitrinu út í heimabruggið. Chile: Atta farast í flugslysi Santiago, Reuter. ATTA manns fórust er tveggja hreyfla flugvél hrapaði til jarðar við San Felipe um 150 kílómetra norðaustur af Santiago, höfuð- borg Chile. Einn maður komst lífs af úr slys- inu og tókst smábændum sem voru í nágrenninu að draga hann út úr flakinu. Tveir bandarískir jarð- fræðingar voru á meðal þeirra sem fórust. Fiugvélin var á leið frá borginni La Serena í norðurhluta landsins til Santiago.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.