Morgunblaðið - 22.03.1987, Side 42

Morgunblaðið - 22.03.1987, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1987 t- BLúshundarnir Björgvin Gíslason, gítar, Ásgeir Óskarsson, trommur, Bubbi Morthens, gítar/söngur, Þorleifur Guðjónsson, bassi, og Guðmundur Ingólfsson, píanó. Djass og blús á Borginni Eftir langt hlé kom að því að Jassvakning hólt tónlistarkvöld á ný. í þetta sinn átti að gera blúsn- um hærra undir höfði en oft áður og ný hljómsveit, Blúshundarnir, var fengin til að troða upp. Það var tríó Guðmundar Ing- ólfssonar sem hóf tónlistarkvöldið með mjúkum jass. í tríoinu eru Guðmundarnir Ingólfsson og Steingrímsson og ungur bassaleik- ari, Þórður Högnason. Sveiflan var góð og mjúk, þó kraumaði undir niðri. Þeir félagar gerður víðreist í lagavali og breyttu meira að segja minniháttar bandarísku popplagi í Ijúfan blúsaðan jass. Góð var og útsetning á Vorkvöldi í Reykjavík. Á hæla tríósins kom bræðslu- hljómsveitin Súld. Ekki veit ég hversu vel áheyendur hafa þekkt til þeirra Súldarmanna, en víst er að þeir komu mörgum á óvart með góðum hljóðfæraleik og skemmti- legri tónlist. Tónlistin sem þeir léku byggist að miklu leyti á taktskipt- um og rythmaflækjum með löng- um einleiksköflum þeirra Szymon Kuran og Tryggva Húbner á fiðlu og gítar. Á stundum brá fyrir frös- um sem minntu ýmist á Mahavisnu Orchestra eða Mikael Urbaniak eða jafnvel Brand X, tónlist sem aldrei áður hefur verið spiluö af viti á íslandi. Trommuleikur Steingríms Guðmundssonar (Steingrímssonar) var vel þéttur og fastur og bassaleikarinn Stefán Ingólfsson stóð vel fyrir sínu. Líklegt þykir mér að hvað flestir hafi verið að bíða eftir Blúshundun- um og þeim var vel fagnað. Blúsinn sem þeir spiluðu var hálfgerður boogie-blús, þó brugðið hafi fyrir stökkblús og rythmablús þegar á leið. Lögin voru ekkert nýmeti fyrir blúsáhugamenn, en kannski ekki nógu þekkt fyrir þá sem ekki eru á kafi í blúsnum. í bland voru svo gamlir blúsar eftir Bubba, þ. á m. Isbjarnarblús, sem öðluðust nýtt líf í nýjum útsetningum. Ekki var að merkja að Blúshundarnir væru aðeins búnir að æfa fjórum sinnum frá stofnun. Varla er þörf að geta um hljóð- færaleik, valinn maður í hverju rúmi. Þó var bagalegt hvað gítarinn var aftarlega framan af tónleikun- um. Menn sáu að Björgvin væri að taka sóló en heyrðu það ekki. Áheyrendur voru vel með á nót- unum, en þó best þegar sveitin brá fyrir sig rythmablús. Væntan- lega hefði allt farið úr böndum ef áherslan hefði verið lögð á meiri Chicagoblús. Ósk um það er hér með komið á framfæri. Bobby Harrison tróð upp sem gestur og átti góðan leik í rokkuð- um blús sem Albert King og fleiri hafa reynt sig við. Bobby er með góða blúsrödd og tilfinninguna á hreinu. Þegar dagskráin hafði verið tæmd voru Blúshundarnir klapp- aðir upp meö látum og tóku þá magnaða útgáfu af Calidonia, sem reyndar hafði heyrst fyrr um kvöld- ið, en nú var allt sett á fullt. Svo góð var stemmningin að Þorleifur lét sig hafa það að spila á bassann þótt strengirnir væru orðnir þrír. Gott er að vita til þess að draumurinn um fyrsta flokks blús- sveit er orðinn að veruleika, nú verða menn bara að vera duglegir við að spila. Ekki væri verra ef haldin yrðu fleiri blúskvöld. Árni Matt Plötudómar KUSKER EÍi Minneapolissveitin Hiisker Dii (sem á vfst að vera danska, manstu), hefur vakið mikla at- hygli vestan hafs og austan. Til að byrja með spilaði Husker Dú hrátt keyrslurokk, en söðlaði um á tvöföldu plötunni Zen Arcade og fór að flétta meiru inn í tónlistina. Því var haldið áfram á næstu tveim