Morgunblaðið - 22.03.1987, Page 60

Morgunblaðið - 22.03.1987, Page 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1987 MARGRÉT LITRÍKU UFI MEÐ AÐSTOÐ FIÁRFESTINGARFÉLAGSINS Haraldur, frændi Margrét- ar, er enn við sama hey- garðshornið. Hann fær t.d. með engu móti skilið hvernig Margrét hefur efni á að leggjast í ferðalög á hverju ári. Svo er hún alltaf svo ansans ári ungleg. Hann er líka að gantast með að hún hljóti að vera í persónulegum tengslum við einhvern góðan mann hjá Fjárfestingarfélaginu. 'að er í raun alveg rétt,“ segir Margrét. „Ráðgjöfin hjá Fjárfestingarfélaginu er persónuleg. Sérfræðingar þess leitast alltaf við að finna bestu sparnaðarleiðir fyrir hvern og einn.“ „Ari< rið 1976 átti ég íbúðina næstum skuldlausa og börnin voru flutt að heiman. Ég ákvað að tala við sér- fræðing hjá Fjárfestingar- félaginu því ég vildi hafa tryggar tekjur þegar ég hætti að vinna. Þá átti ég nákvæmlega 26.090 krónur. Um síðustu áramót var upphæðin komin í 2.500.000, þökk sé Fjárfestingar- félaginu." „ Sérfræðingarnir ráðlögðu mér einnig að leggja alltaf 15% af mánaðarlaunum mínum fyrir. Mér tókst að safna 1.525.000 og á nú samtals 4.025.000 í TEKJU- BRÉFUM. Og hvort sem þú trúir því eða ekki, Halli minn, þá fæ ég senda heim peninga fjórum sinnum á ári. Upphæðin svarar nú til um 42 þúsund króna mánaðarlaunum, án þess að skerða verðtryggðan höfuðstólinn. Allt er þetta persónulegri og góðri ráðgjöf þeirra hjá Fjárfest- ingarfélaginu að þakka.“ hvab Á muiyos HARAWUR NO AB QERA? -Á hann að halda áíram að stríða frænku sinni? - A hann að hætta að geyma peningana undir koddanum? - Á hann að tala við sérfræðinga Fjárfestingar- félagsins? PETUR KRISTINSSON, EINN AF RÁÐGJÖFUM FJÁRFESTINGARFF.LAGSINS FJARFESTINGARFEIAGIÐ Hafnarstræti 7-101 Rvík. S 28566. Fjóla Áma- dóttír — Minning Fædd 20. október 1916 Dáin 13. mars 1987 Þá eik í stormi hrynur háa hamra því beltin skýra frá en þá fjólan fellur bláa fallið það enginn heyra má: en angan horfín innir fyrst urtabyggðin hvers hefír misst. (Bjarni Thorarensen.) Á kveðjustund rifjast upp í huga mér ótal minningar frá langri ævi, minningar, sem eru tengdar minni fágætu systurdóttur Fjólu Árna- dóttur. Haustið 1917, árið sem ég ferm- dist, fór ég með fyrsta spunann minn til Amfríðar systur minnar og Áma Magnússonar að Hnjóti í Örlygshöfn til að læra að ptjóna út fingravettlinga. Þá var lítla dótt- urinn Fjóla, þriðja barn þeirra hjóna, að stíga sín fyrstu spor. Hún ólst upp á Hnjóti í hópi sjö systkina til fjórtán ára aldurs, þar til foreldr- ar hennar fluttust til Patreksfyarð- ar. Leiðir okkar lágu oft saman á þessum árum og minnist ég þess hve glaðlynd og vel verki farin hún var, að hverju sem hún gekk. Síðar bar heimili hennar vott um þessa alúð og fágað handbragð. Þegar ég fluttist í fjarlæga sveit naut ég þess að fá Fjólu frænku mína sem aðstoðarstúlku á anna- sömu heimili mínu. Þar reyndist hún sem bezta systir og heimilisvinur æ síðan. Rúmlega tvítug að aldri giftist hún Jóni Sveinssyni, sjómanni frá Gerði á Barðaströnd. Þau stofnuðu heimili á Patreksfirði, þar sem Jón stundaði útgerð á trillu ásamt mági sínum, Magnúsi Ámasyni. Jón and- aðist 1974. Þau hjónin vom samvalin í gest- risni og einstakri velgjörðarsemi. Það var líkast því, að þau hefðu byggt hús sitt um þjóðbraut þvera. Ég og fjölskyldan mín átti oft því láni að fagna, að vera vafin vinar- örmum á heimili þeirra. Þau vildu hvers manns götu greiða og mörg- um góðviðrisdögum fórnuðu þau hjónin til að skemmta okkur og óku með okkur í bifreið sinni vítt um hémð þar vestra* áður en allir veg- ir urðu jafn greiðir og nú er. Fjóla hafi mikið yndi af garðinum sínum enda bar hann henni fagurt vitni; henni var oftar en einu sinni veitt viðurkenning fyrir hann. Eng- inn hefði betur skilið orð Bjarna Thorarensens um horfna angan fyólunnar en einmitt Fjóla. Að leiðarlokum vil ég þakka Fjólu frænku minni hjartanlega fyrir ánægjulega samfylgt og allar vel- gjörðir mér og mínum til handa. Dóttur hennar, Sigurveigu Jóns- dóttur, og fjölskyldu hennar allri sendi ég samúðarkveðjur. „Guði sé lof fyrir liðinn dag líkn og blessun alla.“ Jóna Erlendsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.