Morgunblaðið - 22.03.1987, Page 9

Morgunblaðið - 22.03.1987, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1987 9 HUGVEKJA Kraftaverkin eftir séra JÓN RAGNARSSON 3. sd. í föstu, Lk. 11:14-28. Kraftaverk eru töluvert til umræðu í Guðspjöllunum. Kraftaverk Jesú. Þau standa aldrei ein sér. Eru ekki töfra- brögð til að skemmta fólki. Þau eru auglýsingar á mætti Guðs til að skapa — lífga og endumæra. Þau eru jafnframt ögrun við alla venjulega skynreynslu og viðurkenndar skoðanir á því, hvemig Skaparinn kynnir sig í mannheimi. Þau ögra skynsem- inni, en þau gera ekki ráð fyrir að viðstaddir hafí neitt merki- legri skynfæri en gengur og gerist, né að þeir setji sig í æfð- ar stellingar til að verða vitni að kraftaverkum. Engar formúlur. Ekkert sam- stillt háttemi er haft í frammi. Engin hópsefjun, sem stundum glepur þá, sem leita sannana fyrir æðra lífí til að sjá og heyra, það sem þeir vilja sjá og heyra, án þess að nokkru sé til að dreifa. Kraftaverkin virðast hafa ver- ið ríkur þáttur í starfí Krists. Fáu einu er haldið til haga í helgri bók handa kynslóðunum að glíma við. Dásama — eða hneykslast. Trúa eða hafna. Þau kraftaverk, sem Nýja Testamentið greinir frá, eru nær alltaf tengd lærdómsríkum spurningum um Krist. Eðlilegum efasemdum — og svömm. Hann virðist hafa unnið mörg slík verk, a.m.k. ef marka má frásagnarmáta Lúkasar: „Jesú var að reka út illan anda.“ Það er talað um þetta eins og hversdagsleik. Nánast eins og: Jesús var að beita — eða — Jesús var að taka upp kartöflur — eða Jesús var að þvo upp. Þessi hversdagsblær á frá- sögninni skýrir kannski vel, hvers vegna menn greinir alltaf svo á um Krist. Hann var öðravísi — hvers- dagslegri — en menn áttu von á — og eiga von á, þegar lausn- ari heimsins er annars vegar. Hann passaði ekki í fyrirfram smíðaðan helgimyndaramma. Það var og það er verkefni Krists í heiminum, að gera náð Guðs augljósa í hversdagsheimi okkar mannanna. í hversdag- seymd og hversdagsgleði. Það er erindi og aðalstarf Krists að koma náðinni til skila. Hann var og vinnur við það — kauplaust — daginn út og daginn inn. Hann skimaði ekki fram af pallskör himnanna og hóaði í fáeina útvalda og bauð þeim að klifra upp til sín í dýrðina. Hann kom sjálfur og gerðist maður „vegna vorra synda". Hann sökkti sér niður í mannleg kjör — ráðleysi — örvæntingu — niðurlægingu — og pyndingar- dauða af manna völdum. Hann var reistur upp til eilífs lífs og með honum reis ný von mannkyns. Þessi ganga undir ok mannlegra kjara er m.a. læsi- leg í skíminni. Þar sem manns- ins bam á vatnið yfír höfði sér. — Vatnið, sem á táknmáli Gamla Testamentisins þýddi óskapnað og eyðingu — en snerist í bless- un til lífs við það að Kristur gekkst undir skilyrði mannlífsins og opnaði leið til eilífðar. Kraftaverkin era trú boð. Þau vöktu spumingar og vekja þær enn. Þær spumingar varða ekki síst heilindi Jesú. Er óhætt að trúa honum? Hver stendur á bak við hann? Vill hann tæla fólk til að treysta sér og skilja það svo eftir á köld- um klaka? Er hann kannski, eftir allt saman, sá sem hann segist vera? Líf af lífí Guðs - Eitt með fóð- umum? Kominn til að færa mönnum eilíft líf og eilífan frið? Þama era vatnaskil. Við eram knúin til að taka afstöðu. Það er ekki lítið í húfí, þegar við veljum lífí okkar grundvöll. Það er ekki sama, hver stendur að baki fyrirheitinu og þeim mætti, sem auglýstur er. Trúin er, að þessu leyti, áhætta — vogun. Það stendur alltaf uppá okkur, að þora að velja. En við rennum ekki blint í sjóinn, því að Drottinn hefur þegar valið. Hann valdi þig, maður. FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ VERDBREFAMARKAÐURINN Genaiðídaa 22. mars 1987 Markaðsfréttir Inr Kjarabréf sp Gengi pr. 20/3 1987 = 1,962 Innlausnai dagur 500 = 981 10. jan. '87 5.000 = 9.810 25.jan.;87 tio. an. o/ 50.000 = 98.100 25.jan. 8/ 25. jan. '87 I ■ | rm 1 . f©b. 8/ Tekjubréf 25 ieb s: Gengi pr. 20/3 1987 = 1,142 ] •mars 3 r 1. mars 8 100.000 = 114.200 25! mars '8 500.000 = 571.000 25 mars8 15. aprll '8 ílausnarhæ lariskírteini Flokkur ' 1975-1 r 1973-2 r 1975-2 7 1976-2 r 1981-1 r 1984-1A r 1979-1 7 1982-1 7 1983-1 7 1976-1 7 1977-1 7 1978-1 7 198Q-1 f rNam:- TÍl vextlr 43% að 9,2% 4,3% . * . • * 3,7% y i/ 2,8% 1 5,1% _ , 3,7% Kö 3,5% 1 3,5% „ 4,3% 3,7% 3,7% 3,7% boð óskast í hlutabréf ÍSLENSKS MARKAÐAR UF. nafnvirði kr. 302.000 (l,67°/o heildarhlutafjár). boðum undir tólf-földu nafnverði ekki tekið. ttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er a hafna öllum. ■o f, jármál þín - sérgrein okkav « Fjárfestingarfélag íslands hf., Hafnarstræti 7,101 Reykjavík. © (91) 28566, © (91) 28506 símsvari allan sólarhringlnn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.