plötum og enn á nýjustu plötu sveitarinnar, Ware- house: Songs and Stories. Þó er keyrslan enn þétt og góð. Tvöfaldar plötur hafa átt það til að verða sundurlausar og hálf þunnar, enda oft ekki grisjað nóg. Því er ekki þannig farið með Warehouse: Songs and Stories. Segja má að plöturnar tvær séu samfellt verk, þó hvert lag hafi sín séreinkenni. Hvergi veikur punktur. Textarnir gefa góða viðbót við ágengt rokkið. Víst er að í Húsker Dú er meira spunnið en margar af bandarísku nýrokksveitunum og þeir eiga eftir að láta að sér kveða. Bestu lög eru Bed of Nails, No Reservations, Standing in the Rain og Turn it Aorund. Ódýr lausn? Nú hefur nýjasta afurð hljóm- sveitarinnar The Smiths litið dagsins ijós, breiðskífan The World Won’t Listen. Plötunnar hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, enda fróðlegt að sjá hvað feta ætti í fótspor The Queen is Dead. Nokkuð sló þó á eftirvæntinguna þegar fréttist að lítið yrði af nýju efni á plötunni. Útkoman ersvoyfirlityfirtíma- bilið frá janúar 1985 að septem- ber 1986. Lagaval á safnplötur er alltaf erfitt og umdeilanlegt og iðulega eru þær einfaldlega leiðinlegar. Ekki þó þessi. Að vísu hefðu lög eins og Panic, Bigmouth Strikes Again og The Boy With the Thorn in His Side mátt missa sig að mínu mati en á móti kemur að á hlið tvö eru perlur eins og Unloveable, Half a Person og Stretch Out and Wait. Safnplata frá The Smiths er aftur á móti alls ekki tímabær, hvað þá safnplata sem afmarkar sig við jafn þröngan tíma og sú sem um er rætt. Að vísu er ekki hægt að segja að lélegt lag só á plötunni, og auðvitað er hún eiguleg. Málið er bara einfaldlega það að menn gera orðið meiri kröfur til The Smiths en svo að þeir samþykki ódýr- ar lausnir, sem virðast til þess eins ætlaðar að uppfylla óþægilega plötusamninga. Japönsk þögn í Japan hefur orðið einskonar sambræðingur vestrænnar og austrænnar menningar, í tónlist a.m.k. Má þar til nefna hljóm- sveitina Yellow Magic Orch- estra sem gott dæmi um slfkt. Ein af nýrri hljómsveitum Tokyoborgar, dúó reyndar, ber nafnið Dip In the Pool. f Dip In the Pool eru fyrirsætan Miyako Koda, og hljóðvers hljóðfæraleik- arinn Tatsuji Kim. Tónlistin sem þau flytja er einkar innhverf og afslöppuð og Miyako og lágtóna leiks Tatsuji. Miyako hefur reyndar sagt svo frá að hennar innblástur komi frá Cocteau Twins, en ekki er hægt að merkja að hún sé á neinn hátt að reyna að ná Elisabeth Frazer. Tatsuji vísar til vestrænnar tónlistar á almennari hátt en glöggt má sjá að hann á þar við ensku nýbylgjuna, a.m.k. þegar hlustað er á plötuna sem ber nafnið Silence, sem segir sitt. Árni Matt byggist á samspili lágróma söngs IMý plata með Prince íslenskir útvarpshlustendur hafa þegar fengið að hlusta á lagið „Sign 0’ The Times“ með snill- ingnum Prínce. Gert er ráð fyrir að stóra platan, sem eftir skal fylgja muni koma út hinn 26. mars. Sagt er að prinsinn hafi verið í stökustu vandræðum með að velja efni á plötuna, því að hann hafi haft úr um 300 (!) lögum að velja. Fór enda svo að hann ákvað að kýla á tvöfalt albúm, líkt og hann gerði hér á árum áður með „1999“. Sögur herma ennfremur að hér sé um efni í hæsta gæða- flokki, en þó mun sölulegra en á síðustu tveimur plötum, sem ekki þóttu feta nógu dyggilega í slóð „Purple Rain“. Þesi plata verður fyrsta plata ársins, sem einhver meiriháttar foringi gefur út svo að talið er að hún eigi mjög góða möguleika á vinsældum. Þá er bara að bíða og sjá. Prins rokksins í banastuði á tónleikum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.