Morgunblaðið - 22.03.1987, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 22.03.1987, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1987 37 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson I dag ætla ég að fjalla um Hrútsmerkið (20. mars—19. apríl). Einungis er fjallað um hið dæmigerða fyrir merkið og eru lesendur minntir á að hver maður á sér nokkur stjömumerki. Vorið Hrúturinn er vormerki og sést það í skapferli hans. Framundan er vaxandi birta og gott veður. Mesti athafna- tími ársins er fyrir höndum. Eðli Hrútsins endurspeglar þetta og birtist m.a. í bjart- sýni, í þeirri vissu að lífið sé honum hagstætt og jákvætt og honum bjóðist mörg tæki- færi til framkvæmda. FramtíÖ Það er kannski vegna vor- eðlisins sem Hrúturinn er lítið fyrir að líta til baka. Hver sem ástæðan er þá horfir hann fyrst og fremst fram á veginn og veltir sér sjaldan upp úr vandamálum. Ef erf- iðleikar steðja að, er hann fljotur að hrista þá af sér. Lífið bíður jú alltaf upp á ný tækifæri. Einlœgur Líkt og lamb á vori eða belja nýkomin úr íjósinu, er Hrúturinn hress, léttur og einlægur. Hann lætur gleði sína yfir lífinu óspart í ljós. Enda hefur hann mikinn kraft, vororkan býr í bijósti hans. Hamhleypa Margir Hrútar eru t.a.m. hamhleypur til verka. Þar er ekki verið að hangsa eða slóra. Verkið er drifið af á engri stundu. Ef Hrúturinn hefur hins vegar ekki áhuga hreyfir hann sig ekki úr stað. í vinnu er hann því tama- og áhlaupsmaður, en er lítið fyrir vanabindingu. Ég Það er svo með Hrútinn okkar, að hann er stundum full ég-sinnaður. Hann á til að skorta tillitssemi og áhuga á því að hjálpa öðmm eða hugsa til þarfa annarra. Svo er að sjá sem hann sé stund- um blindaður af eigin áformum, af ákafa yfir því sem hann ætlar sér að gera. Oftast nær fyrirgefst honum þetta, einfaldlega vegna ein- lægni hans og þess að í raun meinar hann ekkert illt. Líkaminn Sem vormaður er Hrútur- inn lítið fyrir að sitja kyrr og vera innivið. Árstími hans er líkamlegur og hreyfanleg- ur. Því er töluverður óróleiki og ólga í blóði allra góðra Hrúta. Þeir þurfa að fá útrás fyrir líkamlega orku. íþróttir eða vinna sem reynir á skrokkinn á því vel við. Tvœr gerÖir Reynslan sýnir okkur að í grófum dráttum em til tvær gerðir af Hrútum. Annars vegar er það hinn kraftmikli og sjálfstæði Hrútur, sú teg- und sem við teljum yfirleitt dæmigerða. Hins vegar hef ég rekist á nokkuð marga Hrúta sem virðast nær Fiska- merkinu, þ.e. em rólegir, a.m.k. á yfirborðinu, ekkert tiltakanlega sjálfstæðir og í raun óömggir með sjálft sitt og ég. Þetta hefur yfirleitt verið skýrt á þann veg að Hrúturinn er merki sem fæst við að þroska ég-ið. Þeir síðar nefndu teljast til þeirra sálna sem standa við upphaf þess- arar ég-mótunar og em þvl enn óömggir. Að lokum má segja að Hrúturinn sé lítið fyrir reglur og boð. Slíkt heftir athafnagleði hans og takmarkar möguleikana. Hann er þvf að mörgu leyti hið villta vestur, hinn frjálsi landnemi og forystusauður sem fetar ótroðnar slóðir. ii: GARPUR DYRAGLENS EG 0TBJÖ5AVi-lj||l 'LOKU HAMOA ) l/MAPOF S£TUEL< ALOREl UFIZAU' l KvEFUOFANA J SALAMl PVLSU .-X þfiPÁ AL LTAF AP 5ETJA 50RK>L-’A AAILLi fHE FE»fZ EKU 51OO [ EKXEKT GRÍN FERDINAND SMAFOLK Ég er orðinn eirðarlaus Ég hefi ekki farið í bæ- inn í fimm vikur. Tvær vikur? UIELL, IT 5EEM5 LIKE FIVE U)EEK5... Jæja, mér finnst það vera eins og fimm vikur ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Spegilskipting er það kallað þegar skiptingin er sú sama á hendi sagnhafa og í blindum. Slík spil spilast yfirleitt illa þótt styrkurinn sé töluverður í há- punktum talinn. Möguleikamir á að fjölga slögunum með tromp- unum eða með því að fría langa liti em litlir, og raunar engir nema til komi nokkur hjálp frá andstæðingunum. Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ Á3 ▼ K85 ♦ KG876 ♦ Á75 Vestur ♦ DG10875I ♦ 104 ♦ 432 ♦ 8 Austur ♦ 64 ♦ DG932 ♦ - ♦ DG10964 Suður ♦ K9 ♦ Á76 ♦ ÁD1095 ♦ K32 Vestur Norður Austur Suður 3 spaðar Dobl Pass 6 tíglar Pass Pass Pass £ Vestur spilar út spaðadrottn- ingu. f þessu spili á sagnhafi 11 tökuslagi á kröftum, en virðist hvergi eiga von í þann 12. Helst kemur til greina að reyna kast- þröng á austur í laufi og hjarta. En „tempóið" fyrir kastþröngina er ekki rétt nema vömin fái fyrst einn slag. Og hvernig er hægt að gefa vörninni slag án þess að eyðileggja hótunina í laufi eða hjarta? Svarið liggur í spumingunni. Vömin á ekki fræðilegan mögu- leika á tígulslag, svo það er ekkert nema spaði sem kemur til greina. Til að eiga vinningsvon er því nauðsynlegt að drepa fyrsta slaginn á spaðaás og láta kóng- inn detta undir! Taka svo þrisvar tromp, tvo efstu í hjarta og lauf- ásinn. Spila síðan vestri inn á spaða. Vestur verður að skila slagn- um til baka með því að koma út í tvöfalda eyðu. Það trompar sagnhafi heima og hendir laufi eða hjarta úr borðinu. Spilar svo tveimur síðustu tíglunum og þvingar austur í „mjúku“ litun- um. V - Umsjón Margeir Pétursson Á opna mótinu í Lugano í Sviss um daginn kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Gyula Sax, Ungveijalandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Predrag Nikolic, Júgóslavíu. 22. Rxg7! - Bxg7, 23. Dd2! - Rbd3, 24. Bxd3 - Rxd3, 25. Hxg7+! — Kxg7, 26. Dxh6+ — Kg8, 27. Be3 - Dc7, 28. Bd4 - f6, 29. Bxf6 - He7, 30. Dh8+ og þar sem mátið blasir við gafst svartur upp. Glæsileg skák hjá Sax.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.